Tíminn - 10.06.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.06.1980, Blaðsíða 3
Þribjudagur 10. júnl 1980. 3 Allir taki i „Göngudegi fjölskyld- unnar” n.k. laugardag JSS — Um næstu helgi n.k. laugardag nánar tiltekiö gengst Ungmennafélag tslands, I sam- vinnu viö ungmennafélögin f landinu, fyrir almennum göngu- degi, „Göngudegi fjölskyldunn- ar”. Þessari bráösnjöllu hugmynd var raunar hrint I framkvæmd á fundi stjórnar UMFI i október sl., þar sem samþykkt var svohljóðandi tillaga: „A undanförnum árum hafa augu manna opnast fyrir nauösyn almenningsiþrótta og Utivistar þar sem öll fjölskyldan getur veriö þátttakandi. Ungmennafélag Islands vill hvetja fólk til slikrar þátttöku. Gönguferöir um landiö er heppi- leg leiö til litivistar, til hollustu, til að kynnast landinu betur og til að efla tengsl fjölskyldunnar. Ungmennafélag islands hefur þvi ákveöið aö koma a' „göngu- degi ungmennafélaganna” (göngudegi fjölskyldunnar) laugardaginn 14. júni 1980. Hvert ungmennafélag skal i upphafi skipa starfshóp er velji gönguleiö, helst i nágrenni félags- svæöis. Gönguleið mætti hugsa sér 2—7 tima gang. Hvert félag geturvalið fleiri leiöir. Starfshóp- urinn skrifi leiöarlýsingu og veröi hUn fjölrituö. Mun UMFI aöstoöa þau félög er þess óska. Feröir þessar veröi vel auglýstar og fólk hvatt til göngunnar og veröi þær öllum opnar”. Sl. vetur var þetta svo kynnt á þingum héröassam- bandanna viö góöar undirtektir. Þá voru send bréf meö leiðbein- ingum um undirbUning og framkvæmd til allra ungmenna- félaga I landinu, en þau eru tæp- lega 200 talsins. Og nU n.k. laugardag er komið að lokasprettinum. Er full ástæöa til aö hvetja fólk um land allt til að njóta Utivistar og kynnast nánasta umhverfi sinu meö þátt- töku I „Göngudegi fjölskyldunn- ar. Auk þess fá allir þátttakendur sérstakt viöurkenningarskjal frá UMFl og veröa nöfn þeirra er ekki láta sig vanta skráö i upphafi hverrar göngu. Er vonast til að þetta framtak stuöli aö þvi aö göngudagurinn veröi árlegur viöburöur um land allt. Unniö hefur veriö af kappi viö lagfæringu svokailaöra hitamotta, og er frumviögerö nú lokiö. Prófanir þær sem nú standa yfir, leiöa siöan I ljós, hvort frekari viögeröa veröur þörf. Tlmamynd Tryggvi. Jarðstöðin: Fyrstu viðgerð um á hita mottum lokið Prófanir sýna, hvort frekari viðgerða er þörf JSS — Þaö er stööugt unniö aö þvi aö koma jaröstööinni i gagniö og nú er viðgerö á hitamottunum aö mestu iokið. Þó er ekki alveg vit- aö hvort frekari viögeröa veröur þörf. Það er verið aö prófa þessi tæki núna eftir fyrstu tiiraun til aö gera viö þau, og þær prófanir skera úr um hvort frekari viö- geröa veröur þörf. Þannig fórust Jóni Þóroddi Jónssyni verkfræöingi orð, er Timinn innti hann frétta af jarö- stöðinni. Hefur viögerð á hita- mottunum gengiö bæði fljótt og vel fyrir sig, þar sem I upphafi var gert ráö fyrir aö henni lyki ekki fyrr en I endaöan júnf. Það er framleiöandinn ITT sem sér um viögerö hitamottanna en horfið var frá þvi aö framleiöa nýjar, þarsem þaö heföi tekiðall- langan tima. Sagöi Jón enn frem- ur, aö afhending stöövarinnar hefði ekki verið dagsett en hún færi eftir öllum sólarmerkjum aö dæma fram einhvern tima I ágúst. UMF| GÖNGUDACá FJ01.SKVl.Dt-*”!. > * I vP t .; 1' á 1 ; - Pálmi Gisiason formaöur UMFI og Siguröur Geirdal framkvæmdastjóri meö veggspjald sem prentaö hefur veriö I tilefni „Göngudags fjölskyldunnar”. Tlmamynd Róbert. Arnarflug fær tvær nýjar vélar: 35 manns í Jórd- aníuflugi Kás — Um helgina bætist ný þota af geröinni Boeing 707-3200 I flug- flota Arnarflugs. Er hún tekin á leigu af bandariska flugfélaginu Western Airlines. Þotan hélt rak- leitt, eftir aö hafa haft stutta viö- dvöl hér á landi, til Jórdaniu, en hún hefur veriö leigö þangaö i sumar jórdanska fiugfélaginu Alia, sem ööru nafni heitir Kon- unglega jórdanska flugfélagið. 35starfsmenn Arnarflugs veröa aö jafnaöi i Jórdanlu i sumar til aö annast flug þotunnar, sem aöallega veröur i förum frá Amman til staöa innan miö-aust- urlanda. „Við erum búnir aö gera samn- ing um leigu vélarinnar næstu þrjá mánuöi, en væntanlega veröa mánuöirnir fimm talsins, þó ekki sé búiö aö ganga endan- lega frá leigu vélarinnar siöustu tvo mánuöina”, sagöi Halldór Sigurösson, hjá Arnarflugi, i samtali viö Timann. En auk Boeingþotunnar, þá hefur Arnarflug gert kaupleigu- samning um skrúfuþotu af gerö- inni Piper Cheyenne II, sem væntanleg er hingað til lands, ein- hvern næstu daga. Þessi vél er mjög hraöfleyg, en tekur ekki nema 7 farþega i sæti, og er búin jafnþrýstiklefa. „Þessa vél ætlum viö aö mark- aössetja I innanlandsfluginu, auk þess sem hún býöur upp á mögu- leika á stuttum og snöggum ferö- um til útlanda fyrir þá sem þörf og vilja hafa til slfks”, sagöi Halldór. Nefndi hann sem dæmi aö aöeins tæki fjóra tima aö fljúga henni frá Reykjavik til Kaupmannahafnar, og tæpa þrjá klukkutima frá Reykjavik til Glasgow. Þegar litla skrúfuþotan hefur bæst I flugflota Arnarflugs eru vélar þær sem félagið hefur yfir aö ráöa orönar sex talsins. Eimskip: Tekur upp ferðir til New York JSS — Akveöið hefur veriö aö 'Eimskipafélag tslands taki upp fastar áætiunarferöir til New York. Fyrst um sinn veröur gámaskipiö m.s. Berglind notaö til þessara áætlanasiglinga en auk viðkomu i New York mun skipiö jafnframt koma viö i Portsmouth. M.s. Berglind fer fyrstu áætl- unarferöina frá Islandi 20. júnl n.k., frá New York 30. júni og frá Portsmouth. Eimskip hélt uppi feröum til New York allt fram til árs 1969, en þá var þeim hætt vegna þess aö kostnaður var óeölilega hár miö- aöviöaörarhafnirá austurströnd Bandarikjanna. Meö auknum gámaflutningum hafa aftur opn- ast möguleikar á viðkomum I New York. Vegna hærri kostnað- ar viö meöferö og lestun vöru þar, miöaö viö Portsmouth, veröa flutningsgjöld um 9% hærri frá New York en Portsmouth. í Elliðaárnar opnaðar. i morgun kl. 7 voru Elliða- árnar opnaöar fyrir veiöi- mönnum og samkvæmt venju hófu yfirmenn borgarinnar veiöar þar, meö Egil Skúla Engilbertsson borgarstjóra I fararbroddi. Ef litiö er yfir opnunardaginn i Elliöaanum aftur til 1975 þá kemur i ljós aö i fyrra, 1979, veiddist enginn lax en þá voru miklir kuldar um allt land. 1978 komu á land 7 laxar, 1977 3 lax- ar, 1976 4 laxar og 1975 komu 12 laxar á land. Veiöihorfurnar I Elliöaánum eru betri nú en I fyrra og ætti þvi eitthvaö af laxi aö koma á land I dag. 32 laxar í Þverá. I gær voru komnir á land úr Þverá I Borgarfiröi 32 laxar aö sögn Halldórs Vilhjálmssonar en hann hefur umsjón meö veiöihúsinu þar. Þetta mun allt vera fallegur fiskur en þann stærsta sem komiö hefur á land þar, 16 punda lax fékk Rósar Eggertsson. Halldór sagöi aö veiöin I ár byrjaöi miklu betur en I fyrra og sem dæmi má nefna aö i fyrsta hollinu nú veiddust 25 laxar en aöeins 11 fyrra. Veiöin nú hófst þann 6. júnl en I fyrra þann 1. júní. Ljómandi gott veður hefur veriö aö undanförnu viö Þverá sólskin á hverjum degi. —FRI. Rennt fyrir lax I EUiöaanum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.