Tíminn - 08.11.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.11.1980, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 8. nóvember 1980 Wmmm (Jtgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjóifsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfuli- trúi: Oddur V. Óiafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrlmsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atii Magnússon, Bjarghildur, Stefánsdóttir, Elisabet Jökulsdóttir, Friðrik Indriðason, Frlða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guö- mundsson, Jónas Guðmundsson (Alþing), Kristln Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (Iþróttir). Ljósmyndir: Guðjón Einars- son, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: FIosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Marla Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Slðumúla 15, Reykjavlk. Simi: 86300. Auglýsingaslmi: 18300. Kvöldsimar: 86387,86392.—VeröIlausasölu: kr. 280. Askriftar- gjald á mánuði: kr. 5500.— Prentun: Blaöaprent hf. Næstu áfangar Tómas Árnason viðskiptaráðherra, sem var tals- maður Framsóknarflokksins i fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið á dögunum, gerði það að sér- stöku umræðuefni i ræðu sinni hversu árangur hef- ur dregist i baráttunni gegn verðbólgunni. Um þetta sagði Tómas m.a. og er ástæða til að leggja áherslu á ummæli hans: „1 fyrsta lagi hafa samningar á vinnumarkaðn- um verið opnir i allt sumar og við borð hefur legið að upp úr syði. Verkföllum hefur verið hótað æ ofan i æ. Það má þvi orða það svo að rikisstjórnin hafi keypt vinnufriðinn þvi verði að fresta að hluta þeirri niðurtalningu verðbólgunnar sem hún áform- ar. Rikisstjórnin hefur þó viðhaft mikið aðhald i að leyfa verðhækkanir að þvi leyti sem það hefur verið á hennar valdi. Auðvitað torvelda almennar grunn- kaupshækkanir i þjóðfélaginu viðnámið gegn verð- bólgunni. Það gefur auga leið. Þær grunnkaups- hækkanir sem samið hefur verið um munu valda 15-20% hækkun verðbólgu á næstu 6-12 mánuðum”. Auk þessa nefndi Tómas að tilkostnaður frysti- iðnaðarins hækkaði á fimm mánuðum fram til febrúar sl. um 15-20%, en á sama tima varð gengis- sig aðeins 5%, fiskverð i Bandarikjunum hefur staðið i stað á þessu ári og Bandarikjadalur heldur veikst til skamms tima. Um meginviðfangsefni rikisstjórnarinnar, bar- áttuna gegn óðaverðbólgunni, sagði Tómas Árna- son m.a.: „Ég held að flestum sé orðið það ljóst að við Is- lendingar ráðum aldrei niðurlögum verðbólgunnar án þess að draga úr þeirri sjálfvirkni sem rikir i efnahagskerfinu. Niðurtalningarstefna Framsóknarflokksins byggist á þessari hugsun. Þar er gert ráð fyrir að setja á ákveðnu timabili hámark á verðlag vöru og þjónustu, verð á landbúnaðarafurðum, fiskverð, verðbætur launa, vexti og gengi krónunnar. Til þess að tryggja sem hæstan kaupmátt lægri tekna verði skattar lækkaðir. Siðan verði stefnt að þvi að feta sig niður á við með þvi að lækka hámarkið næsta timabil og svo koll af kolli. Við leggjum jafnframt áherslu á samráð við aðila vinnumarkaðarins um aðgerðir i efnahagsmálum”. Þessi orð Tómasar Árnasonar eru i stuttu máli kjarni þeirrar efnahagsstefnu sem samkomulag varð um i rikisstjórninni þegar hún var mynduð. Eins og forystumenn Framsóknarmanna hafa margitrekað verður ekki beðið öllu lengur eftir að- gerðum sem stefni að þessu marki. Tómas Árnason vék i þvi sambandi sérstaklega að næstu áramótum og sagði: „Þá verði settur nýr grundvöllur yisitölu fram- færslukostnaðar i ársbyrjun 1981 sem byggist á neyslukönnun Hagstofunnar og allri viðmiðun við eldra visitölukerfi þar með sleppt um leið og mynt- breytingin kemur til framkvæmda”. í sambandi við umræður um nýtt visitölukerfi er nauðsynlegt að bæta þvi við orð Tómasar Árnason- ar að reynslan hefur sýnt að núgildandi verðbóta- kerfi tryggir ekki kaupmátt launa. Við þurfum einnig i þvi sambandi að finna nýja og skyn- samlegri leið. JS Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Almenningur í Banda- ríkjunum vill frið Ummæli rússneskra fjölmiðla um kosningaúrslitin ÞVI ER nú veitt veruleg at- hygli, hvernig Rússar bregöast við sigri Ronald Reagans I for- setakosningunum i Bandarikj- unum. Fyrir kosningarnar létu rúss- neskir fjölmiðlar ekkert uppi um hvort forsetaefniö væri skárra, Carter eða Reagan. Gizkað var á, aö valdhafárnir I Kreml kysu Carter heldur, en þeir létu ekkert uppium þaö, ef svo hefur veriö. Skrif fjölmiöl- anna bentu hins vegar til þess, aö Sovétmenn teldu ekki máli skipta hvort Carter eöa Reagan sigraöi. Þaö væri eiginlega eng- inn munur á asnanum (merki demókrata) og filnum (merki repúblikana). Eftir kosningarnar hafa rúss- neskir fjölmiölar veriö varfærn- ir i dómum sinum. Sýnishorn um umfjöllun þeirra er grein eftir stjórnmálafréttaskýranda APN, Gennadi Gerasimov. Þaö er þvi ekki úr vegi aö rifja upp nokkur atriöi hennar hér. I upphafi greinarinnar segir, aö úrslitin beri vott um mikla óánægju meö stjórn Carters. Meö þvi er gefiö til kynna, aö sigur Reagans sé hvorki honum persónulega aö þakka né stefnu hans. Siban segir: „I KOSNINGABARATT- UNNI létu þessir tveir forseta- frambjóöendur mörg hörö orö og dóma falla um mótframbjóö- andann, og hvaö Carter varöaði, lét hann ákaflega haröa dóma falla um ein og önnur atriði i hugsanlegri stefnu mótfram- bjóöanda sins, ef hann yrði kos- inn. Slikir dómar forsetakepp- endanna eru þó eftir öllu að dæma, einn ófrávikjanlegur þáttur i baráttunni, og fyrst og fremst settir fram til þess aö vinna atkvæði. Alexis De Tocqueille, fransk- ur rithöfundur, sem var mjög kunnugur bandariskum málefn- um fyrir aldamótin siðustu, skrifabii bók sinni, „Lýöræöiö i Bandarikjunum”, aö þegar liöi aö kosningum yröi öll þjóöin gripin æöi, en strax þegar úrslit kosninganna lægju fyrir, „fellur þaö fljót sem hefur flóö langt út fyrir bakka sina i farveg sinn aftur”. „Farvegur” þessa „fljóts” ræöst þó minna af óskum og vilja kjósenda en þeim hlut- veruleika sem á eftir kemur, þar sem kenningar kosninga- baráttunnar hafa harla litið aö segja. Þvert á móti, aö lokinni kosningabaráttunni fara aörir þættir ab hafa meiri áhrif á framkvæmdir forsetaembættis- ins. Brésnjef hefur óskað Reagan til hamingju með sigurinn t lok kosningabaráttunnar var Reagan kominn með gat á skósólann llkt og Stevenson forðum Kosningabaráttan, sem hófst sem samkeppni I hernaöarleg- um kraftasýningum varö undir lokin samkeppni i varfærni. Slikar breytingar uröu á til- raunum frambjóðendanna til aö geta sér til um tilfinningar kjós- enda. Það varö æ ljósara undir lokin, aö-Bandarikjamenn vildu kjósa yfir sig friö. Clayton Fritchy skrifaöi i Washington Post 1. nóvember, að þaö væri vart mögulegt að of- meta þýðingu þessara tilfinn- inga fyrir framtiöarstefnuna i stjórnmálum Bandarikjanna. „Tilraunir til óhefts vig- búnaðarkapphlaups viö Rússa myndi mæta ákveðinni and- stöðu bandarisku þjóðarinnar. Og það sem meira er, banda- menn Bandarikjanna myndu ekki samþykkja slika þróun mála heldur. Og Ronald Reagan sagöi, að hann vildi helst af öllu setjast að samningaboröi við Rússa og halda viöræöum áfram eins lengi og nauösynlegt væri til aö ná samkomulagi”. Hvaö við kemur persónum sögunnar, oghæfni þeirra I for- setaembætti, veröur aðeins sagt, að forsetar koma og fara, en hlutlægur veruleiki alþjóö- legs ástands er hinn sami fyrir þvi. Aöurnefndar tilfinningar bandariskra kjósenda sanna enn einu sinni, aö slökunar- stefnan er krafa nútimans. Astæöan til þess er augljós. Fyrir ekki löngu síðan hitti ég ambassador Bandarikjanna i Moskvu, Thomas Watson. Hann lýsti þessu á eftirfarandi hátt: „Hver sá sem heldur aö hann geti sigraö næsta ár hefur rangt fyrir sér”, þaö er gagnkvæmt hagsmunamál allra rikja sem ráöa yfir kjarnorkuvopnum, og um leiö hagsmunamál alls heimsins, aö Bandarikin og Sovétrikin leiti leiða til aö tryggja öryggi sitt meö tak- mörkun gereyðingarvopna, meö afvopnun.” GERASIMOV vikur siöan aö Reagan sérstaklega og segir: „Mörg orö hafa falliö i hita kosningabaráttunnar, og ég vildi kjósa að afskrifa stóru orö- in, en vitna þess i staö i ummæli úr „öörum herbúðum”. Ed- mund Muskie, utanrikisráö- herra Bandaríkjanna, sagðist ekki álita Ronald Reagan her- skáan leiötoga, sem leiöa myndi Bandarikin út i styrjöld. Reag- an sagöi hins vegar aö hann vildi hafa bandarisk-sovésk viö- skipti eins traust og verslunar- viöskipti væru venjulega. Þetta er einmitt þaö sem á skorti hjá fráfarandi stjórn i mörgum til- fellum. 1 hreinskilni sagt ætti traust- leiki og viöskiptaleg umfjöllun vandamála aö sitja i fyrirrúmi fyrir tilraunum til að beita „valdaaöstöðu” við gerö samninga. Sagan hefur lika sýnt aö slikar tilraunir eru árangurs- lausar. I ræöu sinni, sem Leonid Brésnjef, forseti Sovétrikjanna, hélt nýlega I Alma Ata, sagöi hanniþessusambandi: „Þaöer vaxandi skilningur á þvi, að ekkert vandamál verður leyst meö þvi aö neyta aflsmunar eöa meö vopnaskaki. Viö viljum vona aö fyrr eöa seinna komist leiðtogar Bandarikjanna aö þessari niðurstööu aftur, þvi fyrr þvi betra”. Þaö segir sig sjálft, aö i bandariskum stjórnmálum veltur mikiö á hinu almenna ástandi I heimi dagsins i dag, og hverju hlutverki Bandarikin ætla sér aö gegna þar. Þaö er viss hætta fyrir hendi, sú aö Bandarlkin séu skoðuð sem miöstöö heimsins, sem skipi sér i kring og fylgi leiðsögn hennar i blindni. Þaö er þó „þrákelkin staöreynd”, eins og New York Times komst aö oröi, að stjórn- málastefna Bandarikjanna veröur siöur skilgreind út frá persónulegum eiginleikum for- setans eöa utanrikisráðherrans en alþjóölegri nauösyn. „Þar er fyrst og fremst um aö ræöa jafnvægi Sovétrikjanna og Bandarikjanna á sviöi vig- búnaöar, og lönd okkar bæði, sem kjarnorkustórveldi, axla sérstaka ábyrgö á þvi að koma i veg fyrir kjarnorku helför.” HÉR lýkur tilvitnun i grein Gerasimovs. Bersýnilega virö- ist á henni, að Sovétmenn ætla aö sýna gætni i viðskiptum viö Reagan, a.m.k. fyrst um sinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.