Tíminn - 26.10.1980, Page 27

Tíminn - 26.10.1980, Page 27
Sunnudagur 26. október 1980. 35 Drengur gefur lambi pelamjólk. Einkennilega hyrndur hrútur I Hafravatnsrétt 1948 Mjög sérkennilega hymdur er annar hrUtur sem óskar festi á filmu í Hafravatnsrétt haustiö 1948. Hann hefur óvenju mikinn samgróinn hornagarð i enni. Mun slilct hornafar sjaldgæft. Fróðlegt væri að fá myndir af ferhyrndu fé. Það er fremur fá- gætt, bæöi vegna þess. að mæður þess geta átt erfitt meö burð, og svo geta, a.m.k. horn fer- hyrndra hrUta vaxið bannie að þeir eigi erfitt með að bita gras. IngóOur Daaðsson: Byggt og búið i gairila daga 307 „Lömbin skoppa hægt meö hopp, hugarsloppin meinum. Bera snoppu að blómstur topp, blöðin kroppa af greinum”. Kannski er þaö undanvill- ingur, tvllembingur, sem ekki fékk nóga mjólk eöa missti mömmu sina, lambiö aö tarna, sem drengurinn gefur úr pela — og hefur sýnilega ánægju af. Lambið hefur e.t.v. oröið heimalningur, vinur barna og hundaá bænum. Þaöermikið lif og erill um sauðburðinn. „Ærin ber og bærinn fer að blómgast þá”. En fegurst er sauöféð á haustin, lagðprútt og frjálslegt, nýkomiö af fjalli. Bústin er dilkærin og gimbur hennar, sem Óskar Sigvaldsson náði mynd af að Gilshaga I öxarfiröi haustið 1956. Svo eru það bekrarnir. „Þér hrútar”. Þannig ávarpar Guð- mundur skáld á Kirkjubóli þá I kvæði.A mynd óskarssést hann stóri bekri, brennimerktur KSJ á vinstra horni. Þarna stendur hann fyrir hinn föngulegasti I Hafravatnsrétt haustið 1948. Stöku hrútur er mannýgur, svo a.m.k. bömum stendur beygur af. í gamla daga var kveöið við böm. „Bltur uppi á bænum enn býsna stór meö hornin sin hrúturinn, sem hræðir menn, hann er á litinn eins og svfn”. Þessi gamla baga segir slna sögu. Sumir torfbæir vom svo bágir, stóöu kannski I halla, aö kind gat vel komist upp á veggi og þök. Hornin eru hrútnum vörn og prýði. Sennilega er honum ætlaö aö verja hjöröina og dulinn ótti við villidýr býr i honum. Nýlega var maður á ferð yfir lágan háls I Borgarfirði. Heitt var I veðri, svo hann lét Adams- klæði nægja að mestu. Skyndi- lega gengurhannfram á nokkra hrúta, sem lágu i skjóli við barö. Þeim brá mjög, stukku á fætur og sneru hornum til allra höfuð- átta. Stóðu þannig i hnapp uns maöurinn fjarlægöist. Er þetta hættulegt villidýr? hafa þeir sennilega hugsað! „Faðir minn átti svona stóran hornagassa úti á Islandi” hrökk upp úr mætum Islendingi, er hann I ógáti haföi teygt úr hand- leggjum I hirðveislu! Hrútur i Hafravatnsrétt 1948. Dilkær frá Gilhaga i öxarfiröi 1956 Við seljum fleira en hljóðkúta! %Startkaplar Skiðabogar • 10-16-25 mm frá Fapa Gott verð I Hosuklemmur Miðfjaðraboltar i allar stærðir og fjaðraklemmur Smiðum eftir pöntunum iPúströraklemmur allar stærðir Pustrorapakkningar < og upphengjusett * Krómaðir pústendar Auk ýmissa annarra smáhluta rv Bílavörubúóin Skeifunni2 FJÖÐRIN 82944 Púströraverkstæði 83466 GRÖFUR Vorum að taka upp þessar vinsælu gröfur. Tengistykki fylgir til festingar á þrihjól. Verð kr. 18.900 Vinsamlega póstpantið Leikfangahúsið Skólavör.ðustíg 10, sími 14806 Fóstrur Fóstrur óskast að dagvistunarstofnunum Vestmannaeyjabæjar. Frá 1. janúar 1981 n.k. Umsóknir sendist til félagsmálafulltrúa sem jafnframt veitir allar upplýsingar simi 98-1088.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.