Tíminn - 22.10.1980, Side 2

Tíminn - 22.10.1980, Side 2
2 Miðvikudagur 22. október 1980. i * „HÖFUM TEY6T OKKUR j EINS LAN6T 06 HÆ6T ER” j • — segir Steingrimur Hermannsson samgönguráöherra um aöstoöina við Flugleiöir • IFRI — Næsti leikur i stöðunni hlýtur að vera hjá Flugleiðum en þeireru á stjórnarfundi nú og ég hef ekki frétt af þeim fundi, sagði Steingrimur Hermanns- • son samgöngumálaráðherra f viðtali við blaðamann Timans f Alþingi i gær er við spurðum hann um framhaldið i málefn- um Flugleiða. — — Það eru ýmsar blikur á lofti i þessu máli og erfiðleikar Atlantshafsflugsins eru smá- munir samanborið viö erfið- leika félagsins i heild. — Við höfum meö frumvarpi okkar teygt okkur eins langt og hægt er að hugsa sér hvað að- stoð við félagiö varðar með framkomnu frumvarpi og ég • vona að siöasta áætlun sem félagið hefur lagt fram sé raun- sæ en okkar áætlanir eru byggð- ar á grundvelli upplýsinga frá félaginu. — Það sem gerist á næstu dögum er aö viö munum biða a eftir niðurstöðum úr könnun matsmanna á eignum félagsins en eftir frumvarpið þá er næsti leikur hjá Flugleiðum. Iræöusinnium málefni Flug- leiða á Alþingi I gær kom fram hjá Steingrimi Hermannssyni eftir að hann hafði greint frá aðdraganda málsins á undan- förnuári að hallarekstur félags- ins á Atlantshafi hefði dregið mjög úr ööru flugi félagsins. Hann sagðist ekki vera hrifinn af þeirri hugmynd að mynda nýtt flugfélag i Luxemburg þar sem við hefðum takmarkaðan hagnað af þvi. Hann sagði I ræðu sinni að bæta yrði starfsandann innan félagsins þvi andinn væri langt frá þvi að vera eins góður og þyrfti og ætti þetta verulegan þátt i erfiðleikum félagsins. Semdæmium þetta nefndihann deilur milli starfshópa og for- ráðamanna félagsins. Hann sagði að hann hefði beðið félagið að skoða vandlega hvernig rekstrarfjárstaðan væri og að hann ætti von á svari við þvi bráðlega en hún er mjög slæm nú. Hann sagðist ekki geta varist þeirri skoðun að mistök I stjórnun félagsins ættu hér hlut að þvl hvernig komið væri og nefndi sem dæmi um þaö að ekki hefðú' verið fest kaup á breiöþotum nógu snemma og er þaö vargert var keypt þota með litlu fraktplássi en hins vegar yröi engum kennt um þann skaða er varö af DC-10 þotunni eftir flugslysið á Chicago-flug- velli. Mörgum spurningum ósvarað Ragnar Arnalds talaði á eftir samgönguráðherra og sagöi hann aö mörgum spurningum málsins væri ósvarað eins og þvi hvaöa veö verði sett vegna ábyrgðanna?, Hver sé heildar- upphæð ábyrgða’heimilda og hverjir séu skilmálar rikisins? Ginnig gerði Ragnar Arnalds skrif Morgunblaðsins um málið að umræðuefni og taldi þau harðvituga viöleitni til að koma höggi á einn stjörnarflokkinn þ.e. Alþýöubandalagiö. Ragnar tók mjög i sama Benedikt Gröndal talaði á eftir ráöherrunum Steingrimi og Ragnari og kvað nauðsynlegt að halda þessu flugi gangandi. streng og Steingrimur hvað varðaöi umfang aöstoðar rikis- ins við Flugleiðir og sagði i ræðu sinni „hingað og ekki lengra” Á eftir Ragnari Arnalds tók Benedikt Gröndal til máls og sagði nauðsynlegt að halda þessu flugi gangandi. A eftir honum töluðu svo þeir Friðrik Sophusson og Vilmundur Gylfa- son og sföan svaraöi Steingrim- ur Hermannsson fyrirspurnum sem fram höfðu komið. 1 máli Friöriks Sophussonar kom það fram að greinargerð eftirlitsmannanna sem birt er með skýrslunni er aö miklu leyti byggð á störfum Rúnars Jóhannssonar endurskoðanda hjá rikisendurskoðun. Hann skrifar þeim bréf sem er dag- sett 10. sept. þar sem segir m.a. „Eftirlitsmennirnir ættu ekki, að áliti Rúnars, aö leggja eitt- hvert ofurkapp á að toga það endurmat niður sem stjórnend- ur fyrirtækisins reyna að hlifa upp. Hversu mikið sem reynt verður að toga endurmatið nið- ^ ur veröur ekki hægt að ná ™ „verðmæti” Flugleiöa hf. 3 30.6’80 niður fyrir núllið”. Áhorfendabekkir þingsins voru þéttskipaðir er umræöur um Flugleiðamáliö fóru fram. Timamynd G.E. FRI — 1 frumvarpi því til laga um aðstoð rikisins við Flugleiðir hf. sem lagt var fram á Alþingi á mánudag er lagt til að rikis- stjórninni sé heimilt að veita Flugleiðum hf. sjálfskuldar- ábyrgð að láni sem nemur allt að rúmlega 1,5 milljaröi kr. til þess að mæta rekstrarhalla, ef veröur, á flugi félagsins míllí Luxemborgar og Bandarlkj- anna frá l.okt. 1980 til 30. sept. Mikil fjárhags-1 aðstoð tíl Flugleiða hf. i — felst I frumvarpi til laga um málefni félagsins 1981 gegn þeim tryggingum sem hún metur gildar. Rikissjóði er jafnframt heimilt að standa undir vöxtum af láni þessu. Ennfremur verði rikisstjórn- inni heimilt að auka hlutafjár- eign sina I félaginu i allt að 20% hlutafjár. I 3. gr. frumvarpsins segir að rikisstjórninni sé heimilt, gegn þeim tryggingum sem hún met- ur gildar, að veita félaginu allt að rúmlega 6,5 milljarða kr. til að bæta rekstrarf járstöðu félagsins. Samkvæmt 4.gr. frumvarps- ins er rikisstjórninni heimilt að fella niður lendingargjöld fé- lagsins á Keflavikurflugvelli fram til 1. okt. 1980 og gera ýms- ar aðrar tilhliðranir gagnvart öðrum gjöldum félagsins og i 5. gr. segir að rikisstjórninni sé heimilt að setja þau skilyrði sem hún telur nauðsynleg við veitingu rikisábyrgða. „VERKFALL ER EKKI EINI MÖGULEIKINN” segir Jófrlöur Björnsdóttir, formaður Flugfreyjufélags íslands AB — „Það er ekki rétt að eina hugsanlega að- gerðin af okkar hálfu til þess að fá Flugleiðir til þess að endurráða flug- freyjur eftir starfs- aldurslista sé verkfalls- boðun,” sagði Jófríður Björnsdóttir, formaður Flugfreyjufélags íslands i viðtali við Tim- ann i gær. Jófriöur sagði að félagið hefði ekki gengiö frá verkfallsboðun og viðræðum viö Flugleiðir væri ekki lokið. Þaö væri að sjálfsögöu ósk alla félagsmanna aö gera allt sem hægt væri til þess að komast hjá verkfalli. Þó sagði Jófriöur aö ef allt um þryti og viðræöur sigldu i strand þá sæju flugfreyjur sig knúöar til verkfallsboðunar, þvi mál þetta væri mjög þýðingarmikið i þeirra augum. Jófriður var að þvi spurð hvort flugfreyjur myndu setja það á oddjinn á næstu samningum að fá ráðningu samkvæmt starfs- aldurslista samningsbundna. „Viðhöfum ekkigert þaðaðkröfu okkar, en litum á þaö sem sjálf- sagðan og eðlilegan hlut, enda byggðan á áralangri hefð, að endurráöningar miðist við starfs- aldurslista.” sagöi Jófriöur aö lokum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.