Tíminn - 23.10.1980, Side 2
2
Fimmtudagur 23. október 1980.
Borgarráð
hafnar
háhýsum
Byggungs
Kás — Borgarráö samþykkti á
siöasta fundi sinum aö hafna
þeim skipulagshugmyndum
Byggungs (Byggingarsamvinnu-
félags ungs fólks) um breytt
skipulag á Eiösgranda, sem m.a.
fól i sér byggingu háhýsa þar.
Aður haföi Skipulagsnefnd hafnaö
hugmyndum Byggungs.
Hins vegar telur borgarráö að
leita beri leiöa til aö lækka
kostnaö á hverja íbúö á úthlutuðu
svæöi Byggungs innan ramma
samþykktra skipulagshugmynda
og felur Skipulagsnefnd aö vinna
að málinu á þeim grundvelli.
-Tímamynd; Rábert
87,6 milljarðar til framkvæmda árið 1981:
20,9 MILLJARÐAR
TIL VEGAMÁLA
____— og Krafla blessunin fær 6,3 milljarða króna_
HEI — Samkvæmt fjár-
lagafrumvarpinu er áætl-
að að 87,6 milljarðar fari
til framkvæmda og fram-
kvæmdasjóða. Lang
stærsti liðurinn þar er til
vegamála, eða samtals
20,9 milljarðar, þar af eru
2,6 milljarðar til fram-
kvæmda í þéttbýli. Næst i
röðinni eru framlög til
Byggingasjóðs ríkisins,
11,8 milljarðar, en þar af
fara 7,5 milljarðar til
Byggingas jóðs verka-
manna. Á þessum lið er um
mikla breytingu að ræða
frá fjárlögum 1980, en þá
fóru 432,5 millj. til Byggsj.
verkamanna en 7,1
milljarður til Byggingasj.
ríkisins.
Þá er ráðgert aö veita 7,9
milljöröum til skólabygginga, 7,5
milljörðum til sjúkrahúsa og ann-
arra mála i þeim flokki, 4
milljörðum til landbúnaöarmála
sem munu aðallega vera framlög
til jaröræktar og Stofnlánadeild-
ar, næst er byggöasjóöur meö 3,7
milljaröa, til landshafna 3
milljaröar, til flugmála 1,9
milljaröar, sama upphæö til fisk-
veiöisjóös, 1,9 milljaröar til
iðnaðarmála, sam upphæö til
<#ndgræðslu og skógræktar og
siöast en ekki slst má nefna
Kröflu, sem á næsta ári er áætlað
aö fái 6,3 milljarða króna,
blessunin.
M j ólkurf ramleiöslan
í september:
8,2%
MINNI
EN í
FYRRA
HEI — 1 septembermánuði s.l.
var innvegin mjólk á landinu
rösklega 10,1 milljónir litra. Þaö
er rúmum 900 þús. litrum minna
en iseptember i fyrra, eöa 8,2 %
minna.
A svæði Mjólkursamsölunnar
i Reykjavik nemur samdráttur-
inn um 7,1% milli ára, sem
skiptist þannig á mjólkurbúin:
Mjólkurbú Flóamanna 5,3%
minnkun, M.S. 12%, Borgarnes
13%€en nánast óbreytt i Búðar-
dal. Fyrir noröan er þvi um
meiri samdrátt milli ára að
ræöa. Á Hvammstanga nemur
þaö 4%, á Blönduósi 19%, á
Sauöárkróki á Akureyri 10% og
7,5% á Húsavik.
Guömundur Stefánsson hjá
Framleiösluráöi sagöist telja aö
mjólkurframleiöslan virtist nú
vera aö komast i visst jafnvægi
talsvert fyrir neöan þaö sem
hún var i fyrra. Þaö væri i sjálfu
sér ekkert merkilegt, þar sem
aö heföi veriö róiö öllum árum
eins og öllum hlyti aö vera
|kunnugt um.
,SINNULEYSI KVENNA UM EIG
IN HEILSU VEKUR FURÐU’
— segir Sveinn Guöbjartsson hjá Heilsugæslustöö Hafnarfjarðar
AB — „Viö hófum hér skipulegar
athuganir á ónæmi hjá konum i
Hafnarfiröi fyrir rauöum hundum
14. október, en þátttaka kvenna I
athugunum þessum hefur vægast
sagt veriö ótrúlega léleg. Viö höf-
um gert okkur vonir um aö 1 til
2000konur myndu koma i athugun
þessa, en reyndin hefur veriö sú
aö fyrsta daginn komu 24 konur
og siöan ekki nema 6 til 8 dag
hvern.” sagöi Sveinn Guöbjarts-
son hjá Heilsugæslustöö
Hafnarfjaröar.
Sveinn sagði jafnframt, að
þessidræma þátttaka vekti furðu
þess fólks sem starfaði að heilsu-
gæslumálum. Hann sagði að
skoðun þessi væri ætluð öllum
konum á Hafnarfjarðarsvæðinu
sem væru á aldrinum 16 til 40 ára.
Þó væri konum á öörum aldri að
sjálfsögðu ekki visað frá.
Þaö kom fram i máli Sveins, að
athugun þessi færi fram i Heilsu-
gæslustööinni Strandgötu 8-10
daglega á timabilinu kl. 4-6.
Athugun þessi stendur út þessa
viku og er nú skoraö á hafnfirskar
konur aö nýta sér þessa þjónustu,
sem er þeim með öllu að
kostnaöarlausu.
Athugun sem þessi kostar heil-
brigöisyfirvöld i Hafnarfiröi bæöi
fé og fyrirhöfn og má því ætla aö
það sé sanngjörn lágmarkskrafa
aö konur sinni þessu með þvi aö
mæta i athugunina og sýni þar
meö áhuga á eigin heilsu að ekki
sé talaö um þær konur sem van-
færar eru.
A mánudag og þriðjudag i
næstu viku verður sams konar
athugun i Flataskóla Garðabæ
íyrir konur i Garðabæ. Athugunin
. verður framkvæmd á sama tima,
eða frá 4-6.
Magnús Tómasson myndlistar-
maöur, en hann hlýtur starfslaun
Reykjavikurborgar sem lista-
inaöur, og er hann fyrstur Reyk-
vikinga til aö hljóta laun þessi.
Magnús Tómasson
hlýtur starfslaun
Reykjavíkurborgar
sem listamaður
A fundi stjórnar Kjarvalsstaöa
fyrir skömmu voru lagðar fram
umsóknir um starfslaun til lista-
manns. Alls bárust 20 umsóknir.
Samþykkt var samhljóða að
Magnús Tómasson myndlistar-
maöur hljóti launin frá og með 1.
nóv. i 12 mánuði.
Þetta er i fyrsta sinn sem út-
lilutað er starfslaunum til lista-
manns á veguni Reykjavikur-
borgar samkvæmt samykkt borg-
arstjórnar frá þvi i vor. Starfs-
launin nema launum kennara viö
framhaidsskólastigið. Stjórn
Kjarvalsstaða velur listamann-
inn sem starfslaunin hlýtur á
grundvelli umsókna er henni ber-
ast.
Kjarnorku-
blúsarar
AB —Laugardaginn 25. október kl.
21-23 mun hljómsveitin Kjarn-
orkublúsararnir frá Keflavik •
halda hljómleika I Félagsbiói,
Keflavik.
Dagskrá hljómleikanna, sem
byggist á frumsömdu efni þeirra
félaga, er að stórum hluta til
framlag til baráttunnar gegn
kjarnorku, hvort heldur i mynd
orkuvera eða tortimingarvopna.
Segast þeir félagar nýta hryn-
form eins og rokk, blues, og
raggae máli sinu til áherslu.
Miðar, sem kosta 3000 krónur
veröa seldir á skrifstofu Her-
stöövaandstæðinga, Skólavörðu-
stig 1.
Prentsmiðjan Edda:
AUKIÐ HUSNÆÐI 06
BETRI VÉLAK0STUR
KL — Svo sem komið
hefur fram i fréttum,
flytur Prentsmiðjan
Edda i nýtt húsnæði að
Smiðjuvegi 3, fljótlega
upp úr áramótum. Fær
prentsmiðjan þar 1300
fermetra til umræða og
gefur aukið húsnæði
tækifæri til breytinga og
endurbóta á rekstri
hennar.
í nýútkomnum Sam-
bandsfréttum segir svo
um rekstrarbreytingar
prentsmiðjunnar:
Þá er einnig von á
nýrri prentvél til Eddu
sem verður mun af-
kastameiri en allar eldri
vélar hennar. Meðal
annars mun hún geta
annast prentun á sam-
hangandi eyðublöðum
til tölvuvinnslu. Sömu-
leiðis hafa verið keyptar
tvær ljóssetningarvélar
sem jafnframt geta
unnið umbrot, og vinna
þær með laser-geisla.
Erþessi gerð hin fyrsta
þeirrar tegundar á
markaðnum. Þessar
vélar hafa 29 leturteg-
undir auk möguleika á
ýmsum gerðum af ská-
letri, og skapar tilkoma
þeirra m.a. mikla
möguleika i auglýsinga-
og skiltagerð. Slikar
vélar hefur prentsmiðj-
una vantað mjög mein-
lega við hlið núverandi
offset-prentvéla sinna,
en ætlunin er að þær
verði teknar i notkun
eftir flutninginn I nýja
húsnæðið.