Tíminn - 05.02.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.02.1980, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. febrúar 1980. 7 Ellefumánaðagj aldár Umræöur um sparnaB i rflcis- rekstri eru ekki nýjar af nálinni og koma alltaf upp ööru hverju og munu gera. Sist skal ég gera litiö úr nauösyn þess, aö fyllsta aögæsla sé viöhöfö i meöferö fjármuna, hvort heldur er hjá þvi opinbera eöa einstaklingum og öörum, svo lengi sem ekki er fariö aö spara eyrinn og kasta krónunni. En oft hefur mér fundist litill greinarmunur geröur á sparnaöi og lækkun út- gjalda. Sumir viröast lita á þaö sem eitt og hiö sama, aö halda vel á, fella niöur eöa draga úr útgjöld- um til hinna ýmsu rekstrarþátta rikisins og draga úr fram- kvæmdum á vegum þess, og kalla þaö allt sparnaö. Ég vil heldur flokka þetta undir hug- takiö „lækkun útgjalda”. Sparnaöarhugtakiö hefur heldur ekki sömu merkingu I rikisrekstrinum og I venjuleg- um fyrirtækisrekstri eöa t.d. heimilishaldi. Ég tel aö þaö hafi viöari merkingu almennt séö heldur en hjá rikinu. Þannig gæti t.d. fyrirtæki hugsanlega fellt niður einn þjónustuþátt viö sina viöskiptavini, án þess aö þaö kæmi niöur á „viöskipta- gúddwillinu”. Fyrirtækiö héldi sinum hlut, en sparaði I til- kostnaöi. Ef slikt gerist hins vegar i rikisrekstrinum, þá er þaö ekki sparnaður. Þá er einungis verið aö fella niður eða hætta við þjónustu viö borgarana eöa draga úr henni eftir atvikum. Mér vitanlega veitir rikiö ekki neina þjónustu, sem ekki höföar til einhverra einstaklinga og eöa þjóöfélagshópa, meira og minna, og margir þættir I rikisrekstrinum snerta hvern einasta þegn beint og annað óbeint og sumt suma. t þessum dæmum er auövitað gengiö út frá jafnri aögæslu I meöferö fjármunanna. Grundvallarmunurinn er sá, aö rikissjóöur er sameiginlegur sjóöur allra landsmanna, en hitt ekki. Að „spara” hjá rikinu Um þaö má svo deila, hvaöa þjónustu rikiö á aö veita og hvaöa þjónusta á að vera háö duttlungum einstaklingsfram- taksins o.s.frv. Til þess aö vera ekki aö fara út I smáatriði og gera þaö, sem gæti veriö langt mál stutt, þá er þaö sparnaður I opinberum útgjöldum, ef hægt er aö veita sömu þjónustu og framkvæma meira án meiri til- kostnaöar, getum viö kallaö betri nýtingu. Þvi er niður- skuröur á fjárveitingum, aö öðru jöfnu, niöurskuröur á þjón- ustu og framkvæmdum. Þvi hefur veriö haldiö fram, aö t.d. i heilbrigðismálum mætti ýmislegt betur fara, en ekki skal um það dæmt hér. Þvi hefur einnig veriö haldiö fram, að mikiö mætti spara I þeim efnum með fyrirbyggjandi heil- brigðisþjónustu, þ.e.a.s. aö beita sér aö þvi aö koma I veg fyrir sjúkdóma og draga úr hættunni á slysum. Sá annmarki er þó á þessu, aö um einhvern tima myndu útgjöld til heil- brigðismála stóraukast, þvi nú- verandi heilbrigöisþjónustu er ekkifærtaðleggjaniðurum leið og nýskipanin tæki við. Kerfis- breytingar lækna engan, sem þegar er sjúkur. Menntakerfið er aftur á móti starfrækt á fyrirbyggjandi grundvelli. Þvi er ætlað aö fyrirbyggja fáræöi. Og þá er dæmiö viösnúið, boriö saman viö heilbrigöismálin. Hér væri hægt aö „spara” aldeilis helling I marga áratugi meö þvi, aö hreinlega loka skólunum og leggja niöur Menntamálaráöu- neytið. Þaö er ljóst, aö lögum samkvæmt hefur rikiö skyldum aö gegna, hvaö almenna menntun varðar, svo þaö má ekki dragast lengur en fram undir miöja næstu öld, aö opna skólana á ný. Búast má viö, aö hver nemandi veröi rikinu dýr- ari þá, þvi námshæfileikar eru sagðir minnka meö aldrinum, en þaö ætti aö vera i lagi. Þá veröur búiö aö kippa efnahags- málunum i lag og komin ný rikisstjórn. Ef ekki, er varla annaö til ráöa en aö skera heil- brigðisþjónustuna niöur eða, sem væri mun fljótvirkara, aö taka upp fyrirbyggjandi heil- brigðisþjónustu. Sú heföi þaö aö markmiöi aö fyrirbyggja heil- brigði. Siöan, þegar Island finnst aftur, getur hafist ný landnámsöld. Nýja aðferðin A siöustu fjárlögum voru f jár- veitingar til menntamála skornar niöur, miöað viö til- lögurog áætlanir ráöuneytisins. Þar á bæ var gripið til þess ráös m.a., aö gengiö var til atlögu viö stundaskrána og skoriö af henni. Etv. var þaö fyrsta skrefiö aö þvi aö loka skólunum. Skólamenn kalla þaö ekki sparnaö og ég efast um, aö starfsmenn ráöuneytisins liti I x raun þannig á máliö. Niöur- skuröur Utgjalda á fjárlögum er ekki vandalaus (enginn ,leiftur- sóknarhókupókus”), en þó eru áhrif niðurskuröar misjöfn, á hina ýmsu þætti. RekstrarUt- gjöld rikisins vegna grunnskól- anna eru að langstærstum hluta launakostnaður og vandséö, hvernig ætti aö koma viö raun- verulegum sparnaöi. Annars konar sparnaður kemur þvi óhjákvæmilega niöur á þvi starfi, sem I þeim skólum er unnið, sem sagt þvr sem slst skyldi, þar sem grunnurinn er lagður. Þrátt fyrir alla viöleitni til raunverulegs sparnaöar viö frá- gang og framkvæmd siöustu fjárlaga, aö viöbættum plat- Jón G. Guðbjörnsson Lindarhvoli i—■■■ sparnaði, þá náöu endar vist ekki saman. Þvi er bjargaö fyrir horn meö enn einni „sparnaöarleiö”, sem sé aö borgaekki gjaldfallinn kostnað. I sliku felst auövitaö visst hag- ræöi, amk. fyrir skuldarana, en fjármálaráðherra viröist telja þetta allvænlega sparnaöarleið. En til aö ná árangri til fram- búöar meö svona sparnaöi, þá þarf á þessu ári aö færa tvo mánuöi yfir árið 1981, þrjá mán- uöi af þvi áriyfir á þar næsta ár o.s.frv. Hugsum okkur aö sparnaöur af þessu tagi, þ.e. ellefumán- aöagjaldár, veröi látinn ná til allra útgjalda rikissjóös. Þá veröur hann oröinn heilu ári á eftir meö greiöslur i bk næsta áratugar (1990-91). Þá veröa t.d. opinberir starfsmenn aö vinna í heilt ár, áöur en þeir fá útborgaö, og er nú verulegur munur á eöa aö fá kaupiö sitt greitt fyrirfram. Eins konar afhjúpun Þaö þykir ekki frumlega ályktaö, aö núverandi rikis- stjórn sé fáum fagnaðarefni. En fátt er svo með öllu illt, aö ekki boöi nokkuö gott. Hún er eins konar afhjúpun. Nú eru stóru oröin um siöleysiö, spillinguna, samtrygginguna o.fl. gleymd og kjallaragreinarnar týndar. Og sé litiö til vinstri stjórnarinnar sálugu og þess starfsfriöar sem hún haföi, þá sýnir þaö sig sem oftar, aö aftursætisbilstjórar eru sjaldnast neinir sérstakir ökumenn. Tal fjármálaráö- herraum sparnaö erhjákátlegt, þvi þessi rikisstjórn er hreint og beint sóun, sem Alþýöufbkkur- inn hefur sjálfur stofnaö til. I viösjárþætti um daginn var fjármálaráöherra i viötali og nefndi auövitaö þá m.a. sparnaö, þennan sem mér finnst svo skringilegur. Þá minntist hannlika á „fagráöuneytin” og átti vlst viö önnur ráöuneyti en sitt. Mér var þetta nýyröi og kunni ekki sérlega viö viö þaö. Þó veltist meira fyrir mér, hvaö þaö var sem ráöherrann sagði, þegar hann þagöi. Þaö er nú reyndar ekki sérlega faglegt allt, sem frá hans ráðuneyti hef- ur komiö upp á siðkastiö, en þaö er þaö bara ekki heldur t.d. frá dómsmálaráöherra, svo ég ér liklega á rangri leiö meö skil- greiningu á þessu orö „fagráöu- neyti”, en: Fagráöuneytin spara „spes” og spila á ellefumánaöaáriö. Og ráöherra — hann les og les, Ljúfsætar tölur, en skilur ei fáriö. 16. janúar 1980. Meirihluti Islendinga vill fá vinstri stjóm Alóþarfar alþingiskosningar fóru fram I svartasta skamm- degi. Samtaka foringjar ihalds og krata ollu þeirri furöulegu flónsku. Þó tókust kosningar þannig, aö allir mega vel viö una. Flestir sem vildu komust á kjörstaö og enginnn flokkur hlaut færri atkvæöi en hann mátti vænta. Sjálfstæðisflokkur stendur á gömlum merg. Elsta merg alls mergjar þjóöfélagsins: thaldi og vanafestu. Hann hlaut nú 35 af hundraöi, eöa rúmlega þriöja hvert greitt atkvæöi og þing- mannatölu I samræmi viö þaö. Ennþá er fylgi þess flokks of mikiö, en hlýtur aö minnka á komandi árum, ef aörir flokkar haga sér eigi eins og alger flón. Framsóknarflokkur stendur einnig á gömlum og góöum merg: Þúsund ára bændamenn- ingu og hundraö ára heiöarlegri samhjálp samvinnumanna. Hann hlaut nú um 25 af hundr- aöi, eöa hér um bil fjóröa hvert atkvæöi, og alheimti fylgiö sem fannst ekki i fyrravor. Hann fullheimti einnig þingmanna- fjölda frá 1974. Hins vegar vann hann eiginlega engan kosninga- sigur. En lfklega mun hann á komandi árum mjatla fylgi af ihaldinu, nema flokksforystan bregöist honum. f Helgi Hannesson Alþýöubandalagiö stendur ekki á gömlum merg. Þaö stendur einkum á innfluttri hug- sjón örbjarga byltingarlýös undir ihaldsharöstjórn. Þaö hef- ur þvi litla rótfestu hér á landi. Þaö hlaut nú nær 20 af hundraöi, eöa næstum fimmta hvert greitt atkvæöi, sem má þykja furöu- legt fylgi. Þaöá hér varla vaxt- arskilyröi, nema Alþýöufbkkur og Framsókn temji sér ómann- leg fhaldsvinnubrögö. Alþýöuflokkur óx hér upp af erlendri jafnaöarhugsjón, sem hér átti miklu fylgi aö fagna, meöan örbirgö var algeng. Und- ir fórystu góöra manna: Jóns prentara Baldvinssonar, Olafs ritstjóra Friörikssonar og ým- issa annarra ágætra mannvina, dafnaöi flokkurinn fljótt I kaup- stööunum, ogfékk þá oft 16-20 af hundraði, eöa 5.- 6. hvert gilt at- kvæöi. Undir formennsku ihaldskratanna Emils og Gylfa Þorsteinssonar, hrapaöi fylgi flokksins niöur i 9 af hundraöi, eöa ellefta hvert greitt atkvæöi. Þaö var mikiö vatn á myllu Al- þýöubandalagsins og jafnframt t stuöningur viö ihaldiö. Núna hlaut flokkurinn 17 af hundraöi eöa rúmlega sjötta hvert gilt atkvæöi.Hann er nú tæplega hálfur aö vexti, miöaö viö Sjálfstæöisflokkinn. Hefur þó sjaldan áöur slagaö svo hátt upp 1 hann. Hörmulegt er þaö auönuleysi Islenskra jafnaöar- manna. A öllum öörum Noröurlöndum hafa jafnaðarmannaflokkar lengi veriö fjölmennastir allra stjórnmálaflokka, og fhalds- flokkar þeirra landa eigi náö þeim nema i buxnastreng. En þar hefur forustan lika löngum veriö stórum viröulegri, en hjá Alþýöuflokknum hér á landi. Alþýöuflokkur Islendinga virðist nú Ieiddur af litilmögn- um, tröllriönum af ihaldinu. Þaö er ástæöa til aö óttast, aö þeir litlu kjánar geti vUlst I op- inn fhaldsfaöminn, allri alþýöu til ófarnaöar.Sliks má vænta af vesalingum, sem miöa flest viö sina eiginsmásál. En þá misstu þeir aöra fjóra þingmenn, þegar næst veröur kosiö, og ættu eigi annaö betra skiliö. Þó má enn vona, aö þar i flokki finnist margir menn, sem eygja hærra markmið fyrir sig og flokk sinn og foröi honum fráþeim ósköpum. Vinnufrið umfram allt Þrátt fyrir skafbyl og skammdegismyrkur, mátti segja aö alþingiskosningar heppnuöust heldur vel aö þessu sinni. Um þaö bU tveir þriöju alþingiskjósend höfn- uöu ihaldsforsjá algerlega. Flest þaö fólk og fjöldi hinna, sem kusu ihald af vondum vana, væntir þess, aö þingflokkarnir myndi fljót- lega sterka Vinstristjórn. Samhenta stjórn og heiö- arlega, sem þorir aö nota þau ráö, sem duga, til þess aö afmá veröbolguna og útrýma launa- djöfnuöi, sem raunverulega er aö rföa slig á þjóöfélagiö. Hún veröur aö lækka þau laun, sem eru oröin of há. Þeirri stjórn mætti gefa gott nafn. Kalla hana Þjóöheilla- stjórn eöa Þjóöarbræöralagiö. Og hróöur hennar yröi lengi uppi. Þrír fjórðu hlutar þjóöfélags- ins krefjast þess, aö þingflokk- arnir semji sátt og setji þjóöat- heill ofar öllum erjum og flokkadráttum, en troöi tuskum uppi alla varga i þeim véum. Þar á meðal ritstjóra Alþýöu- blaösins. Hér veröur varla vinnufriöur ööruvisi en undir Vinstristjórn. Helgi Hannesson. Eins og lesendur hafa sjálf- sagt oröið varir, viö lestur þess- arar greinar, hefur birting hennar dregist nokkuö. Er höf- undur beöinn velviröingar á þeim mistökum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.