Tíminn - 14.06.1980, Qupperneq 2

Tíminn - 14.06.1980, Qupperneq 2
2 Laugardagur 14. jilnl 1980 #: HAPPDRÆTTI , Happdrætti Slysavarnafélagsins: 1 vinninga eru bill, hestur og reiöhjól Happdrætti Slysavarnafélags íslands 1980: hestur og reið- Bíll, hjól í verðlaun — síðasti söludagur 17. júní Kás — Þessa dagana stendur i yfir saia á happdrættismiöum á I veguin Slysa varnafélags I islands og er 17. júni n.k. siöasti | söludagur, en þá um kvöldiö verða vinningar dregnir út. Hér er um aö ræöa hiö árlega happdrætti Slysavarnafélags- ins, en ágúOi þess rennur til að bæta hag félagsins og efla og treysta starfsemi deilda þess um allt land, m.a. bæta búnaö björgunarsveita. Vinningar i ár eru tuttugu talsins, allt faraskjótar af sitt hverju taginu. Aöalvinningurinn er bifreið, Mazda 929 station árgerð 1980. annar vinningurinn er tvævetra hestur, og siðan eru i verðlaun 18 hestar af öðru tagi, nefnilega reiðhjól. Shell Agroma OlKzn, sem þú getur notaó á vélina, gúkassann, driiiö og vökvakerfió Nú er rétti tíminn til að skipta algjörlega um olíu. Skipta yfir í Agroma, nýju fjöl- þykktarolíuna frá Shell fyrir landbúnað- arvélar. Agroma er gerð fyrir allt sem smyrja þarf - vélina, gírkassann, drifið og vökvakerfið. Agroma olían er sérstök að því leyti, að hana má nota á allar vélarnar, allan ársins hring. Það skapar öryggi, því ávallter rétt olía á réttum stað. Það ereinfalt að kaupa aðeins eina olíutegund, Shell Agroma. Við vitum að þú ert einn þeirra, sem lætur þér annt um viðhald vélanna, sem eru í notkun meira og minna allt árið. Því kaupir þú Agroma olíuna, sem sérstak- lega er gerð fyrir landbúnaðinn, diesel/ bensínvélar og hvers konar önnur tæki. SHell i - » /i * Agroma a ójlum órstimum Listdans á Lista- hátíð Mánudaginn 16. og miðviku- daginn 18. júni verður listdans- sýning i Þjóðleikhúsinu á vegum Listahátiðar. Koma þá fram góðir gestir frá Wiesbaden Óperunni i Þýskalandi, ballett- dansararnir Maria Gisladóttir og Roberto Dimidtievich. Auk þess mun tsienski dansflokkurinn frumsýna nýjan ballett eftir Kenneth Tiilson við tónlist eftir Jón Nordal.Er sá ballett byggður á þjóðsögunni um Galdra-Loft. Maria Gisladóttir hefur getiö sér mjög gott orð i Þýska- landi og viðar og dansar nú i fyrsta skifti á tslandi frá þvi hún hélt utan kornung til náms. Hún stundaöi nám við Listdansskóla Þjóðleikhússins til 16 ára aldurs en hélt þá til Lundúna til náms við Marla Gisladóttir Royal Ballet skólann. Eftir tveggja ára dvöl þar, hélt hún til Berlinar og var ráðin dansari við Berlinaróperuna. Að tveim árum liönum i Berlin var hún farin að dansa aðalhlutverk hjá óperunni og má þá nefna aöalhlutverkin i ballettum eins og Vorblóti eftir Stravinsky i uppfærslu Valery Panovs, Þyrnirósu, Coppeliu, Svanavatninu og Eldfuglinum. Orðstir Mariu fer ört vaxandi og nú hefur hún verið ráðin sem aðalkvendansarinn að Óperunni i Wiesbaden. ] Lai IIC Isl liðið 4 ] [ s: k i ik ■ L — æfir fyrir Olympiuskákmótíð Stjórn Skáksambands fslands ákvað á fundi sinum 11. júni s.l. að senda bæði karla- og kvenna- sveit á Olympiuskákmótið i ár, en það fer fram á Möltu dagana 20. nóv. til 8. des. Jafnframt valdi stjórnin eftir- talda skákmeistara til æfinga fyrir mótið: Friörik Olafsson, Guömund Sigurjónsson, Helga Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Arnason og Margeir Péturs- son. 1 athugun er að fleiri skák- meistarar taki þátt i æfingum liðsins. Þjálfari verður Guð- mundur Sigurjónsson en honum til aðstoðar og fulltrúi stjórnar- innará æfingum verður Asgeir Þ. Arnason, en hann á sæti i stjórn sambandsins. Einnig valdi stjórnin eftirtaldar konur til æfinga: Birnu Norðdahl, Guðlaugu Þorsteinsdóttur, Aslaugu Kristinsdóttur, ólöfu Þráinsdóttur, Sigurlaugu Frið- þjófsdóttur og Svönu Samúels- dóttur. Þjálfari kvennánna verður Jón Pálsson og honum til aðstoðar Svana Samúelsdóttir. Æfingar sveitanna verða i hús- næöi Skáksambandsins að Laugavegi 71 Nokkrir af félögum MyndlistarklúbbS Seltjarnarness. Formaöur klúbbsins, Magnús Valdimarsson, er annar t.v. í aftari röö, en fyrsti formaðurinn, Sigriöur Gyöa Siguröardóttir, situr fremst t.v. (Timamynd Róbert). Samsýning félaga í Myndlistarklúbbi Seltjarnarness BSt — Myndlistarklúbbur Sel- tjarnarness verður 10 ára i janúar n.k. Starfsemi kiúbbsins hefúr verið mjög blómleg þessi ár. Fyrsti formaður Myndlistar- klúbbsins var Sigriður Gyöa Sig- urðardóttir og var hún formaður nokkur ár, en núverandi for- maður er Magnús Valdimarsson. Laugardaginn 14. júni verður opnuð samsýning félaga i Mynd- listarklúbbi Seltjarnarness i Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Þetta er niunda sýningin á vegum klúbbsins. Þeir sem sýna eru: Anna G. Bjarnardóttir, Anna Karlsdóttir, Arni Garðar Krist- insson, Ásgeir Valdimarsson, Auður Sigurðardóttir, Grétar Guðjónsson, Guðmundur Kristinsson, Jensey Stefáns- dóttir, Lóa Guðjónsdóttir, Magnús Valdimarsson, Maria Guönadóttir, Sigriður Gyða Sig- urðardóttir og Sigurður Karlsson. Hringur Jóhannesson list- málari hefur verið aðalkennari klúbbsins og valdi hann verkin á sýninguna. Myndir þær sem sýndar eru nú eru 116 talsins eftir 13 félaga. Þýski myndlistar- maðurinn Weissauer hefur einnig kennt s.l. tvo vetur i Myndlistar- klúbbnum fyrri hluta vetrar fram til jóla. Hann hefur aðallega kennt meðferð pastel- og vatns- lita. Sýningin verður opin frá 14.-22. júni, virka daga kl. 17.-22. en um helgar kl. 14.-22.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.