Fréttablaðið - 09.05.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 09.05.2007, Síða 18
MARKAÐURINN Sögurnar... tölurnar... fólkið... 9. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N U M V Í Ð A V E R Ö L D Kvöldverður með Rupert Murdoch Fortune | Eins og kunnugt er lagði ástralski fjölmiðla- jöfurinn Rupert Murdoch fram fimm milljarða dala yfirtökutil- boð í útgáfufélag dagblaðsins Wall Street Journal. Ráðandi hluthafar í félaginu höfn- uðu tilboðinu hið snarasta. Murdoch mun horfa til þess að nýta félagið sem stuðning við viðskipta- fréttastöð sem hann ætlar að setja á laggirnar síðar á árinu. Í bandaríska viðskiptatímaritinu Fortune rifjar greinarhöfundur blaðsins upp kynni sín af kvöldverði með fjölmiðlajöfrinum og fleira fólki fyrir tveimur árum. Að sögn greinarhöfundar var umræðuefnið möguleikar háhraðatenginga. Murdoch, sem hafði þá aðeins fjárfest í sjón- varpi, dagblöðum og útvarpi, sat íhugull mestan- part og hlustaði á umræðurnar. Murdoch mun hafa gert sér grein fyrir mikilvægi netmiðlunar því skömmu síðar keypti hann nokkur netfyrirtæki, þar á meðal netveituna MySpace og það nokkru áður en hún var jafn vinsæl og hún er í dag. Greinahöfundur segir líkur á að Murdoch muni reyna hvað hann geti til að sannfæra Bancroft- fjölskylduna, sem fer með meirihluta atkvæða- réttar í útgáfufélaginu, sem sömuleiðis heldur úti fréttaveitunni Dow Jones, að selja sér fyrirtækið. Mun hann halda áfram að bjóða betur þar til fjöl- skyldan sér ekki annað fært en að taka boðinu, að sögn Fortune. Nýr forstjóri fullur iðrunar Guardian | Tony Hayward, hinn nýráðni forstjóri breska olíufélagsins BP, sem tók við af hinum ólán- sama Lord Browne, mun funda með George Bush, forseta Bandaríkjanna, í vikunni og mun þá bera fram afsökunarbeiðni fyrir hönd fyrirtækisins. Fyrirtækinu er gefið að sök að hafa borið ábyrgð á slælegum öryggismálum við olíuhreinsistöð fyrirtækisins í Texas í Bandaríkjunum en þegar sprenging varð þar fyrir tveimur árum létust 15 þarlendir starfsmenn fyrirtækisins og 180 slös- uðust. Mun fyrirtækið eiga yfir höfði sér nokkrar málssóknir vegna þessa vestanhafs. Breska dag- blaðið Guardian segir þetta merki um nýja stefnu hjá BP og hinum nýja forstjóra fyrirtækisins, sem vilji hreinsa fyrir sínum dyrum nú þegar hann hefur tekið til starfa á eftir hinum ólánsama Lord Browne, sem sagði starfi sínu lausu í byrjun mán- aðar, tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði. Það er hins vegar fjarri að Browne sé laus allra mála þótt hann hafi gengið út um dyr BP fyrir fullt og allt. Í dag mun hann fara til fundar við lögfræð- ing sinn í Bandaríkjunum og mun þurfa að svara fyrir ástæðu þess að öryggismál voru í ólestri í olíuhreinsistöð fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Óvíst er hvað það muni síðan leiða af sér en ekki þykja líkur á að Browne muni sjá fram á jafn ljúfa tíma eftir að hann hætti hjá BP og hann ætlaði í fyrstu. Fregnir af því að Baugur hygðist standa að yfirtöku og afskráningu Mosaic Fashion eru umhugsunarefni. Ljóst er að mörgum smærri fjárfestum líka þessi tíðindi miður. Mosaic hefur aðeins verið skráð í Kauphöll Íslands í tvö ár og því lítil reynsla komin á félagið í Kaup- höllinni. Skráning í Kauphöll er ekki einnar nætur gaman. Nærtækari lík- ing er hjónaband þar sem samband er myndað sem ætlað er að end- ast og þola bæði góða daga og slæma. Vissulega getur eitt og annað farið úrskeiðis og niðurstaða af slíku orðið sú að ekki sé frekari grundvöllur samfylgdar til framtíðar. Slík ákvörðun er á grunni þess að grundvallarforsendur hafi breyst, en ekki að vindur sé í fangið þá stundina. Þrautseigja og þolinmæði eru meðal stærstu dyggða á markaði. Mosaic er spennandi félag í sveiflukenndum heimi tískunnar. Upp- bygging félagsins virðist skynsamleg og með yfirtöku á Rubicon breikkar enn grunnurinn undir félagið. Vissulega má búast við að samþætting verði tímabundið á kostnað arðsemi, en fleiri félög búa við slíkt um þessar mundir, svo sem Össur og Marel, þar sem vænt framlegð er mun meiri en sú sem félögin skila nú um stundir. Svo öllu sé haldið til haga, þá hefur visst fálæti einkennt dvöl Mosaic í Kaup- höllinni. Félagið hefur ekki notið mikillar hylli, en um leið verður að segjast að því hefur heldur ekki verið refsað sérstaklega þegar tíðindi hafa verið undir væntingum. Félagið sjálft lagði sig hins vegar fremur lítið eftir því að kynna sig fyrir íslenskum fjárfestum. Þarna eins og annars staðar uppskera menn eins og þeir sá. Félagið er vel skráningarhæft sökum stærðar, en vissulega er ekki mikil þekking á þeim markaði sem menn starfa á. Baugur er kjölfestufjárfestir í Mosaic og ákvað að stefna félaginu á markað. Spurningin sem slíkur kjölfestufjárfestir þarf að spyrja sig við slíka ákvörðun er hvaða áhrif ákvörðunin hafi á framtíðar- vilja fjárfesta til að taka þátt í fjárfestingum skráðra félaga í kjöl- festueigu Baugs. Að þessu gefnu er fullgilt að velta því fyrir sér hvort þessi ákvörðun sé ekki nokkuð skammsýn, jafnvel þótt greina megi gild rök fyrir Mosaic sjálft. Áhrifin eru víðtækari en svo að ein- ungis verði horft til félagsins sjálfs. Hlutabréfamarkaður hefur ýmsan tilgang. Hann er góður staður til að sækja sér áhættufé. Opinn markaður gefur líka almenningi möguleika á beinni þátttöku í fjármögnun fyrirtækja og skapar með því velvild í garð velgengni þeirra. Nú um stundir er mikið fé í um- ferð og stórir fjárfestar þurfa lítið að hafa fyrir því að sækja sér fé. Slíkt getur breyst hratt og þá skiptir umgengni á markaði og orð- stír máli. Almennt hafa yfirtökur og afskráning fyrirtækja á markaði á Ís- landi verið með of litlu álagi og fjárfestar gert of lítið af því að malda í móinn. Versta dæmi um yfirtöku og afskráningu var þegar ís- lenska ríkið seldi hlut sinn í Járnblendifélaginu á botnverði og skildi almenna fjárfesta eftir á berangri. Almennt séð mættu íslenskir fjárfestar vera kröfuharðari í yfirtökum og þar mætti íslenski markaðurinn horfa til þess breska. Þar þurfa menn að gefa sæmilegt yfirverð ef afskráning á að takast. Yfirtökutilboð Mosaic merki um litla þolinmæði: Tjaldútilega í Kauphallargarðinum Hafliði Helgason Að þessu gefnu er fullgilt að velta því fyrir sér hvort þessi ákvörðun sé ekki nokkuð skammsýn, jafn- vel þótt greina megi gild rök fyrir Mosaic sjálft. Gera má ráð fyrir því að síðar í þessum mánuði taki við ný ríkis- stjórn studd nýjum meirihluta á Alþingi. Mörg ný andlit verða þar á meðal ef að líkum lætur. Verk- efnin framundan eru ærin og kalla á ný tök á málum. EFNAHAGURINN Í nýrri skýrslu ASÍ kemur fram það álit samtakanna að hagkerf- ið leiti nú í átt til jafnvægis. ASÍ telur að þó að hægi á í efnahags- lífinu sé ekki að sjá að viðskipta- hallinn verði viðráðanlegur í ná- inni framtíð. Óvissa er um fram- vinduna og má lítið út af bera til að efnahagurinn þróist ekki til verri vegar. Af þeim hagspám sem kynntar hafa verið á undan- gengnum vikum sýnist spá ASÍ vera raunsæ enda hafa samtökin lagt sitt af mörkum til bætts jafn- vægis með hófstilltum samning- um á síðasta ári. Hjá ASÍ kveður við annan tón en þann sem annars staðar hefur heyrst þar sem viðrað hefir verið allt að 5% atvinnuleysi með til- heyrandi samdrætti. Engin efni eru til slíks og væri fráleitt ef stjórnvöld stæðu fyrir aðgerðum sem gætu leitt af sér slíka nið- urstöðu. Staðan í efnahagslífinu er flókin og verður ekki leyst í skyndingu heldur með yfirveguðum hætti yfir alllangt tímabil. Viðskipta- hallinn er óviðunandi mikill en úr honum mun draga að einhverju leyti af sjálfu sér við verklok stórframkvæmda. Á móti kemur að ríkissjóður er sem næst skuld- laus. Verkefnið felst í að sýna hófstillingu á öllum sviðum opin- berra útgjalda samhliða því sem treystar eru stoðir atvinnulífs- ins. Fyrirtækin hafa sótt í sig veðrið á fjölmörgum sviðum og skapa ný störf, auknar tekjur og greiða í vaxandi mæli í sjóði sam- félagsins. Þar liggur grundvöll- ur velferðarinnar, almannatrygg- inganna, lífeyrissjóðanna, skóla- kerfisins og heilbrigðismálanna. HÁAR SKATTTEKJUR AF LÁGU SKATTHLUTFALLI Greinilegur munur sést á stjórn- málaflokkum eftir skilningi á hvílíkir hvatar felast í skattkerf- inu fyrir fyrirtækin og uppgang í atvinnulífinu. Þessi munur er flestum ljós. Fjármagnstekju- skattur og tekjuskattur félaga skilar ríkissjóði milljarðatug- um öndvert við það sem átti við fyrir fáum árum þegar einung- is örtekjur fengust af þessum stofnum. Að gefnu tilefni er rétt að ítreka að fjármagnstekjuskatt- ur er brúttóskattur án frádráttar- liða og leggst þess vegna miklu þyngra á stofninn en virðist við fyrstu sýn. Eins er rétt að árétta að 18% tekjuskattur félaga skilar marg- földum tekjum í ríkissjóð á við það sem fékkst af rúmlega 40% skatthlutfalli. Sjálfsagt mál er að hyggja að frekari lækkun hans með það fyrir augum að breikka skattstofninn og hala inn auknar tekjur til samfélagsverkefna. NÝSKÖPUN Í ATVINNULÍFINU Einn stjórnmálaflokkur hefur kynnt eindreginn áhuga á að stefna á aðild að Evrópusam- bandinu og taka upp evru enda sé krónan haldlítil mynt fyrir þarfir atvinnulífs og almennings. Aðrir flokkar hafa sýnt tómlæti í þess- um efnum. Atvinnulífið hefur haft for- göngu í málinu og ætti sjálft, fyrirtækin og launafólk, að standa að úttekt á tiltækum kost- um í málinu; verðbólgumark- miði flotkrónunnar eða að taka upp evru með aðild að evrópska myntbandalaginu. Þetta kallar á aðild að Evrópusambandinu að flestra dómi. Hugsanlega fælist helsti ávinningur Íslendinga af aðild í tækifæri til að taka upp hér sömu mynt og notuð er í Berlín, París og Róm. Úttekt á þessu hefir þegar reyndar farið fram að nokkru leyti. Niðurstaða ASÍ er að gildandi fyrirkomu- lag kosti hvert heimili í landinu hálfa milljón króna á ári. Hvað halda menn þá að viðskiptahindr- unin sem leiðir af örmyntinni kosti atvinnulífið árlega í vaxta- kostnaði og glötuðum viðskipta- tækifærum? Það hefur ekki verið nógu hátt til lofts og vítt til veggja í stjórn- málaumræðu um framtíðarskipan gjaldeyrismála. Viðkvæðið „ekki á dagskrá“ felur í sér afneitun sem ekki er búandi við. Meira að segja Morgunblaðinu sýnist nóg boðið í þrengslunum og talar um krónufangelsi. Stjórnmálalífið ætti að taka sér tak í þessu efni. En á meðan taka fyrirtækin eitt af öðru upp erlendan gjaldmið- il sem reikningseiningu, kaup- hallarmynt og nú síðast launa- greiðslueyri. SYSTURNAR HAGSÆLD OG VELFERÐ Fram hafa komið gagnlegar ábendingar um að einstakir þættir í velferðarkerfinu hafi gengið úr skorðum, ekki síst skerðingar bóta almannatrygginga og skatt- lagning lægstu tekna. Hér er brýnt að ráða bót á enda haldast hagsæld og velferð hönd í hönd og önnur óhugsandi án hinnar. Velferðin í víðtækari skilningi kallar líka á ný tök. Einkaaðilar hafa þegar sýnt að þeir eru í færum til að ná miklum árangri á öllum sviðum skólakerfisins og samkeppnin hefur verkað eins og vítamínssprauta á háskólana. Hér liggja framtíðarhagsmunir landsmanna með vel menntuðu fólki sem tekur til hendi í atvinnulífinu. Heilbrigðiskerfið þarf líka á einkaframtakinu að halda af því að landsmenn hafa ekki efni á öðru en færa sér í nyt kosti einka- framtaks á sviði þar sem velt er stórum hluta opinberra útgjalda. Trúir því einhver að hagkvæm- asta skipan heilbrigðismála liggi í að fela ríkisstofnun án markaðs- aðhalds veigamesta hluta heil- brigðisþjónustunnar? Menn sjá hvert stefnir: Reisa á spítalabákn ofan í alþjóðaflugvöll í Vatns- mýrinni, yst í byggð höfuðborgar- svæðisins, þvert á ráð færustu manna. Hvaða einkafyrirtæki halda menn að stæði svona að málum? Hvers eiga sjúklingar að gjalda að svona sé farið með fé sem brýnt er að nýtist þeim hver króna? Og þegar rætt er um Vatns- mýrina; úr því sammæli hefur orðið með mönnum að flugvöll- urinn víki úr mýrinni blasir við gullið tækifæri til gróskumikillar þróunar borgarinnar á miklu landflæmi. Uppbygging van- rækts hluta borgarinnar mun leysa úr læðingi nýja krafta. Hér blasa verkefnin við. Hér þarf ný tök. Ærin verkefni kalla á ný tök Ólafur Ísleifsson lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík O R Ð Í B E L G

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.