Tíminn - 26.10.1980, Side 6

Tíminn - 26.10.1980, Side 6
6 Sunnudagur 26. október 1980. Útgefandi Pramsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Hitstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurbsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Elrfksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SfOumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö f lausasölu kr. 2:,0 Askriftargjald kr. 5000 á mánuöi. Blaöaprent. F ormannsraunir stjórnarandstæðinga Stjórnarandstaðan reið ekki feitum hesti frá um- ræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra. Þær báru þess glögg merki, að stjórnarandstæðingar séu ekki aðeins stefnulitlir og ráðalausir, heldur þjáistflokkar þeirra af innvortismeinsemdum. Það dregur eðlilega úr þeim kraft og dug. Það er sameiginlegt með Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum, að miklar deilur hafa staðið yfir um formennskuna. í Sjálfstæðisflokknum er öflug andstaða gegn þvi, að Geir Hallgrimsson haldi forustunni áfram. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra heldur þvi opnu að gefa kost á sér til fram- boðs gegn honum um formannsstöðuna, en hafnar þvi að vera áfram varaformaður. Þeirri skoðun virðist vaxa fyigi innan Sjálf- stæðisflokksins, að ekki sé önnur sæmileg iausn á þessu máli en að nýr maður verði valinn til forustu. Gunnar Thoroddsen og fylgismenn hans gætu sætt sig við það, en Geir Hallgrimsson og fylgismenn hans munu ekki fallast á það, nema nauðugir. Þeir finna hins vegar að stuðningurinn við Geir er að minnka. Það er þvi ekki útilokað, að þeir sætti sig við bræðrabyltu Gunnars og Geirs. En þótt nýr maður veldist til forustu i Sjálfstæðis- flokknum, er raunum hans ekki lokið. Meirihluti forustusveitar hans hefur tekið óábyrga afstöðu til landstjornar. Meðan það ástand varir, er flokkur- inn i eins konar eyðimerkurgöngu. Hjá Alþýðuflókknum hafa formannsraunirnar verið litlu minni en hjá Sjálfstæðisflokknum. Bene- dikt Gröndal hefur lýst yfir þvi, að hann vildi halda formennskunni áfram. Varaformaðurinn, Kjartan Jóhannsson bauð sig fram gegn honum. Á þingi flokksins, sem kemur saman um næstu helgi, hefur fylgi þeirra verið talið nokkuð svipað. Það inun þó ekki koma til kosninga milli þeirra þar, þvi að Benedikt Gröndal hefur talið rétt að reyna að firra vandræðum með þvi að draga fram- boð sitt til baka. Augljóst er þó af öllu, að hann gerir það nauðugur og hlytur það þvi að skilja eftir viss sárindi bæði hjá honum og fylgismönnum hans. Sennilega verður þetta þó ekki erfiðasta vanda- mál Alþýðuflokksins. Siðan flokkurinn tvöfaldaði þinglið sitt, hefur þingflokkurinn verið nánast ósamstarfshæfur, þvi að þar hafa flestir hinna nýju þingmanna stefnt hver i sina áttina. Meira óróalið hefur ekki áður verið i einum flokki á Alþingi. Benedikt Gröndal hefur verið ásakaður fyrir það, að hafa ekki getað haldið þessum sundurleita hópi saman. Fall Benedikts stafar mest af þessari ástæðu. Engin ástæða er hins vegar til að ætla, að þetta breytist, þótt Kjartan Jóhannsson verði kosinn formaður. Hann mun lenda i sömu vandræðum með þingflokkinn og Benedikt Gröndal. Fljótlega mun spretta upp sú hreyfing hjá óróafólkinu, að Kjartan eigi að fara sömu leiðina og Benedikt. Það hefur ekki bætt úr skák, að utan þingflokks- ins hafa bætzt við nýir óróamenn, sem telja sig eiga heima þar og munu beita flestum ráðum i þeim til- gangi. Það þarf mikið að breytast hjá Alþýðuflokknum til þess að hann verði samstæður traustverkjandi flokkur. Raunir hans eru ekki minni en Sjálfstæðis- flokksins. Þessar innri meinsemdir stjórnarand- stöðuflokkanna bæta ekki ástand þjóðmálanna um þessar mundir. Þórarinn Þórarinsson: Erlent vfírHt ForsíietisTáðherra sýnir afskræmdan fót sinn Rajai keppir við Bani-Sadr um völdin Nabavi utanrlkisráöherra Irans hvfslar I eyraRajai á blaöamannafundinum I New York. ÞÓTT innrás Iraka f tran hafi skapaö þjúöareiningu gegn innrásarhernum, viröist ekki slik einnig hafa skapazt hjá æöstu mönnum þjóöarinnar, Þeir standa aö visu saraan út á viö og munu vafalitiö gera þaö meöan styrjöldin varir. En inn á við búa þeir sig undir að takast á um völdin eins fljótt og styrjaldarátökunum lýkur. Þaö hefur vakið athygli I þessu sambandi, aö Rajai forsætisráöherra mætti á fundi öryggisráösins, þegar umræöa hófst þar um kæru trans á hendur íraks vegna innrás - arinnar. Af þessu er dregin sú ályktun, aö Khomeini eöa ráðu- nautar hans vilji ekki siður láta bera á Rajai en Bani-Sadr forseta. Fyrst eftir innrásina bar langmest á Bani-Sadr, en nú hefur dregiö úr þvi. Rajai er þeim mun meira í sviösljósinu. Eins og áöur hefur veriö sagt frá, hefur verið grunnt á þvi góöa milli Bani-Sadr og Rajai. Bani-Sadr vildi ekki tilnefna Rajai sem forsætisráöherra, en var neyddur til þess af foringj- um lýðveldisflokksins, en hann hefur meirihluta á þingi. Þingið þarf aö samþykkja tilnefning- una og átti Bani-Sadr aö lokum ekki annan kost en aö tilnefna Rajai. Bani Sadr geröi þetta svo nauöugur, aö hann lýsti yfir jafnhliöa, aö hann bæri tak- markað traust til Rajai. Hann sagöi, aö Rajai væri reynslu- lltill, öfgafuilur og ósamvinnu- þýöur. Margt bendir til, aö framundan veröi hörö deila um hvort forsetinn eöa forsætisráö- herrann eigi aö hafa meiri völd og vera hinn raunverulegi leiötogi þjóöarinnar. Rajai viröist hafa haft betur í þeirri deilu, þegar hann var valinn til Amerikuferðarinnar. ÞETTA var i fyrsta sinn sem Rajai fór út fyrir landsteinana. Hann þekkir þvi litið til erlendis. Bani-Sadr. hefur hins vegar dvaliö 12 ár I Frakklandi. Mohammed Ali Rajai er 47 ára gamall, fæddur I smábæ, sem er 90 milur frá Teheran. Hann fluttist ungur til Teheran og dlst upp i einu versta fátækrahverfinu þar. Sautján ára gamall gekk hann f flugher- inn, en stundaði nám viö kennaraskóla samtimis. Hann brautskráöist þaöan, þegar hann var 27 ára gamall. Rajai geröist reikningskenn- ari aö náminu loknu og hóf jafn- framt afskipti af stjórnmálum. Hann gekk i Sjálfstæöisflokk þann, sem Bazargan veitti forustu, og tók þátt I virkri and- stööu gegn keisarastjórninni. Hann var hvaö eftir annaö hnepptur I fangelsi og sætti oft hinni verstu meöferö. Þegar Khomeini fól Bazargan stjórnarmyndun, geröi hann Rajai aö menntamálaráöherra i stjórn sinni. Þvi starfi gegndi hann þangaö til hann varö forsætisráöherra. Rajai þótti sýna sem mennta- máiaráöherra, aöhann er mikill áhangandi Khomeinis. Hann rakkennara úrembættum og lét loka skólum, ef honum bauö svo viö aö horfa. Hann reyndi mjög aö stuöla aö þvi, aö skólarnir yröu áróöursstofnanir fyrir kenningar Khomeinis. Þetta féll leiötogum Lýöveldisflokksins vel i geð, en þeirerustrangtrúarmenn. Ekki er vitaö, hvort Rajai er I flokkn- um, en forustumönnum hans likaöi svo vel viö hann sem menntamálaráöherra, aö þeir íttu mestan þátt i aö hann varö 'orsætisráöherra. RAJAI flutti ræöu i öryggis- ráöinu, sem stóö i 55 minútur. Hún var flutt I tilfinningafullum áróöursstil, þar sem upphrópunum og staöhæfingum var meira beitt en rökum. Rajai dvaldi aöeins i tvo daga i New York. Hann hafnaöi viöræöum viö bandariska ráöa- menn, enda haföi hann ekki komið til New York þeirra erinda. Aöur en hann hélt heimleiöis hélt hann blaðamannafund i bækistöðvum Sameinuöu þjóöanna. Hann ræddi aöallega um gislamáliö, sem hann taldi nálgast lausn sina, þvi aö iranska þingiö myndi brátt ákveöa skilyröi fyrir framsali þeirra. Litiö annaö nýtt kom fram i máli hans. Rajai ræddi um gislamáliö af meiri hógværö en margir áttu von á. Meöal ann- ars vottaöi hann aöstandendum gislanna samúö og kvaðst skilja tilfinningar þeirra. Rajai fór óvægum oröum um keisarastjórnina og sýndi afskræmdan fót sinn til sönn- unar um þá meöferö, sem fangar hennar höföu sætt. Neglurnar höföu veriö rifnar af Rajai. Ekki veröur sagt, aö Rajai hafi unniö sér hylli blaöamann- anna, enhann spillti heldurekki fyrir sér. Rajaisvnir blaðamönnum afskræmdan fótsinn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.