Tíminn - 22.10.1980, Qupperneq 5

Tíminn - 22.10.1980, Qupperneq 5
Miðvikudagur 22. október 1980. 5 Fær Sambandið að byggja inn við Sund? „Borgaryfirvalda að taka afstööu” segir Þorsteinn Ólafsson fulltrúi forstjóra Sambandsins KL — ,,Það er borgaryfirvalda aö taka afstöðu til þessara mót- mæla. Það verður aö vega og meta skipulagslega þörf og hag- ræðingu annars vegar og sjónar- mið þau, sem þarna eru á ferðinni hins vegar”, sagði Þorsteinn Ólafsson, fulltrúi forstjóra Sam- bandsins, i tilefni af þeirri mót- mælaöldu, sem risið hefur vegna fyrirhugaörar byggingar Sam- bandsins við Holtagaröa. — Þessi byggingaráform eiga sér nokkuð langan aðdraganda. Málið kom upphaflega fyrir skipulagsnefnd Reykjavikur 1968, oghefur siöan verið tekið upp við borgaryfirvöld öðru hverju. A ár- inu 1970 samþykkti skipulags- nefnd byggingu birgðastöðvar Sambandsins viö Holtagarða. í framhaldi af henni komu siöan upp hugmyndir um byggingu skrifstofuhUss á þessum stað. A árinu 1978 voru teknar upp við- ræður við skipulagsnefnd og Þróunarstofnun, þar sem máliö var til umfjöllunar til febrUar 1980, en þá vfsaði skipulagsnefnd þvi til hafnarstjórnar, enda fellur þetta svæöi undir hennar yfirráð. Þorsteinn Ólafsson. Siðan gerir hafnarstjórn bókun um máliö i ágúst siöastliðnum, þarsem hún samþykkir, að Sam- band Isl. samvinnufélaga fái að reisa byggingu fyrir framtiðar- rekstur aðalstöðva sinna i Reykjavík viö Holtagarða, allt að 11.000 fm. að stærð. Áðurnefnd fundargerð hafnar- stjómar var siðan samþykkt i borgarstjórn 29. ágúst sl., en end- anlega er þó beðið eftir samþykki skipulagsnefndar. „Það sem fyrir okkur vakir, er að sameina sem mest starfsemi Sambandsins á einum og sama stað. Þarna er um starfsemi að ræða, sem er nokkuö hafnsækin. Innflutningsdeildin er þarna, og það er meiningin að flytja Skipa- deildina þangað, hér í bænum er Sjávarafurðadeild. Við erum á 6 stöðum i borginni með þessa starfsemi eins og er, og það segir sig sjálft, að þvi fylgja miklir kostir skipulagslega, að hafa alla þessa starfsemi á einum og sama stað. Þarna er gert ráð fyrir skrif- stofubyggingu, þar sem allt að 250-300 manns ynnu. Nú vinna I Holtagöröum um 185 manns. A það ber að lita, að þetta hús hefur ekki endanlega verið teikn- að, þó að einhverjar hugmyndir liggi fyrir um útlit þess og annaö, þannig að ekki er vitað, hvernig það verður i laginu. Þaö eina, sem liggur fyrir, er stærðin”, sagöi Þorsteinn að lokum. „Fullviss að tekið verður tillit tii mótmæla okkar” segir Magnús Óskarsson formaður Sundasamtakanna KL — „Ég er þess full- viss, að fullt tillit verður tekið til mótmæla okk- ar”, segir Magnús Ósk- arsson, formaður i ný- stofnuðum Sundasam- tökum. „Það kom mér mjög á óvart, hversu al- mennur áhugi er á stefnumálum samtak- anna og hversu mikill fjöldi tók þátt i stofnun samtakanna”. Sl. sunnudag voru stofnuð I Reykjavik Sundasamtökin, sem hafa á stefnuskrá sinni verndun þess hluta strandlengju Reykja- vikur, sem enn hefur fengiö að vera i friöi, með þeim fyrirvara þó, að Reykjavikurborg hafi sina höfn og athafnasvæöi. Á stofn- fundinum var fjöldi manns. Var þar kosin stjórn og er formaður sem fyrr segir Magnús óskars- son.... Magnús óskarsson. — Við sjáum fjölmörg dæmi þess, að almenningsálitiö getur haft áhrif á ákvarðanir stjórn- málamanna um skipulagsmál sem annað. Má þar nefna sam- þykktir um byggingu ráðhúss i Tjörninni.Seölabankahúss á Arn- arhðli, niöurrif Torfunnar, sem skyldi vikja fyrir nýju Stjórnar- ráði, en þeim var öllum hnekkt vegna sterks almenningsálits, sem var þeim andsnúið. Þetta mál, verndum strand- lengjunnar, á sér miklu lengri aö- draganda en þetta tiltekna mál, sem nú er á oddinum. Þaö beinist þvi að sjálfsögöu hvorki gegn SÍS né núverandi borgarstjórn, enda geröu Sundasamtökin ályktun, þar sem þau beindu þvi til borg- arstjórnar, að hún léti SÍS fá að- stöðu á góðum stað i staö þess, sem nú er fyrirhugaður. Þess má geta, aö aöalskipulag Reykjavikurborgar gerir ráð fyrir hafnsækinni starfsemi á svæðinu við Sundin, og skrifstofu- hús af þessari stærð brýtur I bága viö það. Auk þess brýtur það i bága við deiliskipulag, og það er enn alvarlegra, sagði Magnús. Aö lokum gat Magnús þess, aö er birgöastöð SIS var risin i Holtagöröum, hefðu yfirvöld borgarinnar heitið þvi, aö ekki yrði byggt meira á þessum stað. „Enda er vandséð, hvernig hægt er aö leyfa eina byggingu, en sið- an ekki fleiri”, sagði Magnús. Fastar áætlunarferðir. ROTTERDAM Umboðsmenn: Erhardt & Dekkers Van Vollenhovenstraat 29 P.O.Box 23023 3001 KA ROTTERDAM Skeyti: Wyklyn Telex: 22261 wykl nl Sími: 010 36 23 88 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Land-Rover eigendur Nýkomið á mjög & öxlarframan öxulflansar Stýrisendar Girkassaöxlar & Kambur & Pinion Hosur Motorpúðar Kúplingsdiskar Straumlokur Bremsubarkar hagstæðu verði: aftan Fjaðrafóðringar Tanklok Girkassahjól Pakkdósir Hraðamælisbarkar Vatnsdælur Kúplingspressur Hj.dælu gúmmi M.fl. Sendum i póstkröfu. Bílhlutir h/f Suðurlandsbraut 24 S.38365. Reykjavik. Auglýsið í Tímanum AUGLYSINGASTOFA SAMBANOSINS DAMIXA Nýtt blöndunartæki með tveimur handföngum, sem snúast aðeins 1A úr hring. Ódýr, stílhrein og auðveld í notkun. Nýjungarnar fylgja Damixa. • * miiKfli dönsk gæðavara

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.