Tíminn - 06.02.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.02.1980, Blaðsíða 9
Miövikudagur 6. febrúar 1980 Alfreö Guömundsson, for- stööumaður Kjarvalsstaöa, er einn fróðasti maður um Kjarval, sem til er I landinu, og á held ég lika til flest af þvf er Kjarval skrifaöi opinberlega. Það eru því hæg heimatökin til aö fá hugmyndir aö nýjungum til að fjörga minninguna um Kjarval. Lifshlaupið og Land Meistarans Kjarval var hamhleypa til verka. Það vita flestir er ein- hver skil kunna á Hfsverki hans. I stuttri grein um Kjarval segir Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur þetta: „Jóhannes S. Kjarval bjó lengst af sinnar löngu starfsævi I Reykjavfk og andaðist þar 13. april 1972. Þótt hann hefði vinnustofu sina í Austurstræti 12, með nokkrum frávikum siðar á ævinni, var Island allt einskonar starfsvettvangur hans. Hann gerði tíðförult á ein- staka staði, og upp úr 1930 byrjaði hann komur sinar austur I fæöingarbyggð sína,þar sem hann málaði af og til á sumrin.ogsvoaðsegjaáhverju sumri eftir 1945. Að meðtöldum kjörnum stöðum á Slðu, Fljóts- hverfiog I Eldhrauni, batt hann mikja tryggð viö Borgarfjörð eystra, Þingvelli og Snæfells- nes. Kjarval var stjórgjöfull á verk sln og bera myndir á bæjum eystra þess gleggstan vott. Stundum var honum ekið I bólá ákveðna staði með trönur og liti, en oftar en hitt var ekki komið á leiðarenda, þegar hann bað að stansa. Þá hafði ein- hverja þá fyrirmynd borið fyrir augu sem ekki var hægt að sleppa. Aðra daga stóð hann kannski I heyverkum með heimilisfóki þar sem hann hélt til þá stundina. Kjarval var einstakur snillingur að lesa I landið. Það rann saman I myndir fyrir augum hans, sem aðrir höfðu ekki tekiö eftir, þótt þeir hefðu lifað langa ævi I grennd við and- lit I kletti eða sérstök litbrigði hömrum girtrar hliðar. En það þurfti ekki stórar fyrirmyndir til. Lággróðurinn varð ósandi orkuhaf I höndum hans. Jafnvel grár hausttlminn bældur undir aðfara vetrar gat stigið fram I sérkennilega tærri og hljóðlátri fegurð undan penslinum. Sllkt er ekki gefiö nema fáum inn- blásnum. Hinn sérkennilegi og voldugi fjallajöfur Lómagnúpur var Kjarval kært viðfangsefni. Þær eru orðnar margar krltar- myndirnar og málverkin af þvl fjalli. Og engin þeirra er eins. Það er eins og listamaðurinn sé að strjúka gnúpnum um vangann til staðfestingar hinum breytilegu sýnum. A sllkum stundum var Kjarval kominn I bland viö náttúruandana — orðinn einn þeirra og þeirra ör- látastur. Þá stóðu honum allir fjársjóðir landsins opnir." Að gera endurminningunni skil er vandasamt verk. Einhliða kýnning á töfrandi Hfs- manni er ekki einasta röng, heldur lfka fölsun. Það skulum við hafa I huga. Ef það er ætlun- in að halda uppi sannri minn- ingu um Kjarval, verður það ekki gert meö þessari niður- negldu sýningu. Með henni vinnum við nefnilega lika tjón, likt og á Finnlandiu forðum. Og viö höfum fleiri dæmi I landinu, þar sem annars góðum listamönnum látnum, er haldið að fólki með sliku offorsi að það er á góðri leið með þvl aö ganga endanlega frá þeim. Að hafa umboösmenn á jörðunni að sér látnum er þvl dálitið háskalegt líka. Goðsögn er góð, en listamenn gera góða hluti og vonda. Þegar allt er hins vegar orðiö heilagt er þeir gjörðu, erum við á rangri leið. Kynníngin á Jóhannesi Sveinssyni Kjarval þarf að vera miklu vlðtækari en hún er núna, annars kann hún að valda veru- legu tjóni á minningunni um þannan mikla, skáldlega mann, sem i senn var mesti málari sinnar þjóðar og þjóðsagan sjálf I senn, lifandi komin. Jónas Guðmundsson Ingólfur Daviðsson: Súrhey, flétta og sveppir Það var svöl og suddasöm heyskapartið löngum á norðan- verðu landinu sl. sumar. Gripu þá, sem betur fór, allmargir til votheysverkunar, og sumir á all nýstárlegan hátt, utan súr- heysgryfja og turna, Petersen á Kleif á Árskógsströnd hafði lengi predikað mjög einfalda aðferð við votheysgerð, og sumir höfðu lesið um hana I út- lendum timaritum fyrir all- löngu. Petersen gróf bara skurði, ók heyinu I þá og setti farg á. Þetta gat heppnast furð- anlega, en vildi þó ódrýgjast nokkuð og erfitt þótti að taka heyið til gjafar úr skurðunum. Þetta stóð þó allt til bóta og stendur enn — og ýmsir eru farnir að reyna þetta. Sl. sum- ar sá ég þessa, eða svipaða að- ferð heyverkunar I Danmörku og hér heima, t.d. á Stóru-Há- mundarstöðum á Arskógs- strönd. Þar er nýbyggt stórt fjárhús með heimasteyptu grindagólfL(rimlum) og ýms- um nýjungum til að létta vinnu við hirðingu. Landi hallar þarna, og I lautarhallann þar við fjárhúsið var ekið mikilli töðu af túninu grasþurri. Báru- járn sett upp öðrum megin til að halda heyinu I skorðum, eins og sjá má á myndinni. Bóndi flutti heyið heim þangað á vagni, en konan ók dráttarvél fram og aftur, ótal sinnum, þar á heyinu til aö fergja það dug- lega. Yfirbreiðsla úr plasti, þegar þar að kom. Þetta mun hafa heppnast vel. Fléttan á undirbollanum, sem Tryggvi tók mynd af, er fallegur gulhvítur hreindýra- mosi, tekinn úti á Alftanesi sl. haust, og er alltaf jafnfagur. Rósaldin þurrkuð sjást einnig á myndinni. Hreindýramosi er tilvalinn til skreytinga sumar og vetur. — Þriðja myndin sýn ir sveppgróna trétekksplötu, sem legið hafði I rökum kjall- ara. „Málverkið á plötunni er myglsveppur, er spunnið hefur þræði sina hvita og sveppagró fagurlega mönnum til undrun- Hvftur fjölgreinóttur sveppur á tekkviöarplótu. Rvfk. Iokt. 1979. Hreindýramosi og þrjú rósaaldin. Súrhey á bersvsði við nýja fjarhúsið á Stóru-Hámundurstöoum á Arskógsströnd 17. sept. 1979 gróður og garðar ar. Tegundir myglusveppa eru margar, og úr einni þeirra er lyfiðfræga penisillinunnið. Það var ekki með öllu út I loftiö er fyrrum var lögð mygla viö sár. En auðvitað þurfti að gæta hreinlætis. Oft er mikið um myglusveppil rökum húsum og þykir hún hvimleið, m.a. í eld- hússkápum, þar sem hún skemmir brauð o.fl. matvæli. Einnig fatnað. Við finnum fúkkalykt þar sem mikil mygla er, vegna þes s að við öndum að okkur gróum sveppsins, er þau rjúka upp við minnsta loftsúg, t.d. ef eldhússkáphurð er opn- uð. Mygla kemur fljótt I ný hús, þvi að gróin berast með loftinu og alls kyns hlutum og varn- ingi. En flestir myglusveppir þrifast aðeins vel I raka. Þá mynda þeir ljósleita slæðu t.d. á röku gólfi og á matvælum. Brauð getur orðið alveg gegn- ofið af þráðum myglusveppa og er óhollt eins og nærr i má geta. Enginn kemst hjá þvi að smá- vegis mygla sé stundum I mat og er það meinlaust. En veru- lega myglaöur matur er vitan- lega óhollur — og einkum sé hans neytt til lengdar. Myglað fóður sömuieiðis varasamt fénaði, og enginn fjármaöur er öfundsverður af að hýsa og gefa myglað hey, enda nota sumir rykgrimur. Hænsni og kalkúnar hafa drepist af mygl- uðu fóðurkomi erlendis. Ann- ars eru fjölmargir sveppir hinir þörfustu á búi náttúrunn- ar, þvi aö þeir, ásamt bakteri- um, valda rotnun, og hún er nauðsynleg, Hugsið ykkur ef dautt gras og aðrar jurtir rotnuðu ekki, eða dauð dýr úti i náttúrunni ! Nei allt á að hverfa til jarðarinnar aftur. Frá Þjóðkirkjunni: Núverandi ástand í Eþíópíu Eþíópía er gjarnan nefnd og með réttu „elsta konungsrfki Afrlku". Slðasti þjóðhöfðingi þess var Haile Selassie, sem var kristinn. Undir stjórn hans nutu kristniboðar aukins frelsis en siðustu árin var stjórn hans illa starfhæf af stjórnmálalegum og persónulegum orsökum. Fá- mennir hópar sópuðu til sln miklum auðæfum meðan al- menningur bjó við sára fátækt. Arin 1973-74 olli þurrkur miklum hörmungum. ókyrrö og bitur- leiki braust að lokum út I upp- reisn og 13. september 1974 náði herforingjaráðið, þekkt undir nafninu Dergue, völdum. Nýja stjórnin kom á nýrri skipan eignarréttar landssvæða, skipu- lagi á fræðslu, viðskipta- og landbúnaðarmál. Samt eru erfiðleikar Eþlóplu langt frá liðnir. Eþlópiumenn berjast við Sómali I austri og Eritreumenn I norðri. 1 nýju stjórninni er flokkadráttur. Gagnvart trú- frelsi er staðan óljós. Af þeirri ástæðu hefur kirkjan oröið fyrir ofsóknum af hendi nokkurra héraðsstjórna. Allt fræðsluefni hefur veriö fjarlægt úr sumum kirkjunum, nokkrir leiðtogar hnepptir I varðhald og unglingar pyntaöir. Fram- kvæmdastjóri lútersku kirkj- unnar, Gudina Tumsa, hvarf og óttast er að hann hafi enn á ný verið handtekinn af stjórninni, þo ekki sé vitað hvar hann er. Arið 1963 stofnaði Lúterska heimssambandið útvarpsstöð- ina Radio Voice of the Gospel í Addis Ababa. Frá henni berst trúarlegt og fræðandi efni um Afrlku, Miö-Austurlónd, Ind- land og viðar. Stjórnin tók stöð- ina I slna þágu 12. mars 1977. Brýnt er aö biðja fyrir rétt- látri, mannlegri stjórn I Eþióplu og að aftur verði þeir frjálsir sem sitja I fangelsum vegna stjórnmálalegra og trúarlegra skoðana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.