Tíminn - 03.10.1980, Page 7
Föstudagur 3. október 1980.
7
Ú tvarpsreks tur
einstaklinga eða
f élagasamtaka
Ný viðhorf i rniðlun
útvarps- og sjónvarpsefnis
t fjölmiðlum er útvarpsrekst-
ur af þvi tagi sem fyrirsögnin
vísar til oft nefndur „frjáls” eða
„óháður”. Ég felli mig engan
veginn við slika notkun þessara
hugtaka og skal reyna að gera
grein fyrir ástæðum þess.
Einkaréttur Rikisútvarpsins
er á sinn hátt takmörkun á frelsi
til óheftrar útvarpsfjölmiðlun-
ar. Orðið „frjáls” getur þvi átt
við um andstæðu þess. Ef við
göngum út frá þvi að réttur til
útvarps verði rýmkaður, mun
samanburður milli Rikisút-
varpsins og annarra útvarps-
stöðva hins vegar byggjast á
dagskrá og dagskrárgerð. Þar
með verður notkun orðanna
„frjáls” eða „óháður” um aðrar
stöðvar en Rikisútvarpið út i
bláinn, þvi að hinar nýju stöðv-
ar yrðu vissulega háðar ýmsu,
t.d. skoðunum þess hóps sem
rekur stöðina, f jármagni o.fl. Ef
út i það væri farið væri Rikisút-
varpið á ýmsum sviðum bæði
„frjálsara” og „óháðara”.
Ég hygg að tækni og aðstæður
til útvarpsfjölmiðlunar séu nú
orðnar með þeim hætti að nauð-
synlegt sé að rýmka rétt til út-
varps. Bg tel þó að sá réttur eigi
ekki að vera ótakmarkaður,
heldur verði leyfi veitt að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum,
og þyrfti þá einkum að hafa
eftirfarandi atriði i huga. 1
fyrsta lagi er ástæðulaust að
gera útvarp að hreinu við-
skiptatæki, þar sem ætlunin er
að afla fjár með auglýsingum.
Þá yrðium beina samkeppni að
ræða við Rikisútvarpið um tekj-
ur, þvi að auglýsingar eru
mikilvægur tekustofn fyrir
stofnunina. Tel ég auðsætt, að
hyggilegra sé að nota tekjur af
auglýsingum til dagskrárgerðar
en að beina þeim til einkaaðilá,
að hluta i vasa þeirra en að öðru
leyti til greiðslu kostnaðar við
umgjörð auglýsingastarfsem-
innar. Þarna yrðiað setja skyn-
samleg mörk fyrir magn aug-
lýsinga, þvi að einkahagsmunir
fárra hljóta i þessu að vikja
fyrir hagsmunum þess fjöl-
miðils sem nær þjóðinni allri.
Fjár til reksturs útvarpsstöðva
yrði svo væntanlega að öðru
leyti aflað með framlögum
ýmissa aðila eöa jafnvel með
afnotagjöldum i einhverri
mynd.
I öðru lagi er rétt að við veit-
ingu leyfa sé það gert að skilyrði
að útvarp byggi ekki á erlendu
fjármagni. Virðist þörf á slikum
varnagla, enda nýleg dæmi um
beina erienda fjárstyrki til
stjórnmálasamtaka i fjölmiðl-
unarskyni.
1 þriðja lagi kemur svo það
sjálfsagða skilyrði að við dag-
skrárgerð haldi menn sig innan
ramma almennra velsæmis-
reglna og meiðyrðalöggjafar.
Sennilegt er að hugur áhuga-
manna um einkarekstur út-
varps standi einkum til útvarps
af viðskipta- eða hugsjóna-
ástæðum. Einkaaðilar vilja lik-
lega byggja dagskrá á auglýs-
ingum en fylla dagskrártima að
öðru leyti með léttri tónlist og
öðru léttmeti sem þætti til þess
fallið að laða fólk að tækjunum.
Félagasamtök ýmis konar
myndu fyrst og fremst vilja
flytja boöskap sinn, sem verið
gæti trúlegs eðlis, stjórnmála-
legs eðlis og i rauninni allt þar á
milli. Engan veginn er útilokað
að landshlutasamtök óski að
koma á fót héraðsútvarpi, og
þvi skyldu einbeittir
,,disco”-áhugamenn ekki koma
sér saman um „disco”—stöð?
Aðeins til
góðs — með
skilyrðum
Með þeim skilyrðum til út-
varpsreksturs sem að framan
voru nefnd, teldi ég að afskipti
af dagskrárgerð einkastöðva
ættu að vera upp talin. Menn
yrðu einfaldlega að horfast i
augu við þá auknu valkosti sem
á boðstólum væru og yrðu vita-
skuld að sætta sig við einhliða
boðun á hvers konar stefnum i
útvarpi án ihlutunar. Einnig
yrðu menn þá aö gera sér ljóst,
að mjög er misjafnt, hvert fjár-
hagslegt bolmagn samtök hefðu
til útvarps, en meðrýmkunrétt-
ar yrði auðvitað engin leið að
setja á slikt hömlur.
Sammerkt einkastöðvum yröi
væntanlega að þær ýrðu nokkuð
staðbundnar, og það einkum af
þeim tveim ástæðum að þær
myndu ekki ráða yfir eða ráða
við dreifikerfi sem næði öllum
landsmönnum og hefðu enda
mestan áhuga á að ná til þétt-
bílissvæðanna.
Hvaða áhrif hefði svo þessi
þróun á Rikisútvarpið? Ég hef
þegar látið i ljós þá skoðun að
sjá þurfi til þess að einkastöðv-
ar skaöi ekki um of fjárhag
Rikisútvarpsins, nema þá að ný
leið finnist til tekjuöflunar.
Samkeppni i dagskrárgerð get-
ur hins vegar aldrei orðið til
annars en góðs. Það grund-
vallaratriði hljóta svo allir að
geta tekið undir að Rikisútvarp-
inu mun áfram bera skylda til
að sjá þjóðinni allri fyrir fjöl-
breyttu dagskrárefni og alhliöa
umræðu um þjóðfélagsmál sem
nái eyrum og augum allra
landsmanna.
Fréttir af stofnun sjónvarps i
Grænlandi fyrir skemmstu
vöktu athygli mina. Þar kom
fram að litlar sjónvarpsstöðvar
hefðu starfað i stórum bæjum
um skeið og sent út efni af
myndsegulböndum, oft án leyfis
og greiðslna. Nú þætti hins veg-
ar ekki annað fært en að stofna
til sameiginlegssjónvarps fyrir
sem flesta landsmenn. Ég fæ
ekki betur séð en þessi frétt
styðji þá skoðun að sameiginleg
fjölmiðlun útvarps og sjónvarps
sé nauðsynleg þjóð i dreifbýlu
landi.
i
„Nærradio”
t sumum nágrannalanda okk-
ar fara um þessar mundir fram
talsverðar umræður um einka-
rétt útvarps. í Noregi komu i
vetur fram allitarlegar tillögur
frá Hægriflokknum, þar sem
m.a. var lagt til að leyfa út-
varpsrekstur einkaaðila i ein-
hverjum mæli, en þar i landi
hafa einkum ýmsir trúarhópar
sýnt sliku áhuga. Samt fór það
nú svo að ný útvarpslög voru
samþykkt þar i lok mai i vor án
verulegra breytinga i þessa átt.
Þó var látið að þvi liggja að ekki
væri langt að biða frekari tið-
inda, þar eö fjölmiðlanefnd
starfar nú á vegum Stórþingsins
og á að skila áliti innan tveggja
ára.
Sviar eru komnir nokkru
lengra. Þeir tóku sig til fyrir
einu ári siðan og leyfðu rekstur
einkaútvarpsstöðva við hlið
rikisútvarpsins á afmörkuðum
svæðum og með vissum skilyrð-
um, sem einkum eru þau, að
ekki séu auglýsingar i útsend-
ingum og að stöðvarnar haldi
sig innan marka almennra laga.
Þetta tilraunaútvarp sem
nefnist „nærradio” á að standa
til 1982 og verður þá tekin
endanleg ákvöröun um fram-
hald þess.
t „nærradio” — kerfinu fá alls
konar hópar tækifæri til að út-
búa dagskrá i 2klst. á dag eða 14
klst. á viku. Mikil bylgja nýrra
stöðva kom þegar fram, eftir að
leyfi fékkst, og munu nú vera
um 270 útvarpsstöðvar af þessu
tagi á 16 reynslusvæðum i land-
inu. Fjarri fer þó að þær sendi
allar út i 2 klst. á dag og sumar
þeirra starfa mjög óreglulega.
Eins og vænta mátti eru það
einkum ýmsir trúarhópar og
félagasamtök svo sem náttúru-
verndarsamtök, samtök á ysta
væng stjórnmála, samtök út-
lendinga i Sviþjóð o.fl. o.fl. sem
stunda útvarpsrekstur i „nær-
radio” en sumar stöðvar senda
aðeins tónlist. Vinna við útsend-
ingar er fyrst og fremst sjálf-
boðaliðastarf, en rekstur að
öðru leyti kostaður með frjáls-
um framlögum félaga og ein-
staklinga.
Geta má þess að þegar hefur
verið gerð könnun á hlustun
fyrsta reynsluárið. Skýrði
sænska sjónvarpið frá þvi i
fréttum 27. ágúst s.l. að hún
leiddi i ljós að mjög fáir hlusti á
„nærradio”. Þannig höfðu 70%
útvarpshlustenda á 15 af 16
reynslusvæðum aldrei hlustað á
„nærradio” — dagskrá. Vissu-
lega verður fróðlegt að fylgjast
með hvert framhaldið verður.
Ný viðhorf i
miðlun sjón-
varpsefnis
Vikjum nú aðeins að sjón-
varpi sérstaklega og þá fyrst að
notkun myndsegulbanda i
heimahúsum sem mjög voru til
umræðu hér siðastliðið vor,
einkum dreifing sliks efnis i
fjölbýlishúsum.
Myndsegulbönd eru enn eitt
afsprengi tækniþróunar sefn
sjálfsagt er að nýta til lræðslu
og skemmtunar þar sem þaö er
kleift. Er þegar farið að selja
eða leigja hið fjölbreytilegasta
efni á böndum.
Ég tel ekki að notkun mynd-
efnis i heimahúsum eða á stofn-
unum geti með nokkru móti
skaðað Rikisútvarpið og dag-
skrá þess, og jafn fráleitt aö
reyna að stemma stigu við þvi
og ef eltast ætti við notkun tón-
listar eða annars efnis ai tón-
böndum. Það ber hins vegar
varla vott um sanngirni að
ætlast til þess að i útvarpslögum
frá 1971 sé tekið tillit til að-
stæðna sem þá voru ekki fyrir
hendi og ekki fyrirsjáanlegar. 1
2. gr. reglugerðar um Rikisút-
varp er þó þrátt fyrir allt
ákvæði um frávik frá einkarétti
til útvarps, en þar segir:
„Það telst samkvæmt lögum
þessum ekki útsending til við-
töku almennings, þótt veitt sé
upplýsingaþjónusta um hið al-
menna simakerfi, sendar út
veðurfregnir eða önnur boð til
skipa á hafi úti eða sent efni um
þráð til viðtakenda innan bygg-
ingar eða samliggjandi bygg-
inga sömu stofnunar, svo sem i
sjúkrahúsum, gistihúsum, skól-
um eða verksmiðjum”.
Sé litið á, hvað átt er við með
stofnunum þarna, þar ekki
nema svolitla sanngirni til að
túlka greinina með þeim hætti
að i lagi sé að senda efni um
þráð i fleiri tegundum bygg-
mga, og þvi þá ekki i fjölbýlis-
husum? Hinu er ekki að leyna
að uppsetning kapla sem tengja
mörg hús eða jafnvel heilt
hverfi er i ósamræmi við út-
varpslögin eins og þau eru nú.
Með það i huga, að brátt veröur
algengt að leggja sameiginleg
sjónvarpskerfi i heil hverli er
vitaskuld ljóst, að þarna þarf aö
taka á málum með breyttar að-
stæður i huga.
Tæknilega séð má segja að
sjónvarp standi um þessar
mundir á timamótum að einn
einu leytinu. Notkun gervi-
hnatta til sjónvarpssendinga
eykstnú hröðum skrefum. Jarð-
stöðin Skyggnir er að taka til
starfa og kemur þá að þvi að
islenskasjónvarpiðgeti tekið við
beinum útsendingum frá meiri-
háttar viðburöum erlendis.
NORDSAT
Enn stærri i sniðum er sú hug-
mynd að taka upp viötæka
norræna samvinnu um dreif-
ingu sjónvarpsefnis milli
Norðurlanda með aðstoö sjón-
varpshnattar, þekkt undir nal'n-
inu NORDSAT. Island, Græn-
land og Færeyjar munu þá eiga
kost á 5 sjónvarpsrásum og 10
útvarpsrásum, og Danmörk,
Noregur, Sviþjóð og Finnland 7
sjónvarpsrásum og 11 útvarps-
rásum. Meginhugsunin meö
þessu er að auka menningarleg
samskipti þessara grannþjóða á
öllum sviöum. Sjónvarpsnot-
endur geta þá valið milli dag-
skráa allra Norðurlandanna og
verða þær að nokkru sendar
með textaþýðingum.
Ljóst virðist að almenningur
muni horfa meira á sjónvarp en
nú er ef af þessu verður, einkum
á svæðnm þar sem senditimi er
nú skammur. Fjölbreytni dag-
skrár mun aukast að mun. Sum-
ir óttast að það leiði ai'tur tii
þeirrar tilhneigingar að velja
ætið þá stöð sem sendir léttustu
dagskrána hverju sinni en
sneiða hjá l'ræðslu- og
menningarefni. Vera má aö svo
veröi, en hver og einn hefur auð-
vitað rétt til að velja sér dag-
skrárefni eftir eigin höfði. Þeir
sem eftir sem áður óska eftir
fræöslu- og menningarefni
munu einnig hafa úr mun fjöl-
breyttari dagskrá að velja en nú
er.
Ljóst er að gifurlegur
kostnaður verður við aö koma
NORDSAT-áætluninni á
laggirnar, og mun Island þá
liklega greiða svipað hlutfall og
i öðrum samnorrænum verkefn-
um. Einstaklingar hefðu einnig
talsverð útgjöld af þvi að afla
móttökutækja og loftneta heima
fyrir. Verði áætlunin samþykkt
má ætla að undirbúningur taki
það langan tima að sendingar
hefjist ekki fyrr en i lok þess
áratugar sem nú er að hefjast.
Skoðanir munu vera mjög skipt-
ar um málið og alls óvist hver
afdrif þess verða á endanum.
Móttökustööin Skyggnir gerir kleift aö taka viö sjónvarpsefni og sjón-
varpa hér á landi beint frá útlöndum. Tfmamynd GE.