Tíminn - 10.06.1980, Page 1
Þriðjudagur 10. júní 1980/
123. tölublað — 64. árgangur
mmrnm
Eflum Tímann
J
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavik • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Dagaspurs-
mál hve-
nær frvsti-
húsin
Kás — ,,Þaö er mjög stutt i það
að menn fari að lenda i alvar-
. legum greiðsluvandræðum. Það
er þvl i raun dagaspursmál
hvenær frystihúsin verða að
stöðva rekstur sinn”, sagði Arni
Benediktsson, formaður
stjórnar Féiags Sambands fisk-
framleiðenda, i samtali við
Timann I gær.
1 gær héldu forsvarsmenn
fry stihúsanna, bæði innan
SAFF og SH, fundi þar sem
rædd var staða þeirra I ljósi
siðustu hækkana á fiskverði og
kaupgjaldi. Kl. 9 árdegis I dag
mun stjórn SAFF ganga á fund
forsætisráðherra, Gunnars
Thoroddsen, og skýra honum
frá sjónarmiðum sinum.
1 ályktun sem stjórn Félags
Sambandsfiskframleiöenda
sendi frá sér I gær eru
sambandsfrystihúsin hvött,
hvert fyrir sig að skoða fjár-
hagsstöðuna vel og vandlega og
gera allar nauösynlegar ráð-
stafanir til þess aö hætta rekstri
áður en greiöslufallverður oröið
svo alvarlegt að ekki sé hægt að
greiða fyrir nauðsynlegustu að-
föng og þjónustu. „Séstaka
áherslu verður að leggja á aö
varast sé aö halda rekstri áfram
þangað til ekki er hægt að
standa I skilum meö greiðslu
vinnulauna”, segir I ályktun-
inni.
Samkvæmt beinum
framreikningi Þjóðhagsstofn-
unar má búast við að 10% halli
sé að meðaltali á rekstri frysti-
hUsanna, eftir þær kostnaðar-
hækkanir sem oröið hafa slðustu
daga. Þar er þó vanreiknaður
vaxtakostnaður og ekki gert ráð
fyrir þeim verðlækkunum á
afurðum erlendis eftir að fisk-
verð var ákveðið.
Þegar allt þetta er skoöaö er
ljóst aö halli fjölda frysti-
hUsa er á bilinu 15—20%. „Sllk-
ur rekstur getur ekki gengið,”
segir I ályktun stjórnar SAFF.
„Okkar hlutverk i stjórn
SAFF er það eitt aö benda á
hversu vonlaus staðan er og
vara við þvi að halda áfram
rekstri. Lokaákvörunina verður
siðan hvert hUs að taka fyrir
sjálft sig”, sagði Arni
Benediktsson.
Danska eftirlitsskipið „Fylla” liggur nú viö hafnarbakkann I
Heykjavik. 1 gær var skipsþyrlan viðruö I góöa veörinu og lenti
hún m.a. léttilega á þyrlupalli varöskipsins Þórs sem lá viö festar
I grenndinni.
Snorri Jóhannsson, bifreiöastjóri forseta, dregur fána aö hún, áöur en hann leggur af staö leiöina
„stuttu" tii Bessastaöa. Tlmamynd: Róbert.
Nýr forsetabíll fyr-
ir nýjan forseta
Kás — Nýr fararskjóti hefur
bæst I bifreiðaeign forseta-
embættisins. Er hér um aö ræða
svarta bifreið af gerðinni Buick
Electra Park Avenue, sem
Véladeild Sambandsins flytur
inn, sem er flaggskip Buick-
framleiðslunnar, og kemur næst
kadiljáknum.
Eins og vera ber, er hann
búinn til hins itrasta öllum
nútímaþægindum,meö rafdrifn-
ar rUður, læsingar, spegla og
sæti, að viðbættu eletrónisku
hitakerfi.
Samkvæmt upplýsingum
Bjarna Ólafssonar, hjá Véla-
deild Sambandsins, kostar
bifreiðin tæpar 17 millj. kr.
komin á götuna. Til saman-
burðar má geta þess aö sam-
svarandi gerö af Mercedes Benz
kostar á milli 25—30 millj. kr.
Er von á tillögu Seölabanka um gengisbreytingu?
„Liggur ekkert fyr-
ir um það hér”
— segir Guömundur Hjartarson, seðlabankastjóri
Kás —Forsætisráðherra, Gunnar
Thoroddsen, hefur margoft lýst
þvl yfir i samtölum við fjölmiöla
undanfarna daga, aö það sé ekki á
valdi ríkisstjórnarinnar heldur
Seðlabankans að gera tillögur og
ákveða breytingar á skráningu
gengis Islensku krónunnar. En
eins og kunnugt er þá telja for-
svarsmenn fyrstiiðnaðarins I
landinu að a.m.k. þurfi 10%
gengisfellingu til aö leiörétta
verstu skekkjurnar á rekstrar-
grundvelli frystihUsanna.
„Það er ekkert I gangi hjá okk-
ur og það liggur ekkert fyrir um
það hér”, sagöi Guðmundur
Hjartarson, seöalbankastjóri, I
samtali við Tímann i gær, þegar
hann var spuröur að þvi hvort
Seölabankinn heföi gert eöa
myndi gera tillögur til rikis-
stjórnarinnar um breytta gengis-
skráningu isl. krónunnar.
Hver flytur i nýja símahúsið við Suðurlandsbraut?
Margir kallaðir en fáir útvaldir
JSS — „Viö höfum mikla þörf
fyrir nýtt húsnæöi og þaö eru
margir sem heföu viljaö flytja
þarna inn”, sagöi Baldur Teits-
son deildarstjóri Fasteigna-
deildar er Timinn spuröi hann
hvort rétt væri aö innrétting
nýja slmahússins viö
Suöurlandsbraut heföi tafist um
nokkurt skeiö vegna innanhúss-
deiina um hverjir ættu aö
fiytjast þar inn.
„En það er fleira sem kemur
inn i dæmið. Fjárhagsgeta
stofnunarinnar er fullnýtt á
hverjum tima”, sagði Baldur
enn fremur. „Þaö hefur ekki
veriö lögð áhersla á að hraða
framkvæmdum af þeim sökum
að fjárhagurinn hefur ekki leyft
miklu meira, auk þess sem enn
hafa ekki veriö teknar endan-
legar ákvarðanir um hverjir
flytja þarna inn. Þvi má bæta
við, aö nU stendur yfir Uttekt á
hUsnæðisþörf stofnunarinnar i
Reykjavik”.
Aðspurður um hvaða deildir
kæmu helst til greina I þessu
sambandi, sagðist Baldur ekki
geta sagt til um það aö svo
komnu máli.
Verið væri að athuga hvernig
hUsnæðiö nýttist sem best og
yrði ákvörðun tekin I framhaldi
af þeirri athugun.
,,Ég á von á þvi aö þetta verði
eftirsóttur vinnustaður, sagði
Baldur. „Viö erum með margar
deildir i mjög þröngum hUsa-
kynnum, svo það eru margir
sem koma til greina. Auk þess
erum við með starfsdeildir i
leiguhUsnæöi, sem viö viljum
gjarnan rýma aö einhverju
leyti.
En þótt engar ákvaröanir hafi
verið teknar enn, er hUsiö ekki i
neinni biðstöðu, þótt þar hafi ef
tilvillekki veriðunniðaf fullum
hraða að undanförnu”, sagði
Baldur Teitsson að lokum.
BSRB og ríkiö:
Gagntilboð
í dag
JSS —1 dag mun Ragnar Arnalds
fjármálaráðherra leggja fram
gagntilboð á fundi samninga-
nefnda BSRB og rlkisins, sem
hefst kl. 9. Veröur hann haldinn I
hUsnæöi sáttasemjara, að
BorgartUni 22.
Aö undanförnu hefur verið
starfandi undirnefnd aö hálfu
ríkisstjórnarinnar og hefur hUn
unniö að tilurð gagntilboðsins. 1
henni eiga sæti Ragnar Arnalds
fjármálaráöherra, Olafur
Jóhannesson utanrikisráöherra, I
fjarveru Tómasar Arnasonar
viðskiptaráðherra, og Friöjón
Þórðarson dómsmálaráðherra.
1 gagntilboðinu er einkum um
að ræða kauphækkun I lægstu
launaflokkunum, svo og tillögur
um breytt visitölukerfi. Er breyt-
ingin fólgin I þvl, aö gagnstætt viö
visitöluþak, er verðbóta-
prósentan reiknuð Ut frá tilteknu
tekjumarki og þeir sem eru þar
fyrir neðan fá sömu vlsitöluhækk-