Fréttablaðið - 09.05.2007, Side 17

Fréttablaðið - 09.05.2007, Side 17
H A U S MARKAÐURINN R g kraftmikill smábíll, ænu eldsneyti. Hann eð afbrigðum þýður.“ ursdóttir, sem situr í ngarinnar, formanni ur sérstakan útbúnað allar torfærur sem á a eru engin fyrirstaða ei undir bílinn. Hægt vo ber undir. Farþeg- ða fyrir sér landið úr mflutningstæki prýða sér ljóð og lag. Í bíln- öllu. Hvert ferð bíls- því hann getur tekið jafnvel tekið krappa t en ferðinni var upp- á vegi hans sem huga HLÝI OG NOTALEGI FRAKKINN JÓN „Jón Sigurðsson er sú vara á pólitíska markaðn- um sem er bæði sjaldgæf og vönduð en þrátt fyrir það möguleg almenningseign.“ Þannig lýsir Óskar Bergsson, kosningastjóri Framsóknar í Reykjavík, formanni síns flokks. „Ég sem sölumaður vörunnar hef sannfæringu fyrir því að ég er að bjóða upp á vandaða vöru sem enginn verður svikinn af. Jón er vörumerki sem hefur verið lengi í framleiðslu án þess að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á henni. Kasmír ullarfrakki er það sem kemur upp í hugann. Hlýr og notalegur og stenst vel tímans tönn. Í því sambandi er rétt að minna fólk á að var- ast ódýrar eftirlíkingar.“ TRAUSTI JEPPINN GUÐJÓN ARNAR Guðjón Arnar Kristjánsson er traustasti stjórn- málaforingi sem völ er á, að mati Brynjars Sindra Sigurðssonar, kosningastjóra Frjálslynda flokksins. „Heiðarleiki, sanngirni og réttlæti eru mannkostir sem prýða Guðjón Arnar. Honum er mjög umhug- að um velferð fólksins í landinu og er einn ötulasti baráttumaður í málefnum aldraðra og öryrkja á Al- þingi. Að líkja manninum við hlut eða vöru er ekki einfalt mál. Traust jeppabifreið fer kannski næst því. Traust jeppabifreið bregst þér ekki, hvernig sem aðstæður kunna að vera. Traust jeppabifreið er þyngdar sinnar virði í gulli eins og Guðjón Arnar Kristjánsson.“ TRAUSTA OG ÖRUGGA FASTEIGNIN GEIR „Geir væri fasteign, traust og örugg fjárfesting.“ Þannig lýsir Jóhanna Pálsdóttir, starfsmaður Sjálf- stæðisflokksins í kosningabaráttunni, formanni sínum. „Hann væri björt og hlýleg eign á góðum stað þar sem stutt er í alla þjónustu, góða skóla og frjálsa verslun. Fasteignin er byggð árið 1951 á traustum grunni og hefur verið vel við haldið. Inn- réttingar eru upprunalegar – sígildar – og einstak- lega góður andi er í húsinu. Hér er á ferðinni eign fyrir þá sem gera kröfur og vilja gæði í gegn.“ flokkssystkina 9MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007 Ú T T E K T vörur við eins mikla vörumerkjaholl- ustu og stjórnmálaflokkar. Kjósendur eru íhaldssamir og skipta helst ekki um flokk ef þeir hafa fundið sinn samastað. Að mati Þórhalls er margt í kynn- ingarfræðunum sem stjórnmálaflokk- arnir hafa tileinkað sér. Hins vegar þykir honum ýmislegt mega betur fara. „Stjórnmálaflokkarnir einbeita sér of mikið að því að selja sig rétt fyrir kosn- ingar. Þeir eru ekkert sérstaklega mark- aðslega sinnaðir þess á milli.“ Í vor stóð Þórhallur fyrir rannsókn á skynjun fólks á stöðu og sérstöðu stjórn- málaflokkanna. Þar kom glögglega í ljós að almenningur treysti ekki stjórnmála- mönnum. „Í þeirri könnun var spurt hversu líklegt eða ólíklegt viðkomandi teldi að stjórnmálamenn standi við gefin loforð. Innan við tuttugu prósent svar- enda töldu það líklegt. Seinna í könnun- inni var svo spurt hversu líklegt eða ólík- legt viðkomandi teldi að fólk almennt standi við gefin loforð. Það töldu átta- tíu prósent svarenda líklegt. Fólk gefur sér að það sé ekki líklegt að stjórn- málamenn standi við loforð sín. Á sama tíma keppast stjórnmálaflokkarnir við að gefa loforð.“ ÁHRIFAMÁTTUR AUGLÝSINGA OFMETINN Þórhallur er þeirrar skoðunar að áhrifa- máttur auglýsinga stjórnmálaflokka sé stórlega ofmetinn. Vafasamt sé að þakka auglýsingum þegar óákveðnum kjósend- um fækkar og þeir dreifast á flokkana. „Svo virðist vera að stór hópur fólks sé búinn að ákveða hvað hann ætlar að kjósa þrátt fyrir að hann segist vera óákveðinn í skoðanakönnunum. Það má vel vera að auglýsingarnar virki á þá sem eru í raun óákveðnir. En þeir eru örugglega færri en þeir virðast.“ Þórhallur segir nær að taka mark á því hvað fólk kaus síðast. Það gefi líklegri mynd af raunverulegum hug kjósandans. „Margir eru óánægðir með flokkinn sinn alveg fram á kosn- ingadag og telja sig óákveðna. Þegar til kosninga kemur kjósa þeir samt gamla flokkinn því þeir hafa alltaf gert það.“ Þá segir Þórhallur stjórnmálaflokkana þurfa að átta sig betur á því til hverra þeir eiga á beina orðum sínum. „Flokk- arnir eiga ekki að eyða tíma í þá sem hafa aldrei kosið þá. Engin kosninga- barátta er nógu öflug til að laða þá að. Sama má segja um þá sem hafa alltaf kosið þá. Það er óþarfi að eyða of miklu púðri í þá að öðru leyti en að viðhalda tengslunum.“ Þórhallur segir stjórn- málaflokka eiga að einbeita sér að tveim- ur hópum fólks. Annars vegar svokölluð- um „tapanlegum“ hópi. Honum tilheyri þeir sem kusu flokkinn síðast en eru að gæla við að kjósa aðra flokka núna. Hins vegar að „vinnanlega“ hópnum. Það er hópurinn sem kaus flokkinn ekki síð- ast en gæti vel hugsað sér að gera það núna. „Faglegt markaðsstarf flokkanna á að ganga út á að finna þetta fólk og eyða orkunni í að tala við það. Íslenskir stjórnmálaflokkar eru ekki búnir að ná þessu. Þeir eru alltaf að tala við alla. Það skilar litlum árangri.“ „Sumir segja að ómögulegt sé að líkja stjórnmálamönnum við hverja aðra vöru. En það er líka hægt að segja að lyf séu ekki eins og hver önnur vara eða að háskólanám sé ekki eins og hver önnur vara. Að lokum kemst maður að þeirri niðurstöðu að hver vara hefur sína sér- stöðu. Þá getur maður alveg eins litið svo á að sérstaða stjórnmála- manna sé þau skilaboð sem þeir þurfa að koma til kjósenda.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.