Tíminn - 22.06.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.06.1980, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22. júni 1980 7 Jón Sigurðsson: Umgengnin við landið er spegilmynd þjóðarinnar Eitt merkasta einkenni Þjdöfélagsþróunarinnar I heimshluta okkar á slðustu árum er aö líf æ fleira fólks hefur smám saman þróast úr striti viö bjargálnir yfir I styttri vinnudag meö rlku- legum tómstundum. Eins og veröa vill hefur þessi þróun gengið mishratt, og ekki næstum því allir njóta hennar a.m.k. enn sem komið er,en nógu margir til þess aö áhersla hvllir nú miklu fremur á tómstundunum en áður var. Þeir sem leggja hug sinn á framtíöarspár eru mjög farnir aö taka tillit til þessarar þróunar, jafnt hérlendis sem I nágrannalöndum. Þannig hefurþaö t.d. komiöfram aö á næstu áratugum veröi mjög mikil aukning I þeirri atvinnu- grein sem nefnd er ,,tóm- stundaiönaöur” og miklu meiri en I öörum atvinnu- greinum, þeim sem beinast aö öflun, vinnslu eöa miölun llfs- nauösynjanna. Og þaö þarf ekki aö leita lengi til þess aö sjá þessu stað nú þegar, einnig hér á landi. Ar frá ári er meiri fjármunum varið til tómstundaiökana, feröalaga og orlofs, til menningarstarfsemi, félags- llfs og æskulýösstarfs. Á íslandi hefur orðið alger bylting að þvl er snertir útivist og iþróttaþátttökualmennings, aö ekki sé nú minnst á suöur- landaferöir, laxveiöi eöa hestamennsku. Blómaskeið doðrantanna Þaö er fróölegt aö kynnast þvi hver áhrif tómstundaþjóö- félagiö hefur haft I nágranna- löndunum á bókmenntirnar. Fyrir u.þ.b. áratug eöa svo voru margir kunnáttumenn þeirrar skoöunar aö timabili skáldsögunnar væri lokiö. Hraöi samtimans væri slikur aö enginn entist lengur til þess aö liggja yfir langri skáld- sögu, og menn vildu heldur fá „þetta framreitt” i sjónvarpi eöa á kvikmyndatjaldi. Jafn- vel höfundar uröu fyrir áhrifumaf þessum viöhorfum. Nú er þetta meö öllu breytt, og skáldsögur sem fylla heila doðranta eiga nú eitthvert mesta blómaskeiö I gervallri sögu þessarar skáldskapar- greinar allt frá þvi nútima- skáldsögur komu fram á 18. öld. Vestan hafs veröa menn auðkýfingar á þvi aö taka saman skáldverk, svo sem 1000 blaösiöur eöa svo, og bækur þekktra höfunda seljast árlega I hundruðum þúsunda eintaka. Þaö sem hefur gerst er aö æ fleiri meö hverju ári hafa svo rikulegar tómstundir aö þeir vita varla hvernig þeim veröur variö svo aö vel fari. Og reynslan sýnir aö þaö fer varla vel, nema eitthvaö komi fram til aö fylla þessar tóm- stundir. „Tómstundaiönaöurinn” er til þess að uppfylla þessar nýju þarfir. Og enda þótt margar blikur séu á lofti og tæplega ástæöa til of mikillar bjartsýni um framtíöina, er þaö ljóst að á þessu sviöi verður mikil aukning. Þegar vitrustu menn f jalla um þróun atvinnulifsins á næstu ára- tugum veröur aö taka þessar þarfir fólksins til greina og menn og máSefni gera ráö fyrir aö þeim veröi sinnt meö skaplegum hætti. Einstök reynsla Einn mikilvægur þáttur þeirrar þjónustu sem veita verður á þessu sviði er hvers kyns þjónusta viö feröafólk I orlofi. Nú, þegar orlofstlminn er hafinn, er ástæöa til aö veita þvl sem gert er sérstaka athygli og benda á þaö sem enn vantar á. Það eru vitanlega þjóöþrif aö fólkiö hafi tækifæritil þess aö skoöa land sitt og njóta þess I frístundum. Þeir sem til þekkja eru á einu máli um þaö aö þaö sé einstök reynsla, ekki slst hálendiö og óbyggöimar. Og þaö er dýrmætt aö eiga óspjallaöa náttúru að hverfa til, á þeim tíma sem ein- kennist af þéttbýli, jaröraski og mengun. En þaö er margs aö gæta I umgengninni viö landiö. Og þaö er margt sem ekki veröur látiö I té meö þjónustu opin- berra aöilja, samtaka eöa fyrirtækja. lsland er svo viökvæmt, einkanlega hálendiö, aö þar hlýtur jafnan aö koma til kasta hvers þess einstaklings sem fer þar um. Þjónustuaöiljarnir geta ekki meö neinu móti tekiö á sig alla ábyrgð á þvl aö vel fari. Aöstæöurnar eru meö þeim hætti að þyngsta ábyrgðin hlýtur aö hvíla á hverjum feröamanni sjálfum. Merki um menningu Reynslan sýnir aö þaö þarf ekki mikiö til aö valda verulegu tjóni á hálendinu. Vlða má sjá sorgleg merki þess aö menn hafa ekki getað setiö á sér meö bíla slna og ruöst I brekkur og fjallahllöar sem slöan eru eins og opin og gapandi sár. Sama máli gegnir um rusl sem skiliö er eftir viö tjaldstæöi. Enn er aö nefna þá iöju sumra aö taka sér „bita” af landinu, og er þaö nýjast aö úti i Þýskalandi munu vera feröaskrifstofur sem auglýsa aö ísland sé til- valið feröaland, m.a. vegna þess aö þar sé hægt aö tina fáséöa steina óhultur og taka meö sér heim!! Þetta sfðastnefnda dæmi snýr reyndar aö útlendingum, en flesl þaö sem miöur hefur farið I umgengni veröur þó aö teljast aö öllu á ábyrgö Islend- inga. Ummerkin sem landiö sýnir eftir þjóöina eru merki um menningarástand hennar. t umgengninni getur þjóðin séö spegilmynd af sjálfri sér og kemst ekki hjá þvl aö horfast I augu viö sjálfa sig á þeirri mynd. Aö sjálfsögöu veröa þaö jafnan fáir sem setja blettinn á marga, alveg eins og hiröu- samt fólk veröur gjarnan aö hreinsa upp eftir sóöana. En eftir þvl sem feröum um landiö fjölgar og umferö um hálendiö eykst, veröur þaö brýnt aö allir, eöa sem allra flestir, geri sér grein fyrir þvl aö auölegö og fegurö landsins er viökvæm og hennar veröur aö njóta meö aögát og varúö. Sá „tómstundaiðnaöur” sem lýtur aö þessum feröum og útivist verður sjálfsagt mikilvæg atvinnugrein I næstu framtíö, og er þaö vel. En hann getur þó aldrei komiö I staöinn fyrir þaö menningar- ástand sem byggist á viröingu fyrir landinu og ást á því.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.