Fréttablaðið - 09.05.2007, Síða 21
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2007
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
tta af þrjátíu liðum NBA-deildarinnar skiluðu rekstr-
artapi fyrir afskriftir (EBITDA) á keppnistímabilinu
2005-2006 samkvæmt úttekt viðskiptatímaritsins
Forbes. Verðmæti NBA-liða og rekstrarárangur helst alls
ekki í hendur því tvö af þremur verðmætustu félagsliðun-
um skiluðu mestu EBITDA-tapi: New York Knicks, sem er
verðmætasta NBA-liðið, var með mesta rekstrartapið eða
2,6 milljarða króna og Dallas Mavericks, þriðja verðmæt-
asta félagsliðið, tapaði 1,6 milljörðum króna.
Chicago Bulls, þriðja sigursælasta lið NBA-deildarinn-
ar frá upphafi, skilaði mesta rekstrarhagnaði, um 3.250
milljónum króna, en aðeins Phoenix Suns og L.A. Lakers
skiluðu einnig yfir tveggja milljarða „EBITDA“. Bulls er
í fjórða sæti Forbes yfir verðmætustu NBA-liðin.
Heildarvelta þrjátíu NBA-liða var yfir 225 milljarð-
ar króna leikárið 2005-2006. Himinn og haf er á milli liða
frá stórborgum og smærri stöðum hvað veltu snertir.
Stórborgarliðin njóta stærðarinnar í formi meiri sjón-
varpstekna og hærra miðaverðs en lið frá minni borg-
um. Þannig var velta New York Knicks um 12,4 milljarð-
ar króna, sem var 140 prósentum hærri upphæð en hjá
veltuminnsta liðinu, Portland TrailBlazers. Lakers var
með um 11,1 milljarð í tekjur og velta Bulls stóð í tæpum
tíu milljörðum.
Enn og aftur metur Forbes Knicks sem verðmæt-
asta félagslið NBA-deildarinnar. Þetta gerist þrátt fyrir
hörmulegt gengi Knicks á þarsíðasta keppnistímabili,
innan sem utan vallar. Liðið var metið á 40 milljarða króna
í fyrra, sem var níu prósenta hækkun frá fyrra ári. Þrátt
fyrir gríðarlegt rekstrartap er margt sem fellur til með
liðinu. Það er á besta markaðssvæði NBA og Cablevision,
eigandi Knicks, á gullmolann Madison Square Garden og
félagið nýtur mestra tekna af auglýsingum, sjónarpi og
miðasölu. Launakostnaður Knicks, upp á 7,9 milljarða,
var hins vegar mun meiri en hjá öðrum félögum og samt
tapaði liðið næstflestum leikjum allra liða.
Það er aðeins tímaspursmál hvenær Lakers, annað
sigursælasta liðið í sögu NBA, verður orðið verðmæt-
asta liðið, en Lakers er metið á rúma 38 milljarða króna.
Ólíkt Knicks hefur Lakers hvorki tapað peningum af
reglulegri starfsemi né verið aðhlátursefni innan leik-
vallar með Kobe Bryant innanborðs. Þrátt fyrir háa húsa-
leigu í Staples Center hefur stjórnendum Lakers tekist
að hækka miðaverð jafnt og þétt og kostar ársmiðinn við
hliðarlínuna um sjö milljónir króna.
Dallas Mavericks hefur skilað rekstrartapi svo
lengi sem elstu menn muna. Samt er liðið það þriðja
verðmætasta að mati Forbes og spilar þar einkum
verðmætur heimavöllur og öflugt markaðsstarf stóra
rullu. Mavs náði bestum árangri allra liða í NBA í vetur
en féll úr leik á skammarlegan hátt í fyrstu umferð
úrslitakeppninnar.
Rekstrarlögmálin gilda ekki alltaf
N.Y. Knicks og L.A. Lakers eru verðmætustu félagslið NBA-körfudeildarinnar í Bandaríkjunum og jafnframt veltuhæstu
félögin. Knicks skilar hins vegar mestu rekstrartapi, eða 2,6 milljörðum, og besta liðið um þessar mundir kemur þar næst á
eftir. Eggert Aðalsteinsson kynnti sér rekstur félaganna.
VERÐMÆTUSTU NBA-LIÐIN AÐ MATI FORBES
Félagslið Markaðsverðmæti EBITDA
N.Y. Knicks 39.664 -2613
L.A. Lakers 38.056 2231,1
Chicago Bulls 30.887 3249,5
Houston Rockets 29.413 1433,8
Dallas Mavericks 31.021 -1634,8
Detroit Pistons 28.743 1460,6
Miami Heat 27.403 1373,5
Phoenix Suns 27.470 2311,5
Sacramento Kings 25.393 1098,8
S.A. Spurs 26.130 783,9
omxgroup.com/nordicexchange
Hráefni
Upplýsingatækni
Veitur
Fjármálaþjónusta Fjarskipti
Iðnaður
Heilbrigðisgeiri
Neysluvörur
Orkuvinnsla
Nauðsynjavörur
OMX Nordic Exchange á Íslandi vekur athygli
á breyttum uppgjörstíma hlutabréfaviðskipta
Frá og með 14. maí nk. mun afhending hlutabréfa og greiðsluuppgjör fara fram
þremur virkum dögum eftir að viðskipti eiga sér stað. Hreyfingar vegna kaupa
og sölu hlutabréfa verða því ekki sýnilegar á reikningum viðskiptamanna
fjármálastofnana fyrr en að þremur dögum liðnum.
Greiður aðgangur erlendra aðila að íslenska markaðnum er nauðsynleg forsenda
þess að hann vaxi og styrkist áfram. Því hefur OMX Nordic Exhange á Íslandi lagt
áherslu á að samræma viðskiptaumhverfið því sem tíðkast á helstu mörkuðum
erlendis. Breyttur uppgjörstími hlutabréfaviðskipta er enn eitt skrefið í þá átt.