Tíminn - 15.02.1980, Blaðsíða 20

Tíminn - 15.02.1980, Blaðsíða 20
Gagnkvæmt tryggingafétag Auglýsingadeild Tímans. 18300 FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantiö myndalista. Sendum í póstkröfu. Q_fthMUAI Vesturgötull vUl/HfHL simi 22 600 liJiIAii Föstudagur 15. febrúar 1980 .-.r7 Rikisstjórnin farin að greiða reikninga kratastjórnarinnar HEI— Engin króna haföi veriö greidd í útflutningsbætur á landbúnaöarafuröir á yfirstand- andi verölagsári (frá 1. sept.), þegar núverandi stjórn tók viö völdum, þrátt fyrir aö reikn- ingar upp á 2,6 milljaröa hafi hlaöist upp hjá Framleiöslu- ráöi, aö þvi er fram kom i ræöu Pálma Jónssonar, land- búnaöarráöherra viö setningu Búnaöarþings I gærdag. Aö sögn Pálma hafa greiðslur útflutningsbóta hinsvegar hafist strax um áramót — og jafnvel fyrir áramót — mörg undan- farin ár. Þaö lendir þvi á hin- um nyja fjármálaráöherra, aö greiöa á næstu vikum þessa uppsöfnuöu reikninga og hefur fyrsta greiösla m.a.s. fariö fram nú þegar Landbúnaöarráöherra lagði áherslu á mikilvægi þess aö greiöslur útflutningsbóta fari fram með nokkuö reglulegum hætti, eftir þvi sem reikningar berast, meöan útflutningsbóta- féð endist. Þessi dráttur nú hafi valdiö bændum og fyrirtækjum þeirra miklum erfiöleikum, sem heföu þó veriö ærnir fyrir. Aö mestu mun þessi dráttur hafa komið niöur á bændunum, sem hafa vegna þessa fengiö mikiö minna greitt sem komið er fyrir innlegg sin i sláturhús og mjólkurbú frá þvi i haust, en ella hefði verið. Flestum mun ofarlega I minni drýldni Sighvats Björgvins- sonar fyrrverandi ráðherra yfir góðristööu rikissjóös i hans um- sjá. En fleirum mun sennilega auðvelt aö treina krónurnar i buddu sinni með þvi að trassa aö borga þá reikninga sem þeim ber en það hefur þaö ekki þótt hrósvert til þessa. Tómas Árnason viðskiptaráðherra á fundi FÍS: Aukiö frelsi og hert verð- lagseftirlit liklegasta leiðin til að bæta verslunarhætti og verslunarþjónustu JSS — Aöalfundur Félags is- lenskra stórkaupmanna var haldinn i gær aö Hótel Sögu. Tómas Arnason viöskiptaráö- herra flutti ávarp og sagöi þá m.a. aö sin skoöun væri sú, aö verslun væri best komin i höndum samvinnuhreyfingarinnar, svo og einkaaöila. Heilbrigö samkeppni milli samvinnuverslunar og einkaverslunar tryggöi án efa heilbrigöa verslunarhætti, góöa vöru, svo og bætta þjónustu. Kvaöst viöskiptaráöherra einkum telja tvennt standa versl- un i landinu fyrir þrifum. Hiö fyrra væri prósentuálagningar- kerfiö og hiö siöara veröbólgan. Samkvæmt sinum skilningi stæöi prósentufyrirkomulagiö mjög i vegi fyrir æskilegri framþróun verslunar. 1 umrætt kerfi vantaöi alla hvatningu til aö kaupa inn ódýrari vöru og væri raunar hætt viö aö þaö gæti leitt til þess, aö ls- lendingar misstu verslunina aö einhverju leyti úr sinum höndum. Kvaöst viöskiptaráðherra enn fremur vera talsmaöur þeirrar stefnu, aö teknir yröu upp frjáls- ari viöskiptahættir, en verölags- eftirlit hert og aöhald með verö- lagi. Þá sagöist hann telja ástæöu til aö vikja aö framtlöarhorfum verslunar I landinu, og ræddi I þvi sambandi kafla um verölagsmál i málefnasamningi núverandi rikisstjórnar. Þar segöi m.a. aö markvisst skyldi unniö aö lækkun vöruverös meöal annars meö þvi aö efla samtök neytenda til aö þau gætu gengt þvi mikilvæga hlutverki aö gera verölagseftirlit neytendanna sjálfra virkt. Haga skyldi verölagsákvæöum þannig, aö þau hvettu til hagkvæmra inn- Ragnar Arnalds um grunnkaupshækkanir: Munu gera slaginn við verðbólguna miklu erfiðari Tómas Arnason viöskipta- ráöherra flytur ávarp á aöalfundi Félagsísl. stórkaupmanna. Mynd Trveevi. kaupa og jafnframt aö greiöa fyrir lækkun vöruverös meö stórum innkaupum. Aö loknu ávarpi svaraöi viö- skiptaráöherra allmörgum fyrir- spurnum fundargesta. HEI — ,,Já, þaö er rétt, að mér sýnist á öllu að ekki sé svigrúm til almennra grunnkaupshækkana á þessu ári. Meðan staöan er svona erfiö I okkar veröbólgumálum og i rikisfjármálum, þá er bersýni- legt, aö almennar grunnkaups- hækkanir I þjóöfélaginu myndu gera illt verrra og slaginn viö verðbólguna miklu erfiðari”, sagöi Ragnar Arnalds, fjármála- ráöherra i samtali við Timann I gær. Ragnar var þá spuröur hvort hann kviöi ekki fyrir aö þurfa aö sannfæra BSRB-menn um þetta viö samningaboröiö. Hann sagö- ist telja aö þeir — eins og hin al- menna verkalýöshreyfing gætu vel veriö tilbúnir að ræöa um margt annaö en almennar grunn- kaupshækkanir. Þaö væri svo margt sem sjálfsagt væri að skoöa I þessu sambandi. Aðspuröur sagöi Ragnar þaö engan vafa, aö hinn griöarlegi dráttur sem oröið heföi i vetur viö að koma föstum tökum á hlutina, vegna stjórnarkreppunnar, ylli margvislegum vandræöum. Þvi væri heldur ekki aö leyna aö verö- ákvaröanir i stjórnartið Alþýöu- flokksins hafi i vissum tilvikum verið ákaflega óraunhæfar og um margt orðið til þess að vefja upp skuldahala, sem núverandi stjórn þyrfti aö byria á að ná niður. En niöurtalningin færi nú aö fara I gang og stjórnin heföi sett sér það mark að reyna aö halda veröhækkun vöru- og þjónustu innan 8% marka þann 1. mai nk. þótt vitað væri að I vissum tUvik- um yrði óhjákvæmilegt aö hafa þær aðeins meiri. Af þessu leiddi m.a., aö Ragnar sagðist ekki gera sér vonir um að visitöluhækkunin 1. mai nk. yröi minni en hún verður nú hinn 1. mars. Einar Birnir formaður Félags Isl. stórkaupmanna: „Bráðra aðgerða þörf” Heiidverslun viða komin I mikil vandræði JSS — „Varöandi framtíö heild- verslunar I landinu veröur aö segjast eins og er, aö hún er mikiö undir þvi komin hvaö gert veröur núna. Heildverslunin er vföa komin i þaö mikil vandræöi aö bráöra aögeröa er þörf”, sagöi Einar Birnir formaöur Félags isl. stórkaupmanna i viötali viö Tim- ann aö loknum aöalfundi félags- ins, sem haldinn var i gær. 1 ályktun fundarins um verö- lagsmál segir m.a. aö á sl. ári hafi lögum um verðlagsmál veriö breytt frá þvi sem var 1978. Harmi fundurinn þessar breyt- ingar og telur meö þeim stigiö spor aftur á bak. Skorar hann jafnframt á stjórnvöld aö breyta verölagslöggjöfinni aftur I þaö horf, sem samþykkt .var 1978. Þá skorar fundurinn á fjár- málaráöherra aö beita sér fyrir breytingum á tollalögum I þá átt, aö heimilaö veröi aö veita greiöslufrest á aöflutningsgjöld- um. Slíkt muni spara milljaröa I innflutningsverslun. Þá bendir fundurinn á umsvif erlendra heildsala hér á landi aö þau séu oröin vandamál og bendir jafnframt á veika stöðu Isl. heild- 1 söludreifingar. Hvetur hann til aö innlenskri verslunveröi sköpuö ! eðlileg starfsskilyröi, þannig að hún geti á jafnréttisgrundvelli keppt viö þessa erlendu aöila, sem eru undanþegnir öllum verð- lagsákvæöum. Sé nauösynlegt aö efla þessa atvinnugrein og halda henni innanlands. Varöandi skattamálin átelur fundurinn þann seinagang, sem veriö hefur vegna breytingu á þeim. Hvetur hann til þess aö stjórnvöld sjái svo um, aö þjóöin búi viö skattalegt öryggi. Þá mót- mælir fundurinn afturvirkni skatta, sem hann telur aö sam- ræmist ekki landslögum. Loks er ályktaö um gjaldeyris- mál og hvetur fundurinn til þess aö leyfö veröi frjáls gjaldeyris- verslun. A fundinum voru kjörnir I stjórn þeir Ólafur H. ólafsson, Richard Hannesson og Sverrir Sigfússon. Fyrir i stjórninni voru Einar Birnir formaöur, Jóhann Agústsson, ólafur Haraldsson og Valdemar Baldvinsson. Ráðstefna Kvennréttindafélags fslands: Jöfn foreldraábyrgð Fleiri og fleiri fá sér TIMEX mest selda úrið JSS — Kvenréttindafélag Islands mun efna til ráöstefnu 23. febrúar nk. undir heitinu Jöfn foreldra- ábyrgö. I frétt frá félaginu segir, að Al- þjóöasamband kvenréttindafé- laga, sem KRFÍ eigi aöild aö, hafi valið þetta viöfangsefni vegna al- þjóölega barnaársins sl. ár. Hafi þau beint þeim tilmælum til aö- ildarfélaga aö þau gengjust fyrir umræöufundum um þaö Meö ráöstefnu þessari vill KRFI skapa vettvang fyrir sér- fræöinga og áhugamenn m.a. til þess aö skilgreina hvað felist I hugtakinu „jöfn foreldraábyrgð”, og benda á úrræöi sem geti stuöl- aö aö aukinni jöfnun hennar. Er fyrirhugað aö framsöguer- indi fjalli um löggjöf er snertir börn og ábyrgö foreldra, um þátt heimilis og fjölskyldu og um mörkin milli ábyrgöar foreldra og hins opinbera. Þá munu tvö er- indi fjalla um hlut vinnumarkaö- arins I þessu tilliti, áhrif hans og hugsanlegar úrbætur. Loks fara fram hópumræöur og verða niðurstööur hópa ræddar eftir þvi sem timi vinnst til. Sem fyrr sagði veröur ráöstefn- an 23. febrúar nk. aö Hótel Borg kl. 13-18. Er hún opin öllum þeim sem áhuga hafa á málefninu. Þátttaka tilkynnist til Jóninu M. GuönadóttUr s. 41140, eða Esther- ar Guðmundsdóttur s. 84069 I sið- asta lagi mánudaginn 18. febrúar nk. Ráöstefnugjald er 4000 krón- ur. Jafngildir heilum lítra af hreinum appclninusafa frá Florida Mjólkursamsalan í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.