Tíminn - 03.10.1980, Side 4

Tíminn - 03.10.1980, Side 4
4 Föstudagur 3. október 1980. Enn einn O’Neal- leikari beir sem eitthvað fylgjast með kvikmyndum þekkja Ryan O’Neal og dóttur hans Tatum O’Neal. Nú kemur enn einn úr fjölskyldunni á hvíta tjaldið. baðer Griffin O’Neal, sem er 15 ára. Hann kemur i fyrsta sinn fram i myndinni „The Escape Artist”, en þar leikur hann föðurlausan flækingsstrák, sem verður að vinna fyrir sér sjáif- ur. Hann byrjar á þvi að sýna töfrabrögð, og verður bráðflink- ur i þeirri list. Til þess að geta leikið i þessari mynd þurfti Griffin að læra ýmis smábrögð, þó auðvitað séu notaðar sjón- hverfingar i myndinni. Hann æföi sig mikiö með bolta, en á myndinni er systir hans Tatum O’Neal, sem nú er orðin 16 ára, að dást að leikni hans við að gripa ávexti. Griffin O’Neal er margt til lista lagt, t.d. ieikur hann á 5 hljóðfæri, en fyrir kvikmynda- leikinn sem flækingsstrákur varð hann að læra margar listir m.a. varð hann að læra að stinga upp lása og meira aö segja var honum kennt að ná af sér handjárnum. Faðir hans Ryan O’Neal sagðist vonast til að hann þyrfti ekki að nota þessa nýfengnu kunnáttu sina i hversdagslifinu! í spegli tímans Systkinin Tatum — 16ára — og Griffin O’Neal— 15 ára — bæði hafa fetað I fótspor föður sins og hafið ung ieik I kvikmyndum. . Ósvikinn garðstóll Garðyrkjumaðurinn Tom Conroy er flinkur með garð- klippurnar. Hann hefur klippt til tré i mörg ár, bæði i sinum eigin garði og annarra. Honum datt i hug að gera sér skemmtilegan garöstól i garðinum við heimili sitt i Cambridge i Englandi. Hann hefur klippt til gróskuleg- an runna, sem stóð við stofu- gluggann og þarna hefur Tomnú fengið hægindastól i garðinn sinn.lifandigarðstól! Viðsjáum Tom og vin hans njóta haust- bliðunnar i Cambridge yfir bolla af tei. Krossgáta 3409. Krossgáta Lárétt 1) Fiskur. 6) Tindi. 8) Él. 10) Aa. 12) Kind. 13) Fæði. 14) Dreif. 16) Hár. 17) Reiði- hljóð. 19) Ferill. Lóðrétt 2) Hulduveru. 3) Tónn. 4) Stórveldi. 5) Ahald. 7) Flik. 9) Gruna. 11) Hyl. 15) And- vari. 16) Grjóthlið. 18) Kýrrð'. Ráðning á gátu No. 3408. Lárétt 1) öldur. 6) Fastari. 10) TU. 11) Ós. 12) Amsturs. 15) Hrósa. Lóðrétt 2) Los. 3) Una. 4) Oftar. 5) Missa. 7) Aum. 8) TTT. 9) Rór. 13) Sær. 14) Uss. bridge 1 fimmtándu og siðustu umferð Evrópumótsins i Israel spiluðu Islendingar við Dani. Báðar sveitir áttu möguleika á 6. sætinu með þvi að vinna stórt og þvi var mikill baráttuhugur i spilurum. En það varð brátt ljóst að hverju stefndi þvi Islandi tókst að kreista stig útúr nær hverju spili og leikn- um lauk 20-^3 fyrir Island. Norður. S. 10654 v/Enginn. H. A9764 T. 10 L. 1086 Austur. S. DG2 H.KG3 T. 987 L.G542 Suður. S. 8 H. D85 T. G5432 L. AKD9 I opna salnum sátu Sævar og Guðmundur i AV og Hansen og Lund i NS. Vestur. S. AK973 H. 102 T. AKD6 L. 75 Vestur. Norður. Austur. Suður llauf pass 1grand pass 2spaðar pass 2grönd pass 3 tiglar pass 3grönd pass 4spaðar pass pass pass. 2 grönd var gerfisögn og lofaði spaðastuðningi. Norður kom út með tigultiu og eftir það var spilið unnið svo framarlega sagnhafi hitti i hjartað. Guðmundur drap á ás og spilaði fjórum sinnum spaða. Besta vörn hjá suðri er lik- lega að henda einum tigli og tveim hjörtum og vona að sagn- hafi spili hjarta á gosa. En i raun valdi suður að henda einu hjarta, laufaniunni og laufaás. begar sagnhafi sá laufásinn ákvað hann að spila uppá skipta ása. Hann lagði fyrst niður tigulkóng og spilaði siðan hjartatiu á kóng, þegarnorður lét litið. Siðan fylgdi merkt tigulsvining og spilið var i höfn. 1 lokaða salnum sátu borlákur og Skúli i NS og Mortensen og Cristiansen i AV. Vestur. 1 lauf 2 spaðar 4spaðar Norður. 1 hjarta pass pass Austur. lgrand 3spaðar pass Suður. 2lauf 4hjörtu pass. borlákur hætti sér útá hálan is með hjartaströglinu enhannstóð föstum fót- um i vörninni. Hann spilaöi út hjartaás og meira hjarta og eftir það gæti ekki einu sinni Belladonna unnið 4 spaða. 11 impar til Islands.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.