Tíminn - 19.09.1980, Síða 4

Tíminn - 19.09.1980, Síða 4
4 í spegli tímans Föstudagur 19. september 1980, Gyðingar mótmæla Vanessu Vanessa Redgrave er ekki beint heitt elskuð meðal Gyðinga, enda hef- ur hún lýst því yfir bæði hátt og í hljóði, að hún sé eindreginn stuðningsmaði ur Frelsishrey f ingar Palestínu, PLO. Samt fór nú svo, að eftir henni var falast til að leika hlutverk í nýrri kvikmynd, sem fjallar um hörmungar Gyðinga í útrýmingar- búðum nasista, sem ný lega er búið að minna okkur íslendinga ræki- lega á með sýningum á Helförinni í sjónvarpinu. Vanessa, sem sést hér á myndinni, önnur frá vinstri, fer með hlutverk konu, sem lifði Auschwitz-dvölina af. Sú -<-------------- kona, Fania Fenelow, segir: — Að velja yfir- lýstan stuðningsmann við hryðjuverk Araba gegn Gyðingum í hlutverkið er hrein móðgun. Gyðingar í Bandaríkjunum hafa nú hrundið af stað mikilli mótmælaherferð gegn myndinni og hvetja fólk til að láta hana framhjá sér fara. Engu að síður eru framleiðendur mynd- arinnar gallharðir á því að koma henni á markað. Engar sögur fara af gæð- um myndarinnar, en e.t.v. verður allt þetta f jaðrafok til þess að aug- lýsa hana meira en ella. Hún heitir Playing For Time. Hér er Vanessa sem fangi i Auschwitz, önnur frá vinstri. Þarna er leikkonan snoðklippt og klædd tötrum. Diana Dors i nýju hlutverki Sú var tíðin, að breska leikkonan Diana Dors vakti lostaf ullar hug- renningar í brjóstum karlmanna. Þeir dagar eru nú reyndar liðnir, en í nýjasta hlutverki sínu töfrar hún þó marga. Þar leikur hún — Heyrðu elskan. Hér er komin sú, sem veitti þér harðasta keppni. — Mundu það næst þegar þú pantar borö, aö þú verður aö panta stólana lika. — Pabbi, get ég orðið kúreki, þegar ég er orðinn stór? gamla konu, sem er galdranorn líkust. Sonur hennar, Jason, sem er hér á myndinni með mömmu sinni, fer með smáhlutverk í myndinni, sem ber nafnið Childr- en Of The Full Moon. Hlutverk Diönu í myndinni er fólgið í því, að hún á að annast hóp af börn- um, sem eru að hálf u leyti mann- leg og að hálfu leyti úlfar. Er sagt að hún geti a.m.k. endurlif- að gamla tíma í sambandi við úlfseðlið í börnunum, því að margur karlmaðurinn hafi reynst úlfur í sauðargæru í sam- skiptum sínum við hana. i'-'.Á., bridge I sjöttu umferð á Evrópumótinu í Israel spilaði ísland við Breta. Þetta var einn af þeim leikjum þar sem allt gengur á aftur- fótunum hjá öðru liðinu, í þessu tilfelli Is- lendingum, og þegar upp var staðið höföu Bretar unnið meö 20-5. Bretarnir höfðu góðu liði á að skipa á pappirnum, m.a. Lodge og Granville, sem voru i sigurliðinu 1978, og Kirby, sem spilaði i opna liðinu á Evrópumótinu 1979. En þeir náðu sér aldrei á strik og enduðu fyrir neðan miðju. En á móti tslandi gekk þeim allt i haginn eins og eftirfarandi spil er gott dæmi um. Norður. S.G105 H. 95 T. D742 L.D943 V/AV Vestur. Austur. S.AK74 S.986 H. 74 H.KG10 T. AK96 T. 10 L. A86 Suður. S. D32 H. AD8632 T. G853 L. L. KG10752 1 opna salnum spiluðu Granville og Jackson 3 grönd i AV og fengu 12 slagi eft- ir hjartaútspil frá suðri. 1 lokaöa salnum voru sagnir hálf skrautlegar. Skúli og Þorlákur sátu i AV og Kirby og Lodge i NS. Vestur. Noður. Austur. Suöur. llauf lspaði 2lauf 2spaðar dobl redobl pass 3tiglar dobl allir pass. Spaði norðurs yfir sterku laufopnuninni sýndi annaðhvort háliti eöa lágliti (!) og tveggjaspaðasögn Lodge i suður var til þess ætluö aö grugga vatnið. Redoblið sýndi auðvitað láglitina. Skúli i vestur kom út meö ás og kóng i tigli og spilaði þriðja tiglinum sem Lodge tók heima. Hann spilaði hjarta á niuna og Þorlákur fékk á gosann og spilaði spaöa til baka. Skúli tók á kóng og grunlaus um hjartalit suðurs spilaði hann nú sfðasta tiglinum. Lodge tók á drottninguna i borði og spilaði hjarta og svinaöi drottningunni. Ef Skúli hefði átt hjartakóng hefði Lodge aðeins fengið 2 ti'gulslagi og farið 1300 niður. En hjartasviningin gekk og hjartað lá 3-2 svo sektin var aðeins 300. Litið uppi geim á hættunni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.