Tíminn - 26.10.1980, Side 15
Auglýsing
Tékkóslóvaskir dagar
Á Hótel Loftleiðum 30. okt. - 2. nóv.
Árið 1918 i lok fyrri heims-
■ styrjaldarinnar, geröist þaB
■ nokkurn veginn samtimis, að
■ stofnað var nýtt riki i Evrópu,
| Tékkóslóvakia, og aö tslend-
■ ingar fengu náö nýjum áfanga i
| sjálfstæðisbaráttu sinni. Þaö
g má segja að þaö hafi verið tim-
g anna tákn að bæði þessi riki
I tóku að sækja á brattann með
I uppbyggingu atvinnulifsins og
g þar meö sköpun nýrra b'ma.
I Þaö var ávöxtur þessarar
g málaleitni, sem leiddi til þess aö
þessi tvö riki stofnuðu með sér
stjórnmálasamband 1922 og 2
árum siðar var fyrsti viðskipta-
samningurinn undirritaður. Æ
siöan hafa verið nokkur við-
skipti milli rikjanna, þótt utan-
aökomandi aðstæður hafi þar
valdið, aö nokkur snurða hljóp á
þráðinn, sem var siðari heims-
styrjöldin. Strax að henni lok\
inni eða 1945 fór viðskiptasendi-
nefnd til Tékkóslóvakiu og nú i
nærfellt 35 ár hafa veriö geröir
viðskiptasamningar milli land-
líl.l.-
lÍltlSTlLI
^ Laugavegi 15 Reykjavík Sími 14320
Gjafovörur
fyrir þá sem meta fagra muni
BÆHEIMS KRISTALL
heimsþekktur fyrir tærleika og listræna
vinnu.
ROYAL DUX
postulinsstyttur
hvítar, einstaklega fallegar.
NATALIA
postulins matar- og kaffistell,
sígilt, vandaðog verðiðsérstaklega hagstætt.
LITIÐ INN OG SKOÐIÐ OKKAR MIKLA
OG VANDAÐA VÖRUÚRVAL.
VÖRUR FYRIR ALLA- VERÐ FYRIR ALLA
anna óslitiB. Nokkrar sveiflur
hafa verið i viðskiptunum frá
ári tíl árs en í meginatriðum
höfum við Islendingar selt
sjávarafurðir og nú á siðari
árum landbúnaöarafuröir til
Tékkóslóvakiu, en viö aftur á
móti flutt inn iðnvarning, bila,
landbúnaðarvelar, tæki til
* virkjana ásamt ýmsum létt-
iönaðarvarningi, svo sem
krystal, skó o.fl. Nú nýlega
hefur veriö endurnýjaöur við-
skiptasamningur milli landanna
til næstu ára og er búist viö að
- heldur verði aukning I viö-
I skiptum landanna frá þvi sem
I verið hefur.
■ Til þess að kynna Islend-
■ ingum hluta af framleiðslu
■ Tékkóslóvakiu er hugmyndin að
■ efna til smásýningar á vörum
■ frá Tékkóslóvakiu i anddyri og
■ göngum Hótels Loftleiða fyrr-
■ nefnda daga og er öllum al-
| menningi heimill aðgangur
| Þarna munu m.a. verða sýnd
g bifreið, traktor, krystall, ljós-
g myndatæki reiðhjól, úr og
■ klukkur, prenttæki, skotfæri
j o.fl.
Samhliða þessum viðskiptum
. landanna hefur þróast og eflst
■ samstarf á sviði lista og menn-
! ingar, þó einkanlega eftir lok
[ siðari heimsstyrjaldarinnar.
Snemma á þessu rúm-
[ lega 60 ára timabili frá stofnun
\ stjórnmálasambandsins, voru
J þýddar bækur eftir íslendinga á
J tekknesku og jafnvel slóvensku
| einnig þar á meðal íslendinga-
[ sögur, rit Kiljans, Gunnars
■ Gunnarssonar, Kristmanns
■ Guðmundssonar og Kambans
I og nú siðari árin rit Ólafs Jóh.
• Sigurðssonar, Guöbergs Bergs-
■ sonar, Svövu Jakobsdóttur og
■ Jóhannesar Helga. Góði dátinn
■ Sveijk, Salamöndrustriöiö o.fl.
■ verk voru þýdd á islensku og
■ gefin út milli striða. Eftir strið
| hafa verið gefnar út bækur
| meðal annars eftir Fujik o.fl.
I A tónlistarsviðinu hefur
I einnig veriö nokkur gróska
■ einkum eftir siðari heimsstyrj-
■ öldina. Þekktir hljómsveitar-
I stjórar hafa komið hingaö til
l landsins svo sem Dr. Smetacek,
. Rohan og Edv. Fischer og
[ stjórnað hér sinfóniuhljöm-
[ sveitinni um lengri eða
[ skemmri tima. Nokkrir Tékkar
[ hafa leikið hér með sömu hljóm-
* sveit um árabil og enn aörir
I hafa lagt I að kenna úti á landi.
Nokkrir einleikarar hafa einnig
leikiö hér á landi.
Samskipti útvarps og sjón-
varps hafa einnig verið nokkur.
Sýndar hafa verið kvikmyndir
gagnkvæmt og kynnt hefur
verið tónlist frá Tékkóslóvakiu,
Smetana og Dvorák, svo nokkuð
sé nefnt. Nokkrir menntamenn
hafa hlotiö framhaldsmenntun
sina i Tékkóslóvakiu viö háskól-
ann i Prag og gagnkvæm
stúdentaskipti fóru fram um
nokkum tima. Þá hafa ýmsir
visindamenn dvalist hér á landi
um lengri eöa skemmri tima
einkum þö jarðvisindamenn.
Samskipti okkar á sviði
iþrótta eru löng og gagnkvæm.
Einkum eru þaö handbolta-
mennimir sem hafa oft á ári
sent liö til hvors annars, en
báðar þjóðir standa framarlega
I þeim efnum eins og kunnugt
er. A sviði skáklistarinnar hafa
einnig verið ánægjuleg sam-
skipti og er skemmst að minn-
ast veru skákmeistarans Hort
hér á landi að undanförnu og
þannig mætti lengi upp telja. .
Tékkneskt-Islenskt vináttu-
félag hefur veriö starfandi frá
árinu 1955, misjafnlega þrótt-
mikiö i' starfi en oft á tfðum lagt
drjúgan skerf til að auka þessi
samskipti Nokkrir unglingar
hafa fariö á vegum þess til
Tékkóslóvakiu undanfarin ár og
þessar heimsóknir hafa verið
endurgoldnar af unglingum frá
Tékkóslóvakiu. Allt hefur þetta
aukið á samskipti tveggja
þjóða, sem aö visu búa við tvö
ólflc hagkerfi, en er dæmigert
um hvernig byggja má upp frið-
samlegt samstarf milli þjóöa.
Aö þessu sinni skal enn á ný
reynt að auka slikt samstarf
með nokkrum skemmtilegum
tékkneskum dögum, aö Hótel
Loftleiðum dagana 30. okt. til og
með 2. nóv.
Af þessu tilefni munu koma
hingað til landsins n.k. mánu-
dag 13 manna hópur frá Tékkó-
slóvakiu, 11 listamenn frá
Pragoconsert og tveir mat-
sveinar frá Interhotel. Ætlunin
er að opna þessa skemmtun og
sýningu 30. okt. og veröur fyrsta
skemmtikvöldiö þá.
Hefst það með boröhaldi, bar
sem fram verða reiddir tékkó-
slóvanskir þjóöarréttir og enn-
fremur alþjóölegir. Um kvöldiö
munu koma fram allir þessir
listamenn: Danspar sem
dansar tékkneska og slóvaskai
þjóðdansa, harmónikuléikari og
trió hljómlistarmanna mun
aðstóöa, en einnig munu þessir
hljóðfæraleikarar leika þjóðlög
ogtékkó: sióvaska tónlistásamt
alþjóölegri. Einsöngvari er meö
KEZMARSK'Í' ST(T
2558 m
Brndalovo ch.
ZDIAR
Kezmarskó ch.
SKALNATE PLESO
:h. kpt. Nólepku
Ch. Kamzlk
TÁTR. MATLIARE
TATRANSKA CÖMNICA
850 m
HORNÝ SMOKOVEC Pj
STARA LESNA
DOLNÝ SMOKOVEC
NOVA LESNA
>TISLAVA
Skíðaferðir
Verða 13.02 og 6.03
til Tatraf jalla í
Tékkóslóvakíu.
Flogið verður um
Kaupmannahöfn til
Prag og samdægurs
til Pobrad og komið
þangað um kl. 19.40
Um 20 min. akstur er
síðan
á hótelið Grand
Hotel Praha- í
Franska-Lomnica.
Viðhóteliðerein
besta aðstaða til
skíðaiðkanna í
suðurhlíðum Tatra-
fjalla. Dvalist verður
lágmark hálfan
mánuð — hægt að fram-
lengja. Dvalið
verður í Prag í
bakaleið.
Nánari upplýsingar
á Tékknesku vikunni
og hjá
Feröaskrjlstota
KJARTANS
HELGASONAR
Gnoðarvogi 44 — 104 Reykjavík
Simar 86255 S 29211