Tíminn - 08.11.1980, Page 15
Laugardagur 8. nóvember 1980
IÞROTTIR
Marteinn
var bestur
Framarar hafa þann
háttinn á á hverju hausti aö
þeir kjósa besta mann fé-
lagsins i knattspyrnunni og
er þá tekiö tillit til allra
leikja sumarsins.
Þessari kosningu er nú lokiö i
ár og hreppti Marteinn Geirsson
fyrirliöi liösins hnossiö. Þaö þarf
engum aö koma á óvart þar sem
Martéinn lék mjög vel fyrir liö
sitt i sumar og stýröi þvi i 2. sætiö
i Islandsmótinu auk þess sem
hann fékk þann heiöur aö taka viö
bikarnum i Bikarkeppninni. Að
launum hlaut Marteinn fagra
verðlaunagripi til varöveislu.
—SK.
Marteinn Geirsson.
Tekst Fram
að sigra
Hauka?
Fjórir leikir verða um
helgina í 1. deild Islands-
mótsins í handknattleik. I
dag kl. 2 í Laugardalshöll
munu Vikingur og FH eig-
ast við og að þeim leik
loknum keppa Þróttur og
Valur. Búast má við hörku-
baráttu í báðum þessum
leikjum.
A morgun, sunnudag, keppa
Fram og Haukar og hefst sá leik-
ur kl. 20 i Laugardalshöll. Eins og
kunnugt er þá kræktu Framarar
sér i sin fyrstu stig á mótinu á
móti Val og.reikna mámeö aö þeir
séu ákveönir f aö endurtaka þann
leik og gera betur á móti Hauk-
um. Strax aö loknum þeim leik þá
keppa Fylkir og KR i Höllinni en
sá leikur hefst kl. 21.15.
Tveir leikir veröa i 1. deild
kvenna i dag og einn i 2. deild
kvenna og eru þeir allir i Laugar-
dalshöll. KR og Haukar keppa kl.
16.30 og Fram og FH keppa kl.
17.30.
1 2. deild keppa Fylkir og ÍR og
hefst sá leikur kl. 18.30.
Hálfrar millj.
króna gróði
Aöalfundur Styrktarfélags
knattspyrnunnar á Akranesi var
haldinn laugardaginn 1. nóv. s.l.
A fundinum kom fram aö tekjur
félagsins námu um 4,4 millj. en
útgjöld um 3,9 millj. Lang-
stærstur hluti þeirrar upphæöar
var notuö til aö greiöa niöur
vinnutap leikmanna i meistara-
flokki eöa 2,8 millj. Auk þess
veitti félagið Unglingaráöi fjár-
styrk, alls 600 þúsund.
Félagið kaus Leikmann Is-
landsmótsins á fyrsta fundi
sinum eftir aö mótinu lauk.
Fyrstur til aö hljóta þessa viður-
kenningu var hinn frábæri mark-
maður okkar, Bjarni Sigurösson.
Á aöalfundinum var honum veitt
viöurkenning vegna þessa, kr. 200
þúsund.
Stjórn félagsins var einróma
endurkjörin en hana skipa:
Hinéik Haraldsson formaöur,
Kristin Aðalsteinsdóttir gjald-
keri, Karl Alfreösson bókari,
Marsibil Siguröardóttir ritari,
Viöar Karlsson og Aki Jónsson
meöstjórnendur og Þorgeir
Jósefsson blaöafulltrúi.
Nokkrir leikmenn mættu á fund
inum og lýstu þeir yfir þakklæti
sinu og ánægju meö starfsemi fé-
lagsins. Einnig kom fram þakk-
læti eiginkvenna leikmanna
vegna greiðslna á vinnutapi svo
aö æfingar gætu hafist kl. 5 siö-
degis og leikmenn geti verið með
fjölskyldum sinum á kvöldin.
Styrktarfélagiö hyggst færa út
kviarnar d næsta sumri. 1 sumar
greiddi félagið vinnutap vegna
tveggja æfinga i viku en áformaö
er aö fjölga þeim æfingum og
greiða bónus til leikmanna fyrir
hvert stig sem liöinu hlotnast á
Islandsmótinu á næsta sumri.
Vitað er um mjög stóran hóp
dyggra stuöningsmanna i
Reykjavik og er ætlunin að leita
til þessa hóps á næsta sumri.
Fyrirhugað er að boöa fund i
Reykjavik i byrjun næsta árs og
kynna hugmyndir félagsins nán-
ar.
Þaö er samdóma álit allra
þeirra sem fylgst hafa meö
störfum félagsins aö þaö hafi náö
tilgangi sinum. Að efla knatt-
spyrnuna á Akranesi. Hins
vegar þurfa fleiri að leggja hönd
á plóginn ef félaginu á aö takast
aðhrinda áformum sinum i fram-
kvæmd. Þaö er þvi von félagsins
aö allir meölimir þess haldi
áfram þátttöku sinni og fái fleiri
til liös viö félagiö.
Aö lokum þakkar Styrktarfé-
lagiö meölimum sinum, sem búa
á svæöinu frá Grindavik norður
til Skagastrandar góöan stuðning
á fyrsta starfsárinu meö von um
góðar undirtektir á næsta sumri.
Þ.J.
ÍÞR0TTIR
15
Armenningurinn Valdimar Guölaugsson er ekki mjög fyrirferöarmikill á þessari mynd viö hliö ris-
ans Jarnes Breeler en hann skoraöi 40 stig gegn UMFN I gærkvöldi og Valdimar skoraöi 12 stig og lék
vel.
BREELER SK0RAÐI
40 STI6 6E6N UMFN
— en þaö dugði skammt gegn góöum Njarðvíkingum
sem sigruðu Armenninga 108:80 i gærkvöldi
Þaö fór eins og viö var aö bú-
ast I gærkvöldi þegar Njarövik-
ingar léku gegn Armenningum i
úrvalsdeildinni i körfuknattleik.
Armenningar áttu aldrei sigur-
möguleika og lokatölur uröu
108:80 UMFN í vil. Staöan i leik-
hléi var 60:42 UMFN i hag.
Armenningar komust einu
sinni yfir i leiknum og var þaö i
byrjun hans, en siðan ekki sög-
una meir. Njarðvikingar voru
betri aðilínn allan leikinn og það
var aðeins risinn i Ármanns-
liöinu, James Breeler sem eitt-
hvað gat ógnað veldi Njarðvik-
inga á leikvellinum. Hann
skoraði 40stig og hirti mikinn
fjölda frákasta auk þess að
verja tjóldann allan af skotum
andstæðinganna. Sannkallaður
stórleikur hjá Breeler og greini-
legt að varla er fyrir hvitan
mann að ráða við hann. Atli
Arason átti einnig ágætan leik,
skoraði 19stig og sömuleiöis var
Valdimar Guðlaugsson góður en
hann skoraði 12 stig.
Hjá Njarðvikingum var
Danny Shouse sem fyrr lang-
besti maður en einnig var Guð-
steinn mjög góður að vanda. Þá
áttu þeir Jónas Jóhannesson og
Gunnar Þorvarðarson góða
spretti og sérstaklega var Jónas
góður i vörninni. Danny var
stigahæstur, skoraði 35 stig
þrátt fyrir aö hann léki litið með
— i blakinu þegar
Þróttur mætir ÍS
Hörkuleikur veröur háöur I
tslandsmótinu I blaki um
helgina. Þróttur mætir 1S á
sunnudaginn og hefst leikurinn
um kl. 14.30.
Þrótturog IShafa lengi veriö i
liöinu aö þessu sinni. Þessi sigur
UMFN er fjóröi sigurleikur liös-
ins i úrvalsdeildinni i röð og
greinilegt að erfitt veröur fyrir
hin félögin að stööva þá snill-
inga aö sunnan i átt þeirraaö ts-
landsmeistaratitlinum.
—Ó.TH./SK
Valur-KR
Einn leikur fer fram í úrvals-
deildinni um helgina Valsmenn
mæta KR-ingum I Laugardals-
höllinni á sunnudag og hefst
leikurinn kl. 14.00. Þetta mun
örugglega veröa einn af úrslita-
leikjum mótsins.
fremstu röð i blakinu og þaö
þarf ekki að fara um þaö
mörgum orðum aö um liklegan
úrslitaleik i mótinu hlýtur aö
verða aö ræöa. Þróttarar eru
sterkir um þessar mundir og er
þar skemmst aö minnast sigurs
þeirra yfir 1S i Haustmótinu
sem nú er nýafstaðiö.
A eftir leik Þróttar og 1S leika
Fram og UMFL. —SK.
Urslitaleikur á
sunnudaginn?