Tíminn - 18.03.1980, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.03.1980, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 18. mars 1980 ÍÞRÓTTIR ÍÞROTTIR 15 Valsmenn tryggöu sér islandsmeistaratítilinn i körfuknattíeik Þetta var eins og i amla daga” — sagði Þórir Magnússon — ,Rocket-man”, sem hélt sannkallaða flugeldasýningu og skoraði 32 stig — Þetta var stórkostlegt, enda var kominn tfmi til að maður fengi að hampa islandsmeistara- bikarnum, eftir 19 ára baráttu, sagði Þórir Magnússon — Vals- maðurinn eldhressi, eftir aö Vals- menn höfðu unniö góðan sigur 100:93 yfir KR-ingum i Laugar- dalshöllinni i gærkvöldi og þar með varð íslandsmeistara- •titillinn þeirra — i fyrsta skipti. Aö öörum ólöstuöum var Þórir Magnússon, maðurinn á bak við sigur Valsmanna — Þórir, eða „Rocket-man” eins og hann hefur svo oft verið kallaður undanfarin ár, var hreint óstöðvandi. Hann skoraði margar glæsilegar körfur — i öllum regnbogans litum og um tima var eins og hann væri aö halda eldflaugasýningu — hvert langskotið frá honum á fætur öðru, hafnaði i körfu KR-inga. — „Það var gaman að sjá á eftir knettinum, þegar hann hafnaði i körfunni. Það vaknaði upp gömul og góð tilfinning — þetta var og i gamla daga”, sagði Þórir, eftir leikinn. Þórir skoraöi 32 stig i leiknum og var hreint óstöðvandi —hann skoraði 8 stig i röð, þegar Vals- menn náðu góðu forskoti 43:34 i fyrri hálfleiknum, en Valsmenn höfðu yfir 57:46 i leikhléi. Um miðjan seinni hálfleikinn voru þeir búnir aö ná 13 stiga 85:72 og virtist sigur þeirra i öruggri höfn. En pressan var mikil á þeim og söxuöu KR-ingar smáttog smátt á forskot þeirra — munurinn var oröinn aðeins 4 stig rétt fyrir leikslok — 91:87, en þá tók Tim Dwyer af skarið og Vals- menn voru sterkari á lokasprett- inum. Það var Torfi Magnússon sem innsiglaði öruggan sigur þeirra rétt fyrir leikslok, þegar hann skoraði 100. stigiö úr vlta- kasti — 100:93. TORFI MAGNÚSSON... fyrir- liði Vals, sést hér taka við bikarnum úr hendi Krist- björns Albertssonar, núver- andi formanns K.K.t. — frá Njarövik. (Timamyndir Tryggvi) Þórir var besti maður Valsliös- ins og þá átti Tim Dwyer ágætan leik — einnig Kristján Agústsson, Torfi Magnússon og Jón Stein- grlmsson. Keith Yow var besti leikmaður KR-liðsins, sem var með daufara móti — hann skoraöi 45 stig og var hreint óstöðvandi. Jón Sigurðsson var frekar daufur, en hann átti ágæta spretti — skoraði 24 stig. Þá var Garöar Jóhannsson einnig góður. Þeir sem skoruöu stigin I leikn- um — voru: VALUR:— Þórir 32, Dwyer 28, Kristján 15, Torfi 11, Jón S. 6, Jó- hannes 4 og Rlkharður 4. KR: — Yow 45, Jón S. 24, Garðar 12, Geir 6, Birgir 4 og Arni 2. MAÐUR LEIKSINS: Þórir Magnússon. —SOS Glæsiskot frá Trent Smock — tryggöi Stúdentum sigur yfir 5t og Njarövik lagöi Fram PRENT SMOCK — körfuknatt- eiksmaðurinn snjalli hjá itúdentum, tryggði Stúdentum igur 106:104 yfir IR-ingum á •ftirminnilegan hátt I Hagaskól- inum. — Hann skoraði sigurkörf- ina rét fyrir leikslok með góðu angskoti. Smock lék mjög vel og skoraði 2 stig fyrir Stúdenta, en Jón Héð- nsson skoraði 19 stig og Ingi ítefánsson 16. Mark Christensen skoraði flest stig IR-inga, eða 36, en Kristinn Jörundsson skoraði 31 stig. NJARÐVIKINGAR.. unnu sig- ur 79:76 yfir Framliðinu, sem lék einn sinn besta leik I vetur. Ted Bee var stigahæstur hjá Njarð- vikingum — 19 stig, en Gunnar Þorvarðarson skoraöi 19. Simon Ólafsson lék mjög vel hjá Fram — skoraði 32 stig, en Þorvaldur Geirsson 16. Undirskriftasöfnun um helgina: Skorað á Stefán að halda áfram sem formaður Körfuknattleiks- sambandsins Fyrir helgina fór fram undir- skriftasöfnun á meðal körfu- knattleiksmanna, þar sem þeir skrifuöu undir áskorun til Stefáns Ingólfssonar, sem sagði af sér formennsku K.K.t. fyrir helgina, að hann tæki aftur við stjórnini hjá sambandinu. Þá fór fram for- mannafundur, þar sem for- ráöamenn allra körfuknatt- leiksliða mættu, og skrifuöu undir áskorun til Stefáns. Stefánivar afhent þessiáskor- un í gær og mun hann gefa svar viö henni I dag. • GUÐMUNDUR Guðmundur skoraði 3 — þegar Valsmenn urðu íslandsmeistarar Valsmenn tryggðu sér tslandsmeistaratitilinn I innanhússknattspyrnu á sunnudaginn i Laugardals- höllinni, þegar þeir unnu Skagamenn 5:2 I úrslitaleik. — Staðan var 2:2 rétt fyrir leikslok en þá settu Valsmenn á fulla ferð og tryggðu sér öruggan sigur. Guömundur Þorbjörnsson skoraði 3 mörk fyrir Val, en þeir Jón Einars- son og Albert Guðmundsson, eitt hvor. Árni Sveinsson og Guðjón Þóröarson skoruöu mörk Skagamanna. Breiðablik varð meistari I kvennaflokki — lagði Val að velli 7:5 I úrslitum. Stefán var hetja Valsmanna skoraði jöfnunarmarkið 26:26 á eileftu stundu i Hafnarfirði Stefán Gunnarsson, fyrirliði Valsmanna, tryggði Val jafn- tefli 26:26 yfir FH-ingum i 1. deildarkeppninni i handknatt- leik I Hafnarfirði á sunnu- dagskvöldið. Stefán skoraði jöfnunarmarkið rétt fyrir leikslok. Eins og sést á tölunum, þá var háð mikil stórskotahrið i leiknum — Valsmenn voru yfir 17:16 I leikhléi, en rétt fyrir leikslok voru FH-ingar komnir yfir 23:19 og 26:24 — allt benti til að þeir myndu vinna góðan sigur. Þá skoraöi Stefán Halldórsson og siðan Stefán Gunnarsson, eins og fyrr seg- ir. __________ KR-ingar unnu uppí á Skaga Valur og FH mætast I kvöld KR-ingar unnu góðan sigur 28:22 yfir Skagamönnum upp á Akranesi, þar sem þeir mættust í 8-liöa úrslitum bikarkeppninnar I handknatt- leik. Þeir eru þar með búnir aö tryggja sér sæti I undanúrslit- um ásamt Haukum. Björn Pétursson skoraði flest mörk KR-inga — 8, en Simon 7. Valsmenn og FH-ingar mætast I 8-liða úrslitum keppninnar í kvöld og verður leikurinn I Laugardalshöllinni kl. 7.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.