Tíminn - 03.10.1980, Qupperneq 13

Tíminn - 03.10.1980, Qupperneq 13
Föstudagur 3. október 1980. 17 Afmæli Þorsteinn Kristleifsson, fyrrum bóndi að Gullberastöðum, til heimilis að Sæunnargötu 3, Borgarnesi, verður 90 ára laugardaginn 4. okt. Hann verð- ur að heiman. Söfn Listasafn Einars Jónssonar er opið frá og með 1. okt. sunnu- daga og miðvikudaga frá kl. 13.30-16. Ráðstefnur Fyrirlestur um sagn- fræðirannsóknir Erik Lönnroth prófessor frá Gautaborg flytur fyrirlestur i boði Sagnfræðistofnunar Há- skóla íslands og Sagnfræðinga- félags íslands fimmtudaginn 2. október kl. 17.15 i stofu 201 i Arnagarði um norræna sam- vinnu á sviði sagnfræðirann- sókna. Erik Eönnroth er meðal þekktustu sagnfræðinga á Norðurlöndum og hefur ritað fjölmargt sem varðar Norður- landasögu bæði frá miðöldum og síðari öldum. Hann hefur auk þess verið virkur i norrænu og evrópsku samstarfi um húmaniskar rannsóknir um árabil. Ollum er heimill aðgangur. Ferðalög Helgarferðir: 3. -5. okt. kl. 20 Landmannalaug- ar — Jökulgil. 4. -5. okt. kl. 08 Þórsmörk — haustlitir. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofunni Oldugötu 3. Ferðafélag tslands. Safnaðarheimilinu. Vonast er til að félagskonur og aðrir ibúw sóknarinnar leggi eitthvaö af mörkum t.d. kökur, grænmeti og alls konar basar- muni. Hafið samband við Hönnu i sima 32297, Sillu i sima 86989 og Helgu i sima 38863. Skotveiðifélag tslands. Fræðslufundur fimmtudaginn 2. okt. kl. 20.30 Hótel Borg 4. hæö. Framsöguerindi Jón Kristjáns- son fiskifræðingur. Erindið heit- ir; Notkun hunda við fuglaveið- ar. Kvenféiag Háteigssóknar: Fundur veröur i Sjómannaskól- anum þriðjudaginn 7. október kl. 8.30. Ragnhildur Helgadóttir fyrrv. alþingismaður flytur er- indi er hún nefnir Fjölskyldan I nútima þjóðfélagi. Mætiö vel og takiö meö nýja félaga. Stjórnin. Hvað er Bahai-trúin? Opiö hús að Óðinsgötu 20 öll fimmtudagskvöld frá kl. 20:30. Allir velkomnir. 2. október mun Halldór Þor- geirsson ræða ofsóknir á hendur Bahaium i tran. Bahai-samf élagið Reyk ja vik. Félagslíf Tónleikar í Mývatnssveit og á Húsavík Söngkonurnar Elisabet Erlingsdóttir og Hólmfriður S. Benediktsdóttir halda tónleika I Skjólbrekku, Mývatnssveit, laugardaginn 4. okt. kl. 15.00 og i Húsavikurkirkju sunnudaginn 5. okt. kl. 16.00. Við hljóðfærið verður Guðrún A. Kristinsdótt- ir, pianóleikari. A efnisskránni eru einsöngs- og tvisöngslög eftir innlenda og erlenda höfunda. Bækur SETBERG sendir frá sér þessa dagana þrjár fyrstu bækurnar i nýjum flokki teiknimyndasagna um Steina sterka, — sterkasta strák I heimi! Bækurnar eru gerðar af tveimur þekktum teiknimyndahöfundum, þeim Peyc og Walthéry. Fyrstu bæk- urnar heita „Steini sterki og Bjössi frændi” (nr. 1), „Sirkus- ævintýrið” (nr. 2) og „Steini sterki vinnur 12 afrek”.Þýðandi bókanna er Vilborg Sigurðar- dóttir kennari. Nú verður kátt í höllinni Nú er að koma haust og skemmtanalifið að byrja. Fólk farið að spá hvert á að fara. SGT ætlar eins og undanfarna vetur að halda skemmtanir i Templarahöllinni á föstudög- um. Eins og allir þeir mörgu vita sem komið hafa þangaö er gamla Guttó-stemmingin i al- gleymi. Þar geta jafnt ungir sem gamlir skemmt sér saman og þaö án áfengis. Þarna er bæði spilað og dansað og sér frábær hljómsveit um stanslaust fjör. Þeir sem ekki hafa komið i Templarahöll- ina á föstudagskvöldum ættu að láta sjá sig og þeir munu sann- færast um aö það er hægt að skemmta sér vel, já frábærlega vel án áfengis. Dagsferðir 5. okt. 1. kl. 10 — Hátindur Esju. Far- arstjóri: Þorsteinn Bjarnar. 2. kl. 13 — Langihryggur — Gljúfurdalur: Fararstjóri Hjálmar Guömundsson. THkynningar Kvenfélag Bústaða- sóknar hyggst halda markað daginn 5. október sunnu- n.k. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.