Tíminn - 25.06.1980, Side 9
Miövikudagur 25. júni 1980.
9
Óskar Magnússon kosningastjóri:
„Gott að vinna fyrír Guðlaug”
„baö ber að fagna þvi, að fylgi
Guðlaugs virðist hafa aukist,
þannig að hann er núna efstur.
Samkvæmt þessari könnun er
alveg ljöst, að baráttan stendur
milli tveggja efstu frambjóðend-
anna. Hinir tveir þyrftu að auka
fylgi sitt um 50% til þess að eiga
kost á að ná kjöri, og mér sýnist
að það muni reynast torvelt á
þessum fáu dögum sem eftir eru
til kosninga, einkum i ljósi þess,
hversu óákveðnum kjósendum
hefur fækkað”, sagði Óskar
Magnússon kosningastjóri Guð-
laugs Þorvaldssonar.
,,Ég held að fólk skipti ekki um
skoðun vegna kannana sem þess-
arar, en hitt ber að hafa i huga, að
könnunin sýnir aðeins ástandið á
þeim tima, sem hún er gerð, en
ekki endilega á kjördag”.
,,Nú er að ljúka langri og
strangri kosningabaráttu. Hvern-
ig hefur hún verið”?
„Hún hefur verið óskaplega
skemmtileg. bað er mjög gott að
vinna með mörgu fólki, sem er
geysilega samstillt og það hefur
verið mjög skemmtilegt að vinna
fyrir Guðlaug Þorvaldsson. Við
höfum alls staðar fengið slikar
móttökur, að menn hljóta að vera
i góðu skapi. Allt annað væri i
Það eru margir sem leggja hönd á plóginn i yfirstandandi kosningabaráttu, eins og þessi mynd, sem
tekin var á kosningaskrifstofu Guðlaugs f gær, ber með sér Tímamynd Robert.
mótsögn við þær móttökur sem
við höfum fengið”.
„Hefur þetta verið hörð
barátta?”.
„Já, þetta hefur verið nokkuð
hörð barátta, en heiðarleg með
einni undantekningu, sem öllum
er kunnug. Viðkomandi fram-
bjóðandi harmaði það opinber-
lega, að slikt skyldi hafa gerst,
svo ekki er hægt að segja annaö
en aö baráttan hafi verið drengi-
leg til dagsins i dag a.m.k.”.
„Hver verður kostnaöurinn eft-
ir slika törn?”
„Ég giska á að kostnaðurinn
gæti verið svona þúsund milljónir
og þetta vil ég láta hafa eftir mér,
þvi að nú er ég að tala um alla þá
geysilegu vinnu, sem lögð hefur
verið af mörkum. En ef við tölum
um beinan útlagðan kostnað, þá
erum við einhvers staðar nærri 30
milljónum það er engin launung
á því og ég trúi þvi, að kostnaður-
inn sé ekki undir þvi hjá neinum
frambjóöanda”.
„Hvaða starfsemi verðið þið
með á kjördag?”.
„Við verðum með þessa hefð-
bundnu starfsemi, nema við verð-
um ekki meö fólk i kjördeildum.
Við verðum með bilaþjónustu og
stuðningsmenn okkar verða á
feröinni við að aðstoða fólk og
veita allar upplýsingar. Kaffi-
veitingar veröa, en staðurinn hef-
ur ekki verið ákveðinn enn. Þá
verðum við með eina upplýsinga-
skrifstofu fyrir Reykjavik, i staö
margra smárra.
Frambjóðandinn fer væntan-
lega milli staða og fylgist með.
„Ertu bjartsýnn?”
„Já, ég er það en hóflega þó”.
Svanhildur Halldórsdóttir kosningastjóri:
„Vigdís efst, þar
hefur faríð um”
sem hún
hægt aö fá almennar uppiýsingar
um kjörskrá og leiðbeiningar um
ýmis atriði. Engin starfsemi færi
fram í kjördeildum.
„Það á að treysta fólki til að
nota þennan rétt sinn sem er
helgurmjögaðminu mati”, sagði
Svanhildur og frambjóðandinn
okkar verður i Reykjavik á kjör-
dag”.
Fundahöid stóðu yfir á kosningaskrifstofu Vigdlsar Finnbogadóttur f gær, þegar þessi mynd var tekin.
Svanhildur Halldórsdóttir t.v. ásamt öðrum stuðningsmönnum
„Þetta sýnir ljóslega, að þar
sem Vigdis hefur farið um, þar er
hún efst”, sagði Svanhildur
Halldórsdóttir kosningastjóri
Vigdisar Finnbogadóttur varð-
andi skoðanakönnun Visis. „En
ég verð að játa, að mér finnst
þetta nokkuð tortryggilegar að-
ferðir, og þvi ráða nokkur atriði,
sem ekki er ástæða til aö fara
nánar út i hér.
Þetta er i 2. skiptið sem sami
hópurinn er spurður og við laus-
lega athugun sýnist mér, að það
séu 56% af upphaflega úrtakinu,
sem svarar. Auk þess hljóta þessi
vinnubrögð að vekja tortryggni
manna, og niðurstöður geta tæp-
lega gefið rétta heildarmynd af
fylginu”.
Aðspurð um, hvernig kosninga-
baráttan hefði verið fram til
þessa, sagöist Svanhildur ekki
hafa haft neina reynslu i sliku áð-
ur. Þetta væri i fyrsta sinn sem
hún beitti sér i kosningabaráttu
og hún hefði mikinn áhuga á
sliku málefni. Hún hefði þvi ei'ig-
an samanbúrð, en þvi væri ekki
að neita að margt kæmi á óvart.
„Þetta, að fólk skuli þurfa að ráð-
ast aö mótherjanum, án þessað til
þess séu ástæður, það er mér
óskiljanlegt. Það er leitt til þess
að vita, að menn skuli ekki hafa
nógu góðan málstað sjálfir, til að
byggja kosningabaráttuna á”,
sagði hún.
„Við höfum reynt að koma
fram af réttsýni gagnvart okkar
meðframbjóðendum, en það hef-
ur aöeins borið á þvi að mönnum
hafi þótt ástæða til að klipa i okk-
ur. Ég held, að menn eigi að
reyna að bera virðingu fyrir and-
stæðingnum, enda verður öll
keppni skemmtilegri á þann
hátt”.
Annars sagði Svanhildur að
kosningabaráttan hefði verið
afskaplega skemmtileg. Hún
hefði kynnst mjög mörgu góðu
fólki, um allt land og ætti orðið
fjöldann allan af vinum, sem
hefðu siðan litið inn og spjallað.
„Þaö er dálitið skemmtilegt, að
tala við bláókunnugt fólk i sima,
freistast til að persónugera rödd-
ina og svo kemur viðkomandi inn
úr dyrunum. Maður verður oft
hálf klumsa, þvi maður var búinn
að gera sér allt aðra mynd af við-
komandi, en hina réttu.
En þetta hafa verið mjög
skemmtileg og ánægjuleg sam-
skipti við fólk, ekki síst stuðnings-
menn á hinum skrifstofunum, og
við erum öll miklir mátar”.
„Hefur þetta verið árangursrik
kosningaba rát ta ? ”.
„Þaðsjáum við á sunnudaginn!
En varðandi kostnað við þetta
allt, þá er ómögulegt að segja til
um, hvað hann er orðinn mikill,
þvi uppgjör hefur ekki verið gert
nýlega. En það hefur verið reynt
að eyða ekki i óþarfa, svo sem
auglýsingar eða neins konar
skrum. Við höfum aðallega lagt
áherslu á að koma upplýsingum
til fólks t.d. um hvernig hægt sé
að ná til okkar, og hvert fólk eigi
að snúa sér”.
Loks sagði Svanhildur, að á
kjördag yröi almenn upplýsinga-
þjónusta og bilasimar i Lindarbæ
og á fleiri stöðum. Einnig yrði
r
v.
Kæru fyrrverandi nemendur og aðrir
fornvinir.
Þakka hjartanlega gjafir og aðra góðvild i
sambandi við 75 ára afmæli mitt 1. júni s.l.
Guðs blessun umvefji ykkur öll.
Ingibjörg Jóhannsdóttir
frá Löngumýri.
Ritarar
■ Sé S óskast til starfa við
grunnskólaReykjavikur.
Laun skv. launakerfi borgarstarfsmanna.
Umsóknum ásamt upplýsingun um
menntun og fyrri störf skal skila til
Fræðsluskrifstofu Reykjavikur, Tjarnar-
götu 12, fyrir 4. júli n.k.
Fræðslustjóri.
i '>
M
* i
Bændur
Búvélavarahlutir
Fahrfjölfætiutindar ... kr. 1.750.'
Heyþyrlutindar Kuhn .. kr. 1.960.-
HeyþyrlutindarFella .. kr. 1.960,-
HeyþyrlutindarClaas .. kr. 1.720.-
Múgavélatindar
Heuma ................kr.
Múgavélatindar Vicon . kr.
Sláttuþyriuhnifar frá .. kr.
400.-
250.-
ÁRMÚLA11