Fréttablaðið - 09.05.2007, Page 8

Fréttablaðið - 09.05.2007, Page 8
MARKAÐURINN 9. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T SKARPI SJÓNAUKINN STEINGRÍMUR J. Steingrímur J. Sigfússon er fyrst og fremst mikill baráttujaxl, maður úthalds, snerpu og einbeit- ingar. Það er sameiginlegt mat þeirra Svandísar Svavarsdóttur og Hugins Freys Þorsteinssonar, tveggja af kosningastjórum Vinstri grænna. „Það er ekki heiglum hent að yfirfæra slíka eiginleika yfir á hlut eða vöru. Upp í hugann kæmi fyrst skarpur sjónauki. Með sterkum, skörpum sjón- auka sést lengra og skýrar. Sjónaukinn Steingrím- ur er hvorki nýr né tölvustýrður heldur traustur, sígildur og varanlegur. Með honum má skoða nátt- úru, samfélag, heiminn allan og jafnvel horfa gegn- um holt og hæðir. Hnífskarpur fókus og leiftursýn sem greina fljótt og vel það sem máli skiptir gera það að sjónauki kemur upp í hugann þegar þessi spurning er borin upp nú í aðdraganda kosninga.“ BÓKIN INGIBJÖRG SÓLRÚN Sigrún Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Samfylking- unni, líkir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur við bók. „Í bókinni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er gnægð af úthugsuðum lausnum og ráðum varðandi hin ýmsu vandamál samfélagsins sem við blasa í dag, jafnt á sviði efnahagsmála sem velferðarmála. Þar er byggt á langri reynslu en fyrst og fremst horft til framtíðar. Bókin er vel skipulögð og auðvelt að fletta upp í henni og finna nýjar hugmyndir og nálganir gagnvart málefnum líðandi stundar. Í bók- inni er tekist á við samtímann af skynsemi og með opnum hug með jafnrétti og kvenfrelsi að leiðar- ljósi. Þetta er skemmtileg bók í flottu bandi. Hún fer vel í hillu, þó hvergi eins vel og í Stjórnarráðs- húsinu.“ KRAFTMIKLI SMÁBÍLLINN ÓMAR „Ómar Ragnarsson er eins og knúinn áfram af umhverfisvæ liggur vel á veginum og er me Þannig lýsir Sólborg Alda Pétu kosningastjórn Íslandshreyfin flokksins. „Bíllinn Ómar hefu til að komast klakklaust yfir a vegi hans verða. Snjór og hálka þó svo að nagladekk fari aldre er að setja bílinn í fluggír ef sv arnir geta því notið þess að vir lofti sem og láði. Sérstök hljóm bílinn, sem bæði geta sent frá s um er tölva sem hefur svar við ins er heitið er aldrei að vita óvæntar beygjur. Hann getur U-beygju og farið í allt aðra átt haflega heitið, verði eitthvað á þarf nánar að.“ Formenn í augum Kjósendur verða líklega fyrir allt eins miklum áhrifum af kosningastjórnum flokkanna og af málefnaskrá þeirra. Þær gegna því mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi þessar vikurnar. Markaðurinn fór þess á leit við liðsmenn kosninga- stjórna allra flokka að þeir líktu for- manni flokks síns við einfalda vöru eða hlut sem endur- speglaði helstu eiginleika formanns- ins. Útkoman er forvitnileg eins og sjá má. Ef til vill vitnar hún um andann og áhersl- urnar í flokkunum sjálfum. Allir eru sammála því að sinn formaður sé vönduð og traust gæðavara. En hvort ætli kjósendur vilji bók eða bíl til að fylgja sér næstu fjögur árin? Nú, eða hlýja flík? Frambjóðendur til komandi alþingiskosninga gefa allir súkkulaðihúðuð og sæt lof- orð. Þau renna þó ekki svo ljúflega niður meltingarveg kjósenda. Kannanir sýna að innan við tuttugu pró- sent þeirra telja líklegt að stjórnmálamenn standi við gefin loforð. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir kynnti sér kúnstina að baki markaðs- starfi stjórnmálamanna. Enginn sem koma vill boðum á framfæri við fjöldann hefur efni á að líta framhjá markaðssetningu. Gildir þá einu hvort vekja á athygli á dísætum sykurlausum gosdrykk, hagstæðustu mögulegu íbúða- lánunum eða þeim mönnum og konum sem stjórna eiga landinu. Ekki eru allir á einu máli um hvort sömu lögmál gildi um markaðssetningu stjórnmálamanna og hverrar annarrar söluvöru. Karl Pétur Jónsson, stjórn- málafræðingur og starfsmaður fjárfest- ingaráðgjafar Aska Capital, hefur fylgst með markaðsstarfi stjórnmálaflokka undanfarin ár. „Stjórnmálaöfl hafa tekið í sína þjónustu sömu tækni við að koma skilaboðum áleiðis og bjóðendur vöru og þjónustu. Þetta eitt gerir stjórnmál og stjórnmálamenn ekki að vöru og þjón- ustu,“ segir hann. „Að halda því fram er mikil einföldun. Það er ómögulegt að líkja stjórnmálamanni við vörumerki. Þegar þú kaupir vöru veistu nákvæm- lega að hverju þú gengur. Stjórnmála- maður er lifandi manneskja en ekki fasti. Þar fyrir utan hefur hann stjórnar- skrárbundna skyldu til þess að hlýða þér ekki eftir að þú ert búinn að kjósa hann. Hann á að fylgja sannfæringu sinni og engu öðru.“ Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Há- skóla Íslands, hefur í starfi sínu skoðað markaðsstarf stjórnmálaflokka. Hann er á öndverðri skoðun. „Sumir segja að ómögulegt sé að líkja stjórnmálamönn- um við hverja aðra vöru. En það er líka hægt að segja að lyf séu ekki eins og hver önnur vara eða að háskólanám sé ekki eins og hver önnur vara. Að lokum kemst maður að þeirri niðurstöðu að hver vara hefur sína sérstöðu. Þá getur maður alveg eins litið svo á að sérstaða stjórnmálamanna sé þau skilaboð sem þeir þurfa að koma til kjósenda.“ MARGT MÁ BETUR FARA Stjórnmálamenn og neysluvörur eiga það sameiginlegt að hafa eitthvert erindi við neytendur. Til að koma því á fram- færi standa verkfæri á borð við sjón- varp, útvarp og dagblöð til boða. Hins vegar þarf að taka tillit til ýmissa sér- stakra aðstæðna sem gilda við markaðs- setningu stjórnmálamanna sem ekki er fyrir að fara með venjulegar neysluvör- ur. Afar sjaldgæft er að vörur séu seld- ar til fjögurra ára í senn. Þá búa fáar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.