Tíminn - 25.09.1980, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.09.1980, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. september 1980. 3 Bob Magnusson: Bassasnillingur af íslenskum ættum heimsækir Island á afmæli Jazzvakningar AB — Bandariski bassaleikar- inn Bob Magnusson veröur gest- ur Jazzvakningar á 5 ára afmæli félagsins og kemur hann tii meö aö leika ásamt islenskum jazz- istum á kiúbbkvöldum Jazz- vakningar 24.-26. september. Fyrsta jazzkvöldiö var i gær- kveldi aö Hótel Loftleiðum og 2; jazzkvöldið er í kvöld, einnig aö Hótel Loftleiöum. Siðasta jazz- kvöldiö verður svo annaö kvöld i Atthagasal Hótel Sögu. Bob Magnusson er 33 ára gamall, fæddur i New York, uppalinn i San Diego og nú bú- settur i Los Angeles, þar sem hann kennir m.a. á bassa við Institute of Technology. Bob hóf tónlistarnám ungur að árum, en áhugi hans á jazzi vaknaði ekki fyrr en hann var orðinn 19 ára gamall. Bob hafði áöur leikið á raf- magnsbassa, en i framhaldi af jazzáhuganum, hóf hann nú aö leika á kontrabassa. Fyrsta al- varlega starf sitt sem jazzisti fékk hann 21 árs gamall i hljóm- sveit Buddy Rich. Bob er i miklu dálæti hjá sam- löndum sinum úr jazzheimin- Þó Bob Magnusson liti ekki út þaö staöreynd engu aö siöur. um, og hefur hann m.a. unniö með kröftum eins og Sarah Vaugham, John Klemmer, Art Pepper, Mundell Lowe, Sam Most, Pepper Adams, Joe Fallel o.f 1., bæði i hljómleika- sölum og á hljómplötum. Hér mun Bob leika með is- lensku tónlistarmönnunum Guðmundi Ingólfssyni (pianó), Viðari Alfreössyni (trompet), Guðmundi Steingrimssy ni (trommur), og Rúnari Georgs- syni (saxófónn). fyrir aö vera af islenskum ættum, er ■> Blandaö dagheimili- og leikskóli: Nýtt dagvist- unarheimili við Iðufell Kás — Um þessar mundir er að opna nýtt dagvistunarheimili hér i borginni að Iðufelli i Breiðholti. Heimilið er blandað dagheimili og leikskóli, og er það fyrsta sinnar tegundar hér i Reykjavík. Rúmt ár er siðan að hafin var smiði dagvist- unarheimilisins við Iðu- fell, þannig að smiðin hefur gengið vel. Sams konar dagvistunar- heimili er nú verið að reisa við Fálkabakka og Hálsasel i Breiðholti, og styttist nú óðum i að þau verði tekin i notkun. Sama fyrirkomulag verður á öllum þremur stöðunum, þ.e. þessi blanda af dagheimili og leikskóla. Þarna verða tvær leik- skóladeildir og ein dagheimilis- deild. Samtals munu rúmlega niutiu börn eiga samastað að Iðu- felli hluta sólarhringsins. Vel hefur gengið að ráða fóstrur til starfa við hiö nýja dagvistun- Fyrstu börnin komu á heimiliö á föstudaginn, og kunnu þau þegar vel aö meta vandaöan aöbúnaö. arheimili i Breiðholti. Bæði þykir verkefniðspennandi, þvi þarna er verið að fara inn á nýja braut, og eins er þetta ung stétt, þ.e. fóstr- ur, eiga þvi margar heima i Breiðholti, og vilja þvi vinna i námunda viö heimili sin. Mikið smygl í Goðafossi BUKKVER Skeljabrekka 4 - 200 Köpavogur - Sími: 44040. BLIKKVER SELFOSSt Hrísmýri 2A - 802Selfoss - Sími: 99-2040. EKJ — 1 fyrradag fundu toll- veröir úr Reykjavik talsvert magn af smygivarningi i ms. Goöafossi þegar hann kom til Vestmannaeyja. Þaö hafa fund- ist 30 kassar af áfengi, bæöi rússneskum og amerfskum vodka, sem eru 360 flöskur. Þegar blm. haföi samband viö lögregluna i Vestmannaeyjum i gær, stóö leitin enn yfir. En Goöafoss kom á staðinn til aö afferma tómar sildartunnur. Það má gera ráö fyrir, aö sekt viö smyglinu skipti milljónum. Flugleiðamálið Framsóknarfélag Reykjavíkur boðar til almenns fundar um Flugleiðamálið. Fundurinn verður haldinn á Hótel Heklu kjallara fimmtu- daginn 25. september og hefst kl. 20.30. Frummælendur verða: Steingrfmur Ilermannsson, samgönguráöherra og Guö- mundur G. Þórarinsson, al.þ.m. Athugiö: Fundurinn er öllum opinn. Framsóknarfélag Reykjavikur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.