Tíminn - 30.07.1980, Blaðsíða 9
Miðyikudaguy 30. júli 1980
33
rr
eigenda er þannig háttað, að
þeir greiða 2% af skírum tekjum
slnum af veiðihlunnindum til
sjtíðsins. Veiðiréttareigendur eru
þannig skattlagðir sérstaklega til
aö kosta fiskræktina i landinu.
Fyrrgreind rök styðja þvi þá
skoðun, að þeim beri ráðstöfunar-
réttur veiöinnar.
Einnig skal á það minnt, eins og
fram kom I fyrsta hluta bréfs
mins, að tekjur hins opinbera af
veiöi og veiðihlunnindum eru
margfaldar á við framlög rikisins
til sömu mála. Meðan svo er má
hinn almenni skattgreiöandi vel
við una sinum hlut.
1 þriöja lagi er forgangsréttar-
krafan rökstudd með þvi, aö
islenskir stangaveiðimenn hafi
lagt það mikiö af fé og fyrirhöfn
til fiskræktar á undanförnum
áratugum, að fyrir þau sln ágætu
störf eigi þeir skilinn vissan
forgangsrétt til veiðihlunn-
indanna.
Síst vil ég gera lltiö úr áhuga og
dugnaði stangaveiðimánna á
þessu sviði. Ég tel til dæmis
núverandi laxgegnd i Elliðaánum
þeirra verk. Víða um land má
einnig finna dæmi um ágætt
samstarf veiöimanna og veiði-
réttareigenda að fiskræktar-
málum. Og svo er fyrir að þakka,
að þrátt fyrir einstaka öánægju-
raddir á báða böga, eru samskipti
þessara tveggja höpa yfirleitt
ánægjuleg. Þannig vona ég að
þau haldist, þvi hvor aðilinn um
sig þarf á hinum að halda.
ndi
Annar hluti
En ég verð aö segja eins og er,
Gunnlaugur, að það fer ákaflega I
taugamar á mér þegar sumir
stangaveiðimenn halda þvl fram,
að þeir hafi sjálfir borið allan
kostnað af þessum ræktunar-
störfum. Þá veröur mér oft hugs-
að til fréttatilkynningar, sem
Stangaveiðifélagið „Armenn” lét
birta f dagblööunum þegar þeir
tóku Kálfá I Gnúpverjahreppi á
leigu. Þar var nákvæmlega sagt
frá öllu leigufyrirkomulagi,
hversu mikið ætti að borga I
reiðufé og hve mikinn hluta
leigunnar skyldi greiða meö ýms-
um fiskræktarframkvæmdum,
svo sem seiðasleppingum. Að öllu
þessu upptöldu kom svo setning,
sem hljóöaöi eitthvaö á þessa
leið. — Stangaveiöifél. Armenn
ber allan kostnað af framkvæmd-
um þessum — Samt var nýbúiö að
taka þaö fram, að téðar
framkvæmdir væru hluti af leigu-
greiðslunni. Sannleikurinn er sá,
að I þessu tilviki, og flestum
öðrum, sem ég þekki til, koma
stangaveiöifélögin fram sem
verktakar. Þau taka að sér aö sjá
um ákveðin fiskræktarverkefni
fyrir veiðiréttareigendur. Fyrir
verkið er svo greitt með þvf aö
leigan fyrir veiðihlunnindin er
lægri en ella mundi.
Það er ekki ýkja langt frá Kálfá
upp að Sigölduvirkjun. Mig
minnir að aöalverktakinn þar
hafi heitið „Energoproject”.
Hvernig litist þér á ef'þeir aðilar
kæmu einn góöan veöurdag, og
segðu sem svo. — „Við byggðum
þessa virkjun, hún er okkar verk.
Þessvegna er sanngjarnt að við
Júgóslavar höfum forgang að
þessari raforku á lágmarks-
verði.”
Ég þykist vita að þú yröir
tregur til að fallast á þessar
kröfur þeirra. Samt virðast mér
flestar kröfur stangaveiöimanna
um forgangsrétt vegna ræktunar-
starfa sinna vera sama eölis.
Látum þetta nægja um
forgangsréttinn. I lokakaflanum
mun, ég svo ræöa um sölu veiði-
skírteina, ásamt fleiru.
Þ.Þ.
80 ára
Sigríður
Jónsdóttir
frá Melbreið
I dag er 80 ára Sigrlður Jóns-
dóttir frá Melbreið I Fljótum.
Ekkja Hannesar Hannessonar
sktílastjóra og fræöimanns, — en
hann lést I júlímánuði 1963. Fyrst
eftir að hann féll frá og þar til nú
fyrir fáum árum hefur hún dval-
ist hjá börnum slnum. Nú stöustu
árin hefur hún búið i Hraunbæ 6
og haldið þar sitt heimili öðrum.
óháö. Þar koma margir sem njóta
gestrisni hennar og glaðlegs við-
móts. Sigrlður er fædd 30. júll áriö
1900 og fylgir þvl öldinni. Hún er
dóttir hjtínanna Aöalbjargar
Jtínsdóttur og Jóns Guðvarðar-
sonar sem þá bjuggu á Melbreið.
Stlflan var þá og er raunar enn
með alfallegustu sveitum þessa
lands. A uppvaxtarárum Sigrlðar
mun á hafa runnið eftir miðri
byggöinni kjarri vaxnir hólmar I
ánni ásamt kjarnmiklu gróður-
lendi beggja vegna sem teygði sig
í efstu brúnir hárra fjalla sem eru
útverðir byggðarinnar. Slægju-
lönd munu hafa legiö að ánni
beggja megin. Nú er útlit
stlflunnar all miklu annað en að
framan er lýst. Þvl veldur vatns-
uppistaða fyrir Skeiðsfoss-
virkjun. Fá býli eru nú I ábúð en
mest graslendi er nytjað. 1 byrjun
aldarinnar mun hafa verið búið á
12 jörðum. Þvl rifja ég þetta upp
hér að hér lágu bernskuspor Sig-
rlðar. Þetta var það umhverfi
sem augum hennar mætti á
uppvaxtar- og æskuárum. Hér
var hennar starfsvettvangur I önn
og erli hins daglega llfs. Ung að
árum giftist hún Hannesi Hannes-
syni þau áttu slðan heimili á Mel-
breið þar til Hannes lést.
Þau eignuðust 8 börn, en þau
eru: Aöalheiður gift Stefáni
Jónassyni. Pálína gift Kristni
Sigurgeirssyni. Guðfinna gift
Sigurði Ztíphanlassyni. Sigurlína
gift tJlfari Þorsteinssyni. Valberg
giftur Asthildi Magnúsdóttur.
Haukur giftur Guðrúnu Hinriks-
dóttur, Erla og Snorri. Barnabörn
Sigrlöar og Hannesar eru orðin 23
talsins en barnabarnabörn 14.
Það er þvf ljóst að i framtlðinni
verður það allstór hópur sem tel-
ur ættir til Sigríöar og Hannesar.
Af þvl sem hér er að framan sagt
er ljóst að starfsdagur Sigrlðar
hefur oft verið langur aö minnsta
kosti framan af þeim tlma sem
þau bjuggu á Melbreið. Mörgu
þurfti aö sinna, ekki slst þegar
þess er gætt aö störf Hannesar
voru unnin að hluta til fjarri
heimilinu. Það hefur þvl oft fallið
I hennar hlut að vera bæöi hús-
bóndinn og húsfreyjan. Melbreið
er I þjóðbraut, þar áttu margir
leið um. Margur þurfti aö ræöa
við Hannes hann var ekki ein-
ungis sá sem fræddi unglinga I
kennslustundum. Heldur var
hann einnig alltaf.hvort sem hann
átti viðræöur viö gest eða vegfar-
anda, að auka þekkingu þess sem
hann ræddi við. Það lætur að lik-
um að oft hefur veriö gestkvæmt
á Melbreið hverjum sem að garði
bar var boðið I bæinn og engin fór
án þess að þiggja góðgeröir. Þaö
hlaut að koma I hlut Sigrlöar að
sjá um að ekkert vantaði og vel
væri fyrir öllu séö.
Þaö var hún sem siöast hætti
störfum og fyrst hóf vinnu hvern
dag. Vinnudagurinn var oft
langur og hvildin stutt og þæg-
indaaöstaðan önnur en nú er. Þaö
dylst engum sem um það hugsar
aö mikill er sá munur bæði til
sjávar og sveita hvað llfsþægind-
in varða, nú eða það sem áður
var. Frá fyrstu kynnum mínum
og nánum tengslum við þau hjón
er mér ljúft að minnast þeirrar
hlýju og umhyggju sem mér var
sýnd á þeirra heimili. Ég minnist
Sigríðar sem með hógværð gerði
hverja stund góða, frá þeim árum
á ég gtíöar minningar sem ylja ef
ég lft til baka. Þær eru mér
þakkarefni og margar afmælis-
barninu að þakka. Hún Sigriður
kann þvi vel aö vinna I kyrrþey.
Hún ber ekki á torg skoðanir sin-
ar. Hún hefur unnið og vinnur sln
störf án þess að ætlast til nokk-
urra launa aðeins að vita að þau
veröa öðrum til góðs. Eru henni
það bestu launin.
Þeir sem hitta Sigríöi, hvort
heldur er á förnum vegi eöa sitja
hjá henni yfir kaffibolla og ræða
við hana, dylst að hún eigi jafn-
mörg ár að baki eins og ártöl sýna
svo vel fellur hún inn I það um-
Framhald á bls 39
Þeim skjöplast
stundum þó skýrir
g0UI — en hafa skal það sem
sannara reynist
Þeim skjöplast stundum þó
skýrir séu. En hafa skal það
sem sannara reynist.
í Timanum 23. júli s.l. segir
hr. Jón Glslason fræðim. frá St.
Reykjum I sambandi við fyrir-
hugaða sumarferð framsóknar-
manna i Þórsmörk, að séra
Tómas Sæmundsson prófastur
hafi verið fæddur i Eyvindar-
holti.
Þetta er ekki rétt. Hann var
borinn i þennan heim 1807 i
Kúfhól I Austur-Landeyj-
um. Foreldrar hans voru
Sæmundur ögmundsson og
kona hans Guðrún Jónsdóttir.
Þau hjón voru bæði þjóðkunn af
höfðingsskap og hvers konar
framkvæmd og atgervi er prýða
mátti stétt þeirra. Llklega voru
þau áöur á Gularási I sömu
sveit. Tómas ólst upp I föður-
garði til 15 ára aldurs, en á þvi
timabili flutti Sæmundur sig að
Eyvindarholti.
Tómas fór 15 ára að Odda, til
Steingrims prófasts Jónssonar
til lærdóms. Seinna veitti þessi
sami Steingrimur, sem þá var
orðinn biskup, Tómasi prest-
vlgslu, en áður hafði konungur
veitt honum Breiðabólsstað I
Fljótshlið. Um svipað leyti var
séra Tómas kjörinn prófastur I
Rangárþingi.
Með þökk fyrir birtinguna.
Guöjón Ólafsson frá Stóra-Hofi.
FÓÐUR
tslenskt
j kjarnfóður
FÓÐURSÖLT
OG BÆTIEFNI
Stewartsalt
Vifoskal
Cocura
KÖGGLAÐ
MAGNÍUMSALT
GÓÐ VÖRN
GEGN GRASDOÐA j
MJOLKURFELAG
REYKJAVIKUR
Alg(eiö>l» lauga.egi 164 Simi 11 m og
Foóurvo'ualgreitísla Sundaholn Simi 82225
Vélaleiga E.G.
Hotum jitnin tM l«igu:
Traktorsxröfur. múrbrjóta,
borvétar. hjólsagir, vibratora
slipirokka, steypuhrœrivélar,
rafsuóurélar. juðara. jarít■
ve/,‘sþjöppur o.fl.
Vélaleigan
Langholtsvegi 19
Eyjólfur Gunnarsson
— Slmi 39150
£ __ ................
.... /\rsahr ;:UJ
#••
•••«.-
•••*.
•••*.-
•••«.■
•••*..
•••*.-
••*•-
••••**
•••»-
•••«.
•••**■
••••*
••*•’
•••*.
•••»*
n::
á boðstólum einstakt^
yf irleitt meira en 50
••••*
• •••*
• _• »•
í Sýningahöllinni hafa
úrval af hjónarúmum,
mismunandi gerðir og tegundir.
iYleð hóflegri útborgun (100-150 þús.i'og léttum
inánaðarlegum afborgunum, (60-100 þús.) ger-
um við vður það auðvelt að eignast gott og fall-
egt rúm.
Litið inn eða hringið.
Landsþjónusta sendir myndalista.
Ársa/ir, Sýningahöllinni.
Simar: 81410 og 81199.
• «••
-•••
■—•••
*••••
■—•••
■••*•
•••*•
■••••#
••*•
-•••
**•••
Ml
*•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••
w
Island úr Nató —
Herinn burt
Herstöðvaranstæðingar —
Fjölskylduhátíð
Munið fjölskylduhátíðina í
Hallormsstaðaskógi
um verslunarmannahelgina
Skipulögð dagskrá hefst kl. 14 laugardag-
inn 2. ágúst með afhjúpun minnisvarða
um Þorstein Valdimarsson, skáld.
Dagskrá:
Ávarp, umræður skemmtiefni, leikir,
kvöldvaka.
Tjaldað í skóginum — Mætum öll!
Herstöðvarandstæðingar Austurlandi;
■a
ÚRNATÓ
HERINN BURT
Eflum Tímann