Tíminn - 21.06.1980, Page 7

Tíminn - 21.06.1980, Page 7
Laugardagur 21. júni 1980 7 Guðmundur Gunnarsson, forstöðumaður tæknideildar Húsnæðismálastofnunar: Vafasamar staðhæf- ingar leiðréttar Er þessi teikning „snauö”? Fellur þetta hús „illa inn I landslagiö”? Mér var að berast i hendur dagblaðiöTIminn, sem ég les að sjálfsögðu með ánægju að venju. Þó brá mér I brún er ég las viðtal við ágætan arkitekt, Pál Bjamason, sem er I blaðinu 8.6.1980. Ég ætla ekki að gera að umræðuefni greinina i heild heldur aðeins þann kafla er fjallar um starfsemi Húsnæðis- málastofnunarinnar og stað- hæfingar þar að lútandi. Páll ræðir um lánareglur Húsnæðismálastofnunar og um- skipti sem orðiö hafa gagnvart bændum er Byggingarsjöður rikisins fór aö lána til ibúðar- bygginga i sveitum. Greinilegt er að Páll er ekki nægilega kunnugur þessum málum og þvi tel ég nauðsynlegt að leiðrétta nokkrar staðhæfingar hans eða ályktanir. 1. Staðhæfing: Varðandi stærðarreglur bygginga i sveitum ályktar Páll: — „Ég held, að breytingin hafi ekki nægilega breytt þeim kjörum, sem bændur eiga við að búa, þegar húsnæðismál eru annars vegar, en reglur Hús- næðismálastjórnar eru þó rýmri en áður var. Bændur mega nú búa i húsnæði, sem er allt upp i 159 fermetrar nettó og hefur þar orðið framför á”. . Svar. Núgildandi lánveitingareglur vegna ibúðabygginga I sveitum voru i einu og öllu samdar i samráði við Búnaðarþing og Stéttarsamband bænda. Þar af leiðandi hafa engar athuga- semdir borist frá þeim og engar beiðnir um breytingar. Þar fyr- ir utan má segja, að velflestir bændur byggja ibúöir, sem að stærð til og flestu öðru leyti eru I fullu samræmi við þær ibúðir i einbýlishúsum, sem byggðar eru I þéttbýli. Rétt er að fram komi að i nýsamþykktum lögum um Húsnæðismálastofnun rikis- ins eru stærðarreglur raunveru- lega afnumdar. 2. Staðhæfing: — „Hins vegar eru engar sér- hannaðar teikningar til á tækni- deild Húsnæöismálastjórnar ut- an ein, sem hönnuð var sérstak- lega fyrir bónda, og er sú teikn- ing nú komin I safn tæknideild- arinnar”. Svar. Það er ekki reynsla Hús- næðismálastofnunarinnar að sérhanna þurfi ibúðir fyrir sveitirnar. Teikningaúrval stofnunarinnar er yfirleitt þannig að i þvi er veruleg breidd og flestir geta fundið sér teikn- ingu við sitt hæfi. Það er svo annað mál að alltaf koma upp sér óskir einstakra aðila bæði til sveita og sjávar um breytingar og tilfærslur og reynir stofnunin að mæta þeim óskum eins og frekast er kostur. Við höfum selt þó nokkrar teikningar á sveitabýli og eru þær mismikið aðhæfðar óskum bænda og veit ég ekki betur en þær teikningar séu allar til sölu á hinum almenna markaöi i þéttbýli. Hvað varðar upptaln- ingu fyrir sérþarfir I sveitum fyrir, skrifstofu, gott búr, bak- inngang (óhreinan inngang) og svo framvegis þá þekkist þetta allt úr daglegu lifi þéttbýlis- mannsins lika. 3. Staðhæfing: — „Viö vitum ekki hvort Hús- næðismálastjórn muni koma til móts við kröfum bænda um gott húsnæði”. Svar. Þessi staðhæfing er slikt öfug- mæli að mann rekur i roga- stans. Fyrir Húsnæðismála- stjórn er spurningin ekki um það að „koma til móts við kröf- ur bænda um gott húsnæði”, hlutverk hennar er beinlinis að gera kröfur til sjálfrar sin sem annarra um að einungis gott og vandað húsnæði verði byggt I landinu. Þeim kröfum beinir hún ekki sist til sinnar eigin tæknideildár, sem alla tið hefur haft ómetanlega þýðingu fyrir þröun húsnæðismála á lands- byggðinni og býður landsmönn- um öllum upp á teikningar, sem þola samjöfnuö við hvað sem er að þvi er varöar verö, fagur- fræðileg gæöi og tæknilegar út- færslur. 4. Staðhæfing: — „Og þær teikningar sem ég hef séö frá Húsnæöismálastjórn eru aö verða of snauöar og bæ- irnir falla illa inn i landslagið”. — og siöan — „Það er eflaust miklu dýrara að fá teikningar hjá fagmönnum, en það er lika allt annars konar þjónustu að fá hjá fagmönnum en hjá Hús- næöismálastjórn. Og sú þjón- usta getur meira en borgað sig”. Svar. Þaö er stórt orð Hákot. Hvað er hér verið að fara? Auðvitað er smekkur manna misjafn, góðu heilli. En sú sneiö sem Páll sendir hér „kollegum” sinum hjá Húsnæðisstofnun rikisins finnst mér vægast sagt óverðskulduð eöa hvað á Páll við með fagmenn i sinu spjalli? Veit Pállekki aö hjá Húsnæðis- stofnuninni eru starfandi 6 arki- tektar, auk verkfræðinga, tæknifræðinga, byggingarfræð- inga, hýbýlafræðinga og tækni- teiknara? Hvað er þetta fólk I augum Páls? Tæknideild Hús- næðismálastofnunar upphefur ekki verk sin á kostnaö annarra. Við teljum að verk hvers og eins beri honum vitni. Við seljum fólki teikningar, sem fullnægja óskum þeirra og kröfum bæöi fagurfræöilegum og kostnaöar- legum. Við teljum okkur hvorki betri né verri en aöra húsahönn- uði og teljum okkur ekki selja teikningar af þvi að aörir hönn- uöir séu slæmir hönnuðir. Smekkur fólks og geta er mis- munandi og þvi hlýtur hver að leita eftir sinum smekk og getu. Að lokum. Páll Bjarnason er velkominn hvenær sem er til þess aö ræða við okkur á tækni- deildinni og þætti okkur vænt um aö sjá hann og væntanlega miðlar hann okkur af sinni fag- legu kunnáttu, þvi viö viljum gjarnan læra af reynslu góðra manna. Ennfremur væntum við þess að hann verði nokkru visari um starfsemi stofnunarinnar við slika heimsókn, en mér vit- anlega hefur hann ekki komið hér til þess að fræðast um starf- semi stofnunarinnar. 011 tjá- skipti eru af hinu góða og vænti ég mikils af þvi að spjalla við Pál dagstund. Halldór Þóröarson, Laugalandi: Mark gamla mannsins 1 Heilagri ritningu er getið um búskap ísraelsmanna til forna. 1 þeirri bók mun fyrst getið um páskalömb. 1 nær þúsund ár hafa Islendingar reynt að breyta skv. tilhögun þessarar ágætu bókar — meö misjöfnum árangri þó. Ekki áttu Israels- menn frystihús og þvi erfitt um geymslu nýmetis.Nú-áriö 1980 þegar viö Islendingar fórum eftir boðum Bibliunnar i þessu máli — er allt fullt af frystihús- um. Við þurftum þvi ekki að fylgja bókstöfunum I blindni — notuðum nýjustu „tækni og vis- indum” og settum mest alla páskalambaframleiösluna i frystihús I Danmörku. Það kom nefnilega á daginn skv. frétt I blöðum — að eftir mikla leit „Nefndarinnar” með tilheyrandi „rannsóknar og leiöbeiningarþjónustu” — aö það var ekki markaður i Dan- mörku fyrir þessa smálamba- skrokka. — Þaö var misskiln- ingur — enda getur danskan veriö erfitt mál. Hvað um það kjötiö var flutt til Danmerkur. Þar voru komnir á það flestallir kostnaðarliðirnir. Það var bara eitt atriði sem brást i' þéssu öllu þrátt fyrir aukna rannsóknar- og leiðbein- ingaþjónustu. Eitt atriði er svo sem ekki mikið — en það var bara dálitið óheppilegt að tekj- urnar voru allar i þessum eina lið. Siðasta gjaldliðnum, flug- frakt til Danmerkur, hefði verið hægt að sleppa viö ef „Nefnd- in” hefði vitaö um verkfallið en liklega hefur simafjandinn eitt- hvað veriö i ólagi og danskan þvi heyrst illa um morguninn þegar þeir fóru af staö með kjöt- ið. Nú er þaö komið i goða geymslu þar ytra — gaddfrosið. Eftir er að vita hvort Danir vilja taka það upp I frysti- og geymslukostnaöinn. Sá mögu- leiki er lika til aö flytja það aftur til Islands og nota það handa aukabúgreininni „Refir og minkar”. — Þannig mætti koma þvi I gott verö og láta út- flutningssjdö borga — annaö eins hefur verið brallað. Þetta héti þá „aðstoð viö nýjar bú- greinar”. Þetta hefði lika mátt laga fyrr I atburðarásinni ef Markaðs- nefndin hefði boðið 170 manns I stað 70 I veisluna frægu á Hótel Sögu. Þar hefði aukin rannsókn- ar- og lqiðbeiningaþjónusta komið sér vel — t.d. með þvi að eta framleiöslu Nefndarinnar. Vonandi dregur þetta ekki úr kaupi Markaðsnefndar — nema hún vinni eftir bónuskerfi — sem gefur góða raun I frystihús- um hér vestra, en líklega hentar það illa i rannsóknar- og leið- beiningaþjónustu fyrir bændur. Þaö er allt Utlit fyrir að bændur á Vestfjörðum verði eitthvað lengur að halda ánum með gömlu aðferöinni og láta þær bera á vorin og dilka taka allan sinn vöxt á fjallagróðri eins og gert hefur verið siðan Irar slepptu hér fé á fjall i fyrsta sinn. Hvaða mörk Iranir notuöu veit ég ekki, en þegar kirkju- yfirvöldum óx fiskur um hrygg komu hér til sögu svokölluð soramörk. Búamark var þá ekki til. Þessi soramörk notuöu stór- FYRRI HLUTI bændur til aö marka skattpen- ing þeirra smærri. Mörk voru þvi svaöalegri sem eigandinn hafði stærri búskap. T.d. mun Skálholtsbiskup hafa skoriö eyrun af fast við hausinn. Dýpra varö ekki komist. BUmarkið er dálitið óljóst ennþá en mér sýnist það likjast gamla Skálholtsmarkinu. Ljóst er að offramleiðslan kemur ekki frá minni búunum og aö hagur sauðfjárbænda væri betur kom- inn, ef kjöt og gæruframleiðsla minnkaði á stóru búunum niður I framleiðslu visitölubús. Einnig hefur komið fram — hjá forsjármönnum ullariðnaðarins aö hans tap myndi minnka. Sama er að segja um kjötversl- anir — ekkert nema grenjandi tap. Þeirra tap hlýtur að minnka við samdrátt i kjöt- framleiðslu. — Þau ráð sem fulltrúar okkar bænda hafa fest sig við — fara alfariö i þá átt aö bregða fæti fyrir smærri búin — reyna aö útrýma þeim — sér- staklega þeim sem byggja á nýtingu fslenskra náttúruauð- lind a — fjallagróðurs og beitar á úthaga. 1 þeim tilgangi er seilst ákaflega langt til að verja hags- muni stóru búanna án tillits til þess hver er nettóaröur bóndans af hverju framleiddu kjöt kg. Þessi framkvæmd er varin af flestum fulltrúum á Stéttar- sambandsfundi og Búnaöar- þingi. Ég verð að vona að min skoð- un sé byggð á algjörum mis- skilningi — sem ég kem þó ekki auga á — enda framkvæmdin litið útskýrð — en vonandi hugs- uð. Okkur er sagt að allt miði að þvi að „viðhalda” byggð um allt iand og gæta hagsmuna þeirra með smærri búin. Frá mér séð valda stóru búin offramleiðsl- unni en smærri búin ekki. Stærsti gjörandinn I þessu kjöt- og smjörfjallsmáli er rikisvaldið. Við veröum að gera upp við okkur strax hvort við eigum að nýta náttúruauðlind eins og fjallagróður — breyta honum i peninga — eöa hvort við eigum að útrýma byggöum sem það gera — t.d. meö þvi að al- Halldór Þóröarson mannasjóður rækti mest allt fóður sem til þarf. Mér eru ekki tiltækar nýjar tölur en ef fram hefur farið sem horföi þá mun rikið leggja til áburð á 4000 hektara af græn- fóðurökrum (graskögglabú eru ekki i tölunni) — auk annarrar áburöargjafar á úthaga. Ein- hvern tima töldu ráðunautar hæfilegt að hafa 100 lömb á ha. af grænfóöri. Þaö er engin smá- ræöisaukning á kjötframleiöslu sem grundvallast á þessari aukaaðstoð rikisins við þá sem besta hafa aöstöðu til heyöflun- ar. Smjörfjallsmenn mættu ef til vill lita á þessa hlið lika — þ.e.a.s. þessi með smærri búin. Þá hefur rikið i nær 60 ár rekiö þá stefnu að greiöa stærri hluta af ræktunarkostnaöi þar sem ræktun er ódýr. 1 framhaldi af þessu og i samræmi við það — er úthlutun kjötframleiösluleyf- anna I dag. Ég fæ ekki betur séö en hákarlarnir sem fyrir at- beina rikisvalds og I þess kjóli valda offramleiðslu — eigi að fá löghelgaöan eignarrétt á mark- aöinum, margfaldan rétt á við smærri og meðalbændur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.