Tíminn - 10.06.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.06.1980, Blaðsíða 7
Þribjudagur 10. júnl 1980. 7 Gamlabúð tekin 1 notk un sem byggðasafn Austur Skaftfellinga á Höfn f Homafirði Gamlabúð. Til hægri má sjá bátinn Höfrung. FRI — Föstudaginn 6. júni var opnaö á Höfn i Hornafirði bvggðasafn Austur-Skaftafells- sýslu I húsinu Gömlubúð, sem stendur skammt fyrir utan bæ- inn. Húsið stóð áður við höfnina I Höfn en var komið á núverandi stað i ágúst 1977. Upphaflega mun húsið hafa verið reist á Papós 1865 en þegar sá staður lagðist af sem verslunarstaður skömmu fyrir siðustu aldamót var húsið flutt til Hafnar I Hornafirði og notað þar sem verslun og siðar geymsla fram á sjötta áratuginn. Friðjón Guðröðarson sýslu- maður í Austur-Skaftafellssýslu flutti ávarp við opnun byggða- safnsins, en hann er formaður byggðasafnsnefndar. I máli hans kom m.a. fram að sýslu- sjóður hefur frá árinu 1974 lagt fram til byggðasafnsins upphæð sem nemur um 50 millj. kr., en opinberir sjóðir hafa lagt fram 4.5 millj. kr., Húsfriðunarsjóður 3. millj. og Þjóðhátiðarsjóður 1.5 millj. kr. Gamlabúð var áður i eigu KASK en 1964 ákvað KASK að gefa byggðasafninu húsið og yrði það eign Austur- Skaftafellssýslu með þeim skilyrðum að það yrði flutt af hafnarsvæðinu og notað sem að- setur byggðasafns sýslunnar, en formlega var gengið frá þessu 1974. Á þessu timabili hefur mikið og gott starf verið unnið að stofnun muna og öörum málefn um byggðasafnsins, en munir á safninu munu nú vera um 2200—2400 talsins. Friðjón Guðröðarson veitir þeim sem lið hafa lagt vift uppbyggingu byggðasafnsins vifturkenningu. Frá opnunarathöfninni. Á miðri mynd má sjá Þór Magnússon þjóðminjavörð en hann flutti ávarp viðþetta tækifæri. — Ég hef sannfærst um það s.l. tvö ár að hús þetta er mikið og gott mannvirki, vandað að allri gerð, og mun þjóna miklu hlutverki hér i sýslu, jafnt til ánægju og fróðleiks, sagði Friðjón. — Húsiðá m.a. að vera kennslustaður skólanna og fundahús fyrir starfsemi sýslu- félagsins sem er mikil og fer vaxandi. Ég legg áherslu á það að starfsemi og líf i húsinu er forsenda fyrir uppbyggingu þess. Söfn þurfa ekki að vera dauð og aðeins fyrir túrista. Ég heiti á sýslubúa, að nota húsið, njóta þess og sannfærast i leiðinni um að sennilega sé þetta ódýrasta mannvirki hér i sýslu — miðaö við gæði þess I ýmsum myndum, sagði Friðjón. Auk Friðjóns tóku til máls við opnunarathöfnina þeir óskar Helgason oddviti Hafnarhrepps, Þór Magnússon þjóðminja- vöröur, Guömundur Þorsteins- son frá Lundi og Stefán örn Stefánsson arkitekt, sem umsjón hafði með endurreisn hússins og skipulagöi á lóð þess. Þór Magnússon þjóðminja- vörður notaði tækifærið til aö óska Austur-Skaftfellingum til hamingju með þennan áfanga og hann kvaöst sannfæröur um að safnið mundi verða komandi kynslóðum fróðleikur og ánægja, en Þór átti stóran þátt i þvi að þetta safn komst á lagg- irnar. Guðmundur frá Lundi sagði I ávarpi sinu að menn eins og hann væru að verða hálfgerð nátttröll i kerfinu, þar sem menn vilja núna meira vinna með vélum en höndum, en Guðmundur hefur unnið ómetanlegt starf fyrir safnið við að gera við og gæta gamla muni þess sem illa voru á sig komnir. — Ég er fyrst og fremst feginn þvi að þessum áfanga er lokið, sagöi Friðjón Guöröðar- son sýslumaður I stuttu spjalli viö Timann eftir að hann haföi Myndir og texti: Friörik Indriöason formlega opnað safnið. — Munir safnsins eru nú fyrst komnir af þeim vergangi sem þeir hafa veriðá á undanförnum árum, en vegna staðhátta hér og oft sér- kennilegra atvinnuhátta þá er margt merkra muna að finna i safninu. Hér lifðu og störfuðu margir hagleiksmenn áöur fyrr sem vegna einangrunar sýsl- unnar þurftu að bjargast sem mest af eigin rammleik, en heimasmiðuð verkfæri þeirra og bátar hafa til að bera sér- stakan stil. — Byggðasafnið hefur tekið obbann af fjármagni sýslusjóðs á siðustu tveim árum en nú getum við farið að sinna öðrum ekki siður brýnum verkefnum, svo sem elli- og hjúkrunar- heimili sem þarf að stækka og bæta, sagði Friðjón. Safnvörður byggðasafnsins er GIsli Arason, en hann fór með blaðamenn i skoðunarferð um safnið. Of langt mál yrði að telja upp alla þá muni sem athyglis- verðir eru I safninu en nefna má 22 útskorna spæni sem Sigur-' björg Jónsdóttir, Hoffelli, gaf safninu, lýsismaga úr selmög- um, nautajárn, en þau voru sett á þarfanaut ef flytja þurfti þau yfir Is á vetrum, og bátinn Höfrung sem stendur fyrir utan safnið, en hann var notaður sem uppskipunarbátur i öræfum, smiðaður af Erlendi Einarssyni á árunum 1920—30. Hann var I notkun til 1950. 1 kjallara hússins eru tveir aðrir bátar, Dvergur og sandabáturinn Báran, auk þess em þar má finna ma. túrbinu, sem Helgi á Fagurhólsmýri smiöaði, og fyrstu vélina sem kom I sýsluna. 1 veislu sem haldin var um kvöldið á Hótel Höfn voru marg- ar snjallar ræður fluttar undir borðum. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Þórður Tómasson safnvörður á Skógum, en hann hefur unniö mikið og gott starf við safnið. Sem dæmi um það starf má nefna að 3.—16. júni 1971 fór hann um sýsluna og safnaði 643 munum. Þorsteinn Þorsteinsson fjallaði um nýút- komið hefti af Skaftfeliingi og greindi frá efni hans og Þór Magnússon ávarpaöi gesti. Hann sagði m.a. um byggða- safnið og uppbyggingu þess aö „Þegar frá liður er ekki spurt hve lengi var verið að yrkja kvæðið, heldur hve vel var ort”. Fjöldi annarra gesta tók tii máls, en I veislunni voru afhent viöurkenningarskjöl til 32 manna og kvenna sem stuölað hafa að framgangi byggða- safnsins. Friðjón Guðröðarson sýslu- maður fiytur ávarp sitt. Gestir skoða safnið Skaftfelling- ur kominn út Út er kominn 2. árangur rits- ins Skaftfellingur, þættir úr Austur-Skaftafellssýslu. Meðal efnis I ritinu eru ljóð eftir Laufeyju Sigursveinsdóttur frá Vik, grein um umhverfis- og náttúruverndarmál eftir Friðjón Guðröðarson, Höfn, Frá Papósi til Hafnar i Hornafirði eftir Einar Braga, Skaftfell- ingafélagið i Reykjavik 40 ára eftir Hauk Þorleifsson frá Hól- um, Skessan i Skaftafelli eftir Þorstein Guömundsson frá Reynivöllum, Búnaðarfélag Mýrahrepps 70 ára eftir Ellas Jónsson frá Ruðabergi, Hjá Austur-Skaftfellingum eftir Þórð Tómasson, Skógum, Upphaf Papósverslunar eftir Sigurð Björnsson, Kviskerjum, Jón Eiríksson I Volaseli eftir Kristbjörgu Guðmundsdóttur, Höfn, Skaftafellsfjara og nytjar af henni eftir Ragnar Stefáns- son Skaftafelli. Veldi guðs á engin takmörk eftir Torfa Þorsteinsson, H.aga, kaupfélagsstofnun 1920 grund- völluö á félagshugsjón eftir Friðjón Guðröðarson, Höfn, Slminn kemur i Austur-Skafta- fellssýslu eftir Gisla Björnsson, Höfn, og síðan eru annálar hreppa. Ritstjóri og ábyrgöarmaður er Friöjón Guðrööarson. SKAFTFELLINGUR I>iTUjr úr A«stúr-Sk4ftáíélíssvslu Sveinn Snorri Höskuldsson: Stutt athugasemd Nýlega las ég ævifrásögn gamals vinar mins, Hannesar Pálssonar frá Undirfelli, Vopnaskipti og vinakynni, sem Andrés Kristjánsson rithöfund- ur hefur skráð. Bókin var mér til ánægju, þó að hana lýti meinlegar prent- villur, eins og sú, að miðkona Hannesar, Katrin Þorsteins- dóttir, er I myndatexta nefnd Hannesdóttir. Ein er sú missögn I þessari bók, sem ég vildi samt mega leiörétta. A aftari kápusiðu bókarinnar segir svo, væntanlega i auglýs- ingaskyni: „Hann (þ.e. Hannes) var einn af höfuðköppum hinnar orð- frægu Guðlaugsstaðaættar, sem ónefndur húnvetningur sendi eitt sinn þetta visuskeyti, sem Hannes kunni vel að meta: Með óstöövandi orðadyn öslar á hundavaði þetta djöfuis kjaftakyn kennt við Guðlaugsstaði.” Þessi visa er tilfærð eins á 71. bls. bókarinnar, og segir þar um tilefni hennar: „Það hefur vist löngum verið haft á orði, að Guðlaugsstaða- ættin hefði munninn fyrir neðan nefið og væri nokkuð orðská. Það er llklega ekki alveg út I hött, og ég hef vafalaust fengið minn skerf af þeirri ættarfylgju, og á mina sneið i þeirri visu, sem komst á kreik i sveitinni einhvern tima eftir að við bræð- ur vorum orðnir kjaftfærir. Ekki veit ég,hver höfundurinn er.enda eru slikir sveitarkveðl- ingar jafngóðir eða betri ófeðr- aðir. Visan komst aðeins á flot eöa flug eins og háttur er slikra visna, og menn skemmtu sér við hana. Mér hefur ætið þótt gam- an að þessari visu, og ég veit, að hún var og er i mesta uppáhaldi hjá Guðlaugsstaðafólki. Visan er llka húnvetnsk i besta lagi”. Siðan er bætt við: „Visan mun stundum hafa verið á ferli með öftru orðalagi á fyrstu hendingunni.” Hér er málum blandað. Þessi visa er eftir föður minn, Höskuld Einarsson, sem lengi bjó I Vatnshorni i Skorradal. Hann var fæddur I Suður-Þing- eyjarsýslu og þaðan ættaður i marga liðu á báða vegu. Visan er ekki aðeins rangfeðruð, heldur og rangfærð. Rétt er hún svona: Óstöðvandi orðadyn öslar á hundavaði þetta fræga kjaftakyn kennt við Guðlaugsstaði. Visan er ekki ýkjagömul. Faðir minn kastaði henni fram, að hann minnir, einhvern tlma skömmu eftir 1950. Þetta er ein margra visna, er fóru milli hans og Sigurðar Jónssonar frá Brún, en Sigurður var náfrændi Guð- laugsstaðabræðra. Tilefni visunnar má að sinni liggja á milli hluta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.