Tíminn - 23.10.1980, Qupperneq 7
Fimmtudagur 23. október 1980.
7
Athafnir skipta meiru
en orðagjálfur
Stjórnmálamenn okkar Is-
lendinga kvarta mjög undan
dvinandi tiltrú almennings og
það er ekki að ástæðulausu. Þeir
hafa sjálfir skapað sér þennan
vanda, þvi að fyrir hverjar
kosningar — meðan vanabund-
inn heilaþvottur kjósenda
stendur yfir — draga þeir upp
slika súpermynd af sjálfum sér
og verkum sinum, unnum og ó-
unnum, að hinn almenni kjós-
andi sem freistast til að ljá
skruminu eyra og leggja trúnað
sálufélaga i litla flokknum ráð-
snjalla. Dró ekki dul á, að þar
væri ráð undir rifi hverju og vel
það, ef þeir bara mættu ráða
meiru. En hann gleymdi þvi
bara blessaður að það er ekki
enn liðið ár siðan hann gerðist
leiguliði ihaldsins og fékk lang-
þráð forsætisráðherraembætti
að launum. Þar áður hljóp hann
úr skipsrúmi á stjórnarskútu
vinstri manna með öllum sinum
húskörlum, þegar sýnt var að á-
gjöf erfiðleikanna myndi jafn-
....svo kom hið gullvæga svar: ,,Það
verður auðvitað að leysa þessi mál á
breiðum fronti”.
á þótt ekki væri nema helming-
inn, hlýtur að koma hart niður
þegar til efndanna kemur. Sá
kjósandi sem i einlægni trúir
þessu endemis kjaftæði sem
notað er til að slæva dómgreind
okkar si og æ, hlýtur að verða
fyrir sárum vonbrigðum með
sinn mann siðar þegar hann má
horfa upp á fulltrúa sinn eyða
mestum tima sinum i að vaða
elginn opinberlega, árið út og
inn, og eyða svð firnamiklum
orðaforða i að segja ekki neitt,
am.k. ekki marktækt.
Nútima stjórnmálamaður á
Islandi forðast yfirleitt að taka
ákveðna afstöðu til vandasamra
mála frammi fyrir alþjóð. Allt
þeirra orðalag skal vera loðið og
almenns eðlis og að þáð geti þýtt
nánast hvað sem er, eða alls
ekki neitt og allt þar á milli.
Okkur kjósendum er eftirlátið
að ráða i hvað kempan er að
fara.
Nýlegt talandi dæmi um
svona andlega leikfimi manna,
sem sjálfir kalla sig ábyrga, er
formaður kratagengisins — litla
ihaldsflokksins — sem vegna
einhvers miskilnings eða tima-
skekkju kennir sig enn við ai-
þýðu þessa lands. Hann kom
fram i morgunpósti útvarpsins
fyrir skömmu. Þessi pólitiski
hjáleigubóndi stór-ihaldsins
ræddi af mikilli mælsku og
fjálgleik um ágæti sitt og sinna
vel væta hin pólitisku igangs-
klæði þeirra skipverja. Hann
vildi ekki klára túrinn sem hann
var skráður i og tók það til
bragðs að hlaupa fyrir borð i
rúmsjó. Eftir mikið volk bjarg-
aðist hann svo daginn eftir
kosningar upp i kalda eyði-
sandsfjöru tapaðra atkvæða, á-
samt hluta húskarla sinna.
Margir höfðu ekki náð landi i
brimgarðinum. Hann náði siðan
eftir mikla hrakninga húsum
hjá ábúandanum á stjórnarand-
stöðubýlinu. Voru þeir félagar
þá mjög þrotnir að kröftum og
úrræðum. Þótti mörgum athæfi
þeirra endað eins og til var
stofnað. Svona fór um sjóferð
þá. En við munum þetta allt
ennþá Benedikt.
En i morgunpóstinum kvað
við annan tón. Hér talaði hinn
og krafðist skýrra svara.
Hvernig hann og hans flokkur
vilduleysa þessi mál. Það komu
vöflur á formanninn, en svo
kom hið gullvæga svar, ,,Það
verður auðvitað að leysa þessi
mál á breiðum fronti”. Ekki
fékkst nein skýring á þessu
mikla svari og hlustendur
máttu þola þá óvirðingu að
leiðtoginnsagðibara eitthvað út
ibláinn til að komast hjá þvi að
taka afstöðu. Sléttur og háll
málflutningur að vanda.
Minnisstætt er, hvilika af-
stöðu flokksformenn A-, D-, og
G-flokkanna tóku i sjónvarps-
þætti fyrir siðustu kosningar,
þegar Steingrimur Hermanns-
son, aðspurður, lýstiþvi ákveðið
yfir að hann stefndi að vinstri
stjórn en færi ekki i sæng með
Sjálfstæðisflokknum ótilneydd-
ur. Allir hinir tóku til máls á
eftirogtöldu ákaflega varhuga-
vert að gefa út svona afdráttar-
lausar yfirlýsingar um fyrirætl-
anir sinar eftir kosningar.
Svona rétt áður en kjósendur
greiddu atkvæði. En hvað skeði.
Sá eini sem þorði að segja hug
sinn allan skýrt og skorinort,
leiddi flokk sinn til stórsigurs i
kosningaslagnum. Fólk vill á-
kveðna afstöðu og lika að reynt
sé af fremsta megni að standa
fast á sannfæringu sinni. Af
þessu gætu menn dregið lær-
dóm. En fyrstu tjáskipti sumra
þingsetanna við okkur kjósend-
ur á þessu hausti benda ekki til
þess, þvi miður. Astæðan fyrir
þvi að við tökum oft svo litið
mark á fulltrúum okkar er ef-
laust allt það Nóaflóð þraut-
leiðinlegs og innihaldslauss
kjaftæðis sem þessir menn
Sá eini, sem þorði að segja hug sinn allan
skýrt og skorinort, leiddi flokk sinn til
stórsigurs.
visi maður og honum fannst
rikisstjórnin úrræða- og at-
hafnalaus og ekki leysa úr nein-
um vanda. Þá tók kvenspyrill
þáttarins á sig rögg og gekk i
skrokk á Bensa, spurði ákveðið
hella yfir okkur og við erum
hreint alveg að drukkna i. Það
þreytir okkur og vekur leiða og
við forðumst að vera fyrir þvi og
meðtaka þetta innihaldslausa
orðagjálf.ur endalaust.
Stefán Lárus
Pálsson
stýrimaöur
oddsen, Steingrimur Her-
mannsson, Svavar Gestsson,
Alexander Stefánsson og fleiri.
En i guðs bænum hlifið okkur
við þessu argaþrasi. Verið mál-
efnalegir og gagnorðir.
Þið megið lika vera svolitið
léttari og glaðlegri þegar þið
komið fram fyrir alþjóð. Af
hverju eruð þið flestir alltaf á
svipinn eins og þið væruð að
koma frá ykkar eigin jarðarför.
Takið ykkur Ólaf Jóhannesson
til fyrirmyndar. Fólk horfir og
hlustar með áhuga þegar hann
birtist á skjánum. Hann getur
m.a.s. brosað og gert að gamni
sinu en þó kemst alvaran vel til
skila, Erekkikominntimi til að
menn hætti að nota stjórnarsetu
og veru i stjórnarandstöðu
þannig, að orð og gerðir og jafn-
vel skoðanir á málum séu sitt á
hvað eftir þvi i hvorri fylking-
unni þeir standa þann daginn,
og breyti þannig gegn betri vit-
und og striði gegn almennri
skynsemi. Nei, kæru stjórn-
málamenn, nú er komið að
þáttaskilum i þessum málum.
Flest bendir til að gömlu spari-
fötin dugi ekki mikið lengur við
atkvæðaveiðar og þið verðið að
Astæðan fyrir þvi að við tökum oft svo litið
mark á fulltrúum okkar er eflaust allt það
Nóaflóð þrautleiðinlegs og innihaldslauss
kjaftæðis, sem þessir menn hella yfir
okkur og við erum hreint alveg að
drukkna i.
Við höfum fengið allt of mikið
yfir okkur — alltaf það sama ár
eftir ár — og við erum þreytt.
Við höfum fengið nóg. Þing-
heimur hefur fjarlægst okkur.
Þeir sem þar sitja eru nú sem
næst búnir að drekkja virðingu
Alþingis i óþörfu og meiningar-
lausu orðagjálfri og sannkölluðu
kjaftæði um ómerkilegustu hluti
og dægurþras. Þjóðin greinir
þvi ekki lengur kjarnann frá
hisminu. Og alþingismenn eru
orðnir svo samgrónir þessum
starfsháttum að þeir gera það
ekki heldur. Þó eru til undan-
tekningar eins og Gunnar Thor-
standa strangari reikningsskil
gagnvart okkur kjósendum i
framtiðinni. Flokksvaidið er
farið úr böndunum og fólk
metur athafnir meira en orð.
Lausafylgið kemur til með að
hlaðast að þeim sem þora að
takaákvarðanir til góðs, jafnvel
þótt þær séu óvinsælar i bili. Við
kjósendur vitum, að timi
leiftursókna og pólitiskra töfra-
lækna er liðinn. Nú er þörf á
hugarfarsbreytingu hjá þjóð-
inni. Lika hjá ykkur ef vel á að
íara.
Stefán Lárus Fálsson,
stýrimaður.
Lóknmeð
þraut
Stutt bréf til Jónasar
Kristjánssonar
Heill og sæll Jónas Kristjáns-
son.
Margt er mannanna bölið og
ferð þti sannarlega ekki var-
hiuta af þvi. Aö þú — þessi mikli
mannkosta— og gáfumaður
skulir hafa hlotið þann örlaga-
döm aö alast upp innan um naut
og rollur, og þar á ofan orðið að
þola þá smán að vera samtiöa
ófögnuði þeim, sem bóndi
nefnist. Ennþá stendur þú upp
úr eins og gyllt fánastöng úr
drullu, og verður vlðsýnni,
skarpari og ritglaðari með
hverjum degi.
En feg hugga þig nti Jönas
minn meðþeim visdómi, sem ég
nami fjösbásnum og reynst hef-
ur mér haldgóður i raunum, þ.e.
að lögð er sú likn með þraut að
öll ég birta upp um siðir.
Jarðardvöl (þar á feg við Jörð
meö stórum staf, ekki bújörð)
okkar mannanna varir ekki að
eilifu og oft hefir verið sagt aö
þjáist maðúr i þessu lifi verði
það allt bætt i þvi næsta.
Einn gripur mun þó veröa
þarna á vakki, hefur sá þann
ómetanlega kost að hann gefur
engar afurðir af sér, sem étnar
verða, hefur gripur þessi þó
hala langan, horn og klaufir.
Andlegt fóður hefur hann þó
gefið af sfer i nokkrum mæli, þar
sem eru itök i „frjálsu óháðu
dagblaði á lslandi”.
-Þama verður þér vel fagnað,
Jönas, sem dyggum þjóni.
Megir þú heill njöta ffelags-
skaparins.
Sveitakona.
Ný
saga
eftir
Heiðar
Stefáns-
son
„Grösin í
gluggahúsinu”
IÐUNN hefur gefið út Grösin i
glugghúsinu, sögu eftir Hreiðar
Stefánsson.Hann er löngu kunnur
höfundur barna- og unglinga-
bóka. Hefúr hann samið fjöl-
margar bækur, nokkrar einn en
flestar ásamt konu sinni, Jennu
Jensdóttur.
Um þessa nýju sögu Hreiðars
segir svo i kynningu forlagsins:
„Grösin i glugghúsinu er saga
sem hentar jafnt börnum em full-
orðnu,. Sagan gerist fyrir hálfri
öld og er sögð i annarri persónu
sem fátitt er um sögur. Hún segir
frá tiu ára gömlum dreng, Garð-
ari, sem heima á i kaupstað en
dvelst um sumar á sveitabæ.
Þetta eru erfiðir timar og á herð-
ar drengnum leggst þungbær
reynsla þetta sumar. Við kynn-
umst ýmsum manngerðum sem
eru dregnar skýrum dráttum og
fáum innsýn i hugsunarhátt og
samskipti fólks sem geta verið
býsna undarleg og öfugsnúin. En
þetta er lika saga um hamingju-
stundir bernskunnar þegar stund-
um þarf litið til að gleöja eins og
græta”.
Grösin i glugghúsinuer 90 blað-
siðna bók. Pétur Halldórsson
teiknaði kápu. Prenttækni prent-
aði.
Ný bók
Frakk-
land
land og þjóð
KOMIN er út hjá bókaútgáfunni
Bjöllunni bókin Frakkland, Iand
og þjóð. Hún er fjórða bókin i
flokknum Landabækur Bjöllunn-
ar. Aður eru út komnar Störa
Bretland, Sovétrikin og Spánn.
1 landabókum Bjöllunnar er
m.a. rakinn uppruni þjóða, stofn-
un rikja, saga þeirra og siðir,
iþróttir og frístundaiðkan, at-
vinnuhættir og áhrif þeirra á
samfélag þjóða. Frásagnir og
lýsfngar eru knappar, en þó yfir-
gripsmiklar og styðjast mjög við
myndir, þ.á.m. fjölda litmynda.
örg kort og töflur eru i hverri bók
lesanda til frekari glöggvunar.
Landabækurnar eru m jög hent-
ugar sem viðaukaefni (itarefni) i
landafræði og samfélagsfræði-
kennslu. Þær geta einnig talist til
menningrauka á hverju heimili.
Höfundur Frakklands er Dani-
elle Lifshitz, en Friðrik Páll Jóns-
son hefur þýtt bókina á islensku.
Hún er 64 blaðsiður i allstóru
broti. Bókin er prentuð i Bret-
landi, en Prentstofa G. Bene-
diktssonar annaðist setningu,
umbrot og filmuvinnu.
Næsta bók i flokknum Landa-
bækur Bjöllunnar verður Hol-
land.og kemur hún út fljótlega.