Tíminn - 18.03.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.03.1980, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 18. mars 1980 7 Það vekur oft furðu manna hversu stjórnmálamenn, stétt- arfulltrúar og fjölmiölamenn gera litið að þvl að ræða verð- bólguvandann og orsakir hans af hreinskilni. Hér verður reynt með fáum orðum að benda á nokkur atriöi sem sjaldan eru nefnd þótt margt og mikið sé um málið talaö. I. Aætlaö er að verg þjóöar- framleiðsa okkar á s.l. ári hafi numið ca. 827 miljörðum króna. Reikningsdæmið um þjóðar- framleiðsluna er margþætt og verður ekki skýrt hér. Enginn má þó halda að hér sé um að ræða tölu til skipta I launaum- slög. Hins vegar er nú til dags farið að miða samneyslu, einka- neyslu, skatta, fjárfestingu ofl. við þjóðarframleiðsluna i hundraöshlutum. Talan um þjóðarframleiðsluna skiptir þvi máli á efnahagssviöinu. Gæti t.d. einnig veriö til viðmiöunar um laun. Launamál eru ávallt umdeild. Menn veröa þó að gera sér ljóst að laun og launakostnaður er ekki eitt og hið sama. Launa- maðurinn miðar laun sin við upphæðina I launaumslaginu, en fyrirtæki eða launagreiðandinn miða launakostnaöinn við laun- in og þau launatengdu gjöld sem launagreiðslunni fylgja sam- kvæmt lögum og samningum, en launatengdu gjöldin eru orö- in mjög há. Mér skilst að laun og launa- tengd gjöld I þjóðfélagi okkar á s.l. ári séu áætluö ca. 570 millj- arðar, eða sem svarar tveimur og hálfri miljón á Ibúa eða laun- in ca. 1,7 miljón á Ibúa ef launatengdu gjöldin eru ekki með talin. Sé þetta rétt jafn- gildir heildarupphæö launa- kostnaðarins ca. 70% af þjóðar- framleiöslunni. Þetta sannar okkur að tómt mál er að tala um að takmarka okkar heimatil- búni verðbólgu án þess að sllkt snerti laun og sjálfvirku visi- töluskrúfuna á launasviðinu. Á launasviðinu eru áhrif hinn- ar svo kölluöu búðarverösvisi- tölu kallaðar verðbætur. Hinu er þó oft gleymt, að þessar verð- bætur koma einnig á grunnverð innlendrar framleiöslu og þjón- ustu. Niðurstaðan úr dæminu getur þvl verið núll i kiaramál- um þótt krónum fjölgi, enda engin kjarabót I fleiri krónum i launaumslaginu ef minnkun á verögildi þeirra er hliöstæð fjölguninni. II. tslendingar hafa búið það lengi við óhóflega verðbólgu, að þeir sem voru á fermingaraldri er hún hófst eru nú að ljúka sln- um starfsaldri. Heimatilbúni veröbólguvandinn okkar er þvi að verða kynslóðamál og/eöa trúaratriði I kjara- og verðlags- málum. A hinu langa verðbólgutlma- bili hafa þróast samtök þrýsti- hópa með miklu starfsliði og miklum kostnaði, bæði á félags- sviði launþega og launagreiö- enda. Talið er að starfsliðið I slikum samtökum sé farið að skipta hundruöum og er einnig talið að kostnaðurinn við sllk samtök hafi t.d. á s.l. ári nálgast 7 til 10 miljarða.En hver er svo árangurinn af starfinu? Byggist Kaupmáttur eða krónutala Hljóð úr horni um heimatilbúnu verðbólguna hann á raungildi og málefnaleg- ,um rökum? Nei, hann byggist oftast á óraunhæfum kröfum um fleiri og minni krónur I laun og útgjöld. Rökin eru þvi ýmist engin eða villandi. Launamenn tala mikiö um verðbætur, þótt þær séu I reynd engar. Hiö sama gera launa- greiöendur. Það hallast þvi ekki á verðbólguskepnunni. Hins vegar hefir I áravls verið sá galli á framkvæmd hinna gagn- kvæmu hækkana að þær hafa ekki fylgst aö, eða komið til framkvæmda samtfmis og til þeirra er stofnað. Þetta þekkja allir sem veriö hafa i einhverri af hinu mörgu verðlagsnefndum á liönum árum. Menn eru fljótir að gleyma. Það á sér þvi oft staö, að þeir sem byrja aö hreyfa innlendu verðbólguskrúfuna, segjast þurfa eftir skamman tlma að fá bætur fyrir það sem þeir sjálfir hafa stofnað til. t þessu efni er það löngu orðið þannig, að I rauninni veit enginn hver byrj- aöi. Ef nema á staðar i hinum innlendu verðbólguleikjum þarf þvi að stöðva skrúfuna i miöjum skrúfugangi, t.d. á miðju visi- tölutlmabili. III. Hvað er raungildi I kjaramál- um? Eru þaö fleiri og minni krónur, án þess að kaupmáttur þeirra aukist, eða eru þaö gngisfellingar? Nei, það er hvorugt þetta. Raungildiö á þessum sviðum á rætur sinar I orsökinni en ekki afleiöingum. Ber þvi að forðast blekkingar, enda gera þær ekki annað en að torvelda lausn vandans. Gott dæmi um blekkingar eru hinar skiptu skoðanir um vext- ina, en „háir vextir” eru af- leiðing af verðbólgu en ekki or- sök hennar. Þaö er t.d. talaö um háa vexti þótt þeir séu engir, eða talsvert minna en ekki neitt. Hugtak orösins,,vextir” þýöir arö en ekki þjófnað á verömæti. Neikvæðir vextir eru engir vextir. Sönnu nær væri þvi að tala um þá sem verðbótaþátt. A erfiöum timum kemur til greina aö láta banka og aðrar peninga- stofnanir ekki skila arði af geymslufé, en að þeir ræni geymslufénú eöa skili ekki þvl verðmæti er þeir taka til geymslu tilheyrir málaflokki sem ég ekki vil nefna, slst ef i hlut á bankaráðsmaöur. Mörg fleiri dæmi en vextina mætti nefna til staöfestingar á þvi, hversu hugur manna er, bundinn viö afleiðingarnar af verðbólgunni, en ekki hitt, aö beina honum aö meinsemdinni sjálfri, sem er okkar heimatil- búna verðbólga, sem flestir telja nú skaðlega en enginn tel- ur sig eiga sök á. IV. Um hinar svo kölluðu verö- bætur, sem skapa fleiri en minni krónur i launaumslög okkar launamanna, vil ég segja þetta: Ég vil jarða núgildandi verð- bótakerfi launa sem úrelt og ó- raunhæft. Ég vil enga kaup- hækkun f krónutölu ef hún gefur mér hvorki aukinn kaupmátt launa né bætt kjör. Ég vil kjara- samninga sem byggjast á kaup- mjetti en ekki verðmæti sem breytir gildi sinu á fárra daga fresti. Ég vil ekki fjölda af verö- lagsnefndum sem með kerfis- bundnum verðbótum getur tryggt rekstur fyrirtækja sem illa eru rekin. Ég vil frelsi og félagasamtök manna til að gera gagn en ekki skaöa. Mér er ljóst, að erfitt er að breyta trúarskoðunum manna ef trúin hefir fest rætur I hugum heillar kynslóðar. Við glímum nú við þessa trú á verðbólgu- draugnum. Hann hefur veriö okkar Khomeini. Til aö breyta trúnni á okkar veröbólguguð getur þurft að endurbæta form og fræðslu, þar meö t.d. okkar vísitölukerfi. Stefán Jónsson Viö búum við vísitölukerfi sem I aöalatriðum gegnir þvl hlutverki, að sýna breytingar á vöruverði I verslunum og ýmsu þjónustuveröi utan þeirra. Að vlsu hefir þessu einhliða kerfi litillega verið breytt hin siöari ár, en þó ekki aðalatriðinu enda tæpast rétt. Við vísitölukaflann I okkar hagtiöindum vil ég bæta upplýs- ingum um eftirgreind atriöi: 1. Upplýsingum um hina inn- fluttu verðbólgu. Það er hækkun erlcndra innfluttra vara og þjónustu, miðað viö fob-verð. 2. Upplýsingum um breytingar á viðskiptakjörunum, sem sérstökum lið, en ekki sem þætti I „búðarvlsitölunni”. 3. Upplýsingum um kaupmátt- arbreytingu launa á sama tlmabili og búðarverðsvisital- an upplýsir krónufjölgun og krónurýrnun. Ég tel að þessi atriði og ef til vill fleiri þyrftu að fylgja búðar- visitölukafla hagtiðindanna og vera þaö samtengd hinum venjulega vlsitölukafla að þau væru lesin um leiö og hann. Sllkt væri fræðsla I einföldu formi sem getur haft áhrif. V. tslendingar trúa á visitölu hagstofunnar og telja hana grundvöll fyrir verðbótum, þótt slikt þýði aðeins afsökun fyrir veröbólguleikjum en ekki grundvöll fyrir raunhæfum kjarabótum. Framangreindar upplýsingar fræða menn meöal annars um þetta: Viss saman- burður fæst á innfluttri verð- bólgu og heimatilbúinni verð- bólgu. Breyting viðskiptakjar- anna og raunar einnig þjóðar- teknanna geta vikið til hliðar krónutölutrúnni f sambandi við laun og verðlag. Upplýsingar um breytingarnar og saman- burð á kaupmætti og krónutölu geta haft sömu áhrif. Trúnni á ört breytilega krónu- tölu þarf að vikja til hliðar fyrir öðru raunhæfara. Nefna má dæmi: Menn tala um kaup- hækkun I auknum krónutölum þótt kaupmáttur aukist ekkert. A sama hátt mætti tala um glf- urlega kaupskerðingu ef 100 krónum væri breytt I eina krónu. Trúin á krónuræfilinn virðist það sterk, að enginn tal- ar t.d. um að laun breytist I hundraðshlutum i samræmi við breytt viöskiptakjör og breyttar þjóöartekjur. Allir vilja miöa við verömæli sem er þaö ónot- hæfuraö likja má viö hliðstæðar breytingar á lagermáli, þunga- máli, lengdarmáli ofl., að ekki sé nú talaö um mælikvaröana á hinum ýmsu sviðum orkunnar. Hvað segðu menn t.d. um að breyta stööugt lengdarmálinu, en tala þó stöðugt um einn metra, þótt hann gilti einn dag- inn 100cm„ hinn daginn 80 cm„ hinn þriöja 50 cm. osfr.v. VI. Verðbólguvandinn er þess eölis nú eftir of langa þróun, að ég hefi þá trú að hann verði ekki leystur af mönnum sem ekki kunna að greina á milli aðalatriða og aukatriða á stjórnmála- og kjarasviöinu. Svo er það og um flest störf og verkefni manna i daglegu lifi. Island er litið kotriki. Hins- vegar er þjóðin skipuö mönnum sem eru almennt betur menntir og betur gerðir en almennt tiök- ast hjá hinum stærri þjóðum. Okkar litla þjóðriki getur verið fyrirmynd hinna stærri á mörg- um eöa flestum sviðum ef við viljum. Þýðingarmestu stofnan- ir flestra þjóðrlkja eru heimilin. Kétt þeirra stofnana I okkar þjóðrlki má ekki skerða. Efna- hagsleg afkoma þeirra stofnana verður aldrei tryggð meö verö- bólguleikjum eða eltingaleik við einstaka toppa, heldur með eöli- legum jöfnuði og réttlátri skipt- ingu þjóðarkökunnar, en ekki með þvi að þykjast vilja skipta þvi sem búið er að skipta og þvi ekki lengur til. Islenskir þegnar eru þannig gerðir, að þeir vilja leysa öll vandamál á sem skemmstum tima. Þeir eru fljótir að gleyma og fljótir til átaka. Óþarflega löng frestun á verðbólguvand- anum striöir þvi gegn islensku manneðli. Astæða er þvi til að vara viö óþarflega löngum fresti til að skera burt okkar óöa verðbólgumeinsemd. marsmánaðar Samviskufangar Alþjóðasamtökin Amnesty Intemational hafa valið eftirtalda þrjá sam- viskufanga fanga marsmánaðar 1980. Ismael Weinberger Wisz frá Uruguay ér 51 árs blaðamaður, afplánar 8 ára fangelsisdóm, upp- kveðinn af herdómstóli á ágúst 1979. Þá haföi sakborningur setiö i fangelsi 13 ár, þar af 10 mánuði i einangrun og sætt pyntingum, bæði llkamslemstran og lyfja- gjöfum, sem ollu ranghugmynd- um og ofskynjunum. Sakargiftir voru „árásir á stjórnskipun rikis- ins” og „aöild aö undirróðursam- tökum”, þ.e. Kommúnistaflokki Uruguay, sem var bannaður eftir valdatöku hersins 1973. Wein- berger Weisz var I 17 ár blaða- maður við blaöiö EL POPULAR og skrifaði þar mest um verka- lýösmál. Hann var formaður blaöamannasamtakann i Uru- guay. Fulltrúar sendiráða lsraels og Austurrlkis i' Uruguay hafa heimsótthann Ifangelsið og reynt að afla honum leyfis til að flytjast til ísraels sem hugur hans stendur til. Amnesty biður um að skrifuð verði kurteisleg bréf, þar sem þess sé fariö á leit, að honum veröi sleppt. Skrifa ber til. EXMO SR. PRESIDENTE DE LA REPUBLICA Dr. Aparicio Mendez Casa de Gobierno Montevideo. Uruguay eða Sr. Presidente del Supremo Tribunal Militar CnelDr. Federico Silva Ledesma Canelones 2331 Montevideo, Uruguay Gheorghe Brasoveano frá Rúmeniu er sextugur hagfræö- ingur. Hann var settur I geö- sjúkrahús I mars 1979 eftir að hafa stuðlaö aö stofnun óopinbers verkalýðsfélags og gagnrýnt samskipti rlkis og kirkju I Rúmenlu. Handtöku hans bar aö með þeim hætti, aö kona hans var kölluð fyrir og talin á að skrifa undir yfirlýsingu um aö hann væri geðveikur, á þeirri forsendu, aö þá yrði hann eingöngu hafður I sjúkrahúsi I skamman tima, en ella dæmdur til langvarandi fangavistar. Ekki er vitað hvar Brasoveano er nú geymdur, en siðast fréttist af honum i Jilava fangelsis- sjúkrahúsinu, þar sem all- margir stjórnarandstæðingar hafa verið i haldi á undanfömum árum. Að mati Amnesty Intemational er engin ástæða til aö ætla að Brasóveano sé geöveikur og er óskað eftir að hann veröi látinn laus. Skrifa ber til: Mr. Grigoras Justin, Framhald á bls 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.