Tíminn - 15.04.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.04.1980, Blaðsíða 6
6 Priöjudagur 15. april 1980. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eiriksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Sföumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö f lausasölu kr. 240. -Askriftargjald kr. 4.800 á mánuöi. Blaöaprent. Slegið met Ritstjóri Dagblaðsins hefur sett mörg og undar- leg met i skrifum sinum um dagana. Sjaldan mun hann þó hafa saman sett annað eins dómadagsbull eins og var i leiðara hans sl. fimmtudag. 1 þessum einkennilega leiðara heldur Jónas Kristjánsson þvi fram að það sé islenskum bænd- um að kenna að Norðmenn geti gert eitthvert til- kall til algerra yfirráða yfir Jan Mayen!!! Rit- stjórinn heldur þvi fram að islenskur réttur hafi verið borinn fyrir borð varðandi Jan Mayen vegna saltkjötsútflutnings til Noregs á sinum tima!!! Og svo spinnur ritstjórinn náttúrulega sinn gamla og langa lopa um að svona sé þetta nú og hafi alltaf verið með landbúnaðinn, og hafa menn svo sem heyrt þann sönglanda fyrr. öll er þessi málsmeðferð Jónasar Kristjáns- sonar langt fyrir neðan allar hellur. Og reyndar verður ekki annað lesið af lokaorðum leiðarans en að ritstjórinn vilji þar draga i land með allar hinar fáránlegu fullyrðingar sinar, og verður að telja það timamót i sjálfu sér að hann er farinn að skammast sin um hæl fyrir gasprið. Ritstjóri Dagblaðsins kallar Sigúrð Lindal prófessor sér til vitnis um þetta saltkjötsbull, en fyrir nokkru kom út bæklingur eftir Sigurð um sögu Jan Mayen. í lokakafla bæklingsins eru nokkrar vangaveltur um hugsanleg tengsl milli út- flutningshagsmuna íslendinga á þriðja áratug aldarinnar og innlimunar eyjarinnar i norska konungsrikið. Satt að segja gefa þær vangaveltur ekki tilefni til þess að byggðar verði á þeim neinar sögulegar ályktanir, og miklu fremur að lesandinn reyni að finna þessum vangaveltum stað i þróun Jan Mayen-málsins. Og allra sist verður séð hvernig unnt er að taka þessar lauslegu vangaveltur Sigurðar Lindal og gera úr þeim annað eins tað og Jónas Kristjánsson hefur gert sjálfum sér til skammar og öðrum til leiðinda. Það kemur nefnilega greinilega fram að fyrir- varar Islendinga frá árinu 1927 varðandi norskar fyrirætlanir um yfirráð yfir eynni voru i fullu gildi 1929. Það kemur greinilega fram að Norðmönnum var fullkunnugt um þessa fyrirvara, og i bæklingi Sigurðar Lindal eru birt ljósrit af norskum skjöl- um sem m.a. sýna þetta. Og það kemur enn fremur greinilega fram i þessum bæklingi að meðal islenskra stjómmála- manna var andstaða gegn útþenslustefnu Norð- manna á þessum árum og hinum miklu itökum sem þeir höfðu t.d. náð i islensku atvinnulifi. Og það er sérstaklega tekið fram að Tryggvi Þór- hallsson staðfesti og itrekaði fyrirvara Jóns Þor- lákssonar eftir stjórnarskiptin 1927, þegar Tryggvi tók við embætti forsætisráðherra af Jóni. Eiginlega er það mönnum ráðgáta hvað getur komið islenskum ritstjóra til að skrifa annan eins leiðara um slikt málefni, eins og þessi leiðari Jón- asar Kristjánssonar er. Það er og verður ráðgáta hvað fyrir manninum vakir með slikum skrifum, — einmitt nú þegar viðræður íslendinga og Norð- manna um málið eru að hefjast. Má vera að hann sé bara að leika sér!!! Má vera að honum sé einhver skemmtun að þessu, og verð- ur hann þá að fá að þjóna lund sinni. Svo mikið er áreiðanlega vist, að Norðmönnum er skemmt við slik skrif. JS. Kjartan Jónasson: Erlent yfirlit Skrítín hefnd Fidels Gastro Þær fréttir sem á siöustu dög- um hafa borist frá Kúbu hafa ruglað margan i riminu og aldrei þessu vant hafa þær litt veriö brúkaöar til aö koma enn einu högginu á hinn afleita kommúnisma Fidels Castro. Óneitanlega þykir þaö skjóta skökku viö þegar kommúnista- stjórn viröist ekki gera nokkurn skapaöan hlut til aö koma i veg fyrir landflótta og gerist meira aösegja svo umhyggjusöm fyrir þrifnaöi á fólki aö hún býöur þvi vegabréf út úr landi i þeim til- gangi að þaö geti fariö heim til sin að fá sér baö og hafa hægöir. Já svona er nú komiö fyrir henni veröld. Þó er þaö varla nokkur upp- hefö fyrir Castro aö fólk vilji i svo rikum mæli komast búrt frá Kúbunni sem hann hefur nú stjórnaö i næstum 20 ár. At- burðir siöustu daga á Kúbu eru hins vegar ágæt áminning um hversu óraunsætt þaö er aö draga viöhorf sín i dilka eftir þvi hvort þau beinast að rikjum sem hafa kommúnistastimpla eða einhverja abra stimpla. Kúba á i dag ( sem oft endra- nær) við gifurlega efnahags- öröugleika aö striöa svo sem mörg önnur riki og ekki sist ná- grannariki hennar f S-Ameriku. I nágrannarikinu Haiti er til dæmis svipað uppi á teningnum og þaðan streymir bátafólkið til Miamiá Florida, oft til þess eins að veröa sent beina liö til baka sem ófullgildir flóttamenn þar sem þeir séu aöeins aö flýja efnahagsaðstæður innanlands. Hingaötil hafa Bandarikin aftur á móti verið mun fúsari til aö . taka á móti Kúbumönnum á flótta undan svipuöum efna- hagsþrengingum, en þá á þeim forsendum að þeir væru póli- tiskirflóttamenn. í þessu tilviki heyrast hins vegar þær raddir hærra en nokkru sinni fyrr i Bandarikjunum aö ekki sé hægt aö taka á móti flóttamönnum i sendiráöi Perú i Havana á Kúbu, þar sem þeir séu aöeins aö flýja efnahagsþrengingar innanlands. Og sú er lika raun- in, meðal hinna 10 þúsunda á lóð sendiráðs Perú á Kúbu eru ekki nema örfáir sem bera viö póli- tiskum ofsóknum eöa sliku, heldur vill fólkiö burt úr eymd- inni og fátæktinni til þess að geta eignast litsjónvarp eins og frændur þeirra i Bandarikjun- um. En hvernig i' ósköpunum kom þá upp þessi hlálega staöa að innan giröingar sendiráös Perú i Havana (lóöin er á stærö við knattspyrnuvöll) hafast nú við um 10 þúsund manns sem vilja úr landi, aö Kúbulögreglan horföi á fólkiö flykkjast þangaö inn (Perúmönnum til mikillar skapraunar) og yfirvöld reyna ekki einu sinni aö stuggga þvi i burtu þó aö allir sendiráösmenn Perú sér búnir aö yfirgefa sendiráöiö, en býöur þeim þess i stað vegabréf úr landi ef Perú- Fidel Castro menn geti fundiö þeim einhvern dvalarstaö? Aödragandinn er sá að Kúbu- stjórn hefur aö undanförnu átt i deilum viö sendiráö S-Ameriku- rikja um þaö hvort þau geti veitt skjól flóttamönnum sem meö ofbeldi komast inn i sendiráðin. 1 janúar sföastliönum var t.d. sendiherra Perú i' Havana kall- aður heim er hann framseldi yfirvöldum á Kúbu 12 menn er höfðu brotist inn i sendiráöið. Siöan hefur enginn sendiherra Perú veriö á Kúbu. t sendiráösbyggingu Perú- manna eru nú um 25 manns sem brutust inn i sendiráðiö á meban enn var vörður viö þaö. Síðasti hópurinn braust inn fyrir hálf- um mánuöi og þeir sem þar voru á feröinni drápu einn af kúbönsku varömönnunum við sendiráöið. Kúbustjórn heimt- aöi mennina framselda þar sem þeir heföu lögreglumorö á sam- viskunni, en st jórn Perú neitaði og veitti þeim pólitiskt hæli. Svar Kúbustjórnar var aö hætta varöstööu viö sendiráöiö á þeim forsendum aö hún verndaði ekki sendiráösmenn sem neituðu aö taka þátt i vernd sinni og óvirtu svo stjórn Kúbu. Þaðan i frá horföi kúbanska lögreglan á sendiráöslóöina fyllast af fólki sem komast vill úr landi. Hefúr stjórnin lofaö að þaö muni allt fá vegabréf til að komast úr landi þegar landvistarleyfi hefur fengist fyrir það annars staðar, en hinir 25 innan sendiráös- byggingarinnar fái hins vegar ekki að yfirgefa Kúbu. Þessar aögerðir Castro minna svolitið á illkvittuö svar Deng Kinaleiötoga er bandariskur blaöamaöur spuröi hann hvort kinverskir andófsmenn væru frjálsír aö þvl aö fara úr landi. Deng svaraði: „Hversu marga viljib þiö”?' Auövitaö er þaö svo aö hvorki Bandaríkin né S- Amerikuriki hafa nokkurn áhuga á aö taka við flóttamönn- um i stórum mæli frá Kúbu eöa annars staöar frá. Flóttamenn frá Kúbu er þó ekkert nýtt fyrirbrigði og þrátt fyrir allt hefur Bandarikja- stjórn veitt þeim viðtöku sem pólitiskum flóttamönnum á sama tima og hún hefur aö miklu leyti stöövaö straum inn- flytjenda frá öörum rikjum S- Ameriku. En hafi menn haft ástæðu til aö flýja efnahags- ástandið á Kúbu fram aö þessu, er þaö vist aö á siöasta ári varö tilefnið æriö. Ekki af þvi að Castro hafi tekið upp á þvi að beita þegnana haröari kostum andlega eða félagslega, heldur vegna þess aö fullkominn upp- skerubrestur varö i landinu og stórlega dró úr sykurútflutningi og tóbaksverksmiðjum var lokað vegna hráefnisskorts. Tóbak og sykur eru aöalútflutn- ingsvörur Kúbu. Flóttafólk fr? Haiti biöur leyfis til landgöngu á Miami Beach

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.