Tíminn - 27.01.1980, Page 21

Tíminn - 27.01.1980, Page 21
Sunnudagur 27. janúar 1980 LSiilillL l 21 ★ ★ ★ ★ ★ Frábœr - ★ ★ ★ ★ Eiguleg -..★★★ Áhegrileg - ★ ★ Sœmileg - ★ Afleit * Ymsir - Night Moves / K - Tel ★ ★ ★ Margir munu kannast viö hin- ar svokölluðu K-tel plötur, en þær hafa notiö töluverðra vin- sæida á undanförnum tveim, þrem árum. A plötum þessum leiöa hin ýmsu hljómplötufyrir- tæki saman „hesta” sina, enda er K-tel fyrirtækiö tilkomið vegna þessarar sam- keppn i/samvin nu. Á nýjustu K-tel plötunni „Night Moves”eru20 vinsæl lög siðustu vikna og mánaða, og eins og nafn plötunnar gefur til kynna þá er hiin kjörin fyrir þá sem hrifnir eru af smákvöld- hreyfingu. A plötunni eru lög af öllum stæröum og gerðum og meöal þeirra tónlistarstefna sem bryddað er upp á eru rokk, new wave, diskö, soul, reggae, popp og léttur jazz. Meðal flytj- enda eru sum stóru nöfnin i dægurlagaheiminum s.s. Blond- ie (Dreaming), Sister Sledge (Lost in music), Crusaders (Street life), Darts (Can’t get enough of your love), Anita Ward (Ring my bell) og Roxy Music (Angel Eyes). Meðal minni spámannanna, sem þó eru ekki si'stir á þessari plötu, eru Bill Lovelady með besta lagiö á plötunni — reggae lagið „Reggae for it now”, B.A. Robertson með „Bang Bang”, Judy Tzuke með „Stay with me til dawn”, Buggles meö „Video killed the radio star”, Noosha Foxmeð „Skin tight” og Bomb- ers með „Get dancin”. Eins og þessi upptalning gefur til kynna þá eru á plötunni sjö lög til við- bótar, en flytjendur þeirra eru Sad Café, Tourists, The Jags, A1 Hidson and the Partners, Dooleys, Spyro Gyra og Mad- ness. Núveitégaðsumirmega ekki heyr a á K-tel minns t án þess að fá grænar bólur á rassinn, en hvað sem þvi liður eiga þessar plötur fullan rétt á sér. Allar upptökur eru „orginal”, en helsti kosturinn er þó sá að lengd (spilatimi) platnanna er i rúmu meðallagi, eða um klukkustund sem er ekki ónýtt á þessum siðastu og verstu verð- bólguti'mum. —ESE Herb Albert - Rise AM Records ★ ★ ★ + Bandariski trompetleikarinn Herb Albert, sem núer43áraaö aldri, sneri sér f.vrst að jazzi er hann gegndi herþjónustu i land- her Bandarikjanna. Alpert hóf annars feril sinn ungur að árum (8 ára) og snemma var hann farinn að semja sin eigin lög. Meðal þeirra, sem Alpert starf- aði með áður en hann var kvaddur í herinn, voru nafnarn- ir Lou Adler og Lou Rawls, en siðar tók hann upp samstarf viö JerryMoss, sem unnið hafði hjá Dore Records. Þeir félagar Alpert og Moss stofnuðu siðan i sameiningu hljómplötufyrirtækið Carnival Records, sem siðar varð AM Records — eitt af stóru nöfnun- um i bandariskri útgáfustarf- semi. Árið 1969 er Herb Alpert haföi sankað að sér nokkrum gullplötum fyrir leik sinn, dró hannsig i hlé um nokkurra ára skeið, eöa til ársins 1974 og helg- aði sig upptökustjórn hjá AM Records. Um þetta leyti uppgötvaöi Herb Alpert söngdúóið The Car- penters, sem naut mikilla vin- sælda um miðjan siöasta ára- tug. Ariö 1974 sneri Alpert siöan aftur i hljómplötuslaginn og til þessa dags hefur hann sent frá sér nokkrar plötur sem flestar hafa öðlast töluverðar vinsæld- ir. Nýjasta plata Herb Alperts, „Rise” er þar engin undantekn- ing, en er þó full köflótt fyrir minn smekk. Bestu lög plötunn- ar eru titillagið „Rise” og „1980”, en meðal annarra laga má nefna „Street life”, sem Crusader hafa gert frægt, „Aranjunez”, sem m.a. er á plötunni „String of hits” meö Shadows og „Love is”, sem margir hafa spreytt sig á meö góðum árangri. Sjálfur á Herb Alpertekki nema tvö lög á plöt- uunni og er annað þeirra „1980”, sem minnst er á hér að framan. Helstu kostir þessarar plötu eru mjög gott titillag og óað- finnanlegur hljóðfæraleikur, en meöal þeirra sem aðstoða Al- pert á plötunni eru Carlos Rios (gitarleikari Jakobs Magnús- sonar), Abe „Ode tó Abe” Laboriel (bassi), Manolo Bad- rena (ásláttur) og Tom Scott (sax.). Sjálfur verður Herb Al- pert að teljast snjall trompet- leikari og ekki er óliklegt að honum eigi eftir að takast betur upp i framtiðinni. —ESE Styx - Cornerstone /AM Records Hingað til hefur borgin Chicago i Bandarikjunum eink- um verið fræg fyrir þrennt, þ.e.a.s. samnefnda hljómsveit, kjötkatla borgarinnar og stór- glæpamanninn A1 Capone, en nú er full ástæða til að bæta rokk- hljómsveitinni Styx á þennan lista — enda er hljómsvcitinn sannkallaður borgarsómi. Styx er reyndar komin nokkuð til ára sinna — stofnuö i byrjun sjöunda áratugarins, en þá und- ir öðru nafni. Stofnendur hljóm- Framhald á bls. 23. éfgsrðimor fré MITSUBISHI verða sýndarí sýningarsal Heklu hf. Laugavegi 170 - 172 sunnud. 27. jan. frá kl. 13.00 - 18.00 HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.