Tíminn - 26.10.1980, Síða 8
8
JliilHliM!!'1
Sunnudagur 26. október 1980.
XVI. minningarmót' Qiz k\Z
Capablancas QJVAIV
baö mun hafa veriö áriö 1964,
sem Kúbumenn héldu fyrsta
minningarmót um hinn fræga
skáksnilling sinn, José Raoul
Capablanca. Mótin hafa veriö
haldin árlega og allan 7. áratug-
inn, og eitthvaö fram á þann 8.
voru þetta einhver öflugustu og
eftirsóttustu skákmót, sem
haldin voru. Þar var saman-
kominn blóminn úr stór-
meistaraliöi veraldar, sem
baröist um af hörku og margar
fallegar og minnisstæöar skákir
voru tefldar. Frægast þessara
minningarmóta er sennilega
mótiö 1965, og vegna þátttöku
Fischers, sem var með sérstæð-
um hætti.
Þetta ár lögöu Kúbumenn
mikla áherslu á að hafa mótið
svo sterkt sem framast var
unnt, og meðal margra frægra
stórmeistara, sem boðið var til
keppni var Bobby Fischer.
Hann þáði boðið, en þá kom
babb i bátinn. Bandarisk stjórn-
völd voru ekki búin að gleyma
þvi að Kúbumenn höfðu gerst
sósialistar og komist upp með
það, og þess vegna fengu banda-
riskir þegnar ekki vegabréfs-
áritun til Kúbu. Þetta gilti auð-
vitað um Fischer eins og aðra
og um tima leit út fyrir áð
ekkertyrði úr þátttöku hans. En
Bobby og Kúbumenn dóu ekki
ráðalausir. Til allrar hamingju
var fjarritasamband á milli
Bandarikjanna og Kúbu, og nú
tóku menn tæknina i þjónustu
sina. A meöan umferðin var
tefld i Havanna, sat Fischer i
húsakynnum Manhattanskák-
klúbbsins i New York. Andstæð-
ingur hans sat við boröið i skák-
salnum i Havanna, og leikirnir
voru sendir á milli á fjarrita.
Allt fór þetta vel fram, Fischer
tefldi margar ágætar skákir á
þennan hátt, og varð þriðji i
mótinu.
- Og nú i sumar var XVI.
minningarmót Capablanca háð
á Kúbu, i borginni Cienfugos.
Þetta mót kann að marka
nokkur timamót þvi nú var i
fyrsta skipti teflt i tveim riðlum
og tefldu 14 skákmeistarar i
hvorum. Hugmyndin að baki
þessu fyrirkomulagi var að gefa
sem flestum ungum mönnum
kost á þátttöku. Allir keppend-
urnir voru ungir meistarar,
margir vel þekktir meistarar,
en þó enginn úr hópi öflugustu
stórmeistara. Orslit i hvorum
riöli fyrir sig urðu þessi: 1 A
riðli:
A.-2. Zapata (Kóiumbiu) og
Ftacnik (Tékkóslóvakiu) 9.5. v.
Þeir náðu báðir stórmeistara-
árangri, 3. Knaak (A.-Þýska-
landi) og Groszpeter (Ung-
verjal.) 8,5 v. o.sv.frv. i B-riðii:
1. Gu. Garcia (Kúba) 9,5 v., 2.
Rasuwajew (Sovétrikin) 9. v., 3.
-5 dr. Pflegar (V.-Þýskal.), Gi.
Garcia (Kúba) og Vera (Kúba)
8,5 v.
Og nú skulum við lita á eina
skák frá hendi annars sigur-
vegarans i A-riðli.
Hvitt: Vilela (Kúba)
Svart: Zapata (Kólumbia)
Kóngsindversk vörn
1. c4-g6
2. Rc3-Bg7
3. d4-d6
4. e4-Rf6
5. Be2-0-0
6. Rf3-e5
7. 0-0-Rbd7
8. Hel-c6
9. BU-exdl
10. Rxd4-Rg4!?
(Zapta ku hafa mikið dálæti á
þessum tvieggjaða leik).
11. h3-Db6
12. hxg4
(Nú verður hvita peðastaðan á
kóngsvængnum erfið með-
ferðar. Betra er sennilega 12.
Dxg4).
12. —Dxd4!
(Ekki 12. -Bxd4, 13. Be3! -Bxe3,
14. Hxe3-Dxb2?, 15. Hbl-Da3, 16.
Ra4-Dxa2, 17. Hal og vinnur).
13. Be3-De5
14. Dd2-De7
15. Hadl-Re5
16. f3-Be6
17. b3-Had8!
(Leysir öll vandamál svarts.
Hvitur hagnast ekkert á 18.
Bxa7-b5, 19. Bb6-Hb8, 20.
Be3-bxc4).
18. Bg5-f6
19. Be3-Hd7
20. Df2-b6
(Hvita staðan litur ekki illa út,
en hann á erfitt með að finna
haldgóða áætlun, einkum vegna
þess að hann getur ekki leikið
f4).
21. He2-Kh8
22. Dh4-Hg8
23. Hed2-Dd8
24. Re2
(Ekki 24. g5 vegna 24. -Rf7, 25.
gxf6-Bxf6).
24. —Bf8
25. Rd4-Bf7
26. Dg3
(1 fljótu bragði gæti virst sem
26. g5 væri besti leikur hvits, en
svartur stæði einnig betur eftir
þann leik, t.d.: 26. g-c5, 27.
Re2-a6 28. Rc3-Be7, 29.
gxf6-Bxf6, 30. Dg3-g5, o.s.frv.).
26.—g5!
(Nú nær svartur afgerandi
betra tafli, þrátt fyrir „holuna”
á f5. Hvitur getur ekki hindrað
h5 og eftir það nær svartur
óstöðvandi sókn).
27. Rf5-Be6
28. Df2
(Eða 28. Rd4-De8).
28. —Bxf5
29. exf5-h5!
(Nú hefur svartur vinnings-
stöðu).
30. gxh5-g4 .
31. f4-g3
32. Del-Rg4!
33. Dxg3-De8
34. Bd4-Dxh5
35. Be2
(Endataflið væri vonlaust fyrir
hvitan. T.d.: 35. Dh3-Dxh3, 36.
gxh3-Re3+, 37. Kh2-Rxdl, 38.
Bxf6 + -Bg7, 39. Bxg7-Kxg7, 40.
Hxdl-Kf6 o.s.frv.).
35. —Hh7
36. Bxg4-Hxg4
37. Bxf6 + -Kg8
38. Df3-Dh2 +
39. Kf2-Hxf4
40. Hd3-d5
41. Bd4-Hh3
42. cxd5-cxd5
43. Í6-Hhxf3 +
44. Hxf3-Dh4 +
og hvitur gafst upp.
JónÞ.Þór.
ÞIÐ ERUÐ AVALLT
VELKOMIN
í HÓTEL HEKLU
Baðherbergi, útvarp og simi með öilum herbergjum
BIraudarárstíg 18
SIMI 2 88 66
GISTIÐ HJÁ OKKUR
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stödur
LANDSPÍTALINN
LÆKNARITARI óskast i fullt starf við
öldrunardeild i Hátúni 10B. Stúdents-
próf eða hliðstæð menntun áskilin
ásamt góðri vélritunar- og islensku-
kunnáttu. Upplýsingar veitir lækna-
fulltrúi öldrunardeildar i sima 29000.
KLEPPSSPÍTALINN
LÆKNARITARAR óskast við Klepps-
spitala i fullt starf og hálft starf.
Stúdentspróf eða hliðstæð menntun
áskilin ásamt góðri vélritunar- og
islenskukunnáttu. Upplýsingar veitir
læknafulltrúi spítalans i sima 38160.
Reykjavik, 26. október 1980
Skrifstofa rikisspitalanna,
Eiriksgötu 5, simi 29000.
Tilboð óskast
Tilboð óskast i nokkrar bifreiðar sem
skemmst hafa i umferðaróhöppum. Þar á
meðal:
Argerð
RangeRover '74
Chevrolet Malibu ’79
Daihatsu '80
V.W.Golf ’80
Datsun Pick-up ’79
og nokkrar fleiri.
Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmu-
vegi 26, Kópavogi mánudaginn 27/10 ’80
kl. 12-17.
Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga
fyrir kl. 17 28/10 ’80.
SAMVI I\ NUTRVGGINGL4H
Ármúla 3 - Reykjavík - Simi 38500