Tíminn - 30.07.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.07.1980, Blaðsíða 5
., Miövikiulagur 30. .júli, 1980 >5 Hátíð herstöðvar- andstæðinga í Hallorms- staðaskógi AM Dagana 2. og 3ja ágúst efna herstöðvár andstæðingar á Austurlandi til fjölskylduhátið- ar i Hallormsstaðaskógi. Verð- ur meginviðburður hátiðarinnar afhjúpun minnisvarða Þor- steins skálds Valdimarssonar, sem Magnús Á. Arnason hefur gert. A hátíðinni verður fjölbreytt dagskrá, ávörp, almennar um- ræður, söngur og kvöldvaka. Þar koma fram með efni Ar- mann Halldórsson, safnvörður, Sigurður Ö. Pálsson, skólastjóri ogEliasDavlðsson úr Kópavogi. Þá koma Norðfirðingar fram með sérstaka dagskrá. Munu mótsgestir einnig móta dag- skrána sjálfir að nokkru leyti. Upplýsingar um nánari atriði fást í simum 97-1248 og 97-1313. tJr Hallormsstaðaskógi (Ljósm. Sig. Blöndal.) Tjaldsamkoma við Iðavelli um verslunar- mannahelgina Um verslunarmannahelgina mun U.l.A. gangast fyrir tjald- samkomu viö Iðavelli. Margt verður þar til skemmtunar og dansleikir föstudags-, laugar- dags- og sunnudagskvöld I stóra þjóðhátiðartjaldinu. Austfirsku stórhljómsveitarnar Högni frá Vopnafirði og Amon Ra frá Nes- kaupstað spila fyrir dansi. A laugardag veröur svo hesta- sýning, en þar munu félagar úr hestamannafélaginu Freyfaxa sýna gæðinga sina. A sunnudag veröur sérstök skemmtidagsskrá. Meöal skemmtiatriða sem þá verða eru hljómleikar þar sem Högni og Amon Ra spila af fingrum fram. Þá skemmta þar Gunnar þórðar- son ásamt söngdúettnum Þú og Ég, Helgu Möller og Jóhanni Helgasyni. Einnig fer fram hæfi- leikakeppni Austurlands og verö- ur þar örugglega um fjölbreytta skemmtun að ræða, þar sem ýmsir munu koma fram meö efní úr öllum áttum. Það skal tekið fram að ekki er fullbókað i keppn- ina og auglýsist hér meö eftir hæfileikafólki til að taka þátt i keppninni. Þátttökuskilyröi eru enginn sérstök, önnur en að menn komi og sýni hæfileika sina, sama i hverju það er. Stjórn U.l.A. vonast svo til að sem flestir komi og þá i sinu besta skapi, en vill um leiö minna á að áfengisbann er á svæðinu. Félagar I Samkór Kópavogs f heimsókn hjá islenska ræðismanninum I Mariuhöfn á Álandseyjum. Samkór Kópavogs: Enn heldur FAHR forystunni í-AHR Nýjar endurbættar stjörnumúgavélar: nýjar vinnslubreiddir aukin afköst ÁHMÚLA11 Norrænir styrkir til þýðingar og útgáfu Norðurlandabókmennta Seinni úthlutun 1980 á styrkjum til útgáfu norrænna bók- mennta i þýðingu af einu Norðurlandamáli á annað fer fram á fundi úthlutunarnefndar i október i haust. Frestur til að skila umsóknum er til 15. september n.k. Tilskilin umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást i mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, en umsóknir ber að senda til Nabolandslitteraturgruppen, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snare- gade 10, Dk-l205 Köbenhavn K. Menntamálaráöuneytið 25. júli 1980 Barnaleiktæki íþróttatæki Þvottasnúrugrindur Vélaverkstæði BERNHARÐS HANNESSONAR Suöurlandsbraut 12. Sfmi 35810 |g| Útboð Tilboð óskast I bryggjuhlifar (Fender Material) fyrir Holtabakka i Reykjavikurhöfn. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavikurborgar Frikirkjuvegi 3 Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 28. ágúst n.k. kl. 11 f.h. INNKÁUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frílcirkjuvegi 3 — Sími 25800 Tilkynning frá Borgarfógetaembættinu Vegna flutnings verður skrifstofan lokuð föstudaginn 1. ágúst n.k. Opnað verður á ný að Reykjanesbraut 6, þriðjudaginn 5. ágúst. Borgarfógetaembættið. Vel heppnuð söngför — til þriggja norrænna vinabæja Dagana 17.-27. júni s.l. fór Samkór Kópavogs i vinabæjar. heimsóknir til þriggja vinabæja Kópavogs. Odense i Danmörku, Mariuhafnar á Alandseyjum og Göngum ávallt vinstra megin á móti akandi umferð.. tf&S'"0"' loks Norrköbing i Sviþjóö. Kór- inn hélt margar söngskemmt- anir i ferðinni undir stjórn Kristinar Jóhannesdóttur, söng- stjóra, en formaður kórsins er Sigriður Gunnlaugsdóttir. Ing- veldur Hjaltested óperusöng- kona og Jónina Gisladóttir, undirleikari voru með I förinni. 1 Odense var sungiö i Munke- bjergskirkju og á elliheimili á suður-Fjóni. 1 Mariuhöfn á Alandseyjum söng kórinn fyrir mikinn mannsðfnuö á Jóns- messuhátiðum, tveimur. Enn- fremur við hámessu i dóm- kirkju borgarinnar svo og á elli- heimili i Mariuhöfn og um borð i gömlu seglskipi-Pommern sem er safngripur i Mariuhöfn. 1 Norrköbing i Sviþjóð hélt kórinn söngskemmtanir á tveimur úti- hátiöum og þá I hinum fræga dýragarði Kulmorden. Hann fékk allstaöar ágætar undirtekt- ir, einkum vöktu Islensku þjóð- lögin verðuga athygli og söngs- ins var getiö I blöðum borganna af hlýhug og vinsemd. Vinabæirnir tóku á móti kórn- um af mikilli rausn og ýmist kostuðu dvöl hans að hluta eða öllu leyti. Fimmtlu manns tóku þátt I förinni. Fararstjóri var Hjálmar Ölafsson. G32 Orðsending til launagreiðenda! Samkvæmt heimild i lögum nr. 65 frá 1980 hefur Bæjarsjóður Selfoss ákveðið að inn- heimta sem útsvarsgreiðslu i ágúst- mánuði hjá útsvarsgreiðendum fjárhæð sem nemur 20% af fjárhæð fyrirfram- greiðslu sem greiða bar á fyrrihluta árs- ins. Þeir launagreiðendur sem hafa i vinnu hjá sér starfsmenn búsetta á Sel- fossi eru beðnir að halda eftir þessari f jár- hæð af launagreiðslu starfsmanna. Innheimta Selfossbæjar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.