Tíminn - 17.07.1980, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.07.1980, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. júll 1980 IÞRÓTTIR IÞROTTIR 11 Ralf Edström og Asgeir Sigurvinsson eru iniklir vinir og komu þeir saman til Sviþjóöar. og vakti koma þeirra mikla athygli þar I landi. Hér eru þeir ao leika sér I kúluspili i Belgiu. Tlmamynd Róbert. n Svíarnir verða mi ög erfiðir" segir Ásgeir Sigurvinsson „Það er alveg augljóst að Svíarnir verða erfiðir andstæðingar og þeir munu gera allt sem þeir geta til að vinna sigur", sagði Ás- geir Sigurvinsson í stuttu spialli við Tímann í gær- kvöldi. Asgeir kom til Sviþjóðar ásamt félaga sinum Ralf Edström sem leikur með honum meö Standard Liege. Hann sagði aö Ralf hefði haft orö á þvi á leiðinni til Svi- „Megum ekki vera um of bjartsýnir" • sagði Lars „Laban" Arneson þjálfari sænska landsliðsins í knattspyrnu i viðtali við „Expressen" i gær „Það er alveg öruggt að við getum ekki leyft okkur að leika einhverja sumar leyfisknattspyrnu. Ég vil vara mina menn við of mikilli bjartsýni fyrir leik- inn gegn islandi", sagði Lars „Laban" Arneson þjálfari Svía í knattspyrnu m.a. í viðtalí við sænska blaðið „Expressen" i gær. „Islenska liðið lék mjög yel gegn Noregi en ég sá þann leik. tslenska lioiö fékk mikiö af góð- um marktækifærum og þeir áttu aö skora miklu fleiri mörk en þeir geröu. Þaö er öruggt að þeir Asgeir Sigurvinsson og Janus Guðlaugs- son munu styrkja islenska liðiö mikið. Ég hef séo Asgeir leika þrisvar sinnum þegar ég var I Belglu til að fylgjast með Ralf Edström og það er greinilegt að þar er gffurlega sterkur leik- maöur á ferð. Ég gæti hæglega notað hann i minu lioi. Reynslan frá fyrri tiö, I þeim leikjum sem viö höfum leikið gegn tslandi, sýnir aö við öllu má búast. Við megum ekki vera meö of mikla bjartsýni. Þjóðirnar hafa leikið fjórum sinnum. Við höfum sigrað þrisvar en íslend- ingar einu sinni. I öllum þeim leikjum sem við höfum unnið, hefur aðeins munað einu marki. Markatalan er 8:6 okkur i vil og hún sýnir aö viö höfum alltaf átt i erfioleikum meö Islendinga", sagði Lars „Laban" Arneson meðal annars I viðtalinu. Fyrsti leikurinn milli Islands og Sviþjóðar var leikinn I Reykjavlk á gamla Melavellinum og tókst tslendingum aö sigra 4:3 og skor- aöi Rlkaröur Jonsson þá öll mörk tslands. Þvl næst var leikið i Kalmar og þá unnu Svfar 3:2. Svi- ar hafa svo tvivegis sigrao i tveimur siðustu leikjum þjóöanna með einu marki gegn engu I Svi- þjoo og hér heima. tslendingar leika ákaflega svipaöa knattspyrnu og Skotar sem eru andstæðingar okkar I Heimsmeistarakeppninni og þess vegna er þessi leikur I kvöld mjög góö æfing fyrir okkur". Þaö kemur einnig fram I viötal- inu vio sænska landsliðsþjálfar- ann að hann var mjög hrifinn af leik islenska liosins I Noregi. Hann sagöi aö bestu menn is- lenska liosins heföu verib þeir Pétur Ormslev og Sigurlás Þor- leifsson i sókninni og þeir Mar- teinn Geirsson og Trausti Haraldsson f vörninni. Leikurinn i kvöld fer fram á örjanswall leikvanginum i Halm- stad og reikna Sviar meö 10-15 þúsund áhorfendum. SOS/SK. þjóöar aö Sviar yröu bókstaflega aö vinna þennan leik. Það væri ákaflega mikilvægt þvi Sviar hefðu tapað siðustu þremur leikj- um fyrir Russum 5:1, Dönum 1:0 og ísraelsmönnum með sömu markatölu en allir þessir leikir fóru fram í Svfþjóð. „Það er alltaf gaman að hitta strákana og leika f'yrir tslands hönd", sagði Asgeir, og hélt áfram: „Við förum ekki út á völl- inn til aö tapa. En Svlar verða erfiðir andstæðingar. Þeir eru að yngja liö sitt upp fyrir HM og meðalaldur liðsins er 23 ár". Asgeir sagði að þjálfari þeirra Edström Ernst Happel hefði ekki verið yfir sig ánægður með að þeir færu I þennan leik. Erfitt timabil væri framundan hjá Standard og á næstu 12 dögum væru á áætlun 7 leikir. Liðið er i æfingabúðum I Múnchen og er æft þrisvar á dag. SOS/SK. Teitur Þórðarson. Teitur í 3. sæti 9 og hefur skorað 6 mörk fyrir Öster Teitur Þórðarson lija öster i sænsku knattspyriiumii er nú orð- inn fastur maður I liði vikunnar hjá einu dagblaðanna I Svfþjóð. t siðasta liði vikunnar sem birt var eru sex leikmenn frá öster og sýnir það ef til vill best styrkleika liðsins. Thorbjörn Nilson sem leikur með Þorsteini ólafssyni hjá Gautaborg er markahæstur sem stendur meö 9 mörk en Teitur Þörðarson er I þriðja sæti með 6 mörk og hefur verið á hraðri upp- leið á markalistanum upp á síð- kastið enda hefur hann skorað I nær hverjum leik. SÓS/8K. „Mjög mikill baráttuhugur i strákunum" „Það er mikill baráttuhugur I strákunum og það verður barist til sfðasta manns. Okkur hefur alltaf gengið vel gegn Svium og strákarnir eru stað- ráðnir i að halda þeirri þróun áfram," sagði Guðni Kjartans- son landsliðsþjálfari I samtali við Timann I gærkvöldi. Við spurðum Guðna hvort hann léti Islenska liðið leika varnarleik. Hann sagði: „Ég ætla að lata Martein leika sem aftasta mann I vörninni. Þeir Sigurður Halldórsson og Orn óskarsson verða I gæsluhlut- verkum. Siguröur eltir Edström og örn eltir markahæsta leik- mann I All Svenskan sem stendur, Thorbjörn Nilson. Við verðum að þétta vörnina og það eina sem ég er virkilega hræddur við er að varnarmenn okkar ráði ekki við hina spræku sóknarleikmenn Svia". Hvað með ódýru mörkin sem loðað hafa við isienska liðið? „Það verður allt reynt til að koma I veg fyrir þau. Þessi odýru mörk hafa oft komið okkur i opna skjöldu og tekið okkur út af laginu," sagði Guöni. Guðni sagði einnig að Asgeir Sigurvinsson yrði látinn taka" allar aukaspyrnur en Janús tæki þær sem Asgeir einhverra hluta vegna gæti ekki tekiö. Að lokum sagði hann áfl leikgleðin væri mikil innan hópsins og þaö væri áberandi I þessari keppnis- ferð hversu yfirvegaður hópur- inn virtist vera. Minna væri um taugaspennu og hefði þaö komið skyrt f ljds I leiknum gegn Noregi. SOS/SK. Fer Magnús til Drillers? Mikili orðrómur er nú uppi um að Valsleikmaðurinn Magnús Bergs gangi til liðs við Edmunton Drillers en það er eitt besta knattspyrnufélag I N- Bandarikjunum. Magnús er lærður verkfræð- ingur og hefur að eigin sogn hug á sérnámi I Bandarikjunum. Það er vitað að Edmunton Drillers hefur áhuga á Magnúsi. Miklar likur eru taldar á þvi að annar Valsmaður, Albert Guðmundsson gangi til liðs við félagið þegar keppnistimabilinu lýkur hér heima. SOS/SK. Siggi Donna eltir Edström Sigurður Halldórsson, varnar- maðurinn sterki úr 1A, fær það erfiða hlutverk f kvöld að gæta sænska landsliðsmannsins Ralf Edström sem er talinn einhver besti skallamaður I Evrópu i dag. Sigurður er sonur Halldórs Sig- urbjörnssonar sem lék meö gull- aldarliði ÍA hér á árum áour og lék hann 7 landsleiki fyrir tsland. tslenska landsliðið sem leikur I kvöld er annars þannig skipað: Þorsteinn ólafsson, örn Oskars- son, Trausti Haraldsson, Sigurð- ur Halldórsson, Marteinn Geirs- son, Guðmundur Þorbjörnsson, Albert Guðmundsson, Janus Guð- laugsson Asgeir Sigurvinsson, Sigurlás Þorleifsson og Pétur Ormslev. Varamenn verða þeir Bjarni Sigurðsson, Óskar Fær- seth, Ottó Guðmundsson, Arni Sveinsson, Sigurður Grétarsson og MagnUs Bergs. —SOS/SK. „Verðum að hafa góðar gætur á Ralf Edstróm • segir Þorsteinn Ólafsson markvörður „Ég þykist vita að Sviar koma til með að nota Ralf Edström inikið f leiknum við okkur I kvöld og við verðum að hafa alveg sér- staklega gdðar gætur á þessum snjalla leikmanni", sagði Þor- steinn Ólafsson markvörður f stuttu samtali við Timann I gær- kvöldi. „Við verðum að leggja höfuð- áherslu á vörnina og jafnvel að setja sérstakan mann til höfuðs Edström og þa kemur Sigurður Halldórsson einna sterklegast til greina en hann er sterkur I loftinu eins og menn vita. Sfðan þegar tækifæri gefst verðum við að reyna aö beita skyndisdknum. En þvi er ekki aö neita að Svfar hafa á að skipa mjög góðu liði. Liðið leikur ákaf- lega skipulagða knattspyrnu. Þorsteinn Ólafsson. En engu að síöur er ég triiaður á að okkur takist að ná jafntefli", sagði Þorsteinn úlafsson. —SOS/SK. Landsliðið til Mexíkó, Bermuda og Jamaica? „Það er stefnt að þvf að fara með Islenska landstiðið f knatt- spyrnu f keppnisferðalag til Mexfkd, Bermuda og Jamaica i mars á næsta ari", sagði Helgi Danfelsson formaður landsliðs- nefndar KSt f stuttu spjalli við Tfmann f gærkvöldi. „Meiningin er að leika tvo leiki ÍMexiktí, einn I Bermuda og einn á Jamaica. Ef af þessu verður munum við einungis senda þá leikmenn sem leika knattspyrnu heima á tslandi", sagði Helgi. Aðalmarkmiðið með þessari ferð myndi vera að byggja upp sterkt lið fyrir næsta sumar. Landslið Mexfktí myndi slðan endurgjalda þessa heimsókn næsta sumar en þá verður liðið i keppnisferð um Evrópu. SOS/SK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.