Tíminn - 26.10.1980, Blaðsíða 32

Tíminn - 26.10.1980, Blaðsíða 32
Gagnkvæmt tryggingafé/ag ••ISIGNODE Sjálfvirkar bindivélar Sjávarafurðadeild Sambandsins Simi 28200 Þriðjungur drengja, sem f æddust í Kaupmannahöfn 1953, kominn í hundana Sex hundruð eru látnir, flestir af völdum umferðarslysa og eiturlyfjaneyzlu Hvernig farnast þvi fólki, sem fæðist og elst upp i norrænum allsnægtarþjóðfélögum? Hvernig hefur þeim vegnað, sem alist hafa upp á siðustu áratugum? Hafa likindi til hamingjusamlegs iifs aukist með efnalegum uppgangi? Danir hafa verið að leita svara við þessu hjá sér. Árið 1953 fædd- ust tólf þúsund drengir i Kaup- mannahöfn og úthverfum hennar. Svo er talið, að þriðjungi þeirra hafí vegnað vel i lifinu. öðrum þriðjungi hefur famast i meðal- lagi vel. En loks er svo þriðjung- ur, sem lent hefur á hrakhólum að meira eða minna leyti, og margir úr þeim hópi beðið algert skipbrot. ■ ■ wm . ■ ", ■ liii1 Félagsfræðingurinn Erik Högh, sem þykir flestu sópað f menntaskóla. Þetta er bráðabirgðanið- urstaða rannsóknar, sem félagsfræðistofnun Kaup- mannahafnarháskóla hefur staðið fyrir i fimmtán ár og Ijúka mun að þremur árum liðn- um, þegar þessir menn eru orðnir þrftugir. Óáran sú I mannfólki, sem hún hefur opin- berað, þykir ömurleg á tfmum. þegar efnaleg skilyrði til farsæls Iffs eru miklu betri en áöur var. A hinn bóginn er ekki sagt, aö svipaö sé ástatt um alla Dani af þessum árgangi, þar sem rannsóknin tekur til þeirra einna, sem fæddust i stórborg- inni og næsta nágrenni hcnnar, og er ekki ósenniiegt, að þeim hafi farnast betur, cr ólust upp f fámennum kaupstöðum og sveitum. Af þeim tólf þúsund drengjum, sem fæddust árið 1953, eru sex hundruð látnir, og eru það óeðlilega mikil afföll nú á tfmum. Umferðarslys og eit- urlyfjaneysla hefur oröið flest- um þeirra aö fjörtjóni. Fimmti hver maður hefur komist i kast við lögin, svo aö uppvist hafi orðið, fimm af hundraöi eru haldnir geðrænum sjúkdómum og fimm af hundraði eru eitur- lyfjaneytendur. En skörö hafa fyrr verið höggvin i ungu kynslóöina. Sé samanburðar leitað við nitjándu öld, þá er taliö, að af þeim, sem fæddust f Kaupmannahöfn um miðbik hennar, hafi aðeins fimmtungur komist vei og áfallaiaust til manns. En sá samanburður er þó litils virði, þvi að þá var barnadauöi gifur- legur og skekkir allan saman- burð. Rannsókn þessari hafa eink- um stýrt þeir Erik Högh og Preben Wolf, og segjast þeir sannnála um, að þær niður- stöður, sem fengnar eru, hljóti að verða þeim, sem stjórna þjóðfélaginu umhugsunarefni. 1 öðru lagi leiði hún i ljós, að það séu að minnsta kosti ekki lengur nein sannindi, að sá, sem fæðist I örbirgð, verði grafinn i eymd eða sá, sem fæðist með silfur- skeið i munni, verði fluttur til hinstu hvilu i gullkerru. Það hefur sem sé komið á daginn, að börnum frá fátækum heimilum vegnar ekki endiiega verrenöðrum, og uppeldi I for- eldrahúsum,þar sem fjármunir eru nægir, tryggja engan veginn veifarnað I lifinu. A svipaðan hátt er til dæmis menntaskóia- ganga ekki nein trygging fyrir þvi, að fólki reiði vel af. Erik Högh varar við þvi að „öllu sem getur skriðið og geng- ið, lesið og skrifað” sé sópað i menntaskóia, svo að „ekkert sé afgangs” handa þeim þjóð- félagssviðum, þar sem önnur menntun kemur sér betur og Jörgen Wolf segist vona, að þessi rannsókn verði þeim til álitsauka, sem ekki hafa sér- stakar gáfur til bóknáms. „Iðnlærðir verkamenn eru sérstaklega góður og traustur þjóöfélagshópur”, segir hann. ekki það sem „Lesa bændur þeim er sent? HEI — „Það er alveg makalaust að svona misskilningur skuli enn- þá geta veriö til staöar. Þaö er bara eins og þessir menn lesi alls ekki það sem þeim er sent”, sagði einn af starfsmönnum bænda- samtakanna, er boriö var undir hann eftirfarandi, sem kom fram i samtali fréttamanns við sunn- lenskan bónda alveg nýlega. Bónda sagöist svo frá: „Þetta er aigert kjaftshögg á þá bændur, sem reyna að hafa kýrnar snemmbærar og halda haustmjólkinni — m.a. vegna hærri haustuppbótar — að þessir blessaðir bændahöföingjar ákváðu fóðurbætisskammtinn til áramóta miöaö við mjólkurinn- leggiö tvær slðustu vikurnar i ágúst, I staö þess að miða við heilt ár eða eitthvaö slikt. Þetta kemur einfaldlega þannig út, að þessir menn veröa annaðhvort meö belj- urnargeldar i haust ellegar þurfa að kaupa okurfóðurbæti (með 200% skatti) I viðbót viö skammt- inn”. Starfsmaður bændasamtak- anna sagöi þann fóðurbætis- skammt sem bændur hefðu nú fengið.vera upp I árskvótann og enginn hefði neitt á móti þvi að þeir notuðu stærri hluta þess kvóta fyrir áramót.telji þeir sig þurfa þess. Þessu gætu þeir ein- faldlega fengiö breytt meö einu simtali til Framleiösluráösins. Þetta heföi verið tekiö skýrt fram I bréfi sem sent hefði veriö til allra mjólkurframleiðenda lands- ins. En það virtist vera sama sagan með bréfin og þeir hefðu rekið sig á meö Frey, að margir bændur lesi hann mjög tak- markað. Þvi hefði verið gripið til þess ráðs að skrifa bændum bréf þegar koma þurfi áriöandi til- kynningum á framfæri viö þá, sem virtist þá ekki duga heldur, eftir þessu að dæma. Fleiri og fleiri fá sér TIMEX8 mest selda úrið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.