Tíminn - 22.10.1980, Qupperneq 6
6
Miövikudagur 22. október 1980.
Þórarínn Þórarinsson:
Erlent yfirlit
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurðsson. Ristjórnarfull-
trdi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri Kristinn Hailgrimsson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi 86300. —
Kvöldsímar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20: 86387. Verö f
lausasölu kr. 280. Askriftargjald kr. 5500 á mánuði. Prentun:
Blaöaprent.
Brésnjef reynir að
festa Karmal í sessi
Hvers vegna
hefur niðurtalningin
tafizt?
Mikilvægasta atriðið i stefnuyfirlýsingu núver-
andi rikisstjórnar fjallar um hjöðnun verðbólgunn-
ar, sem unnið skuli að eftir svonefndri niður-
talningarleið. Nokkurrar óþreyju er farið að gæta
vegna þess, að mörgum finnst þetta starf enn ekki
hafið.
Þessi óþreyja er ekki óeðlileg, þótt sá þýðingar-
mikli árangur hafi náðst að verðbólgan i ár mun
vera heldur minni en á siðastl. ári. Það er ekki rétt
að gera litið úr þessum árangri, þegar þess er gætt-
að annars staðar hefur verðbólgan frekar aukizt á
þessu ári en hið gagnstæða.
Þegar nánar er aðgætt, kemur lika i ljós, að
margar ástæður sem hafa verið núverandi rikis-
stjórn óviðráðanlegar hafa staðið i vegi þess, að
hægt væri að hefja niðurtalningu að ráði.
í fyrsta lagi tók rikisstjórnin við miklum geymd-
um vanda, sem hafði hlaðizt upp meðan stjórn Al-
þýðuflokksins, studd af Sjálfstæðisflokknum, fór
með völd. Kostnaður útflutningsframleiðslunnar
hafði aukizt án þess að gengissig kæmi á móti.
Óhjákvæmilegar verðhækkanir voru dregnar á
langinn.
í öðru lagi hefur verðlag lækkað á mikilvægum
útflutningsvörum og það haft meira gengissig i för
með sér en ella.
í þriðja lagi hefur verð ýmissa innfluttra vara
hækkað og það haft áhrif til hækkunar á verðlagið
innanlands.
Fleiri ástæður mætti færa fram. Ótalin er lika sú,
sem ef til vill er veigamest, þótt hún hafi ekki haft
bein áhrif á verðbólguna. Það er samningaþófið hjá
aðilum vinnumarkaðarins. Meðan ekki hefur náðst
samkomulag um kjarasamninga, er erfitt að hefj-
ast handa um niðurtalningu. Kjarasamningar eru
að verulegu leyti sá grundvöllur, sem hún verður að
byggjast á.
Það munu einnig allir gera sér ljóst, sem eitthvað
hugsa um þessi mál, að það er auðveldara að tala
um hjöðnun verðbólgunnar en að framkvæma
hana. Svo mörg ljón eru þar á veginum.
Þetta reyndist t.d. rikisstjórn Geirs Hallgrims-
sonar. Það tók hana ekki skemmri tima en þrjú ár
að koma verðbólgunni niður i 26%. Verðbólgan var
40-50%, þegar stjórnin kom til valda sumarið 1974,
en komst lengst niður i 26% á miðju ári 1977. Þá
komu sólstöðusamningarnir svonefndu til sögunnar
og eyðilögðu þann árangur, sem náðst hafði.
Eins og áður sagði, er það ekki ómerkur árangur
að tekizt hefur að stöðva verðbólguhraðann á þessu
ári. Það á að geta tryggt betri aðstöðu til hjöðnunar .
á verðbólgunni eftir niðurtalningarleiðinni. Um það
þarf nú að hefjast rösklega handa. Á komandi ári
þarf rikisstjórnin að taka niðurtalningarmálið föst-
um tökum.
Um næstu áramót kemur myntbreytingin til sög-
unnar. Hún getur og á að marka þáttaskil i þessum
málum. Saga nýju krónunnar má ekki verða á
sömu leið og gömlu krónunnar.
Það mun ekki aðeins krefjast markviss starfs á
næsta ári,heldur næstu árum. Það er ekki út i blá-
inn hjá Margaret Thatcher, að það þurfi 10 ár til að
koma fótum undir heilbrigt efnahags- og atvinnulif.
Þ.Þ.
cCHINA
Dushanbe
SOVIET UNION
Termei,
FazirabadV .
Qonduz^VÁí'
0 z a r- i - S h a r i
'S^i*Pule-l-KhÚmrií^'
lagram
CExUli- Jalalabad
Meshed,
Shindand^:^;
Gardez e v
Isiámabad '
AFGHANISTAN ÍM
=5)1-,Y5
Kandahar’
PAKISTAN
Kabul
Hernaðarástand ríkir áfram i Afganistan
Karmal og Brésnjef hellsast á flugvellinum f Moskvu.
ÞAÐ mun rætast, sem haldiö
var fram I þessum þáttum, þeg-
ar her Sovétrfkjanna geröi inn-
rás i Afganistan fyrir tæpum 10
mánuöum, aö Rússar myndu
lenda þar i ekki óliku ævintýri
og Bandarikin I Vietnam.
Sá veröur þó sennilega
munurinn, aö Rússar veröi ekki
hraktir þaöan, en þeir munu
þurfa aö eiga þar i höggi viö
skæruliða árum saman og veröa
þvi aö hafa fjölmennt herliö i
landinu. 1 náinni framtlð viröist
ekki fyrirsjáanlegt, aö þar kom-
ist á laggirnar innlend stjörn
sem geti haldiö völdum, án
stuönings öflugs rússnesks setu-
liös.
Þessi skoöun hefur áreiöan-
lega styrkzt hjá mörgum viö
heimsókn Barbraks Karmal,
forsætisráöherra Afganistans til
Moskvu i siöustu viku. Hún bar
ámarganhátt vitnium, aörúss-
neskir valdamenn búa sig undir
þaö, aö hernaöurinn I Afganist-
an geti staöiö lengi.
Barbrak Karmal var tekið
með miklum virktum f Moskvu.
Brésnjef sjálfur tók á móti hon-
um á flugvellinum, þegar hann
kom til Moskvu og fylgdi honum
út á flugvöll, þegar hann fór
þaöan. Honum voru haldnar
dýrlegar veizlur og hann flutti
ávarp i sjónvarp og útvarp. Aö-
eins tignustu valdamenn fá slfk-
ar móttökur.
Þessi virðingarvottur, sem
Karmal var sýndur, hefur ber-
sýnilega haft tvöfaldan tilgang.
t fyrsta lagi átti aö sýna heima-
mönnum i Afganistan, aö Sovét-
rikin stæöu fast meö Karmal og
tilgangslaust væri þvl aö reyna
aö steypa honum af stóli.
1 ööru lagi átti aö sýna um-
heiminum, aö Rússar væru ekki
I neinum burtfararhug I
Afganistan, heldur myndu hafa
her þar eins lengi og þeir teldu
nauösynlegt af öryggis- og yfir-
ráöaástæöum.
1 ræöu,sem Brésnjef hélt, orö-
aöihannþetta á þessa leiö: ,,Við
viljum vona, aö allir muni nú
skilja hve tilgangslaust þaö er
aöætla sér aöhlutast tilum inn-
anrikismál Afganistans og
segja afgönsku þjóöinni fyrir
um hvernig hún á aö haga lifi
sinu og hvaöa rikisstjórn hún
eigi aö hafa”.
ÞESSUM oröum Brésnjefs
mun einkum hafa veriö beint til
Bandarikjamanna, Kinverja og
Pakistana og átt aö vara þá viö
aö veita skæruliöum aöstoö.
Hætt er þó viö,aö þessi viðvörun
hafi takmörkuö áhrif. Meöan
ekki semst um Afganistan munu
keppinautar Sovétrikjanna, eins
og Kina og Bandarikin, halda
A kortinu sjást þeir staðir, þar sem Rússar hafa herstöövar og
flugvelli i Afganistan.
áfram aö veita skæruliöum að-
stoö meö einum eöa öörum
hætti.
Erfitt er aö átta sig á þeim
fréttum, sem berast frá
Afganistan um baráttu skæru-
liöa. Oll fréttaöflun er þar eins
öröug og veröa má. Margir
skæruliöahópar segja af sér
frægöarsögur, sem ekki fá
staöizt. Fréttamenn gripa slíkt
fegins höndum. Sumt af þessum
söguburöi reynist þó rétt.
Réttust viröist sú mynd af
ástandinu i Afganistan aö
skæruliöahóparnir séu margir
og dreiföir um landiö og aö
verulegu leyti tengdir hinum
mismunandi ættflokkum, sem
byggja þaö.
1 Afghanistan voru yfirráö
konungsins mjög takmörkuö, en
raunveruleg völd i höndum
margra ætta, llkt og á lslandi á
Sturlungaöld. Mörgum þessara
ætta kom illa saman og
byggöust völd konungsins ekki
sizt á þvi, aö hann notaöi sér
ósamlyndi þeirra.
Aö verulegu leyti af þessum
ástæöum, hafa allar tilraunir til
aö sameina skæruliöahópana
undir eina stjórn, fariö út um
þúfur. Þaö hefur meira að segja
mistekizt aö sameina þá hópa,
sem hafa bækistöövar sinar I
Pakistan. Fyrir Rússa er þetta
nokkur ávinningur, þvi aö um
skipulagöa sókn skæruliöa gegn
þeim er ekki aö ræöa.
Aö ööru leyti er þetta Rússum
óhagstætt. Rússar vita eigin-
lega aldrei hvar þeir eiga óvin-
um aö mæta. Þeir geta sprottiö
upp á hinum óliklegustu
stööum. Þeir beina ekki siöur
árásum sinum gegn innlendum
fylgjendum Karmals en Rúss-
um sjálfum.
Þetta kostar Rússa þaö, að
þeir þurfa að vera viöa á veröi.
Þaö er taliö, aö þeir hafi nú um
85 þús. hermenn I Afganistan,
en um skeið höföu þeir þar 120
þús. hermenn. Þaö herliö, sem
þeir hafa þar nú, mun ekki
nægja öllu meira en til aö viö-
halda óbreyttu ástandi. Ef
Rússar ætluöu aö kveöa skæru-
liöa alveg niöur, þyrftu þeir
miklu fjöimennari her.
Þaö veldur Rússum lika erfiö-
leikum, aö þeir geta illa treyst á
her Karmals. Hann reynist
ótraustur og liöhlaup i honum
eru sögö tiö. Sagter, aö Rússar
séu nú aö þjálfa sérstakar lög-
reglusveitir ungra manna, sem
hafi þaö hlutverk eitt aö berjast
viö skæruliöa. Þeim, sem ganga .
I slikar sveitir, mun greitt mun
betra kaup en i hernum.
ÞÓTT margar fréttir frá
hernaöinum I Afganistan, muni
ekki markta*ar, viröist þaö
ótvirætt aö Rússum hefur enn
ekki tekizt aö draga úr hryðju-
verkum skæruliöanna, nema
siöur sé. Þeir fara oft fáir
saman og skýtur upp á hinum
óliklegustu stööum.
Þaö er ekki ólikleg spá, aö
slikt ástand geti varaö lengi i
Afganistan og sennilega allan
þann tima, sem stjórnin þar
þarf aö styöjast viö erlendan
her.
, Enginn getur nú sagt fyrir
hvaö lengi þetta ástand varir.
En meöan þaö varir, mun þaö
hafa óheppileg áhrif á heims-
málin og torvelda spennuslök-
un.
INDIA