Tíminn - 17.05.1980, Page 2

Tíminn - 17.05.1980, Page 2
2 Laugardagur 17. mal 1980 Lltið sýnishorn af þvl skótaui, sem er á sýningunni. Timamynd Tryggvi. Skóþjónustan s.f.: Sýnir það nýjasta í skótískunni JSS — „Þetta er nokkuö ylir- gripsmikil sýning hjá okkur viö teljum aö hán gefi allgóöa mynd af þeim geröum, sem eru hvaö vinsælastar á markaöinum nú” sagöi Guöjón Garöarsson I viötali viö Tlmann, vegna yfirstandandi skósýningar á vegum Skóþjónust- unnar s.f. A sýningunni eru skór frá all- mörgum þekktum fyrirtækjum erlendis ss. I Þýskalandi, Kanada, Finnlandi, Austurrlki, Itallu, Portúgal, Englandi, Frakklandi, Brasillu. Þá má nefna, aö þýska fyrirtækið Sala- mander hefur nú sent frá sér nýja vörutegund, svokallaða Camel- skó, sem eru unnir úr kamel- eöa hreindýraskinni. Má sjá sýnis- horn af þessari vörutegund á sýningunni. Sagöi Guöjón, aö hlutverk Skóþjönustunnar væri einkum aö koma kaupmönnum I bein sam- bönd viö framleiöendur erlendis, þannig aö erlendir töskuheild- salar kæmu sem minnst viö sögu hér á landi. Meö tilkomu þeirra yröi skótau um 40% dýrara en þaö þyrfti aö vera, þar sem þeir legöu oft um 40% á vöruna frá viökomandi verksmiöju. Skósýningin er til húsa aö Langageröi 1 og er opin eftir kl. fimm. Lýkur henni n.k. sunnu- dag, en þangaö til er hægt aö fá allar upplýsingar I slma 33038 e.kl. 5. Framleiðslukvóta mótmælt Þau mistök uröu I prentun blaösins sl. þriöjudag aö sagt var aö Búnaöarfélag Dyrhólahrepps heföi samþykkt aö mæla meö fóöurbætisskatti sem úrræöi I landbúnaöarmálum. Þetta er rangt, og þvi biöst blaöiö vel- viröingar á þessum mistökum. 1 samþykkt Búnaöarfélags Dyr- hólahrepps var hins vegar mælt meö fóöurbætisskömmtun eöa fóöurbætiskvóta. I samþykkt Búnaöarfélags Dyrhólahrepps frá 21. aprll sl. segir svo m.a.: „Fundurinn mótmælir harö- lega framleiöslukvóta þeim til stjórnunar á framleiöslu búvara sem koma á til framkvæmda á þessu ári, og vlsar I þvl sambandi til fyrri samþykkta félagsins um þetta mál. Fundurinn telur 300 ærgilda bú of lága viömiöun hjá þeim bænd- um sem lifa eingöngu á búvöru- framleiöslu. Fundurinn telur visi- tölubú algert lágmark þess, sem bændur þurfi til aö lifa af, og mót- mælir þvl sérstaklega skeröingu á 300 ærgilda búi hjá þeim bænd- um sem hafa enga möguleika á aö afla sér annarra tekna. Fundurinn skorar á stjórn Stéttarsambands bænda aö fylgja fast eftir viö stjórnvöld aö aölög- unartlmi, allt aö 5 árum, fáist til aö draga úr áhrifum kvótans eöa öörum þeim aögeröum, sem farið væri út I. Fundurinn mælir meö fóöurbætisskömmtun eöa fóöur- bætiskvóta, sem álitlegri leiö til stjórnunar búvöruframleiösl- unnar.” BST — 1 Nesstofu á Seltjarnarnesi — Baldur Eirlksson umdæmisstjóri Rotary-klúbbanna á islandi af- hendir 5 millj. króna gjöf frá Rotary-félögunum til stofnunar minjasafns um lækningar á islandi. Þór Magnússon þjóöminjavöröur veitir gjöfinni viötöku. Þorsteinn Gunnarsson, leikari og arkitekt, sem á aö hafa umsjón meö innréttingu Lækningaminjasafnsins sést lengst t.v. — (Tlmamynd: GE) Kosningafundur Vigdísar Stuðningsmenn Vigdisar Finnbogadóttur héldu almenn- an kosningafund aö Hótel Sögu I fyrrakvöld. Ávörp voru flutt og greint frá undirbúningsstarfi sem unniö er á vegum stuðn- ingsmanna I Reykjavik. Kom þar fram, aö skrifstofur hafa verið opnaöar eöa veröa opnað- ar á næstunni á ýmsum stööum. Aðalskrifstofa I Reykjavik er að Laugavegi 17, annarri hæö. Þá er I undirbúningi blað stuðn- ingsmanna sem nefnist Þjóöin kýsog kemur fyrsta tölublað ut eftir örfáa daga. — A fundinum flutti Vigdis Finnbogadóttir ávarp, geröi grein fyrir aðdrag- anda framboös sins og ástæöum þess og lýsti viöhorfi sinu til for- setaembættisins. Einnig svar- um fundarmanna. Fundi lauk aði hún fjölmörgum fyrirspurn- meö almennum söng. Frá kosningarfundi Vigdlsar Finnbogadóttur á Sögu. Kosningaskrifstofa Guðlaugs á Selfossi Stuöningsmenn Guölaugs Þorvaldssonar I Arnessýslu hafa opnað kosningaskrifstofu á Austurvegi 38, Selfossi, (I húsi Almennra trygginga og Iðnað- arbankans). Slmanúmer skrif- Frá forseta frambjóð- endunum stofunnar er 2166. Einnig hafa stuöningsmenn Guölaugs opnaö bankareikning fyrir þá, sem leggja vilja fé af mörkum til kosninga- baráttunnar, i Landsbankanum og Iönaöarbankanum á Selfossi. Avísanareikningur I Lands- bankanum er nr. 7293 og i Iðnaðarbankanum nr. 2527. Stuöningsmenn eru hvattir til aö leggja fé I kosningarsjóöinn. Skrifstofan veröur fyrst um sinn opin frá kl. 5 til 10 slödegis. Kosningaskrifstofa Alberts á Akureyri Stuöningsmenn Alberts Guö- mundssonar og Brynhildar Jó- hannsdóttur hafa opnaö kosn- ingaskrifstofu á Akureyri. Skrifstofan er á Geislagötu 10 og er hún opin frá kl. 14—22 dag- lega. Forstöðumaöur skrifstof- unnar er Jón Arnþórsson og skrifstofustúlka Nanna Bald- ursdóttir. Simar skrifstofunnar eru 25177 og 25277. Frá kosningarfundi Péturs Thorsteinssonar I Sigtúni. Kosninganefnd Vig- dísar í Skagafirði Ýmsir áhugamenn I Skaga- firöi um kjör Vigdlsar Finn- bogadóttur I forsetakosningun- um komu nýlega saman til fundar og var þar kosin 7 manna kosninganefnd I hérað- inu. Hana skipa: Aöalheiöur Arnadóttir, sr. Agúst Sig- urösson, Asthildur öfjörð, Gunnar Baldvinsson, Helga Kristjánsdóttir, Rannveig Þor- valdsdóttir og Sveinn Sölvason. Kosningaskrifstofa veröur opn- uö síðar I mánuöinum. Kynningarfundur var haldinn þann 9. mai og kom fjöldi fólks til þess aö sjá og heyra Vigdisi. Almennir kosningafundir eru fyrirhugaöir I félagsheimilum i héraöinu snemma I júnl. Kosningaskrifstofa Alberts í Hafnarfirði Stuöningsmenn Alberts Guð- mundssonar og Brynhildar Jó- hannsdóttur I Hafnarfirbi og ná- grenni hafa opnaö kosningaskrif- stofu aö Dalshrauni 13, efri hæð, eöa I húsi Björns Ólafssonar. Skrifstofan veröur opin á kvöld- in til mánaöamóta, en um helgar frá 14.00—21.00, en verður siöan opin alla daga þar til kosningum er lokið. Veröur opnunartími skrifstofunnar þá tilkynntur nánar, þ.e. eftir næstu mánaða- mót. Siminn á nýju kosningaskrif- stofunni er 5 11 88 og eru stuön- ingsmenn beönir aö gefa sig fram þar sem fyrst til sjálfboöaliös- starfa. Kosninganefnd Péturs á Vestfjörðum Stofnuö hefur veriö kosninga- nefnd manna, vlösvegar að af Vestfjöröum, er vilja stuöla að kjöri Péturs J. Thorsteinssonar. Formaður nefndarinnar er Kjartan Sigurjónsson, skóla- stjóri, varaformaöur Guömund- ur Þóröarson bygg.m. Málfriöur Halldórsdóttir er forstööumaöur skrifstofunnar á Isafirði. Veröur skrifstofan opin fyrst um sinn daglega frá kl. 14.00 til 18.00, en lengur er nær dregur kosningum. Siminn er 94-4232 og 94-4132. Kosningafundir Péturs 1 fyrradag héldu stuðnings- menn Péturs Thorsteinssonar fund I Sigtúni. Sóttu hann á annaö þúsund manns. Flutt voru ávörp og voru kaffiveitingar á boöstólum. Pétur J. Thorsteinsson er ný- kominn úr ferö um Noröurland, þar sem hann sótti heim 9 kaup- staöi og kauptún á 6 dögum. Voru þar haldnir almennir kynningarfundir og auk þess fór Pétur viða á vinnustaði. Oddný kona hans var meö honum i ferð á sumum stöbum og einnig séra Þórir Stephensen. Athygli skal vakin á þvl, aö skrifstofa stuöningsmanna Pét- urs er nú flutt í rdmgott húsnæði að Vesturgötu 17. — Um þessar mundir er verið að opna skrif- stofu I Keflavlk aö Grundav. 23. Forstöðumaöur er Arnbjörn Ólafsson, slmi 92-2144.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.