Tíminn - 23.10.1980, Qupperneq 13

Tíminn - 23.10.1980, Qupperneq 13
Fimmtudagur 23. október 1980. 17 FRI — L ions-klubburinn Njöröur I Reykjavik færöi Grensásdeild Borgarspftaians aö gjöf mynd- segulband. Af hálfu spitalans tóku á móti gjöfinni Adda Bára Sigfúsdóttir, sem er formaður stjórnar spitaians og Asgeir B. Ellertsson yfirlæknir deildarinnar aö viðstöddum sjúklingum og hjúkrunar- fólki. Video-þjónustan á Skólavöröustig gaf einnigárs áskriftaö einni kvikmynd á viku sem deildin fær endurgjaldslaust til sýningar. Njöröur á um þessar mundir 20ára afmælicn þetta er liöurlaö minnast þessa afmælis. Mánudaginn 10. nóvember 1980 verður Dagur frimerkisins haldinn hátiðlegur með hefð- bundnum hætti. Hefur Félag fri- merkjasafnara lengstum haft veg og vanda af þessum degi frá þvi, að hann var tekinn upp hér á landi árið 1960. Verulegur áhugi var á Degi frimerkisins fyrsta áratuginneða svo, en þvi miöur hefur dofnað yfir honum á siðari árum. Núverandi stjórn Félags frimerkjasafnara ákvað þvi að reyna að endurvekja áhuga safnara og alls almennings á Degi frimerkisins. 1 þvi skyni var ákveðið að halda frimerkja- sýningu i sambandi viö daginn að þessu sinni og yrði hún ein- göngu kynningarsýning. Þar yrði leitast við að sýna almenn- ingi, á hvern hátt megi safna frimerkjum og reyndar ýmsu öðru, svo að það veiti mönnum ánægju og holla tómstundaiðju. Frimerkjasýningin verður haldin dagana 6.-10. nóvember að Kjarvalsstöðum og hefur verið nefnd FRIM 80. Undirbún- ingsnefnd hefur starfað um margra vikna skeið, og er sýn- ingin senn fullmótuð. Ramma- fjöldi verður um 150 og sýn- ingarefni allfjölbreytt. Jafn- framt verður eitthvað sýnt af mynt og eins barmmerki. Ætlunin er aö fá ýmsa sér- fróöa menn til að halda stutt er- indi um ýmsa þætti frimerkja- söfnunar. Þá verða sýndar kvikmyndir, sem fjalla um fri- merki. Sú nýbreytni verður tekin upp á FRIM 80, að þeim, sem eiga frimerki og frimerkjasöfn, verður gefinn kostur á að fá upplýsingar um verðmæti þeirra. Hefur stjórn F.F. leitað til nokkurra manna i þessu skyni. Munu þeir veröa til viö- tals og leiðbiningar á sýning- unni milli kl. 17-19 dagana 7.-10. nóvember. Að lokum skal þess getið, aö FRIM 80 verður að hluta helguð minningu Siguröar Agústsson- ar, en hann lét sér alla tið mjög anntum málefni frimerkjasafn- ara og vann m.a. ötullega við Dag frimerkisins frá upphafi og þar til hann lést 1979. Veröur ýmsu efni úr söfnum hans komið fyrir i sérdeild á sýning- unni. Bahai: Opið hús að Oðinsgötu 20. i kvöld fimmtudag kl. 20:30. Allir vel- komnir. KL — Sýningum á leikriti Jökuls Jakobssonar í öruggri borg átti aö Ijúka um þessar mundir, en þar sem húsfyllir hefur veriö á siöustu sýningar og margir oröið frá aö hverfa, hefur veriö ákveöiö aö hafa 3 aukasýningar á ieikritinu. Veröa þær sunnudaginn 26. okt. þriöju- daginn 28. okt. og fimmtudaginn 30. okt. Vegna þrengsla viö Litla sviöið eru likur á, aö sýningar á t öruggri borg geti ekki orðiö fleiri og er þvi þeim, sem ekki vilja missa af leikritinu bent á aö tryggja sér miða tímanlega. Næsta leikrit, sem sýnt veröur á Litla sviöinu, verður Dags hriöar spor eftir Valgarö Egilsson og verður þaö frum- sýnt bráðlega. A myndinni sjáum viö Helgu Bachmann og Brieti Héöinsdóttur i hlutverkum sinum í í öruggri borg. Basar kvenfélags Háteigssókn ar verður á Hallveigarstöðum laugardaginn 1. nóv. kl. 2. Allt er vel þegið, kökur og hverskonar varningur. Móttaka á Flókagötu 59, á miðvikudög- um og á Hallveigarstöðum eftir kl. 5. föstudaginn 31. okt. og laugardag f.h. Nánari upplýs- ingar i sima 1691?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.