Tíminn - 10.06.1980, Qupperneq 6

Tíminn - 10.06.1980, Qupperneq 6
6 ÞriOjudagur 10. júnl 1980. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón SigurOsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirlkur S. Eirlksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrlmur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar SfOumúla 15. Slml 86300. — Kvöldslmar blaOamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. VerO I lausasölu kr. 240. -Askriftargjald kr, 4.800 á mánuOi._BlaOaprent. J Matthildur fær ærið verkefni Fyrir nokkrum árum var vinsæll skemmtiþáttur i Rikisútvarpinu, sem kenndur var við Matthildi. Höfundar hans voru þrir gamansamir og hug- myndarikir ungir menntamenn, sem allir eru nú orðnir þjóðkunnir, eða Þórarinn Eldjárn fyrir ljóða- gerð, Hrafn Gunnlaugsson fyrir kvikmyndagerð og Davið Oddsson fyrir leikritagerð. Davið hefur jafn- framt átt sæti i borgarstjóm Reykjavikur. Siðan Sjálfstæðisflokkurinn komst i minnihluta i borgarstjórn Reykjavikur hefur Birgir ísleifur Gunnarsson verið aðaltalsmaður flokksins þar. Málflutningur hans hefur sætt verulegri gagnrýni flokkssystkina hans. Sú gagnrýni er þó ekki að öllu leyti réttmæt. Hinn nýi borgarstjórnarmeirihluti hefur gefið fáa högg- staði á sér. Samstaðan hefur undantekningarlitið verið góð, fjármálastjórn hins nýja borgarstjóra traust, og sitthvað hefur verið fært til betri vegar. Allar fullyrðingar um glundroðann, sem átti að koma til sögunnar, ef Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihlutann, eru foknar út i veður og vind. Hlutverk Birgis ísleifs sem helzta andófsmanns minnihlutans i borgarstjórn hefur þvi alls ekki verið vandalaust. Flokksbræðrum hans hefur ekki þótt hann vandanum vaxinn. En það var ekki auðvelt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að finna nýjan aðaltalsmann i borgarstjórn Reykja- vikur. Satt að segja var þar ekki um auðugan garð að gresja. En málið bjargaðist, þegar mönnum kom Matthildur i hug. Hvernig væri nú að reyna að breyta um tón? Væri ef til vill rétt að bregða svolitið á leik og hressa upp á málflutninginn með þvi að reyna að endurlifga Matthildi á nýju sviði? Þannig gerðist það, að Davið Oddsson var valinn aðalmálsvari Sjálfstæðisflokksins i borgarstjórn Reykjavikur. Þessa upphefð sina á hann öðru frem- ur Matthildi að þakka. Davið Oddsson verður ekki öfundsverður i þessu nýja hlutverki. I fyrsta lagi verður hann að reynast þriggja manna maki, þar sem hann hefur ekki þá Þórarin og Hrafn við hlið sér á hinu nýja sviði. í öðru lagi getur hann svo ekki gefið Matthildi lausan tauminn, likt og i fyrri daga. Hin nýja Matthildur verður að sniða sér þann þrönga stakk, að hann henti málflutningi Sjálfstæðisflokksins i borgar- stjórn. Það má glöggt sjá i blöðum Sjálfstæðismanna sið- ustu daga, að það eru engin smáverkefni, sem biða hinnar nýju Matthildar. Skolpleiðslur borgarinnar eru i ólagi. Barnaheimilin eru alltof fá. Lóðamálin eru i algerri vanrækslu. Málefnum táninga ekkert sinnt o.s.frv., o.s.frv. Matthildur verður að sýna fram á, að allt sé þetta að kenna borgarstjórnarmeirihlutanum, sem hefur farið með völd siðustu tvö árin. Engin sök hvili á herðum borgarstjórnarmeirihlutans, sem réði rikj- um næstu fimm áratugina á undan. Þá verður Matthildur að sanna, að öllu þessu verði kippt i liðinn strax og Sjálfstæðisflokkurinn fær meirihlutann aftur. Jafnhliða þvi muni svo Sjálfstæðisflokkurinn lækka útsvörin, fasteignagjöldin og aðstöðugjaldið. Matthildur fær ærið verkefni. Þ.Þ. Þórarinn Þórarinsson Erlent yfirlit Hví heldur Kennedy baráttunni áfram? Hann vill vera merkisberí umbótastefnu Edward EDWARD Kennedy öldunga- deildarmaöur hefur ákveöið aö gefast ekki upp I keppninni viö Carter forseta, þótt æöimiklu muni á þvl fylgi, sem þeir munu hafa á flokksþingi demókrata, sem velur forsetaefni þeirra. Samkvæmt þvl, sem fjölmiöl- ar telja, hafa 1962 af þeim full- trúum, sem kjörnir hafa verið á þingiö, lofaö aö kjósa Carter I fyrstu atkvæöagreiöslu, en 1212 hafa lofað aö kjósa Kennedy. Aö fyrstu atkvæöagreiöslu lokinni hafa fulltrúarnir óbundnar hendur, en ólíklegt er samkvæmt áðurgreindum tölum, aö atkvæöagreiöslan veröi nema ein. Kennedy telur sig þó binda vonir slnar viö þaö, aö atkvæöa- greiöslur veröi fleiri. Fylgi Carters fram aö flokksþinginu muni minnka svo mikiö, aö margir þeirra, sem hafa lofaö aö kjósa hann, veröi orönir frá- hverfir honum og kjósi þvl ein- hvern annan eöa skili auöu. Kennedy telur þessar vonir slnar hafa styrkzt viö þaö, aö Carter beiö mestan ósigur fyrir honum I slöustu átta prófkjör- unum, sem fóru fram 3. þ.m. Af um 700 fulltrúum, sem þá voru kjörnir á flokksþingiö, fékk Kennedy 361 fulltrúa, en Carter 324. Kennedy sigraöi I Kali- fornlu, New Jersey, New Mexico, Rhode Island og South Dakota, en Carter I Ohio, Montana og West Virginia. Samanlagt fékk Kennedy um 2.530.000 atkvæöi I þessum átta prófkjörum, en Carter 3.360.000. Áöur höföu fariö fram próf- kjör I 26 rlkjum. Carter haföi unniö I 20 þeirra, en Kennedy I sex. I þeim kjördæmum, þar sem fulltrúar voru kjörnir án prtífkosninga, haföi hlutur Carters oröiö enn betri. Þaö er hins vegar aö athuga viö þetta, aö Carter beiö ósigur I mörgum fólksflestu rlkjunum, eins og New York, Pennsyl- vania, Kalifornlu og New Jersey. Hann beiö yfirleitt lægri hlut I austurrikjunum, en óllk- legt er aö hann geti náö kosn- ingu, án þess aö sigra þar. Hlut- ur hans stendur þvl ekki vel, þegar viö þaö bætist, aö hann hlaut versta útkomu slöasta prófkosningadaginn. ÞRÁTT fyrir þetta, trúa fréttaskýrendur yfirleitt ekki á, aö þær vonir Kennedys rætist, aö Carter veröi ekki kjörinn for- setaefni demókrata. Flestir telja, aö Kennedy haldi barátt- unni áfram af öörum ástæöum. Einkum eru tilgreindar tvær ástæöur. Onnur er sú, aö Kennedy vilji reyna aö hafa sem mest áhrif á stefnuskrána, sem flokksþingiö samþykkir. Hin er sú, aö hann vilji búa sem bezt I haginn fyrir sig meö tilliti til forsetakosninganna 1984. Kennedy hefur I baráttunni aö undanfömu deilt mest á Carter fyrir þrennt. í fyrsta lagi sé hann búinn aö yfirgefa hina rót- tæku félagsmálastefnu, sem Roosevelt hafi mótaö og fylgt hafi veriö af forsetum demó- krata slöan. í ööru lagi fylgi hann rangri og afturhaldssamri stefnu I efnahagsmálum meö þvi aö láta lögmáliö um fram- boö og eftirspurn ráöa of miklu. í þriöja lagi sé hann seinhepp- inn I utanrikismálum og hafi ekki nægilegt samráö viö þ in giö um þau. Fréttaskýrendur telja, aö Kennedy geri sér tæpast vonir um aö fá flokksþingið til aö samþykkja stefnu slna I efna- hagsmálum, en aöalatriöi hennar er veröbinding og kaup- binding. Hann muni þvl leggja megináherzlu á eftirgreind atriöi: 1 fyrsta lagi lýsi þingiö yfir þvi aö unniö skuli aö félagsleg- um umbótum til aö rétta hlut þeirra, sem höllustum fæti standa. M.a. veröi opinberar at- vinnuframkvæmdir auknar til aö draga úr atvinnuleysi. t ööru lagi lýsi þingiö yfir þvl, aö sett veröi löggjöf um bætta heilbrigöisþjónustu og auknar sjúkratryggingar. t þriöja lagi lýsi þingiö yfir stuöningi viö stórborgir og þétt- býli, þar sem fátækt er mest og útrýma þarf heilsuspillandi húsnæöi. Svipuöum stuðningi veröi lýst yfir viö þjóöernislega minnihlutahópa. I fjóröa lagi veröi lýst yfir þvi stefnumiði i orkumálum aö dregiö verði úr orkunotkun meö öörum aöferðum en veröhækk- unum. Kennedy 1 fimmta lagi veröi lýst yfir þvl, aö forsetanum beri aö hafa náin samráö viö þingið um utanrlkismál. Fréttaskýrendur telja, aö fái Kennedy þessum atriöum full- nægt, veröi miklu auöveldara fyrir hann en ella aö styöja Carter I forsetakjörinu. Hann sé þá búinn aö tryggja, aö demó- kratar fylgi áfram hinni róttæku umbótastefnu, sem rekur rætur slnartilFranklins D. Roosevelt. MEÐ ÞVÍ að gerast þannig merkisberi þessarar stefnu og vinna aö framgangi hennar, er Kennedy aö dómi margra fréttaskýrenda aö búa sig undir framboö I forsetakosningunum 1984. Hann gerir sér vonir um aö geta komizt I framboö þá, þótt honum takist þaö ekki nú. Bil- slysiö, sem hann lenti I 1968, er enn svo þungt á metunum, aö mikill fjöldi fólks treystir hon- um ekki aö sinni. Þetta getur veriö breytt 1984. Fréttaskýrendum kemur yfirleitt saman um, aö Kennedy hafi bætt hlut sinn I kosninga- baráttunniaö undanförnu. Þrátt fyrir mikinn mótgang, hefur hann ekki bognaö. Þvert á móti hefur hann sótt I sig veðriö. Hann hefur bætt málflutning sinn og viröist nú oröinn fær I allan sjó, en þaö þótti hann ekki I fyrstu prófkjörunum. Meöal fréttaskýrenda nýtur Kennedy nú tvlmælalaust meira álits en áöur. Aldurinn hefur hann ekki heldur á móti sér. Hann veröur 52 ára, þegar forsetakosn- ingarnar fara fram 1984 eöa á bezta aldri, þegar miöaö er viö forsetakosningar. Carter og Kennedy

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.