Tíminn - 26.10.1980, Page 24

Tíminn - 26.10.1980, Page 24
32 Sunnudagur 26. október 1980. Umsjón Friðrik Indriðason Vitleysa á hvolfi Austurbæjarbló Beyond the Poseidon Advent- ure/Bardaginn_ I skipsflakinu Aðalhlutverk Michael Caine, Sally Field, Telly Savalas og Karl Malden Leikstjóri Irwin Allen Hópur af góBum leikurum fær ekki bjargaB þessari mynd svo léleg er hún en þaB er fyrst og fremst sökum fáránlegs hand- rits. HeilbrigBri skynsemi áhorfandans er ofboBiB viB aB fylgjast meB er söguþráBurinn vinnst af spólu sinni, en i stuttu máli gengur myndin útá þaB aB tveir bátar koma aB Poseidon- skipinu, þar sem þaB marar i hálfu kafi á hvolfi, skömmu eftir aB eftirlifandi farþegum hefur veriB bjargaB eins og skilmerki- lega var sagt frá i fyrri mynd- inni. önnur áhöfnin er aB leita aB fé, hin, bófarnir, aB hættulegu efni f farmi skipsins. Enn eru eftirlifandi skipbrotsmenn i flakinu og hinar og þessar ster- eó-týpur úr stórslysamyndum bætast I bópinn. Allt fer vel aB lokum, góBu náungarnir komast aB mestu leyti af en bófamir fá makleg málagjöld. Friörik IndriBason. Midler og Bates I hlutverkum sinum Heyrst hefur aö veglegt timarit um kvikmyndir sé I undirbúningi hér I bænum og hefur Friörik Friðriksson kvikmyndagagnrýnandi á Dagblaöinu veriö orðaöur sem aöalhvatamaöur þess, en meö honum standa aö útgáfunni þeir Jón K. Helgason og Sveinn Biöndal. Efnissöfnun I ritiö mun vera i gangi en ekki er búiö aö ákveöa útgáfudag en hann veröur væntanlega I kringum áramótin. Kvikmyndin Caligula sem Laugarásbió sýnir um þessar mundir hefur vakiö athygli meöai landsmanna en skiptar skoöanir eru um efni hennar. Umræöan hefur komist á þaö stig aö f Staksteinum Morgun- blaösins voru birtir tveir dómar um myndina, Timans og Helgarpóstsins, en efni þessa dálkar 1 Morgunbiaöinu mun yfirleitt vera allt annars efnis en umfjöllun um kvik- myndir dags daglega. Nýja bió The Rose/Rósin Aöalhlutverk = Bette Midler, Alan Bates, Frederic Forrest. Leikstjóri: Mark Rydell. Fyrir þetta hlutverk sitt í myndinni The Rose var Bette Midler útnefnd til Óskarsverö- launa siBast er þeim var út- hlutaö og eftir aB hafa séö þessa mynd er erfitt aB gera sér i hugarlund hvernig hún gat oröiö af þeim. Hrifandi og þróttmikill leikur hennar og söngur gerir þessa mynd, öBru fremur, aö þeirri skemmtun og lifsreynslu sem hún er og auövelt er aB skipa Midler á bekk meö eftirtektar- verBustu nýju leikurum þessa áratugs eftir aB hafa séö hana i hlutverki Rósarinnar. Myndin er sögö vera aö ein- hverju leyti byggö á ævi söng- konunnar Janis Joplin og ef- laust má finna likingu meö Joplin og Rósinni en myndin kemur vel til skila efni sinu sem er lif rokkstjörnu á sjöunda ára- tugnum. Rose Foster (Midler) er á | toppinum sem rokksöngkona á sjöunda áratugnum, vinsæl og eftirsótt. Til aö bregöast ekki aBdáendum sinum veröur hún ávallt aö vera hress og vel upp- lögö en þaö getur hún ekki yfir lengri ti'ma nema meö hjálp fikniefna. Eftir þvi sem fikni- efnanotkunin eykst veröur erfiðara fyrir hana að koma fram, hegöun hennar veröur villtari, utan sviös og á þvl, og brátt gefast vinir hennar upp á henni og þetta getur ekki endaö nema á einn hátt. Mjög vel er skipaö i aukahlut- verk I myndinni og ber þar fyrst aB nefna umboösmann Rósar- innar sem leikinn er af Alan Bates. Bates tekst mjög vel aö túlka hinn haröa umboösmann Rósarinnar sem er á svo hraðri leið upp peningafjallið að ekkert má stöðva hann. Hann hlustar ekki á kvartanir hennar um að hún þarfnist hvildar, heldur reynir með öllum ráðum að halda henni gangandi þannig að staðið sé við samninga og peningarnir haldi áfram að rúlla inn. Eina akkeri Rósarinnar er liöhlaupiúr bandariska hernum Dyer (Forrest). Hann elskar hana en gefst brátt upp á þvi lifi sem hún lifir og þó aö hún beri svipaöar tilfinningar til hans þá getur hún ekki slitiö sig úr lífs- máta sinum þar sem hún þekkir ekkert annaö og þvi er þetta samband dauöadæmt frá upp- hafi. Mörg atriöi i myndinni eru 100%, hrein skemmtun, eins og til dæmis þegar Dyer og Rósin koma inn á bar þar sem skemmtiatriöin eru karlar sem herma eftir þekktum söngkon- um. Auk þess eru öll söngatriöin mjög vel útfærö og áhorfandinn fær þaB á tilfinninguna aö hann sé I myndinni i þeim en ekki ein- göngu aö horfa á hana i kvik- myndahúsi. Friðrik Indriöason Stuttar umsagnir Gamlabió frum^ýnir The Champ Gamla bió frumsýndi á föstu- dag myndina The Champ (Meistarinn) meö þeim Jon Voigt, Fay Dunaway og Ricky Schroder í aðalhlutverkum en myndin er gerö af Franco Zeffirelli. Voigt íeikur fyrrverandi hnefaleikakappa sem rétt tekst aðhalda sér og syni sinum uppi en getur ekki fengiö sig til aö koma aftur i hringinn. Schroder leikur son hans og Dunaway fyrrverandi eiginkonu hans. Myndin hefur fengiö góöa dóma viöast hvar. ★ ★ ★ ★ Skylmingar Hafnarbió Scaramouche/Sveröfimi kvennabósinn Aöalhlutverk Michael Sarrazin og Ursula Andress Myndin fjallar um skylm- ingakappann Scaramouche, leikinn af Michael Sarrazin en hann er kvenhollur mjög og þvi stööugt á hlaupum undan reiB- um eiginmönnum. Sarrazin er góöur leikari en honum tekst aldrei aö finna sig i þessu hlut- verki. Þótt Ursula Andress sé sögö vera i aöalhlutverki þá kemur hún ekki fram fyrr en i lok myndarinnar. Hlutverk hennar krefst ekki mikilla leikhæfi- leika, hún er svona meira fyrir augaö. Myndin er nokkuB fyndin á köflum, sérstaklega þegar griniB beinist aö Napóleon keis- ara en leikaranum i þvi hlut- verki tekst ósjaldan aö kitla hláturtaugar áhorfenda. Nokkuö djúpt er á sumum bröndurunum einsog til dæmis i lok myndarinnar er Andress er látin stiga fáklædd upp úr vatni.. Þá er titillag James-Bond kvik- myndanna leikiö en Andress er einmitt fyrsta Bond-skvisan,Iék i Dr. No og þá litt klædd á stönd eöa i vatni. Friörik Indriöason. Ódýr eftirlíking Stjörnubió The Humaniod / Vélmenniö Aöalhlutverk Richard Kiel Cor- inne Clery Barbara Bach Leikstjóri Georg B. Lewis The Humaniod er ein af svo- kölluðum visindaskáldskapar myndum sem fylgt hafa i kjöl- far myndarinnar Star Wars og sem slik er hún ódýr eftirliking af frummyndinni. Flestir aöstandendur myndarinnar bera itölsk nöfn þar á meðal handritahöfundur- inn en hvergi örlar á frumleika hjá honum og ef myndin væri ekki jafn léleg og hún er þá yæri hann sennilega á kafi I málsókn vegna stulds á hugmyndum. Eins og i frummyndinni þá ganga illmennin i bjánalegum búningum, aö þessu sinni svört- um, og aðalbófinn Graal hefur þar aö auki undarlega grfmu fyrir andlitinu og fullt af hókus pókus tökkum á bringunni. Hann er þó eins og grunnskóla- krakki á grimuballi i saman- buröi viö Darth Wader. Aöalsöguhetjan er aumingja- legútgáfaaf Han Solo, laglegur náungi meö tannburstabros sem tekur hlutverk sitt alvarlega en áhorfendur fara hjá sér viö aö hlusta á brandara hans. Ric- hard Kiel leikur buffköku meö ómennska krafta eins og hans er von og visa og til aö kóróna sköpunarverkiö er kinverskur krakki með dularfulla hæfi- leika. Söguþráöurinn er þessi venju- lega barátta milii góös og ills, og „kvenmaöur I nauöum” er siöan blandaö saman viö suliiö en útkoman veröur vægast sagt hörmuleg. Ef hægt er aö tala um aö eitt- hvaö sé verra i myndinni en handritiö þá er þaö sennilega leikurinn en flestir leikaramir virka eins og nemendur i barna- skóla sem koma fram i fyrsta sinn á sviði. Þaö eina sem vit er i er vélrænn hundur en sem verr fer þá á hann engar Hnur heldur er hann látinn framkaila hljóö sem fara f taugarnar á áhorf- endanum. Friörik Indriöason Frábær Rós

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.