Tíminn - 08.03.1980, Side 16

Tíminn - 08.03.1980, Side 16
Gagnkvæmt tryggingafé/ag Auglýsingadeild 'Tímans. 18300 FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantið myndalista. Sendum í póstkröfu. Q_lhMUAI Vesturgötu II wwnfHli simi 22 600 Laugardagur 8. marsl980 56. tölublað—64. árgangur Ný króna um næstu áramót JSS — Eins og flestum mun kunnugt veröur ný mynt sett i umferö X. janúar n.k. Jafnframt veröur verögildi íslensks gjald- A framhliö eru myndir af sjáv- ardýrum, á bakhliö landvættirnir miöils breytt. Veröa nýju seöl- arnir aö verögildi 10, 50,100 og 500 krónur. Nýja myntin veröur aö verögildi 5,10 og 50 aurar svo og 1 og 5 krónur. Var hinn nýi og núverandi gjaldmiöill þannig hvor til annars að 5aura mynt samsvarar 5 krón- um, 10 króna seðill samsvarar 1000 krónum o.s.frv. 500 króna seöill jafngildir 50.000 krónum. A framhlið 10 krónu seðilsins er mynd af Arngrimi Jónssyni lærða, og á 50 króna seölinum er mynd af Guðbrandi Þorlássyni Hólabiskupi. A 10 króna seölinum er mynd af Árna Magnússyni prófessor og á 500 króna seölinum er mynd af J.óni Sigurðssyni for- seta. A bakhliðum seðlanna er myndefni tengt lffsstarfi við- komandi manns. A framhlið hinnar nýju myntar eru myndir af sjávardýrum, á- samt verðgildi i tölustöfum. A bakhlið eru landvættirnir, verð- gildi i bókstöfum, „ísland” og út- gáfuár. Þá hefur það nýmæli veriö tekið upp varðandi seðlana, aö sérstök upphleypt einkenni eru á fram- hliö þeirra fyrir blint fólk. Sem fyrr sagöi hefjast gjald- miðilsskipti um næstu áramót. Verða núverandi seölar og mynt i umferö, sem löglegur gjaldmiðill á verði sem nemur 1/100 af skráöu verðgildi hans, fram til júníloka 1981, og innleysanlegur i Seðlabankanum þar á eftir til ársloka 1982. Myndefni hinna nýju seðla er af lærdóms- og afreksmönnum fyrri tima, umhverfi þeirra og starfssviöi. A framhliö hvers seöils er andlitsmynd viökomandi manns en ábakhliö er myndefni tengtiifsstarfi hans. Rekstrargrundvöllur Þörungavimislunnar í hættu AM — Mjög illa horfir nú um rekstur þörungavínnslunnar hf. á Reykhólum og veröur aö endur- skoöa rekstrargrundvöll fyrir- tækisins frá grunni, samkvæmt þvi sem segir I frétt frá stjórn þess. Orsakir þessa eru þær að mikill samdráttur I sölu alginata er fyr- irsjáanlegur á árinu og að aöeins seljist nú 5500 tonn f stað 7500 tonna 1978. Er þetta samkvæmt upplýsingum frá fulltrúum Algi- nate Industries, sem hér voru ný- lega á ferð, en fyrirtækið hafði samið við Þörungavinnsluna um árleg kaup á 5000 tonnum þangs á lágmarksveröi. Er nú rætt um kaup á 1-2000 tonnum á verði sem er um 60-70% af þvf sem gilt hefur siðustu tvö ár og um 50% af þvi sem vera ætti I ár, samkvæmt samningi. Yröi veröið þá sam- bærilegt við það sem gildir fyrir hráefni frá Chile, en mikið fram- boð þaöan og frá Astrallu á algi- nötum, veldur örðugleikum AIL. Eru alginötin þar unnin úr þör- ungum, sem þorna I sólarhita. Fyrst um sinn er i ráöi að þurrka smáfisk o.fl. I skreiö á Reykhólum, en tilraunir með það gáfu góða raun á sl. ári. Siðar I mánuðinum veröur tekin ákvörð- un uih þangvinnslu yfir sumar- mánuöina, ef úr markaöi rætist. Er nú hugleitt hvernig bregðast eigi við samningsrofi AIL, til þess að tryggja sem best hagsmuni hluthafa, lánadrottna og starfs- liðs. Hjá þörungavinnslunni hafa að undanförnu starfað 25 manns við undirbúning 4500 tonna fram- leiöslu af þangmjöli I sumar. Sparifé rýrir ekki tekju- tryggingu Samkvæmt skattalögunum HEI — Vextir af sparifé hafa til þessa ekki haft áhrif á rétt ellillf- eyrisþega til tekjutryggingar. En sem kunnugt er skeröist sá réttur fari tekjur lffeyrisþega yfir ákveðin mörk. Skrif Morgunblaðsins um að nýju skattalögin komi til með að breyta þessu, ásamt rangtúlkuð- um ummælum Eggerts G. Þor- steinssonar, forstjóra Trygginga- stofnunarinnar viröast hafa vakiö upp magnaðan misskilning. Urðu þau m.a. til þess, að hátt á annað hundrað skelkaðs fólks hringdi I Eggert I gær vegna þessa, að þvl er Tlminn hefur frétt. Þab sem m.a. hefur ruglaö fólk I rlminu er munurinn á framtals- skyldu og skattskyldu. Sparifé hefur veriö framtalsskylt og er það ennþá en að sögn Halldórs Asgrlmssonar eru — samkvæmt nýju lögunum — vextir af sparifé alltaf skattfrjálsir. Hinsvegar geti þeir takmarkaö vaxtafrá- drátt. Hefbu þessir vextir einhver áhrif á rétt til tekjutryggingar þá væri það ekki vegna nýju skatta- laganna heldur mál Trygginga- stofnunarinnar sjálfrar! Það kom fram I samtali við starfsmann Skattstofunnar, að það hafi verið útbreiddur mis- skilningur að sparifé hafi ekki verið framtalsskylt, enda hafi mikill fjöldi fólks ævinlega taliö það vel og samviskusamlega fram. Hinsvegar hafi Trygginga- stofnunin ekki til þessa, beðið um þær upplýsingar á þeim vottorð- um frá skattstofunni, sem verib hafa forsenda þess ab fá greidda tekjutryggingu. Það væri þvl frá- leitt að skattyfirvöld væru að ráð- ast á gamalt fólk með ákvæbum um framtalsskyldu sparifjár og vaxtaaf þvl. Svona upphlaup sem stundum yrðu I blöðum og sköp- uðu rugling og óþarfa misskilning hjá fjölda fólks, geröu skattinum oft ákaflaga erfitt fyrir. Enda væri það almenningi I landinu sfb- ur en svo til hagsbóta að vera að sverta skattkerfið. Fleiri og fleiri fá sér TIMEX mest selda úrið

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.