Fréttablaðið - 09.05.2007, Page 10

Fréttablaðið - 09.05.2007, Page 10
fréttablaðið háskólar 9. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR2 UMSÓKNARFRESTUR HÁSKÓLANNA Á Íslandi eru átta háskólar sem bjóða upp á fjöldann allan af námsbrautum. Umsóknar- frestur flestra þeirra nær fram í júní en margir biðja um umsóknir sem fyrst og lofa auknum líkum á há- skólavist ef umsóknin er fljót í hús. Hér á eftir fer listi yfir háskólana átta og umsóknarfrest í grunnnám þeirra. Umsóknarfrestur í framhaldsnám er liðinn í flestum skólanna en í sumum rennur hann út í vikunni. Það er þó mjög mismunandi milli skóla og jafnvel milli deilda innan skólanna: Kennaraháskóli Íslands: Umsóknar- frestur í grunnnám er til 18. maí. Háskóli Íslands: Umsóknarfrestur í grunnnám er til 5. júní. Háskólinn í Reykjavík: Almennur umsóknarfrestur er til 31. maí. Háskólinn á Bifröst: Miðað er við að umsóknir um stað- og fjarnám hafi borist í seinasta lagi 10. júní ár hvert en 15. maí fyrir meistaranám. Háskólinn á Hólum: Frestur til að sækja um skólavist rennur út 1. júní. Háskólinn á Akureyri: Umsóknarfrestur í grunnnám í öllum deildum, fjarnám og staðnám, er til 5. júní. Landbúnaðarháskólinn: Umsóknarfrestur er til 4. júní. Listaháskóli Íslands: Umsóknarfrestur er liðinn. Menntaskólanemendur klára brátt stúdentspróf sín og margir þeirra stefna á háskólanám. Í næsta mánuði verða fyrstu lögfræðingarnir með meistarapróf útskrifaðir úr HR eftir fimm ára nám, en í ágúst 2002 var deildin stofnuð. Lögfræðingarnir eru þeir fyrstu sem útskrifast á Íslandi með fullnaðarpróf í lögfræði úr öðrum skóla en Háskóla Íslands, svo segja má að það dragi til tíðinda. Lögfræðinámið við Háskólann í Reykjavík er töluvert frábrugðið því sem hingað til hefur verið kennt hér á landi, en tilgangurinn með stofnun deildarinnar var að umbylta náminu og færa það til nútímans. Það hefur meðal annars verið gert með þeim hætti að bæta við námið hinum „nýju“ kjarnagreinum lögfræðinnar, það er að segja félagarétti, skattarétti, samkeppnisrétti, fjármála- þjónusturétti, hugverkarétti, Evrópurétti og þjóðarrétti. Að auki hefur nemendum verið falið að takast á við margs konar verk- efni sem tengja námið þeim veruleika er bíður þeirra að námi loknu. Í meistaranáminu er boðið upp á starfsnám hjá innlendum og erlendum fyrirtækjum og stofnunum, en námið er einnig opið öðrum en þeim sem hafa lokið BA-gráðu í lögfræði. - mhg Fyrstu lögfræðingarnir útskrifast frá HR Þórður S. Gunnarsson, forseti lögfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Nútímafræði er þverfaglegt BA-nám í hugvísindum við Háskólann á Akureyri sem dregur nafn sitt þeim hug- myndaheimi hóf að mótast á Vesturlöndum á 18. öld. „Námið hófst haustið 2000 og er aðeins í boði á Akureyri. Áherslu- sviðin eru sex og hafa verið í þess- ari mynd síðastliðin tvö ár,“ segir Sigurður Kristinsson, umsjónar- maður nútímafræði við Háskólann á Akureyri. Nútímafræði er þverfaglegt hug- vísindanám með vali innan félags- og hugvísinda. Áherslusviðin sex eru: hugvísindi, Austur-Asíufræði, samfélags- og hagþróunarfræði, félagsvísindi, lögfræði og fjöl- miðlafræði. Að sögn Sigurðar hentar námið vel fyrir þá sem hafa fjölbreytt áhugamál og vilja síður hengja sig í eitt fag. „Þetta er einstaklingsmiðað nám þar sem fjölbreytileikinn er í fyr- irrúmi. Það eru engir tveir nútíma- fræðingar með nákvæmlega sama nám að baki þrátt fyrir að grunnur- inn sé hinn sami,“ segir Sigurður. Nemendum er gefinn kostur á að móta eigin námsleið að miklu leyti og geta til dæmis blandað saman jafn ólíkum fögum eins og sálfræði, ítölsku og kínversku. Fagið er tiltölulega nýtt en hefur verið kennt í erlendum háskólum síðastliðinn einn og hálfan áratug að sögn Sigurðar. Erlendis nefnist fagið Modernity studies og dregur nafn sitt af lífsháttum og menningu sem ruddi sér til rúms á 18. öld. Í Skotlandi er fagið einnig kennt í grunn- og framhaldsskólum, en er þá sambærilegt samfélagsfræði sem kennd er á Íslandi. Nútímafræðingarnir fara víða í samfélaginu eftir nám og meðal þeirra er núverandi bæjarstjóri Akureyrar, Sigrún Björk Jakobs- dóttir. „Sumir nútímafræðingar kenna í framhaldsskólum. Greinar eins og sögu, heimspeki, bókmenntir, félagsfræði og jafnvel sálfræði. Þetta fer eftir því hvaða áherslu- svið þeir hafa valið í náminu. Aðrir fara í ýmis sérfræðistörf út af að- ferðafræði þekkingar eða stjórn- unarstörf innan menningar- og menntageirans,“ segir Sigurður. Árlega hafa tíu til fimmtán manns komist að í fræðinni þar sem flestir eru upp úr tvítugu. Að sögn Sigurðar er þetta alltaf þétt- ur og samheldinn hópur sem á það sameiginlegt að vera með fjöl- breytt áhugamál. Áframhaldandi nám fer eftir áherslusviði, en Sigurður nefnir sem dæmi nemendur sem hafa farið í framhaldsnám í félagsfræði og friðarfræðum við Háskóla Sam- einuðu þjóðanna. rh@frettabladid.is Nútímalegt nám við HA Sigurður Kristinsson, umsjónarmaður nútímafræðinnar við Háskólann á Akureyri, segir fagið henta vel fyrir fólk með fjölbreytt áhugamál. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Halla Kjartansdóttir er nemi á náttúru- og umhverfisbraut við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri. „Ég er á línu sem heitir Al- menn náttúrufræði og er þver- faglegt nám því þar lærum við plöntufræði, dýrafræði, jarðfræði og fleira,“ segir Halla og bætir því við að brautin sé mjög skemmti- leg og þar fái hún innsýn í marga þætti náttúrufræðinnar. „Það er alveg frábært að vera í Háskólanum á Hvanneyri og tengslin við Rannsóknastofnun landbúnaðarins, eða Rala, gera þetta enn meira spennandi,“ segir Halla. „Bekkirnir eru frekar litlir og þess vegna verða samskiptin mjög persónuleg og heimilisleg auk þess sem kennararnir eru mjög ferskir og vel upplýstir. Það er ekkert mál að fá samtal við kennara eða námsráðgjafa því það er svo góður aðgangur að fagfólk- inu,“ bætir hún við og tekur fram að það sé rosalega gott fólk í skól- anum og frábært félagslíf. „Ég er að klára annað árið mitt í skólan- um og finnst ofsalega skemmtilegt að vera nemandi í Landbúnaðar- háskólanum,“ segir Halla hress í bragði. - sig Persónulegt og heimilislegt Halla Kjartansdóttir er hæstánægð með námið og dvölina á Hvanneyri en þar er hún að ljúka öðru ári á náttúru- og umhverfisbraut. MYND/ÁSKELL ÞÓRISSON Skráning á sumarnámskeið Hraðlestrarskólans er hafin á www.h.is og í síma 586-9400 Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið: Frábært, markvisst, hnitmiðað, æviábyrgð, nytsamlegt, krefjandi, skemmtilegt, mjög gott, skipulagning, einbeiting, jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi, góð þjónusta. Náðu forskoti með okkur í sumar! “Snilldarnámskeið..kom skemmtilega á óvart hversu miklum hraða ég náði.” Guðbjörg Jónsdóttir, 40 ára Framhaldsskólakennari. “Loksins sé ég fram á það að geta klárað lesbækur fyrir próf” Elín Björk Jónsdóttir, 15 ára nemi. “Ég sexfaldaði lestrarhraða minn á 3 vikum! Frábært!” Guðjón Bergmann, 34 ára rithöfundur, f yrirlesari og jógakennari. “Ykkur að þakka mun ég rúlla upp samræmdu prófunum.” Jökull Torfason, 15 ára nemi. “Þetta mun nýtast mér alla ævi.” Jóhanna Helga, 15 ára grunnskólanemi. “...á eftir að spara mér hellings tíma af námsbókalestri.” Ragna Björk Ólafsdóttir, 17 ára nemi og golfari.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.