Tíminn - 06.02.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.02.1980, Blaðsíða 2
2 Miftvikudagur 6. febrúar 1980 Kvikmyndahátíð: Verkamannahetja búin til og eytt Hegnboginn Marmaramaöurinn/Czlowiekz marmuru Leikstjóri: Andrezej Wajda Aöalhlutverk: Jerzy Radiziwilowicz og Krystyna Janda. Myndin fjallar um unga stúlku Agnieszka (Janda) sem er aö undirbúa prófmynd sina frá kvikmyndaháskóla. Hún hefur áhuga á aö gera mynd um múrara nokkurn Birkut sem á sinum tíma var „fyrirmyndar- verkamaöur”. Agnieszka fer aö rannsaka feril Birkuts og verö- ur margs visari. Hiln mætir vaxandi andspyrnu af hálfu skólayfirvalda viö gerö mynd- arinnar og svo fer aö lokum aö myndin er stöövuö. 1 myndinni fjallar Wajda um Stalin-tlmabiliö en þaö mun vera forboöiö þema i augum margra landa feans og hefur hann sætt árásum ihaldsamra starfsbræöra sinna fyrir þessa mynd. Ahorfendum er kynnt hVernig pólsk yfirvöld efldu þegna sina til dáöa á uppbygg- ingarskeiöinu eftir seinni heim- styrjöldina meö þvi m.a. aö gera árópurskvikmyndir sem fjölluöu um verkamenn sem skiluöu margföldum afköstum á viö aöra. Einn þeirra ér Birkut. Viö rannsóknir sinar kemst Agnieszka aö þvi hvernig búin var til verkamannahetja úr honum, gerö af honum mar- marastytta og hann sendur vitt og breitt um landiö til aö efla verkalýöinn til dáöa. En i einni slikri ferö er honum réttur glóö- heitur múrsteinn, er hann er aö sýna hvernig hægt er aö auka hraöann I múrverki. Var þaö skemmdarverk? Þessari spurn- ingu er ekki svaraö beint i myndinni en likum leitt aö þvi. Birkut er ekki ánægöur meö umfjöllun yfirvalda á málinu og gagnrýnir þau fyrir þaö. Þaö leiöir til þess aö yfirvöld þurrka út hetjuimynd hans og senda hann I útlegö. Eftir þvi sem Agnieszka gref- ur dýpra I fortiöina eykst þrýst- ingur á hana aö hætta viö allt saman. En hún erþrjósk og læt- ur ekki buga sig. Hún hefur upp á syni Birkuts og saman fara þau til skólayfirvaldana i loka- atriöi myndarinnar. Meö þessu vill Wajda sýna okkur aö hann bindur vonir viö ungu kynslófr ina og sættir sig ekki viö aö for- tlöin sé þöguö i hel. 1 umf jöllun sinni um þetta efni hefurWadjda þurftaö stíga hár- finan linudans þvi yfirvöld fyrir austan tjald eru allt annaö en hrifin af þvi aö kerfi þeirra sé . Framhald á bls. 15 Borgin gefur SÍS og KRON fyrirheit um lóðir Kás — A fundi borgarráös I gær var samþykkt aö gefa Samband- inu og KRON fyrirheit um lóðir undir verslanir á tveimur stööum I borginni. KRON fékk fyrirheit um lóö undir stórmarkaö i Borgarmýr- inni, en Sambandiö lóö undir byggingavöruverslun norðan Krókháls i Smálöndum. Borgarráö hefur ekki enn tekiö afstööu til umsóknar Sambands- ins um lóö undir skrifstofuhús- næði fyrir höfuöstöðvar fyrirtæk- isins I Reykjavik viö Elliðavog i Reykjavik. Væntanlega dregst afgreiösla þess erindis ekki á langinn ef marka má ummæli forseta borgarstjórnar á síöasta fundi borgarstjórnar. Framleiðsla á þorsk- lifrarkæfu hefst að nýju á Akranesi AM — Niöursuöuverksmiöja Har- aldar Böövarssonar & Co á Akræ nesi hefur nú i hyggju aö hefja aö nýju framleiöslu á niöursoöinni þorsklifrarkæfu (paté) en fram- leiöslan hefur legiö niöri frá þvi vertiö lauk sl. vor og öll önnur starfsemi I verksmiöjunni. Hefur nú veriö fenginn ný forsjóöari til verksmiöjunnar, sem hreinsar lýsiö úr lifrinni. Birgir Erlendsson, verkstjóri i Niöursuöuverksmiöjunni, sagöi blaöinu i gær aö þaö mundu verða togararnir óskar Magnússon og Krossvik, sem hiröa mundu lifur til þessarar framleiöslu, en ennþá væri óljóst hvort togarinn Har- aldur Böövarsson yröi meö. Þætti mönnum vart borga sig sú fyrir- höfnogþaö rými sem lifrin tekur þótt menn á tveimur fyrmefndu togurunum hafa strax tekið vel i aö hiröa lifrina, þegar þess var fariö á leit viö þá næu. Lifrin var siöast einkum seld til Tékkóslóvakiu, en einnig til margra annarra landa, þar á meöal til Hollands, Danmörku og Formósu. Hefur Sölustofnun lag- metis leitaö Itrekaö til verksmiöj- unnar eftir þessari vöru, en ekki veriö kostur á aö veröa viö eftir- spurnog áleitBirgir aö ekki væri nógu vel aö stjórnun málefna lag- metis staöiö hérlendis, til þess aö þróa mætti fram fjárhagslegan grundvöll fyrir slikan iönaö. Meiri áhersla væri lögö á skjót- tekinn hagnaö af minna unninni vöru. Auk Niöursuöuverksmiöju Har- aldar Böövarssonar og Co hefur lifur veriö hirt og soðin niöur i Vestmannaeyjum og hjá Erni Er- lendssyni hjá Triton. Eins og greint hefur veriö frá, stendur yfir þessa dagana ráöunautafundur aö Hótel Sögu. Fundurinn hefur veriö fjölsóttur, og þar hafa veriö flutt mörg fróöleg erindi um margvísleg efni. M.a. er gerö út- tekt á rannsóknarstarfseminni og greint frá helstu verkefnum sem unnið er aö. Hafa um 100 manns setiö fundinn, en honum iýkur á föstudag, 8. febrúar. Timamynd-Róbert Olga Magnúsdóttir viö kjöthrærivélina. Tímamynd G.E Stærstu kjöthrærívél landsins stjómað aí kvenmanni FRI- Konur sækja i æ rikari mæli inn á atvinnusviö sem áö- ur voru eingöngu talin I verka- hring karlmanna. Eitt dæmið um slikt er Olga Magnúsdóttir en hún er ein af fjórum kven- mönnum hér i Reykjavik sem hefur lokiö kjötiönaðarmanna- námi. Hún vinnur nú sem um- sjónarmaöur meö stærstu kjöt- hrærivél landsins hjá Slátur- félagi Suöurlands, aö Skúlagötu. „Vélin getur hrært 500 kg af hakki I einu og hver hræra er um 1 millj. kr. virði og viö hrær- um um 15-20 slikar á dag” sagði Olga Magnúsdóttir I samtali viö Timann, „þetta er þvi mikið á- byrgöarstarf.” Hvernig gekk þér aö fá at- vinnu á þessu sviöi aö námi loknu? „Það var mjög erfitt. Ég var atvinnulaus i um 3 vikur áður en ég fékk þetta starf. Mér viröist sem aö atvinnurekendur I þess- ari atvinnugrein séu hræddir viö aö taka kvenmenn i vinnu ef þeir hafa ekki haft þær áöur i læri hjá sér”. Styrkið Tímann Fyllið út þennan seðil og sendið til Tímans í pósthólf 370, Reykjavík s<---------------------------------------- Ég undirritaður vil styrkja Timann með þvi að greiða í aukaáskrift [j heiia □ háifa á mánuði Nafn____________________________________ Heimilisf. Sími

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.