Tíminn - 08.11.1980, Síða 13

Tíminn - 08.11.1980, Síða 13
Laugardagur 8. nóvember 1980 13 Steingríms saga, annað bmdi: Opinskáar æviminningar Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur sent frá sér annað bindi Steingrimssögu, — sjálfsævisögu Steingríms Stein- þórssonar, fyrrum forsætis- ráðherra. Undirtitill bókarinnar er: Búnaðarfélagsárin, pólitfk og einkamál. Steingrimur heitinn Stein- þörsson var einn af skörungum islenskra stjórnmála um miðja öldina og var um tíma forsætis- og landbúnaðarráðherra. Auk þess gegndi hann fjölmörgum trúnaðarstörfum, var alþingis- maður i áratugi skólastjóri Hólaskóla um skeiö svo og búnaðarmálastjtíri. Hann lést 14. nóvember 1966. Steingrimur Steinþórsson skráöi lengst af vandaöar og itarlegar dagbækur og haföi hafiö skráningu ævisögu sinnar þegar á miöjum aldri og hélt þvi áfram meö hléum fram til sjö- tugs. Er Steingrimssaga byggö á þessum skrifum Steingrims en þeir Andrés Kristjánsson og ör- lygur Hálfdánarson hafa búiö bókina til prentunar. Eins og undirtitill bókarinnar ber meö sér fjallar hún um þaö timabil i starfsævi Steingrims er hann var búnaöarmálastjóri en Steingrimur beitti sér fyrir auknu starfi BUnaöarfélags Is- lands og baröist fyrir fjöl- mörgum nyjungum i starfi þess. Auk þess haföi Steingrímur virk afskipti af stjórnmálum á þess- um árum, og segir t.d. i þessari bók frá framboöi sinu i Baröa- strandarsýslú og glimum sinum viö Gisla Jónsson frá Bildudal á sögulegum framboösfundum I héraðinu. Þegar fyrsta bindi Stein- grimssögu kom út I fyrra vakti sú bók mikið umtal og athygli enda saga Steingrims á margan hátt ööru visi en æviminninga- bækur, ekki síst þegar stjórn- málamenneiga I hlut. Sér i lagi vakti það athygli hve hispurs- og tæpitungulaust Steingrimur fjallaöi um menn og málefni og hve mannlýsingar hans voru opinskáar og afdráttarlausar. Sú bók er kemur nú Ut: Stein- grimssaga — Búnaöarfélagsár- in, pólitik og einkamál, ber svip fyrri bókarinnar. Eins og i fýrri bókinni kemur mikill fjöldi karla og kvenna viö sögu og enn sem fyrr er f jallaö um þetta fólk á opinskáan hátt. Þar er ekki farið I manngreinarálit, og sist hlifirSteingrimur sjálfum séref þvi er aö skiDta. Steingrimssaga skiptist i 13 meginkafla er bera eftirtalin heiti: Búnaöarfélag Islands —■ stjórn og starfsfólk: Mjólkur- sölumál, jaröræktarlög og átakamikiö búnaöarþing: Um landiö þvert og endilangt: A mannamótum: Heimili mitt: Ný skipan á Búnaöarþingi: Yfirreiö um Vestfiröi: A orrustuvöllinn I Skagafiröi aö nýju: Höröátök á þingi og utan: A noröurslóö sumariö 1941: Bjarmalandsför f Baröa- strandarsýslu: Milliþáttur i Skagafiröi og utanþingsvist og Átökin um samtök bænda. Hver kafli skiptist svo I fjölda undir- kafla. Annaö bindi Steingrfmssögu er 280 blaösföur prýtt fjölda mynda. Bókin er sett, umbrotin og filmuunninn i Prentstofu G. Benediktssonar en bundin 1 Arnarfelli hf. Kápa bókarinnar er hönnuö af Sigurþóri Jakobs- syni. Prestafélag Suöurlands: Vetrarstarfið hafið Aðalfundur Prestafélags Suðurlands var haldinn f Skálholti dagana 21. og 22. september siðastliðinn. Stjórn félagsins var endurkjörin, þeir sr. Frank M. Halldórsson formaður, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson gjaldkeri og sr. Tómas Guðmundsson ritari. Auk aöalfundarstarfa voru flutt tvö erindi. Stjórn félagsins haföi borist bréf frá Guöfræðideild Há- skóla Islands, þar sem óskaö var eftir nánara samstarfi viö presta- félagsdeildirnar. Að samkomu- lagi varö aö sr. Arngrimur Jóns- son sem kenndi kirkjusögu síöast- liöinn vetur viö guöfræöideildina og Einar Sigurbjörnsson prófessor flyttu framsöguerindi. Mánudaginn 10. nóvember veröur fyrsti fundur félagsins á þessu starfsári. Fundarstaður veröur safnaöarheimili Bústaöa- kirkju. Fundarefni er: Kirkju- byggingar og starfsaöstaöa i söfnuöunum. Framsögumenn veröa sr. Halldór Gunnarsson i Holti og sr. Valgeir Astráösson Seljaprestakalli i Reykjavik. Cr myndinni „Ræflarnir”, sem Fjalakötturinn sýnir nú um helgina. Spennandi, raunsæ og grálynd.... EKJ — Nú um helgina verður myndin „LOS GOLFOS” (Ræflarnir) eftir spánska leik- stjórann Carlos Saura, sýnd I Fjaiakettinum (Tjarnarbiói). Saura ætti aö vera Islensku kvikmyndaáhugafólki aö góöu kunnur, þar sem þó nokkrar myndir hans hafa veriö sýndar hérlendis. „Las Casa” var á pró- grammi Fjalakattarins fyrir tveim árum, kvikmyndahátiö Listahátiöar þótti ástæöa til aö sýna tvær af myndum Saura „Hrafninn” og „Meö bundiö fyrir augun” á siöastliönum vetri. og Háskólabió sýndi fyrir allnokkr- um árum „Peppermint Frappé”. Enn eru nokkrar mynda Saura ósýndar hérlendis. 1 stuttu máli greinir „LOS GOLFOS” frá hóp ungra manna i útbæ Madrid. Einn þeirra vill komast i nautaat. Hinir vilja hjálpa honum i von um hlut i gróöanum. Þá vantar bara fé til að skrá manninn i keppnina. Meira er ekki hægt aö segja um söguna. En myndin er sögö spennandi, raunsæ og grálynd. Skirteini veröa seld i Tjarnar- bió fyrir sýningar. Athugiö fjölg- un sýningatima úr þremur i fjóra. Alþýðuleikhúsið fær styrk til að greiða niður skólasýningar: „Pæld íþví” fær2 millj.kr. Kás — Borgarstjórn samþykkti á fundi sinum sl. fimmtudag aö veita Alþýðuleikhúsinu styrk upp á 2 millj. kr. til að greiða niður miðaverð á skóiasýning- um á leikritinu „Pæld Iþvi” sem fjallar um kynlif unglinga. Borgarstjórn samþykkti tillög- una með tiu atkvæðum gegn tveimur, en þessi sama tiliaga hafði ekki hlotið nægilegan stuðning I borgarráði fyrir skömmu. Þaö voru borgarfulltrúar meirihlutans auk Birgis Isleifs og Elinar Pálmadóttur sem greiddu tillögunni atkvæöi sitt, en Albert Guömundson og Sigurjón Fjeldsted greiddu at- kvæöi á móti. Aörir borgarfull- trúar sátu hjá. Sigurjón Pétursson mælti fyrir tillögunni og sagöist sann- færöur aö kynllfsfræðslan kæm- ist betur til skila meö þessu formi, þ.e. leikritinu en meö venjulegri kennslu, og taldi viö- llka leikrit eiga aö vera hluti af kennslu skólanna. Kristján Benediktsson for- maöur Fræösluráðs sagði aö mál þetta hefði fengið itarlega umfjöllun þar I ráði. Heföu flestir fræösluráösmenn séö leikritiö og væri nær samdóma álit þeirra aö hér væri um gott stykki aö ræöa. Albert Guömundsson lýsti sig sérstaklega andvigan þessari styrkbeiðni og taldi kennara betur til þess búna aö færa kyn- lifsfræðslu inn I skólanna en leikara. Tíminn gefur út myndarlegt bílablað 20. nóvember 1980 Meðal efnis: ★ Nýir bílar árgerð 1981 ★ Bílaiþróttir ★ Vetrarklæði bilsins ★ Viðtöl ★ og margt fleira TEKIÐ ER Á MÓTI AUGLÝSINGUM i símum 8-63-96 og 8-63-00 fyrir 14. nóvember n.k.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.