Tíminn - 17.07.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.07.1980, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. júií 1980 Bjarni Gudmundsson kennari, Hvanneyri: Lítil ábending til bænda við heyskap Þaö er fátt ömurlegra en aö horfa upp á stóran heyflekk liggja undir þykkum himni, sem vindur Ur sér vætuna. Meö hverjum deginum, sem Hður, gulnar heyiö og spillist, jafn- framt þvi sem þaö, er óslegiö kann aö vera, leggst undan regnþunganum og rotnar i rót. A hinn bóginn þykir ýmsum það notaleg tilfinning að leggj- ast til hvildar eftir langa hirö- ingarskorpu og heyra létta dropa falla á gluggann, vitandi af ilmgrænni töou undir öruggu þaki. En ekki er allt sem sýnist, og margt getur gerst i heyinu, þótt komið sé heim I hlöou. Um þao á eftirfarandi pistill að fjalla. Hin hljóða hersveit. 1 heyi lifir og tímgast urmull gerla og sveppa, sem meö hljóðu starfi sinu getur ráðið þvi fullkomlega, hvernig heyið nýtist að lokum. Þessar örsmáu lifverur geta m.a. valdiö fóður- tjdni.sem bæta veröur með að- fengnu fóðri, — þær geta leikið heyið svo, að það ést illa og jafn- vel ekki, —og þær geta myndað efni, sem eru skaðleg heilsu manna og dýra. Hve langt þessir litlu spellvirkjar ná með hernaði sinum, fer eingöngu eftir þvi, hvaða skilyrði þeim eru sköpuð við hirðingu heysins og geymslu þess I hlöðunum. Þessa dagana er mikluheyi ekið heim I hlöður. Um leið eru lifs- skilyrði smáveranna mörkuð, og Urslit hernaöar þeirra ráðin i helstu atriöum. Þetta er tilefni pistilsins. Þurrheyið — myglan. Alkunna er, að ylur hleypur fljótt í hey, sem hirt er áður en það er fulíþurrt orðið. Ylurinn stafar af tvennu: Fyrst því, að heyið er enn lifandi, það andar. I öðru lagi veldur starf gerla og sveppa drjUgum hluta af þess- um yl, einkum þegar lengra dregur. Ylurinn er aðeins áþreifanlegt merki um fóður, sem var i heyinu, en er nú brunnið.Þetta er gömul saga og kunn, en hUn endurtekur sig þó of oft. Með nægu lofti frá sUg- þurrkunarblásaranum halda bændur hitanum niðri, veita smáveruhernum öflugt viðnám. Fóðurtjón þeirra verður með eðlilegu lagi innan við 5-10% frá Bjarni Guðmundsson. hirðingu til gjafa, og Ut kemur þung, ilmgræn taða, sem minnir á sólrikan sumardag. Mistakist viðnámsaðgerðir, eykst smá- verunum ásmegin, hitinn hleypur upp, þvi eldsneytið (fóðurefni heysins) skortir ekki (—hitinn i heyinu er þannig hliðstæða verðbólgunnar I efna- hagskerfinu). Heyið tapar 10,20, 30% af ftíðurgildi sinu, e.t.v. meiru, bara i hlöðunni. Þetta kemur við pyngjuna, en þó er eitt ónefnt enn. Það er myglan. HUn fylgir hitanum I þurrheyinu eins og skuggi. Það er grátlegt að sjá hana breyta þvi, er eitt sinn var grængresi i gráloðna fruggu, sem bUféö étur með ó- lund. Þótt slfkt hey kunni að hafa einhverja næringu i sér, nýtist hUn illa, þvi gripirnir fást eicki til að eta það eins og þeir ella mundu. Hæfni þeirra til heyáts nýtist ekki, og þrautar- lendingin verður sU að bæta ruddann upp með öðru fóðri — oftast aðkeyptu kjarnafóðri. Heymæði. Heymæði er mjög algengur atvinnusjUkdómur meðal bænda hérlendis. Orsök hey- mæði mun vera ofnæmi fyrir sérstakri tegund myglu, sem þrífst i illa verkuðu heyi. Sér- lega er það hey talið varhuga- vert að þessu leyti, sem haldið hefur 50-60 stiga hita. Skaðsemi myglunnar nær ekki sfður til heilsufars bUfjárins (t.d. melt- ingartruflanirogfösturlát). Það verður þó ekki tiundað hér — aðeins undirstrikað, að hver ástæða, sem hér hefur verið nefnd, nægir ein sértil þess að réttlæta fyrirhöfn, sem kemur i veg fyrir hitamyndun og mygl- un heysins. Þarna dugar best öflug sUgþurrkun, með nægu lofti, sem látið er streyma jaft og vel um heyið, svo til dag og ndtt, uns heyið er fullþurrt. Sé ekki völ á slfkri aðstöðu, er af tvennu illu betra að velta heyinu lengur á vellinum. Þá eru meiri likur til þess að vinna megi strlðið við smáverurnar og hit- ann, er heyið kemur I hlöðu. Hér segir heyhitamælir það, sem segja þarf: 25-30 stiga hita má lfta á sem alvarlega viðvörun, en 45-50 stiga hita sem hættii- merki. Votheysgerð — mark- viss ræktun gerla. ósmár er hlutur smáveranna við verkun votheys. Kunnugir vita, að votheysgerð byggist eiginlega á ræktun réttra gerla, og er þvl að ýmsu leyti hlið- stæða ónefnds smáiönaðar. Með einfölduöum hætti má segja, að viðvotheysverkun takist á tveir hópar gerla, æskilegir og óæski- Jegir. Til þeirra æskilegu teljast mjtílkursyrugerlarnir, en smjörsýrugerlarnir til hinna óæskilegu. Að visu kysum við helst að vera án allra gerla, þvi að við votheysgerjunina taka þeir sinn toll af fóörinu, mis- munandi mikinn eftir tegund- um. Vel heppnuð votheysgerð byggisteinkumáþvi, að hernaði hinna óæskilegu gerla er haldið niðri. En hvernig? Tvennt virðist áhrifarlkast: — 1 fyrsta lagi það, að losa fóðrið skil- yrðislaust við ágang lofts, kæfa heyið strax og stöðva frekara aðstreymi sUrefnis. Prófstein á þetta eigum við ágætan: Ylur I votheysgryfjunni dagana eftir hirðingu segir okkur að heyið lifi enn, að betur megi gera til þess að kæfa þaö (þéttir veggir, jafna, troða, breiöa yfir). Ylur- inn kemur tíæskilegu gerlunum þvl miður of vel. 1 öðru lagi fellur óvininum, smjörsýrugerl- unum, vel bleyta I heyinu. Sé heyið laust við dögg, þegar hirt er, á hann erfiðara uppdráttar. Þvl er það neyðarbrauð, að þurfa að aka blautu fóðri i vot- heysgryfju. 1 rigningartlð mætti e.t.v. hjálpa þar upp á sakir með þvi að kasta smávegis af myglulausu þurrheyi, ef til er (fýrningum), með I gryfjuna. Skilyrðin tvö. Þetta tvennt, súrefnisleysið og þurrlegt (grasþurrt) fóður, hjálpar mjdlkursýrugerlunum mjög viðað vinna verkiðsitt: að sýra foðrið hratt og vel til þess að það verði geymsluhæft. Aörar votheysgerðarreglur mætti til nefna, en tefjum ekki timann með þvi þær eru raunar flestar rökréttar afleiðslur af framansögðu. Spjöllin, sem smáverurnar valda viö votheysverkun, lýsa sér I tapi fóðurefna og tíhollu og ólystugu fóðri. Ef fóðrið sUrnar ekki ntíg, getur .t.d. smáveran, sem veldur votheysveiki, þotið upp og leitt til skepnumissis. Hitamælirinn hjálpar okkur enn. Fari votheyshitinn ekki yfir 25-30 stig, er von um gæða- fóöur, en langvarandi hiti kring- um 40 stig boðar lélegt vothey og erfiðleika við fóðrun. Lok. Hér var farið hratt yfir sögu. Minnt var á þátt smáveranna við verkun og varðveislu heys- ins. Smáverur þessar þurfa, eins og annað kvikt, vatn, súr- efni, yl og næringu. Viljum við hafa áhrif á starf smáveranna, verður það best gert með réttri stjiírn lifsskilyrða þeirra. Að endingu skal aöeins minnt á hreinl æti við meðferð heys- ins. Með vel þrifnum hey- geymslum, sem eru lausar við heyrusl og leifar bUfjárvistar, svo og með þvl að forðast moldarfblöndun I heyið, einkum votheyið, er mjög dregið Ur styrk hins herskáa flokks smá- veranna. Með ósk um aö sem flestum takist að beygja þær til hiyðni — Eigum við að skattleggja ellina? Vegna bættrar heilsugæslu og sjálfsagt af ýmsum fleiri ástæö- um fer htípur aldraðra hlutfalls- lega stækkandi I þjóðfélagi okkar, til dæmis þeirra sem komast yfir sjötugsaldurinn. Þessi staðreynd hefur oröiö tilefni til meiri umræðu en áður var' um kjör aldraðra og ýniis vandamál þessa aldurshtíps. Einkum hefur sU umræða beinst að aðbUð og heilsugæslu þessa fólks þegar eigin forsjá þrýtur. í tilefni af þessari umræðu langar mig til að vekja athygli á einu atriði sem snertir þennan aldurshtíp sérstaklega en lltið hefur borið á gtíma. Frá þvl er sagt I Sambands- fréttum fyrir stuttu að á aðal- fundi Félags llfeyrisþega sam- vinnufélaganna hafi komið fram ákveðnar óánægjuraddir með þaö fyrirkomulag sem nU gildir að rfki og sveitarfélög leggja skatta á llfeyri og trygg- ingabætur sem aldraðir njtíta. Hér er átt við ellilífeyrisgreiðsl- ur lífeyrissjóðs og ellilifeyri frá Tryggingastofnun rikisins. Rökin fyrir því að ekki sé rétt- látt aö leggja þetta að jöfnu við almennar vinnutekjur eru úsköp einf öld: Báöir þessir tekjustofnar hvort sem er frá viðkomandi lif- eyrissjtíði eöa Tryggingastofn- un rlkisins eiga uppruna sinn að rekja frá sjóðum sem viðkom- andi hefur á langri ævi byggt upp persónulega til nota á þeim lokakafla ævinnar þegar starfs- kraftar eru á þrotum og meðal annars I þeim tilgangi að valda samferðaftílkinu sem minnstum ál gum þeirra vegna. Af þess- um ástæðum jaörar það við sið- leysi, að margra dómi, að elta þessar endurgreiðslur með sköttum fram I rauðan dauðann. Það skal að vfsu játað að nokkrar undantekningar munu vera frá þessari reglu, hvaö Ut- svör varöar, og þá liklega helst hjá nokkrum hinna minni sveitarfélaga. Ekki er mér með öllu grun- laust um að þessi skattastefna sem ber með sér nöturlegan blæ löngu liðins tlma, eigi meöal annars rætur sínar f hugsunar- leysi manna og vegna þess að þeir gera sér ekki ljtíst að ellilif- eyririnn er ekki framlag Hðandi stundar, heldur geymslufé þeirrar kynslóöar sem er aö ganga Ur leik. Gunnar Grimsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.