Tíminn - 23.04.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.04.1980, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 23. aprfl 1980 7 „Svo skal böl bæta” Sama dag og ég opnaði hrúta- stiuna mina i vetur, gerðist ann- ar og merkilegri atburður. — Þann dag hófst sauðburður hjá „Markaðsnefnd landbúnaðar- ins”. — Reyndar kallar Timinn þetta ekki lengur sauðburð — heldur lambsburð. Kemur þar fram ein afleiðing barnaársins nýliðna. Sjónvarpið sendi land- búnaðarsérfræðing sinn austur i Gunnarsholt til fréttaöflunar. Honum voru grundvallaratriðin hugstæðust og spurði fyrst hvernig hefði gengið „að koma ánum til”. Þarna er enn eitt nýtt orð um nokkuð gamlan verknað — sem i minni sveit er kallað „að hleypa til”. Það hafði gengið sæmilega að „koma ánum til”. — Þó var nokkuð á þvi að ærnar héldu ekki. Var það kennt þvi að framlag hrútanna væri ekki orðið nógu sterkt svona snemma. Þetta var stutt þeim rökum að dökkir hrútar gáfu betri útkomu en hvitir. Visinda- legar rannsóknir hér á landi hafa sýnt að það eru helst dökk- ar ær sem bera á miðjum vetri. Þær sömu rannsóknir Islenskra doktora hafa einnig leitt I ljós að ær eru náttúraðastar i skamm- degi en merar um sólstöður. Aftur á móti er hrútum andskot- ans sama hvernær ársins þeir eru að þessu. Undanfarin ár hafa einnig farið fram hér á landi alhliða og nákvæmar rannsóknir á æxlunarfærum og æxlunarfræði islensks búfjár. Má finna þann fróðleik allan i Frey. Flest af þvi sem þar er talið var bænd- um reyndar kunnugt þegar á dögum Herra Egils Skalla- grimssonar bónda á Borg. En hvað um það — þetta gat allt hafa breytst og allur er varinn góöur i þessum málum. Visindin láta ekki að sér hæða þegar um doktorsgráður er að ræða. Það var Markaðsnefnd land- búnaðárins — skammstafað Mala — (sbr. Rala) — sem átti frumkvæðið að þeirri merku til- raun sem sá dagsins ljós á Þrettándanum og slokknar a páskum. Tilgangur hennarer að fá markað fyrir dilkakjöt er- lendis. Það er best að ég játi strax mina fáfræði. Ég hélt að það væri ekki vandamálið að fá ein- hverntil að éta dilkakjötið — heldur hitt að fá einhvern til að borga nógu hátt verð fyrir það. Ég hélt lika að þeir, sem hefðu séð um kjötútflutninginn s.l. 30 ár gætu frætt „Mala” um liklegt verð á þessu kjöti svo ekki skakkaði mörg hundruð prósentum. Spurningin er nefni- lega ekki um hvort þessi páska- kvöldmáltið gæfi 100% hærra verð — það þarf nokkurhundruð prósent til þess að vit sé i þessu. 1 nefndu sjónvarpsviðtali var taliö liklegt að fallþungi lamb- anna yrði helmingi minni en venjulegur haustþungi. — Þar fara fyrstu 100% i einu lagi: svo er andvirði sláturs og gæru — sem varla verður mikið. Lömb sem fæðast hér á vorin taka allan sinn þroska á sjálf- sánum fjallagróðri — sem ekki verður nýttur á annan hátt. Sama er að segja um ærnar yfir mjólkurskeiðið. Ær „Nefndar- innar” og lömb þeirra verður að ala á öfluðu fóöri — jafnvel kjarnfóðri. 1 sambandi við kjarnfóðurgjöfina, — ef einhver skyldi vera — hlýtur að vera miðað við skömmtunarkerfi Stéttarsambandsins og ekki notað nema sem svarar 1,5 kg i ána og annað eins i lambið. Það gerir 16 gr. á dag i kindina. Stéttarsambandsfulltrúarnir sem ákváðu skammtinn telja að þetta sé meira en ein teskeiö á dag. Ekki mun ánni veita af sinni teskeið ef hún á að mjólka 2 lömbum vel i innistöðunni. Það er sem sagt töluvert magn úr hlöðunni sem ærin og lambið þarf um fram ær sem „komið er til” eftir áramótin. Það vitum við án tilrauna. Einnig vitum við að vinna við lambfé i húsi er mikil. — Aukavanhöld eru mjög liklegt að séu umtalsverð, — einnig meðalagjafir. Allt þetta þarf að reikna inn i páskaverðið. Auðvitað verða birtar tölur yfir þetta allt jafn- nákvæmlega og þegar rætt var um byrjunina. Mér finnst hafa verið óþarf- lega hljótt um þetta framtak „Markaðsnefndar landbúnað- arins”. Engar myndir i sjón- varpi og blöðum sem sýndu þroska og þrifnað hjá lambfénu frá burði til sláturtiðar. Eitt atr- iði i gróðanum er að fjölga slát- urdögum i stóru sláturhúsun- um. Mér er sagt að hagur þeirra fari meira eftir fjölda slátur- daga en fjölda sláturfjár — og ég sem hélt að tölu sláturfjárs- ins væri deilt I sláturkostnað hússins. Hagfræðin er býsna flókin fræðigrein og veitti bænd- um vist ekki af að fá einn doktor I þeirri grein til viðbótar öllum hinum sem þeir hafa til að hjálpa sér viö búskapinn. Ég bið Timann að láta sinn sérfræðing i landbúnaði fylgjast með þessu öllu i dymbilvikunni. t þvi starfi er hann alveg jafn- fær landbúnaðarsérfræðingi Sjónvarpsins. Af þvi að hvorug- ur þeirra þekkir hrút frá rollu nema við sérstakar aðstæður — Halldór t»óröarson, Laugalandi: j ætla ég i lokin að telja upp fá- éin atriði af þeim sem mig lang- ar til að vita. Það er fallþungi páskalambanna, verðmæti gæru og sláturs, — sundurliðað- ur aukafóðurkostnaöur ánna og á hverju þær voru aldar, fóður- kostnaður lambanna — allur, vanhöld, meðul handa ám og lömbum, vinna hiiðingamanns, sláturkostnaður, flutnings- kostnaður með flugvélinni. Siðast en ekki sist vil ég minna fréttamanninn á að spyrja um verðið sem þessi ágæti markaður gefur — þeim sem selur og hvað verður eftir handa „Markaðsnefnd landbún- aðarins”. 16. mars 1980. Það sem við gerum of seint mun liggja á samvisku okkar Síðari hluti Arfur for- tíðarinnar Þaö voru einstaklingar sem hófu, svo nokkru næmi, starf- rækslu á stofminum fyrir aldraða hér á íslandi. Þarna var áferðinnistarfsemi sem nokkuð örugglega sótti fyrirmyndir sinar til útlanda. Viö þekkjum lýsingar á slikum munaðarleys- ingjastofnunum úr erlendum bókmenntum. Ekki eru þessar staðreyndir tiundaöar hér þeim til hnjóðs sem stóðu fyrir og standa enn fyrir rekstri elli- heimila, en upphaflegu hug- myndirnar eru greinilegur arfur frá fortiðinni. A ytra^borð- inu eru svo elliheimili nútímans auðvitað rekin á mannúölegri hátt en viðllka stofnanir er- lendis á fyrri öldum. En sú stefna sem þessi mál tóku I upp- hafi var illileg timaskekkja, sem stjórnvöld hafa vafalaust gengist inná vegna þess aö meö þessu fyrirkomulagi var vandi rikiskassans, á þeim tíma, leystur aö einhverju leyti. Elliheimili voru auðvitað staðsett á þéttbýliskjörnunum eöa i nágrenni þeirra. A þessar stofnanir kom svo og kemur enn fólk, hvaðanæfa af landinu. Þeir eru raunar taldir „hep^nir” sem koma aðstandendum sínum á þessar stofnanir. Ef það tekst, er raunverulega ekki annað eftiren að auglýsa jarðarförina. Otakmörkuð aðstaða Málefni aldraðra eiga aö vera undir stjórn rikisins og annarra opinberra aðila. 1 þessum efn- um mega engin venjuleg markaðslögmál gilda. Raunará aö þverbrjóta þau hvað þetta málefni varðar, eins og vikið verður að siðar. Aður fyrrvar fáfræði og þekk- ingarskortur þess valdandi aö málefni aldraðra tók þá stefnu sem raun varð á. Sú afsökun er ekki lengur fyrir hendi. Núna eigum viðaö sækja fyrirmyndir til útlanda, þar sem þessi mál hafa þróast lengst. Og það gerum við raunar i vaxandi mæli. Nú á það sjónarmiö meira fylgi en áður, að stór elliheimili séu úrelt og slikar stofnanir aðeins þrautalending og þá ein- göngu sem sjúkrastofnanir. Dagvistun aldraöra og smærri einingar eru þaö sem koma skal. Það sjónarmið er sem betur fer að verða ofan á að elli- heimili sem geymslustofnanir, séu úrelt fyrirkomulag og veröi aö hverfa. En tregðulögmálið er and- styggilega llfseigt. Þrátt fyrir alla þekkinguna sem við höfum aðgang að, þá heyrum við enn um sveitarfélög sem taka á móti húsnæði fyrirelliheimi fjarri al- faraleið. Og stórt bæjarfélag i nágrenni Reykjavikur stofnsetti elliheimili i nærliggjandi þorpi af þvi aö þar var fyrir hendi „heppilegt” húsnæði. Slik dæmi verða að hverfa úr myndinni og heyra fortiðinni til. Sú þróun sem heppilegust er talin fyrir aldrað fólk á ævi- kvöldi sinu er i örstuttu máli eitthvað á þessa leið: Aldrað fólk á að vera sem allra lengst i nágrenni ættingja sinna. Aldraö fólk á að búa á eigin vegum eins legni og nokkur kostur er vegna heilsu þess. Aldrað fólk á að fá ómælda heimilishjúkrun og aðra aðstoð I heimahúsum. Aldrað fólk á aö hafa ótak- markaöan aðgang að dagvistun og likamsrækt eftir nýjustu tækni á þvi sviði. Aldrað fólk á skilyrðislaust að fá húsnæði við hæfi I Ibúöar- hverfum þegar aðstæður þess krefjast. Og aldrað fólk má aldrei fara á stofnun fyrr en allt um þrýtur og þá aöeins á sjúkrastofnanir og þær stofnanir verður að Hrafn Sæmundsson: ......... .............j manna miklu betur en nú er gert, hvaö varðar hina félags- legu og andlegu hlið sjúklings- ins. Sá skattur myndi gleðja okkur Þetta kostar mikla peninga. Slikur aðbúnaöur aldraðra myndi raunverulega raska fjár- lögum framtlöarinnar. Sómasamlegur aðbúnaöur aldraðs fólks kostar fjármagn af allt annari stærðargráðu en nú er veitt til þeirra hluta. Það fjármagn sem nú er veitt til þessa málefnis, nægir varla til aðhalda óbreyttu ástandi. Þetta þýðir raunverulega það, að málefr.i aldraöra verða óleyst um aldur og æfi, með núverandi fyrirkomulagi. Það ástand hefur stundum skapast i þjóðfélaginu, bæöi af mannavöldum og vegna náttúruhamfara, að lagðar hafa verið byrðar á þjóðina. Við höfum stundum vaknaö upp einn dag við margra milljarða nýjar álögur af þessu tagi. * Það sem snýr aö fjármögnun þess málefnis sem ég hef nú reynt aö reifa i þessum greinar- stúf, verður aldrei leyst með smáskammtalækningum. Þarna verður að koma til grundvallarbreyting á skiptingu þeirra fjármuna sem fyrir hendi eru. Hér er ekki um milljóna- hundruð að ræða, heldur millj- arðatugi. Ég álft að viö yrðum ekki minna gæfuf ólk þó aö við yrðum að hlita slikri skattlagningu. Eldgosasköttum gleymum við fljótt og skattlagningu þegar nauösynlegt er talið að rétta við stöðuna i Seðlabankanum. Skatti til aö leysa ytri vanda hinna öldruðu, gleymdum við liklega aldrei. Hann myndi gleöja okkur sem erum enn i blóma lífsins og koma okkur til góða á ævikvöldi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.