Tíminn - 15.02.1980, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.02.1980, Blaðsíða 8
8 mmm Föstudagur 15. febrúar 1980. Minning Gunnar Vigfússon skrifstofustjóri frá Flögu Fæddur 13. október 1902. Dáinn 6. febrúar 1980. Gunnar Vigfússon andaöist miövikudaginn 6. febrúar s.l. og var hann þá á 78. aldursári, er hann lézt, en hann var fáeddur 13. október 1902 aö Flögu i Skaftár- tungu. Ariö 1920 fór Gunnar til náms i Samvinnuskólanum og útskrifaö- ist þaöan 1922. Réöst hann þá um haustiö til Kaupfélags Hallgeirs- eyjar og þar og i Hvolsvelli, eftir aö kaupfélagiö var flutt þangaö, var hann viö verzlunarstörf fram til ársins 1936, en þá flyzt hann aö Selfossi. Hóf hann störf á skrif- stofu Kaupfélags Arnesinga þann 8. nóvember sama ár og þar vann hann óslitiö sem skrifstofustjóri þangaö til i april 1978, er hann lét af störfum eftir tæplega 42 ár hjá félaginu, þá á 76. aldursári. Kynni okkar og samstarf hófst er ég kom ungur til starfa hjá K.A. fyrir um 26 árum siöan. A öllum þessum árum kynntist ég honum allnáiö, þar sem viö vor- um lengi vel saman i skrif- stofuherbergi. Var hann mér allt frá fyrstu tiö, sem og öll um öörum, ákaflega góöur og viömótsþýöur húsbóndi og sam- starfsmaöur, sérlega hjálp- samur þeim, sem báru sig eftir aöstoö hans. Gunnar var hæglátur og prúöur og oft glettinn i daglegri umgengni. Hann var duglegur og afkastamikill starfs- maöur og haföi skemmtilega og mjög fallega rithönd, var lista- skrifari. Báru gömlu, handskrif- uöu bókhaldsbækurnar glögg merki handbragös hans. Eins var hann afburöa töluglöggur og góö- ur hugarreikningsmaöur og gat og geröi þaö oft aö leggja marga reikningsdálka saman i einu lagi og skipti þá oft ekki máli, hvort dálkurinn snéri rétt viö honum eöa ekki. Þessi iþrótt haföi þjálf- ast meö honum gegnum árin, þvi aö ekki var reikningsvélunum fyrir aö fara i Hallgeirsey, þær komu ekki til fyrr en hann kom til K.Á. Og miklar breytingar uröu á bókhaldsstörfum á hans starfs- ævi, frá þvi aö allt var handskrif- aö, stórt og smátt, til nútima bók- haldsvéla og tölvutækni. En i gegnum allar framfarir og breytingar nútimans var Gunnar trúr þeirri hugsjón, sem hann kynntist I Samvinnuskólanum og sem hann starfaöi fyrir alla sina ævi. Tryggöin var sterkur þáttur i fari Gunnars, hvort sem i hlut átti samvinnufélagsskapurinn i heild eöa einstakur maöur. Þess naut ég og fjölskylda min frá þeim báöum, Gunnari og seinni konu hans, Oddbjörgu Sæmundsdóttur, frá Eystri-Garösauka, en hún lézt fyrir nokkrum árum siöan. Góö vinátta varö milli heimila okkar og áttum viö hjónin og börn okkar alltaf vinum aö mæta að Árvegi 6. Aö heilsast og kveöjast er lifs- ins saga. Horfinn er góöur félagi, en meö þessum fátæklegu oröum minum vil ég minnast Gunnars Vigfússonar, vinar og áratuga samstarfsmanns meö hlýhug og þakklæti. Blessuö sé minning hans. Gunnar A. Jónsson. Jafnan setur okkur hljóð þegar við fréttum andlát frænda og vina. Svo var einnig er ég frétti lát Gunnars frænda mins og vinar, þó ég hins vegar væri búinn aö gera mér grein fyrir þvi, að hverju stefndi. Mér finnst nú skarö fyrir skildi i frænda- og vinahópnum er Gunnar er allur. Gunnar var fæddur á Flögu i Skaftártungu 10. október 1902, sonur þeirra mætu hjóna Sigriöar Sveinsdóttur og Vigfúsar Gunnarssonar, sem þar bjuggu lengi og náðu bæði háum aldri og gerðu þar garðinn frægan. Ekki er þörf að lýsa þeim nánar hér, þau voru landsþekkt fyrir gest- risni og höfðingsskap. Þau hjón eignuðust sjö börn þrjá syni og fjórar dætur, og var Gunnar næstelsta barn þeirra. Er nú fariö aö fækka i þeim myndarlega syst- kinahóp, sem ólst upp á Flögu, þar sem nú eru þrjú þeirra syst- kina látin, eftir standa þrjár systur og yngsti bróöirinn. Gunnar ólst upp hjá foreldrum sinum á Flögu til tvitugsaldurs viö hin venjulegu sveitastörf og var fljótt liðtækur viö þau störf og hefði eflaust oröið gildur bóndi hefði hann lagt þaö starf fyrir sig. En hann mun hafa haft hug á að , leita sér einhverrar menntunar. "Fór hann i Samvinnuskólann i Reykjavik, sem þá hafði mikiö orö á sér undir stjórn Jónasar Jónssonar. Mun hann þar hafa mótast af hugsjón samvinnu- stefnunnar og varð það hlutverk hans og lifsstarf að vinna að heill hennar. Gunnar var ákaflega heil- steyptur maður, þar var enginn flysjungur á ferö, og prúömenni i allri framkomu og mikill starfs- maður. Ariö 1923 fór hann verslunar- maður og bókhaldari til Kaup- félags Hallgeirseyjar er siöar varð Kaupfélag Rangæinga og starfaði hjá þvi félagi til ársins 1936, fór þá til Kaupfélags Arnes- inga og starfaöi þar sem skrif- stofustjóri þar til hann hætti störfum fyrir tæpum tveimur ár- um. Ariö 1928 giftist hann fyrri konu sinni Mariu Brynjólfsdóttur frá Syöri-Vatnahjáleigu en missti hana eftir fjögurra ára sambúö. Meö henni eignaðist hann tvo syni: Karl Jóhann, nú verslunar- mann, búsettan i Kópavogi, giftan Oddnýju Þóröardóttur. Þau eiga þrjá syni og eina dóttur. Karl var aö mestu uppalinn hjá Agústu I Suöurvik, systur Gunnars. Yngri sonurinn er Sveinn Páll, bóndi á Flögu. Hann er giftur Sigrúnu Glsladóttur og eiga þau fimm sonu. Sveinn kom 4ra ára aö Flögu til afa slns og ömmu og hefur veriö þar siðan. éT* nTí RAF- OG GLÓÐARKERTI „Orginal" hlutir í frægustu bílum Vestur-Þjóðverja Póst- sendum ARAAULA 7 - SIMI 84450 “S efnher- I Ársalir i SýningarhöHinni Er stærsta sérverslun landsins meö svefnher- bergishúsgögn. • Yf irleitt eru 70-80 mismunandi gerðir og teg- undir af hjónarúmum til sýnis og sölu í versl- uninni með hagkvæmum greiðsluskilmálum. • Verslunin er opin frá kl. 13-18 á virkum dög- um en síma er svarað frá kl. 10. • Myndalista höf um við til að senda þér. Ársalir i Sýningarhöllinni Bíldshöfða 20/ Ártúnshöfða. Símar: 91-81199 og 91-81410. A HINT veggsamstæður « «•'WmWíl Húsgögn 0£rSuðurl„dsbrau, ,8 mnrettmgar srmi 86 900 + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi Gisli Skaftason, bóndi, Lækjarbakka, Mýrdal veröur jarösunginn frá Reyniskirkju laugardaginn 16. febrúar kl. 13.30. Kristln ólafsdóttir, börn, tengdasynir og barnabörn. Siðari konu sinni, Oddbjörgu Sæmundsdóttur frá Eystri- Garðsauka, giftist hann árið 1934. Eftir að þau fluttust að Selfossi áttu þau fallegt heimili að Arvegi 6. Hún dó fyrir tæpum fjórum árum. Þau eignuðust ekki börn. Ég hygg að Gunnar hafi oft unnið langan vinnudag, hafi ekki alltaf farið eftir klukkunni, heldur eftir verkum þeim sem fyrir lágu. Annars ætla ég ekki aö fara út i aö lýsa verkum hans hjá kaup- félögunum, þaö ætla ég öðrum að gera. Tómstundirsinar mun hann hafa notað til fræðiiðkana, sér- staklega haföi hann mikinn áhuga á ættfræði. Hygg ég að hann hafi átt allmikið safn, sem hann hafi ætlað sér að fullvinna þegar hann væri hættur öðrum störfum, ef aldur og heilsa hefðu leyft. Sumarfri sin notaöi hann til feröalaga um landiö hann var mikill náttúruunnandi. Sveitsinni og bernskuheimili unni hann mik- iö og gaf sér alltaf tlma til aö dvelja þar árlega einhvern tima og hin siöustu ár var hann farinn að þétta feröirnar þangaö. Nú þegar Gunnar er horfinn af þessu jarbvistarlifi eru mér efst i huga þakkir frá okkur hjónum til hans, þessa drengskaparmanns og konu hans fyrir margar ánægjustundir, sem við áttum saman og eftir aö ég fluttist út I Landsveit var ég tiöur gestur hjá þeim, og alltaf voru sömu höfð- inglegu móttökurnar hjá þeim, og er ég kom að Selfossi fannst mér aldrei erindunum lokið fyrr en ég var búinn aö koma til þeirra. Siðastliöið ár var hann mjög heilsutæpur og naut hann að- stoðar sinna ágætu systra og nán- ustu ættingja. A slðastliðnu sumri fór hann i Landakotsspitala, fékk bót i bili, en varö fljótt aö fara þangað aftur. Þar dó hann 6. febrúar siðastliðinn. Vigfús Gestsson. Gunnar Vigfússon, fyrrv. skrif- stofustjóri hjá Kaupfélagi Arnes- inga andaöist I Reykjavik 6. febr. s.l. eftir nokkurra vikna legu á sjúkrahúsi. Hann var fæddur aö Flögu I Skaftártungu 13. okt. 1902. Foreldrar hans voru Vigfús Gunnarsson, bóndi á Flögu og kona hans Sigriður Sveinsdóttir Erikssonar, prests i Asum. Bjuggu þau hjón i Flögu yfir 50 ár viö mikla rausn og myndarskap. Gunnar Vigfússon brautskráö- ist úr Samvinnuskólanum áriö 1922 og réðist að námi loknu til Kaupfélags Hallgeirseyjar, sem nokkru siðar flutti starfsemi slna til Hvolsvallar og var þá nafni félagsins breytt i Kaupfélag Rangæinga. Gunnar fylgdi kaup- félaginu til Hvolsvallar og var starfsmaöur þess áfram eða allt til ársins 1936, aö hann fluttist aö Selfossi og hóf störf hjá Kaup- félagi Arnesinga. Varö hann fljót- lega skrifstofustjóri þar og gegndi þvi starfi um 40 ára skeiö, en alls vann hann hjá Kaupfélagi Arnesinga 41 1/2 ár. Hann kvæntist áriö 1928 fyrri konu sinni, Mariu Brynjólfsdóttur frá Syrði-Vatnahjáleigu I Land- eyjum, en missti hana eftir fjög- urra ára sambúö frá tveimur kornungum sonum þeirra hjóna, en þeir eru: Karl Jóhann, bú- settur i Reykjavlk. Ólst hann upp i Vik i Mýrdal hjá Agústu Vigfús- dóttur, föstursystur sinni. Hinn sonurinn Sveinn Páll, ólst upp I Flögu og er nú bóndi þar. Slðari kona Gunnars Vigfús- sonar var Oddbjörg Sæmunds- dóttir frá Eystri-Garðsauka, dáin fyrir fáum árum. Þau voru barn- laus. Þetta er i örstuttu máli frásögn af lifshlaupi Gunnars Vigfús- sonar. Heföi þaö sannarlega ekki átt illa við aö rakin væri itarlega ætt hans og uppruni, þvi að hann var af merkum og góöum ættum kominn, en fáfræöi min i þeim efnum veldur því, að ekki verður meira að gert. Einnig má lika geta þess, að hann var mjög ættfróður og viöurkenndur af þeim, sem vit höfðu á og þekkingu, að vera mjög öruggur i þeirri grein. Veit ég um marga sem fóru I smiöju til hans að fá upplýsingar um ætt sina og uppruna. Og þangað fóru menn svo sannarlega ekki erindisleysu. En Gunnar Vigfús- son kunni svo sannarlega á fleiru góð skil en ættfræðinni einni saman. Hann var t.d. ágætur tafl- maður, spilamaður góður og stundaöi iþróttir mikiö um árabil. Hann var einnig úrvals skrif- stofumaöur, hraðvirkur og öruggur, svo aö af bar. Mán ég það vel fyrr á árum, áður en ný- tisku skrifstofuvélar voru komnar til sögunnar, hversu undra fljótur hann var að leggja saman langa og breiða talna- dálka. Það var hrein unun að horfa á þennan mann vinna verk sin. Gunnar Vigfússon átti vandað bókasafn og mikið af góð- um bókum, enda áhugasamur um allan fróðleik og fjölfróður um margt, hafði fjölhæfar gáfur og mikinn skýrleika i allri hugsun. Viö Gunnar Vigfússon vorum samstarfsmenn i 40 ár. Þetta er aö visu nokkuö langur tlmi, þó ekki svo mjög, þegar litiö er til baka. Þannig er lifiö. Hinir „gömlu” góöu dagar” eru kannski ekki eins órafjarlægir, þegar á allt er litiö, eins og okkur finnst stundum i fljótu bragði. Allan þennan tima vann ég undir stjórn Gunnars Vigfús- sonar, og aldrei, ekki eitt einasta skipti bar skugga á þaö samstarf. Oft þurfti ég til hans að leita, vegna starfs mins og fór aldrei bónleiöur til búðar. Hann var ætlð hinn sami. Haggaðist aldrei. Vin- samlegur, hjartahlýr og góövilj- aður. Hann var aldrei svo önnum kafinn við störf sin, að hann léti það bitna á þeim, sem áttu við hann erindi, en þeir voru auðvitað margir. Aldrei átti hann i útistöð- um viö nokkurn mann, þó að vita- skuld hefði hann fulla einurö til að segja meiningu sina. Aldrei sagöi hann neinum til verka i krafti slns embættis. Honum skeikaöi aldrei i góövild og tillitssemi. Ég er þess fullviss, aö Gunnar Vigfússon átti engan óvildar- mann og er þaö vel af sér vikið á langri ævi. öllum þeim fjöl- mörgu, sem unnu undir stjórn hans þennan langa tima, þótti vænt um hann og var hlýtt til hans. Við, sem unnum undir stjórn hans, konur jafnt og karlar, sátum öll við sama borö, hvaö þaö snerti aö mæta aldrei ööru en góövild og öruggri af- greiöslu á starfsvandamálum okkar. Þegar ég nú aö lokum kveö vin minn, Gunnar Vigfússon, hinstu kveðju eftir langt samstarf, er mér mikill söknuður i huga, aö hann skuli nú horfinn og einnig mikil þökk til hans, þessa mikla drengskaparmanns, sem alla tiö var mér bæöi hugljúfur og góöur. Mér er einnig þökk i huga til for- sjónarinnar fyrir að hafa gefiö mér tækifæri til aö kynnast svona ágætismanni eins og Gunnar Vig- fússon var. Af sliku tækifæri heföi ég svo sannarlega mátt mikiö læra, en þaö er önnur saga. Ég óska vini minum mikils vel- farnaöar á ókunnum leiöum og biö honum blessunar. Ég trúi þvi, aö slikur maöur, sem Gunnar Vigfússon, hljóti aö eiga góöa heimvon handan móöunnar miklu. Honum munu fylgja hug- heilar kveðjur og þökk allra þeirra, er kynntust honum. Blessuö sé minning hans. Valdimar Pálsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.