Tíminn - 05.02.1980, Blaðsíða 6
6
iitMSilÍ'l!
Þriöjudagur S. febrúar 1980.
r
Otgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Síöu-
múla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495.
Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Askriftargjaid kr.
4.500 á mánuöi.
Blaöaprent.
Frumkvæði
Gunnars Thoroddsen
Þegar þetta er ritað, virðast sæmilegar horfur á,
að stjórnarkreppan sé að leysast. Siðustu daga
hafa fulltrúar Framsóknarflokksins og Alþýðu-
bandalagsins rætt við Gunnar Thoroddsen og
stuðningsmenn um stjómarmyndun undir forustu
hans. Einkum hefur verið rætt um málefnasamn-
ing rikisstjórnar, sem yrði mynduð undir forustu
Gunnars, og hefur þeim viðræðum miðað vel á-
fram.
A fundi, sem miðstjórn Framsóknarflokksins
héít á sunnudaginn, var lýst eindregnu fylgi við
slika stjórnarmyndun og þingflokki og fram-
kvæmdastjórn veitt umboð til að ganga frá mál-
efnasamningi.
A þessu stigi er ekki annað vitað en að Alþýðu-
bandalagið muni ganga til slikrar stjórnarsam-
vinnu.
Það er enn ekki fyllilega ljóst, hvað margir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins muni fylgja Gunnari
Thoroddsen að málum, enda ekki óeðlilegt, að
ýmsir þeirra biði átekta þangað til málefnasamn-
ingur liggur fyrir. Taki þeir afstöðu eftir málefn-
um, mun málefnasamningurinn að sjálfsögðu ráða
afstöðu þeirra.
Afstaða Framsóknarflokksins til stjórnarmynd-
unar hefur verið ljós frá upphafi. Flokkurinn hefur
helzt kosið vinstri stjórn, enda það i samræmi við
afstöðu hans i kosningunum.
Fullreynt er, að vinstri stjóm verður ekki mynd-
uð að þessu sinni. Sterk öfl i báðum A-flokkunum
eru andvig henni. Þeir menn, sem mestu ráða i Al-
þýðuflokknum, rufu vinstri stjórnina ekki i þeim
tilgangi, að endurreisa hana eftir kosningamar.
Þeir höfðu allt annað i huga. Eðlilega greiða þessir
menn ekki fyrir myndun vinstri stjórnar.
Þegar vinstri stjórnin var úr sögunni, var Fram-
sóknarflokkurinn reiðubúinn til að athuga ýmsa
aðra möguleika, enda skylda þingmanna að reyna
að tryggja landinu starfhæfa þingræðisstjórn. í
þingflokki Framsóknarmanna átti sú hugmynd
verulegt fylgi, að reynt yrði að mynda stjórn
Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Sjálf-
stæðisflokks. Þessi hugmynd hlaut lengi vel ekki
nægar undirtektir.
Þetta breyttist hins vegar, þegar Gunnar Thor-
oddsen gaf kost á þvi að gangast fyrir myndun
slikrar rikisstjórnar, þótt allur þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins stæði ekki að henni. Eftir það hóf-
ust viðræður um myndun slikrar stjórnar og hefur
þeim miðað vel áfram, eins og áður er lýst.
Takist myndun slikrar stjórnar, hefur þeirri
skyldu þingsins verið fullnægt að mynda þing-
ræðisstjórn. Þvi verður áreiðanlega fagnað af
þjóðinni. Það er lika vafalaust vilji þjóðarinnar að
slik stjóm fái starfsfrið til þess að sýna, hvers hún
er megnug.
Á þeim timum, sem nú em, er það eðlileg krafa
til stjómarandstöðu, að hún beiti ekki bolabrögð-
um til að fella stjóm áður en hún hefur tækifæri til
að sýna getu sina. Þetta gildir jafnt um stjómar-
andstöðu innan þings og utan.
Þjóðinni er nú mikill vandi á höndum. Oliuverð
er liklegt til að hækka og verðlag á fiskafurðum er
heldur lækkandi. Eftir aðgerðaleysi og upplausn,
sem rikt hefur á Alþingi tvo undanfarna mánuði,
er timi til kominn að þingmenn fari að hefjast
handa. Fmmkvæði Gunnars Thoroddsen gefur
vonir um, að málin séu að snúast á betri veg. Það
gefur vonir um, að Alþingi geti ekki siður byggt
uppenbrotiðniður. Þ.Þ.
Erlent yfirlit
Beatrix getur orðið
af skiptasöm drottning
Hún er oft nefnd brosandi prinsessan
HOLLAND hefur búiö viö
drottningarstjórn siðan 1890, en
þá hófst Wilhelmina til valda
eftir lát fööur sins, Vilhjálms
þriöja. Wilhelmína var aðeins
tiu ára gömul, þegar hún varö
drottning og gegndi hún drottn-
ingarstarfinu I 58 ár. Fyrstu
átta árin hélt móöir henn
ar um stjórnvölinn í nafni henn-
ar, en þegar hún varð 18 ára
gömul, tók hún alveg viö stjórn-
inni. Hún þótti myndugur þjóö-
höföingi og naut mikils trausts
hjá þjóö sinni.
Ariö 1948 þegar Wilhelmina
var búin að stjórna I hálfa öld á
eigin ábyrgö, afsalaöi hún
drottningardómnum og lét
Júllönu dóttur slna taka viö.
Wilhelmína liföi í 14 ár eftir
þetta. Júliana reyndist ekki eins
atkvæöamikill stjórnandi og
móöir hennar, enda var nú
aldarandinn oröinn annar og
þjóöhöföingjanum ætlaö minna
starfesviö en áöur. Yfirleitt
hefur hún verið vel látin.
Seinustu árin hefur það þó
dregiö úr vinsældum hennar, aö
Bernharö prins, eiginmaöur
hennar, flæktist inn I hin ill-
ræmdu mútumál bandaríska
Lockheed-fyrirtækisins og
varö fundinn sekur. Slöan hefur
oft komiö til oröa, aö hún drægi
sig I hlé, en ekki orðið af þvl.
Beatrix feröast oft á reiöhjóli.
ingarembættinu 30. april, muni
sem drottning minna meira á-
Wilhelminu ömmu sina en Júll-
önu móöur slna. Hún er sögö
ráörik og stjórnsöm I eöli slnu
og kann því aö vilja skipta sér af
fleiru en góöu hófi gegnir, eins
og nú er oröið háttaö drottn-
ingarstarfinu. Þó skortir ekki, aö
hún sé alþýðleg og komi vel
fyrir, enda oft veriö kölluö bros-
andi prinsessan.
Beatrix er fædd 31. janúar
1938 og varö þvl 42 ára gömul
daginn, sem móöir hennar til-
kynnti afsögn sina.
Beatrix var nýlega oröin
tveggja ára gömul, þegar hún
var flutt, ásamt einni yngri
systur sinni, til Kanada, en þar
dvaldi Júllana og fjölskylda
hennar fimm næstu árin eöa á
meöan heimsstyrjöldin stóö
yfir. Wilhelmina fór úr landi,
þegar Þjóöverjar hernámu
Holland, og veitti forustu út-
lagastjórn, sem haföi bækistöö
slna I Bretlandi. Þegar Beatrix
fluttist heim frá Kanada, ásamt
fjölskyldu sinni, var hún orðin
sjö ára gömul.
Beatrix hóf þá skólagöngu
sina, sem segja má aö hafi
staöið óslitiö til 1961, þegar hún
var 23 ára, en þá lauk hún
doktorsprófi. Hún stundaöi
háskólanám i sögu, bókmennt-
um og stjórnmálafræðum. Jafn-
framt lagöi hún stund á tungu-
málanám og er sögö vel fær I
ensku, þýzku, frönsku og
spönsku.
Þegar Beatrix varö 25 ára,
flutti hún aö heiman frá f (reldr-
um sinum og fékk sérstaka höll
eða kastala til umráöa. Nokkru
siöar kynntist hún veröandi
eiginmanni sinum, Klaus von
Amsberg, sem er 12 árum eldri
en hún. Hann er kominn af
þýzkum ættum og var, eins og
flestir jafnaldrar hans á þeim
tima, þátttakandi I æskulýðs-
félagsskap nazista. Þau giftust
1966 og sætti þaö miklum mót-
mælum I Hollandi, en þá var enn
grunnt á þvi góöa milli Hollend-
inga og Þjóöverja, vegna her-
námsdvalar Þjóöverja I Holl-
andi á heimsstyrjaldarárunum.
Slðan hefur þetta jafnazt nokk-
uð, en þessi atburöur hefur þótt
merki um, aö Beatrix vilji ráöa
málum sinum sjálf og geti tekiö
minna tillit til almenningsálits-
ins en samrýmist stööu hennar.
ÞEGAR Beatrix lýkur stjórnar-
ferli sinum, veröur lokiö aö
sinni drottningarstjórn i
Hollandi. Hún og maður hennar,
sem ber nú nafnið Klaus prins,
hafa eignazt þrjá syni. Sá elzti
þeirra, sem er 12 ára, verður
krónprins, þegar móöir hans
veröur drottning.
Miklar breytingar hafa orðiö
á högum Hollendinga siöan
Wilhelmlna varö drottning fyrir
90 árum. Þá var Holland mikiö
nýlenduveldi og velmegun
Hollendinga mikil. Nýlendu-
veldi þeirra leystist upp eftir
siöari heimsstyrjöldina og uröu
þaöein fyrstu verk Júliönu sem
drottningar aö samþykkja þaö
formlega.
Ýmsir óttuöust, aö þá myndu
taka viö miklir erfiöleikatimar I
Hollandi, en svo hefur ekki
orðið. Litlu siðar fannst þar
mikiö gas I jöröu, sem hefur
orðiö þjóöinni mikil auösupp-
spretta. Mestu skiptir þó, að
Hollendingar eru dugandi þjóö
og reglusöm og hefur þvi sigrazt
á þeim örðugleikum, sem hlut-
ust af þvi aö missa nýlendurnar.
Þ.Þ.
Þaö kom þvi flestum á óvart,
þegar Júlíana óskaöi fyrirvara-
lltiö eftir þvi aö mega ávarpa
þjóöina siöastl. fimmtudag. Er-
indi hennar var aö tilkynna, aö
hún ætlaöi aö draga sig I hlé 30.
april næstkomandi, þegar hún
yröi 71 árs gömul. Ellin færöist
nú óöum nær og hún vildi ekki
gegna drottningarstarfinu,
nema hún væri vel fær um þaö.
ÞVÍ er spáö, aö Beatrix krón-
prinsessa, sem tekur viö drottn-
Júliana drottning.